Stafræn umbylting byggðaþróunar Gísli Ólafsson skrifar 20. desember 2020 13:01 Árið 2020 hefur í huga flestra verið ár erfiðleika og þrenginga. Við höfum þurft að takast á við nýjan raunveruleika í kjölfar þess að COVID-19 farsóttinn breiddist út um heiminn. En í huga okkar sem vinnum að innleiðingu á stafrænni tækni, þá hefur árið 2020, verið árið sem fólk var loksins tilbúið að nýta sér tæknina sem hefur verið í boði undanfarin ár. Þegar fyrirtæki báðu starfsfólk um að vinna heiman frá sér, samkvæmt ráðleggingum frá Sóttvarnarlækni, þá voru margir í fyrsta sinn að prófa stafræna tækni eins og fjarfundabúnað og stafræna vistun skjala. Jafnvel íhaldssamir endurskoðendur, sem höfðu krafist þess að starfsfólk mætti alltaf á skrifstofuna, uppgvötaði að starfsfólkið getur unnið starf sitt hvar sem er, jafnvel í öðru landi. Þetta stóra stökk framávið í notkun stafrænna lausna og sú staðreynd að stór sem smá fyrirtæki um allan heim hafa nú gefið starfsfólki sínu kost á að vinna heiman frá sér opnar mikil tækifæri til þess að snúa við þeirri byggðarþróun sem átt hefur sér stað undanfarna áratugi. Flótti fólks úr dreifðari byggðarlögum í stórborgir í leit að betri atvinnumöguleikum er að snúast við. Gott dæmi um þetta er að bæði fyrirtæki og starfsfólk stærstu tæknifyrirtækjanna í Kísildalnum í Kaliforníu eru nú í óðaönn að flýja einn dýrasta fasteignamarkað heims. Á Íslandi opnar þetta einnig tækifæri fyrir sveitarfélög utan Höfuðborgarsvæðisins að laða að sér fólk á nýjan leik, í þetta sinn ekki til starfa í stóriðju, heldur til skapandi starfa sem hægt er að vinna úr fjarlægð. Við búum nefnilega við þann munað, sem flest önnur lönd skortir í dreifðari byggð, sem er aðgengi að ljósleiðara. Sú mikla vinna sem farið hefur verið í á undanförnum áratugum við að tryggja að jafnvel sum fámennustu sveitarfélög landsins og afskektustu bóndabýli hafi tryggan aðgang að Internetinu er nú að fara að skila sér í nýjum tækifærum fyrir þessar dreifðu byggðir. Nú er tækifærið fyrir sveitarfélög í dreifbýli að laða að sér nýja íbúa, bæði innlenda og erlenda, sem leita eftir rólegra umhverfi til að búa í, umhverfi þar sem náttúran fær að njóta sín, umhverfi þar sem börn geta leikið sér í óspiltri náttúru, en jafnframt umhverfi þar sem aðgengi að vinnutækifærum er gnógt, þökk sé ljósleiðaravæðingu landsins. Ríkisstjórnin hefur nýlega kynnt fyrstu skref í að laða erlenda starfsmenn til landsins og þó markið hafi verið sett hátt um launakröfur, þá er þetta fyrsta jákvæða skrefið í átt að því að laða fólk til landsins. Sveitarfélög þurfa að grípa tækifærið og laða til sín ekki eingöngu þessa erlendu starfsmenn, heldur líka þá sem þegar eru búsettir á Höfuðborgarsvæðinu og geta unnið hvar sem er en vilja komast í persónulegra samfélag. Það er ekki lengur þörf á að eyðileggja náttúruna í nágrenninu með því að setja upp úrellta stóriðju, heldur er einungis nauðsynlegt að geta boðið upp á góðar tengingar við umheiminn, gott aðgengi að grunnþjónustu og lifandi samfélag sem er tilbúið að bjóða nýja íbúa velkomna. Nú, þegar við erum farin að sjá ljósið við enda þessara löngu farsóttaganga, þá er mikilvægt að spyrna við og nýta vel þessi tækifæri sem COVID-19 hefur fært okkur á sviði stafrænnar umbyltingar. Höfundur starfar við stafræna umbyltingu smábænda í Afríku, úr sumarbústað í Kjós. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggðamál Gísli Rafn Ólafsson Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2020 hefur í huga flestra verið ár erfiðleika og þrenginga. Við höfum þurft að takast á við nýjan raunveruleika í kjölfar þess að COVID-19 farsóttinn breiddist út um heiminn. En í huga okkar sem vinnum að innleiðingu á stafrænni tækni, þá hefur árið 2020, verið árið sem fólk var loksins tilbúið að nýta sér tæknina sem hefur verið í boði undanfarin ár. Þegar fyrirtæki báðu starfsfólk um að vinna heiman frá sér, samkvæmt ráðleggingum frá Sóttvarnarlækni, þá voru margir í fyrsta sinn að prófa stafræna tækni eins og fjarfundabúnað og stafræna vistun skjala. Jafnvel íhaldssamir endurskoðendur, sem höfðu krafist þess að starfsfólk mætti alltaf á skrifstofuna, uppgvötaði að starfsfólkið getur unnið starf sitt hvar sem er, jafnvel í öðru landi. Þetta stóra stökk framávið í notkun stafrænna lausna og sú staðreynd að stór sem smá fyrirtæki um allan heim hafa nú gefið starfsfólki sínu kost á að vinna heiman frá sér opnar mikil tækifæri til þess að snúa við þeirri byggðarþróun sem átt hefur sér stað undanfarna áratugi. Flótti fólks úr dreifðari byggðarlögum í stórborgir í leit að betri atvinnumöguleikum er að snúast við. Gott dæmi um þetta er að bæði fyrirtæki og starfsfólk stærstu tæknifyrirtækjanna í Kísildalnum í Kaliforníu eru nú í óðaönn að flýja einn dýrasta fasteignamarkað heims. Á Íslandi opnar þetta einnig tækifæri fyrir sveitarfélög utan Höfuðborgarsvæðisins að laða að sér fólk á nýjan leik, í þetta sinn ekki til starfa í stóriðju, heldur til skapandi starfa sem hægt er að vinna úr fjarlægð. Við búum nefnilega við þann munað, sem flest önnur lönd skortir í dreifðari byggð, sem er aðgengi að ljósleiðara. Sú mikla vinna sem farið hefur verið í á undanförnum áratugum við að tryggja að jafnvel sum fámennustu sveitarfélög landsins og afskektustu bóndabýli hafi tryggan aðgang að Internetinu er nú að fara að skila sér í nýjum tækifærum fyrir þessar dreifðu byggðir. Nú er tækifærið fyrir sveitarfélög í dreifbýli að laða að sér nýja íbúa, bæði innlenda og erlenda, sem leita eftir rólegra umhverfi til að búa í, umhverfi þar sem náttúran fær að njóta sín, umhverfi þar sem börn geta leikið sér í óspiltri náttúru, en jafnframt umhverfi þar sem aðgengi að vinnutækifærum er gnógt, þökk sé ljósleiðaravæðingu landsins. Ríkisstjórnin hefur nýlega kynnt fyrstu skref í að laða erlenda starfsmenn til landsins og þó markið hafi verið sett hátt um launakröfur, þá er þetta fyrsta jákvæða skrefið í átt að því að laða fólk til landsins. Sveitarfélög þurfa að grípa tækifærið og laða til sín ekki eingöngu þessa erlendu starfsmenn, heldur líka þá sem þegar eru búsettir á Höfuðborgarsvæðinu og geta unnið hvar sem er en vilja komast í persónulegra samfélag. Það er ekki lengur þörf á að eyðileggja náttúruna í nágrenninu með því að setja upp úrellta stóriðju, heldur er einungis nauðsynlegt að geta boðið upp á góðar tengingar við umheiminn, gott aðgengi að grunnþjónustu og lifandi samfélag sem er tilbúið að bjóða nýja íbúa velkomna. Nú, þegar við erum farin að sjá ljósið við enda þessara löngu farsóttaganga, þá er mikilvægt að spyrna við og nýta vel þessi tækifæri sem COVID-19 hefur fært okkur á sviði stafrænnar umbyltingar. Höfundur starfar við stafræna umbyltingu smábænda í Afríku, úr sumarbústað í Kjós.
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun