Fátæk börn í Reykjavík Kolbrún Baldursdóttir skrifar 6. desember 2020 20:00 Fátækt á sér margar birtingarmyndir. Enda þótt við sjáum ekki grátandi börn á götunni að betla, þá eru allt of margir á vergangi með börnin sín. Fátækar fjölskyldur leita sér skjóls jafnvel í óleyfishúsnæði, húsnæði sem er stundum í slæmu ásigkomulagi þar sem brunavarnir eru ekki í lagi. Flokkur fólksins vill sjá málefni þeirra verst settu sett ofar á forgangslista borgarinnar. Útsvarsprósenta er eins há og hún má vera í Reykjavík en samt er hér fólk sem býr við slæman efnahag. Þeir sem búa við fátækt eru oft börn einstæðra foreldra. Foreldrar sem eru aðþrengdir fjárhagslega þurfa að forgangsraða ef endar ná ekki saman og þá koma grunnþarfir fyrst. Í mörgum tilfellum fer stærsti hluti tekna fátækra og láglaunafólks í húsaleigu, allt að 80% . Það er erfitt að ná endum saman þegar 20% launa eiga að duga fyrir öllu öðru. Þessi staða hefur ríkt í Reykjavík lengi. Börn fátækra foreldra sitja þess vegna ekki við sama borð og börn efnameiri foreldra. Tillagan um fríar máltíðir í leik- og grunnskólum Flokkur fólksins hefur bæði lagt fram tillögur um að skólamáltíðir verði fríar og einnig að þær verði tekjutengdar. Flokkur fólksins hefur jafnframt lagt til að gjald fyrir frístundaheimili verði tekjutengt og tillögur hafa einnig verið lagðar fram um lækkun á þessum gjöldum eins og fordæmi eru fyrir í öðrum sveitarfélögum. Í tekjujöfnun eru tvær meginleiðir. Sú fyrri er að fólk borgi mismikla skatta. En þá þarf skattkerfið að vera þrepaskipt, t.d. með 5 þrepum. Andstæðan við það er að skattprósenta sé eins hjá öllum en að þeir efnaðri greiði meira fyrir velferðarþjónustu en þeir fátæku. Sem borgarfulltrúi get ég ekki haft áhrif á skattprósentuna en er að reyna með þessum tillögum að hafa áhrif á hvað velferðarþjónusta kostar. Hvað við kemur skólamáltíðum þá er aðeins ein fær leið sem tryggir að ekkert barn verði nokkurn tíma svangt í skólanum og það er að hafa skólamáltíðirnar fríar. Núna eru skattar á Íslandi lítið þrepaskiptir. Þeir ríku borgar hlutfallslega minni skatta en þeir fátæku og því er mjög eðlilegt að tekjutengja nauðsynleg gjöld, sérstaklega þau sem snúa að þjónustu við börnin. Margir sem eru í góðum efnum vilja gjarnan borga meira og finnst sjálfsagt að þeir sem minna hafa milli handanna borgi minna. Kostir við að tekjutengja gjöld að þessu tagi er að tryggja að það fólk sem virkilega þarf aðstoðina fái hana og að þeir efnameiri borgi meira en þeir efnaminni og fátæku. Það er alla vega ekki annað hægt að segja en að Flokkur fólksins hafi reynt allt til að tryggja að ekkert barn þurfi nokkurn tíma að vera svangt í skóla og að öll börn geti átt öruggt athvarf í frístundinni án tillits til efnahags foreldra. Þetta var eitt af því sem Flokkur fólksins lofaði að beita sér fyrir í kosningabaráttunni og Flokkur fólksins stendur við gefin loforð. Vandinn er sá að Flokkur fólksins er í minnihluta bæði í borgarstjórn og á Alþingi. Í sambandi við fríar skólamáltíðir er gjarnan spurt, hvar á að taka fjármagnið? Vissulega fylgir því umtalsverður kostnaður að hafa fríar skólamáltíðir en borgarsjóður er ekki tómur. Þetta er einfaldlega spurning um hvernig við óskum að deila út fjármagninu. Samhliða er sjálfsagt að skoða hvernig megi hagræða í þessum málaflokki. Ein leið er að minnka matarsóun. Minnka má matarsóun með því að leyfa börnum að skammta sér sjálf og vigta það sem þau leifa. Þeirra þátttaka í að sporna við matarsóun hefur sýnt að skili árangri. Fátæku börnin njóta síður góðs af Frístundakortinu Frá árinu 2009 hefur verið heimilt að nota frístundakort barnsins, sem hugsað var til að auka jöfnuð barna í íþróttum, til að greiða gjald frístundaheimilis. Það eru oftast fátæku og efnaminni foreldrarnir sem verða stundum að grípa til þessa ráðs. Þessu hefði þurft að breyta þannig að í staðinn fyrir að grípa til frístundakortsins sem gjaldmiðils fyrir frístundaheimili fengju foreldrar sérstakan styrk fyrir frístundaheimilinu. Frístundakortið er réttur barnsins og við honum á ekki að hrófla heldur frekar að hjálpa barninu til að finna sér tómstund eða íþrótt þar sem það getur nýtt rétt sinn til frístundakortsins. Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Fátækt á sér margar birtingarmyndir. Enda þótt við sjáum ekki grátandi börn á götunni að betla, þá eru allt of margir á vergangi með börnin sín. Fátækar fjölskyldur leita sér skjóls jafnvel í óleyfishúsnæði, húsnæði sem er stundum í slæmu ásigkomulagi þar sem brunavarnir eru ekki í lagi. Flokkur fólksins vill sjá málefni þeirra verst settu sett ofar á forgangslista borgarinnar. Útsvarsprósenta er eins há og hún má vera í Reykjavík en samt er hér fólk sem býr við slæman efnahag. Þeir sem búa við fátækt eru oft börn einstæðra foreldra. Foreldrar sem eru aðþrengdir fjárhagslega þurfa að forgangsraða ef endar ná ekki saman og þá koma grunnþarfir fyrst. Í mörgum tilfellum fer stærsti hluti tekna fátækra og láglaunafólks í húsaleigu, allt að 80% . Það er erfitt að ná endum saman þegar 20% launa eiga að duga fyrir öllu öðru. Þessi staða hefur ríkt í Reykjavík lengi. Börn fátækra foreldra sitja þess vegna ekki við sama borð og börn efnameiri foreldra. Tillagan um fríar máltíðir í leik- og grunnskólum Flokkur fólksins hefur bæði lagt fram tillögur um að skólamáltíðir verði fríar og einnig að þær verði tekjutengdar. Flokkur fólksins hefur jafnframt lagt til að gjald fyrir frístundaheimili verði tekjutengt og tillögur hafa einnig verið lagðar fram um lækkun á þessum gjöldum eins og fordæmi eru fyrir í öðrum sveitarfélögum. Í tekjujöfnun eru tvær meginleiðir. Sú fyrri er að fólk borgi mismikla skatta. En þá þarf skattkerfið að vera þrepaskipt, t.d. með 5 þrepum. Andstæðan við það er að skattprósenta sé eins hjá öllum en að þeir efnaðri greiði meira fyrir velferðarþjónustu en þeir fátæku. Sem borgarfulltrúi get ég ekki haft áhrif á skattprósentuna en er að reyna með þessum tillögum að hafa áhrif á hvað velferðarþjónusta kostar. Hvað við kemur skólamáltíðum þá er aðeins ein fær leið sem tryggir að ekkert barn verði nokkurn tíma svangt í skólanum og það er að hafa skólamáltíðirnar fríar. Núna eru skattar á Íslandi lítið þrepaskiptir. Þeir ríku borgar hlutfallslega minni skatta en þeir fátæku og því er mjög eðlilegt að tekjutengja nauðsynleg gjöld, sérstaklega þau sem snúa að þjónustu við börnin. Margir sem eru í góðum efnum vilja gjarnan borga meira og finnst sjálfsagt að þeir sem minna hafa milli handanna borgi minna. Kostir við að tekjutengja gjöld að þessu tagi er að tryggja að það fólk sem virkilega þarf aðstoðina fái hana og að þeir efnameiri borgi meira en þeir efnaminni og fátæku. Það er alla vega ekki annað hægt að segja en að Flokkur fólksins hafi reynt allt til að tryggja að ekkert barn þurfi nokkurn tíma að vera svangt í skóla og að öll börn geti átt öruggt athvarf í frístundinni án tillits til efnahags foreldra. Þetta var eitt af því sem Flokkur fólksins lofaði að beita sér fyrir í kosningabaráttunni og Flokkur fólksins stendur við gefin loforð. Vandinn er sá að Flokkur fólksins er í minnihluta bæði í borgarstjórn og á Alþingi. Í sambandi við fríar skólamáltíðir er gjarnan spurt, hvar á að taka fjármagnið? Vissulega fylgir því umtalsverður kostnaður að hafa fríar skólamáltíðir en borgarsjóður er ekki tómur. Þetta er einfaldlega spurning um hvernig við óskum að deila út fjármagninu. Samhliða er sjálfsagt að skoða hvernig megi hagræða í þessum málaflokki. Ein leið er að minnka matarsóun. Minnka má matarsóun með því að leyfa börnum að skammta sér sjálf og vigta það sem þau leifa. Þeirra þátttaka í að sporna við matarsóun hefur sýnt að skili árangri. Fátæku börnin njóta síður góðs af Frístundakortinu Frá árinu 2009 hefur verið heimilt að nota frístundakort barnsins, sem hugsað var til að auka jöfnuð barna í íþróttum, til að greiða gjald frístundaheimilis. Það eru oftast fátæku og efnaminni foreldrarnir sem verða stundum að grípa til þessa ráðs. Þessu hefði þurft að breyta þannig að í staðinn fyrir að grípa til frístundakortsins sem gjaldmiðils fyrir frístundaheimili fengju foreldrar sérstakan styrk fyrir frístundaheimilinu. Frístundakortið er réttur barnsins og við honum á ekki að hrófla heldur frekar að hjálpa barninu til að finna sér tómstund eða íþrótt þar sem það getur nýtt rétt sinn til frístundakortsins. Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun