Stafræn umbylting byggðaþróunar Gísli Ólafsson skrifar 20. desember 2020 13:01 Árið 2020 hefur í huga flestra verið ár erfiðleika og þrenginga. Við höfum þurft að takast á við nýjan raunveruleika í kjölfar þess að COVID-19 farsóttinn breiddist út um heiminn. En í huga okkar sem vinnum að innleiðingu á stafrænni tækni, þá hefur árið 2020, verið árið sem fólk var loksins tilbúið að nýta sér tæknina sem hefur verið í boði undanfarin ár. Þegar fyrirtæki báðu starfsfólk um að vinna heiman frá sér, samkvæmt ráðleggingum frá Sóttvarnarlækni, þá voru margir í fyrsta sinn að prófa stafræna tækni eins og fjarfundabúnað og stafræna vistun skjala. Jafnvel íhaldssamir endurskoðendur, sem höfðu krafist þess að starfsfólk mætti alltaf á skrifstofuna, uppgvötaði að starfsfólkið getur unnið starf sitt hvar sem er, jafnvel í öðru landi. Þetta stóra stökk framávið í notkun stafrænna lausna og sú staðreynd að stór sem smá fyrirtæki um allan heim hafa nú gefið starfsfólki sínu kost á að vinna heiman frá sér opnar mikil tækifæri til þess að snúa við þeirri byggðarþróun sem átt hefur sér stað undanfarna áratugi. Flótti fólks úr dreifðari byggðarlögum í stórborgir í leit að betri atvinnumöguleikum er að snúast við. Gott dæmi um þetta er að bæði fyrirtæki og starfsfólk stærstu tæknifyrirtækjanna í Kísildalnum í Kaliforníu eru nú í óðaönn að flýja einn dýrasta fasteignamarkað heims. Á Íslandi opnar þetta einnig tækifæri fyrir sveitarfélög utan Höfuðborgarsvæðisins að laða að sér fólk á nýjan leik, í þetta sinn ekki til starfa í stóriðju, heldur til skapandi starfa sem hægt er að vinna úr fjarlægð. Við búum nefnilega við þann munað, sem flest önnur lönd skortir í dreifðari byggð, sem er aðgengi að ljósleiðara. Sú mikla vinna sem farið hefur verið í á undanförnum áratugum við að tryggja að jafnvel sum fámennustu sveitarfélög landsins og afskektustu bóndabýli hafi tryggan aðgang að Internetinu er nú að fara að skila sér í nýjum tækifærum fyrir þessar dreifðu byggðir. Nú er tækifærið fyrir sveitarfélög í dreifbýli að laða að sér nýja íbúa, bæði innlenda og erlenda, sem leita eftir rólegra umhverfi til að búa í, umhverfi þar sem náttúran fær að njóta sín, umhverfi þar sem börn geta leikið sér í óspiltri náttúru, en jafnframt umhverfi þar sem aðgengi að vinnutækifærum er gnógt, þökk sé ljósleiðaravæðingu landsins. Ríkisstjórnin hefur nýlega kynnt fyrstu skref í að laða erlenda starfsmenn til landsins og þó markið hafi verið sett hátt um launakröfur, þá er þetta fyrsta jákvæða skrefið í átt að því að laða fólk til landsins. Sveitarfélög þurfa að grípa tækifærið og laða til sín ekki eingöngu þessa erlendu starfsmenn, heldur líka þá sem þegar eru búsettir á Höfuðborgarsvæðinu og geta unnið hvar sem er en vilja komast í persónulegra samfélag. Það er ekki lengur þörf á að eyðileggja náttúruna í nágrenninu með því að setja upp úrellta stóriðju, heldur er einungis nauðsynlegt að geta boðið upp á góðar tengingar við umheiminn, gott aðgengi að grunnþjónustu og lifandi samfélag sem er tilbúið að bjóða nýja íbúa velkomna. Nú, þegar við erum farin að sjá ljósið við enda þessara löngu farsóttaganga, þá er mikilvægt að spyrna við og nýta vel þessi tækifæri sem COVID-19 hefur fært okkur á sviði stafrænnar umbyltingar. Höfundur starfar við stafræna umbyltingu smábænda í Afríku, úr sumarbústað í Kjós. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggðamál Gísli Rafn Ólafsson Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Árið 2020 hefur í huga flestra verið ár erfiðleika og þrenginga. Við höfum þurft að takast á við nýjan raunveruleika í kjölfar þess að COVID-19 farsóttinn breiddist út um heiminn. En í huga okkar sem vinnum að innleiðingu á stafrænni tækni, þá hefur árið 2020, verið árið sem fólk var loksins tilbúið að nýta sér tæknina sem hefur verið í boði undanfarin ár. Þegar fyrirtæki báðu starfsfólk um að vinna heiman frá sér, samkvæmt ráðleggingum frá Sóttvarnarlækni, þá voru margir í fyrsta sinn að prófa stafræna tækni eins og fjarfundabúnað og stafræna vistun skjala. Jafnvel íhaldssamir endurskoðendur, sem höfðu krafist þess að starfsfólk mætti alltaf á skrifstofuna, uppgvötaði að starfsfólkið getur unnið starf sitt hvar sem er, jafnvel í öðru landi. Þetta stóra stökk framávið í notkun stafrænna lausna og sú staðreynd að stór sem smá fyrirtæki um allan heim hafa nú gefið starfsfólki sínu kost á að vinna heiman frá sér opnar mikil tækifæri til þess að snúa við þeirri byggðarþróun sem átt hefur sér stað undanfarna áratugi. Flótti fólks úr dreifðari byggðarlögum í stórborgir í leit að betri atvinnumöguleikum er að snúast við. Gott dæmi um þetta er að bæði fyrirtæki og starfsfólk stærstu tæknifyrirtækjanna í Kísildalnum í Kaliforníu eru nú í óðaönn að flýja einn dýrasta fasteignamarkað heims. Á Íslandi opnar þetta einnig tækifæri fyrir sveitarfélög utan Höfuðborgarsvæðisins að laða að sér fólk á nýjan leik, í þetta sinn ekki til starfa í stóriðju, heldur til skapandi starfa sem hægt er að vinna úr fjarlægð. Við búum nefnilega við þann munað, sem flest önnur lönd skortir í dreifðari byggð, sem er aðgengi að ljósleiðara. Sú mikla vinna sem farið hefur verið í á undanförnum áratugum við að tryggja að jafnvel sum fámennustu sveitarfélög landsins og afskektustu bóndabýli hafi tryggan aðgang að Internetinu er nú að fara að skila sér í nýjum tækifærum fyrir þessar dreifðu byggðir. Nú er tækifærið fyrir sveitarfélög í dreifbýli að laða að sér nýja íbúa, bæði innlenda og erlenda, sem leita eftir rólegra umhverfi til að búa í, umhverfi þar sem náttúran fær að njóta sín, umhverfi þar sem börn geta leikið sér í óspiltri náttúru, en jafnframt umhverfi þar sem aðgengi að vinnutækifærum er gnógt, þökk sé ljósleiðaravæðingu landsins. Ríkisstjórnin hefur nýlega kynnt fyrstu skref í að laða erlenda starfsmenn til landsins og þó markið hafi verið sett hátt um launakröfur, þá er þetta fyrsta jákvæða skrefið í átt að því að laða fólk til landsins. Sveitarfélög þurfa að grípa tækifærið og laða til sín ekki eingöngu þessa erlendu starfsmenn, heldur líka þá sem þegar eru búsettir á Höfuðborgarsvæðinu og geta unnið hvar sem er en vilja komast í persónulegra samfélag. Það er ekki lengur þörf á að eyðileggja náttúruna í nágrenninu með því að setja upp úrellta stóriðju, heldur er einungis nauðsynlegt að geta boðið upp á góðar tengingar við umheiminn, gott aðgengi að grunnþjónustu og lifandi samfélag sem er tilbúið að bjóða nýja íbúa velkomna. Nú, þegar við erum farin að sjá ljósið við enda þessara löngu farsóttaganga, þá er mikilvægt að spyrna við og nýta vel þessi tækifæri sem COVID-19 hefur fært okkur á sviði stafrænnar umbyltingar. Höfundur starfar við stafræna umbyltingu smábænda í Afríku, úr sumarbústað í Kjós.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun