Hugleiðingar um heilsársopnanir leikskóla og barnvænt hagsmunamat Hanna Borg Jónsdóttir skrifar 26. nóvember 2020 07:00 Síðustu daga hefur umræðan um heilsársopnun leikskóla í Hafnarfirði ekki farið framhjá mér. Fræðsluráð Hafnarfjarðar hafði góðan ásetning þegar sú ákvörðun var tekin í byrjun vikunnar að leikskólar bæjarins verði opnir allt árið og foreldrum boðið upp á val um hvenær barn þeirra tekur sumarfrí. Barnið þarf samt sem áður að taka fjögurra vikna samfleytt sumarfrí. Markmiðið með ákvörðuninni er að gefa fjölskyldum betra tækifæri til að eyða sínu sumarfríi saman sem ein heild. Í grein sem Margrét Vala Marteinsdóttir, varaformaður ráðsins, skrifaði nefnir hún einnig að markmiðið sé að koma til móts við óskir foreldra um að hafa leikskólann opinn í júlí og að krafa um heilsársopnun sé í takt við nútíma samfélag og íslenskt atvinnulíf. Þá segir hún ákvörðunina vera svar við breyttum kröfum atvinnulífsins sem krefjist þess að leikskólaþjónustan sé aukin. Að lokum segir hún þessa breytingu á þjónustu vera framfarir fyrir foreldra, forráðamenn og starfsfólk leikskólanna og að breytingin feli í sér aukið valfrelsi, lífsgæði og þjónustu. Þannig tengjast helstu rökin fyrir ákvörðuninni fullorðnu fólki og atvinnulífinu. Aðeins í einu tilviki er ákvörðunin sett í samhengi við barn en Margrét segir ákvörðunina í takt við ,,rétt barna til að njóta sem flestra stunda með fjölskyldu sinni í fríi sínu.’’ Þrátt fyrir að ég styðji að sjálfsögðu að fjölskyldur eyði fríum sínum saman verður að nefna að þessi rök eru sérstaklega sniðin að tilefninu. Til þess að þau haldi þarf að teygja túlkun á réttindum barna ansi langt. Í Barnasáttmálanum er réttur barna til hvíldar sérstaklega áréttaður og skýrt tekið fram að stjórnvöld skuli styðja börn við að halda tengslum við foreldra sína. Að öðru leyti er ekki að finna sérstök réttindi um hvernig sumarleyfum skuli háttað en ávallt skal horfa heildstætt á málin. Hérna verður líka að minna á að sumarlokun leikskóla þarf ekki að koma í veg fyrir að fjölskyldur eyði fríum sínum saman þar sem foreldrum er ávallt frjálst að taka börn sín úr leikskólanum og eyða fríum sínum með þeim, á hvaða tíma ársins sem er. Í stað þess að laga fyrsta skólastigið að atvinnulífinu, væri ekki þess virði að hvetja atvinnulífið til að koma til móts við þarfir foreldra leikskólabarna? Það sem er barni fyrir bestu skal ávallt ráða mestu Því er vert að staldra aðeins við. Á hverju á þessi ákvörðun að byggja? Á hverjum bitnar hún? Svarið er augljóst; ákvörðunin hefur mest áhrif á börnin og því á hún að byggja á þeirra hagsmunum. Í 3. gr. Barnasáttmálans, sem lögfestur er hér á landi, segir að hagsmunir barna skuli ávallt ráða. Það sem er barninu fyrir bestu skal ávallt ráða mestu. Ef að hagsmunir fullorðinna og barna vegast á, skulu hagsmunir barnsins vega þyngra. Því er vert að skoða gaumgæfilega þau áhrif sem ákvörðunin gæti haft á líf og líðan þeirra barna sem ganga í leikskólana. Í ljósi þess að erfitt hefur verið að manna leikskólana með menntuðum leikskólakennurum verður að teljast ólíklegt að hægt sé að manna þá þannig að starfið haldist óbreytt yfir sumartímann enda gert ráð fyrir því að sumarstarfsfólk úr vinnuskóla, 18 ára og eldri, verði ráðið inn á leikskólana. Því er líklegt að aðgerðin bitni á börnunum þannig að þau finni fyrir óöryggi þegar þau mæta í skólann þar sem starfsfólk sem þau ekki þekkja leysa leikskólakennarana þeirra af. Þetta kemur beinlínis fram í aðgerðaáætlun starfshóps um sumaropnunina en þar segir: Vinna (þarf) markvisst að því að styrkja og kynna fyrir nýjum starfsmönnum þau börn sem eru í leikskólanum þegar flestir starfsmenn eru í fríi og sumarfólk kemur inn til afleysingar eða færa þarf þau yfir á aðrar deildir vegna fárra barna á ákveðnum tíma. Þá er gert ráð fyrir að starfsemi geti raskast frá júní til ágúst. Slíkar breytingar geta reynt á börn. Þá eru líkur á að þetta bitni á þeim sem þurfa sértækan stuðning. Í grein sinni, segir Unnur Henrysdóttir, deildarstjóri á leikskóla, að allt faglegt starf muni liggja niðri og í stað þess að skólinn sé lokaður í fjórar vikur muni starfsemin vera takmörkuð við gæslu í að lágmarki átta vikur. Þar að auki muni innritun nýrra nemenda taka mun lengri tíma. Ég á þrjú börn, tvö á grunnskólaaldri og eitt sem er nýbyrjað í leikskóla. Ef ég væri spurð hvað mér þætti mikilvægast að sé til staðar í leikskólanum fyrir barnið mitt myndi ég segja stöðugleiki, öryggi, rútína, fræðsla og heilsusamlegt umhverfi. Umhverfi sem barnið þekkir og treystir og tengir við örugg samskipti við vini og leikskólakennara. Örvandi umhverfi sem ýtir undir heilbrigðan þroska barnsins. Ég hef þá trú að nær allir foreldrar séu mér sammála. Framkvæmd könnunar viðunandi? Í grein sem Katrín Hildur Jónasdóttir, leikskólakennari og aðstoðarleikskólastjóri skrifaði, bendir hún á að fræðsluráð hafi ítrekað bent á niðurstöður könnunar sem gerð var á meðal foreldra bæjarins þar sem foreldrar leikskólabarna voru spurðir hvort þeir vildu ráða því hvenær barnið þeirra tæki sumarfrí. Ef spurningin er sett fram án frekari útlistunar á þeim áhrifum sem heilsársopnun hefur í för með sér á börnin er líklegt að stór meirihluti svari játandi líkt og raunin var. En hefðu foreldrar svarað eins ef sá fyrirvari hefði fylgt að heilsársopnun gæti haft í för með sér breytingar sem hafa áhrif á allt það mikilvæga sem ég taldi upp hér á undan? Sumar fjölskyldur eiga erfitt með að samræma sumarleyfi allra fjölskyldumeðlima þannig að allir geti notið þess saman. Sérstaklega ef það á að gera í fjórar heilar vikur. Sú staðreynd er notuð sem röksemdafærsla fyrir ákvörðuninni. Í könnun um afstöðu foreldra til sumarlokunar kom fram að 6% foreldra* höfðu ekki tök á að vera í sumarfríi með barni sínu á meðan sumarlokun stóð árið 2018? En hefði ekki mátt kanna hvort að sömu foreldrar geti yfir höfuð verið í fríi með barni sínu í 4 vikur samfleytt? Er kannski fyrir vissan hóp aldrei auðvelt að púsla saman sumarleyfistímanum, hvenær sem hann á sér stað? Og fyrir þá foreldra sem geta alls ekki ráðið fram úr þessari áskorun sem allar barnafjölskyldur standa frammi fyrir, mætti eflaust skapa úrræði sem grípa þessar fjölskyldur og hjálpa þeim á meðan að lokun leikskólanna stendur yfir. Til þess mætti nota þær krónur sem nota á í heilsársopnunina og tryggja um leið áframhaldandi gæði skólastarfsins. Afstaða fagfólks er skýr Búið er að taka ákvörðunina um að af þessu verði en leikskólastjórar fá það erfiða hlutverk að finna út úr því hvernig hægt sé að framkvæma þetta þannig að það bitni sem minnst á börnunum. En afstaða fagfólksins á leikskólunum, leikskólakennara, deildarstjóra og leikskólastjóra, er skýr. Af 427 starfsmönnum skrifuðu 400 undir undirskriftalista þar sem mælt var gegn heilsársopnun leikskólanna. Þessu fagfólki er sama um ,,aukið valfrelsi og lífsgæði’’ fyrir sjálfan sig, þeim er umhugað um að meiri hagsmunum verði ekki fórnað fyrir minni og að hagsmunir leikskólabarna séu hafðir að leiðarljósi. Að virðing sé borin fyrir þeirra faglega starfi sem menntastofnun, í stað þess að litið sé á það sem þjónustustofnun fyrir atvinnulífið. Barnvænt hagsmunamat mikilvægt Ef til vill er hægt að finna viðunandi lausn. Hægt verður að ráða hæft starfsfólk og dreifing sumarleyfanna verður þannig að það bitnar ekki alvarlega á starfinu og velferð barnanna. En kannski verður það ekki hægt og aðgerðin bitnar verulega á leikskólabörnum. Og þar stendur hnífurinn í kúnni. Geta stjórnvöld leyft sér að taka ákvarðanir af þessu tagi án þess að fram fari barnvænt hagsmunamat? Fyrrnefnd könnun um afstöðu foreldra til sumarlokunar fór fram í maí 2019 og ekki hefur farið fram önnur könnun. Þær áætlanir um framkvæmd sumaropnunar, sem nú hafa verið samþykktar, urðu ekki til fyrr en eftir að vinna starfshóps hófst um mitt ár 2020.Hefði ekki mátt kanna hvort að foreldrar geti yfir höfuð verið fríi með barni sínu í 4 vikur samfleytt? Hefði ekki mátt kanna afstöðu foreldra til sumaropnunar þar sem mögulegar afleiðingar á starfið væru útlistaðar? Hefði ekki mátt kynna foreldrum áhyggjur fagfólks leikskólanna betur? Það er að minnsta kosti ljóst að við ákvörðunartökuna hefðu bæjaryfirvöld þurft að framkvæma betra mat á hagsmunum barnanna, og tryggja að meiri hagsmunum verði ekki fórnað fyrir minni. *Niðurstöður fyrrnefndrar könnunar sýndu að í 6% tilvika hafði hvorugur forráðamaður barns tök á því að vera í sumarfríi með barni sínu á meðan lokun stóð í júlí 2018, í 38% tilvika hafði forráðamaður tök á að vera í sumarfríi í hluta af tímanum og í 56% tilvika hafði forráðamaður tök á að vera í sumarfríi allan tímann. Höfundur er foreldri leikskólabarns í Hafnarfirði og sérfræðingur í réttindum barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Réttindi barna Fjölskyldumál Hafnarfjörður Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu daga hefur umræðan um heilsársopnun leikskóla í Hafnarfirði ekki farið framhjá mér. Fræðsluráð Hafnarfjarðar hafði góðan ásetning þegar sú ákvörðun var tekin í byrjun vikunnar að leikskólar bæjarins verði opnir allt árið og foreldrum boðið upp á val um hvenær barn þeirra tekur sumarfrí. Barnið þarf samt sem áður að taka fjögurra vikna samfleytt sumarfrí. Markmiðið með ákvörðuninni er að gefa fjölskyldum betra tækifæri til að eyða sínu sumarfríi saman sem ein heild. Í grein sem Margrét Vala Marteinsdóttir, varaformaður ráðsins, skrifaði nefnir hún einnig að markmiðið sé að koma til móts við óskir foreldra um að hafa leikskólann opinn í júlí og að krafa um heilsársopnun sé í takt við nútíma samfélag og íslenskt atvinnulíf. Þá segir hún ákvörðunina vera svar við breyttum kröfum atvinnulífsins sem krefjist þess að leikskólaþjónustan sé aukin. Að lokum segir hún þessa breytingu á þjónustu vera framfarir fyrir foreldra, forráðamenn og starfsfólk leikskólanna og að breytingin feli í sér aukið valfrelsi, lífsgæði og þjónustu. Þannig tengjast helstu rökin fyrir ákvörðuninni fullorðnu fólki og atvinnulífinu. Aðeins í einu tilviki er ákvörðunin sett í samhengi við barn en Margrét segir ákvörðunina í takt við ,,rétt barna til að njóta sem flestra stunda með fjölskyldu sinni í fríi sínu.’’ Þrátt fyrir að ég styðji að sjálfsögðu að fjölskyldur eyði fríum sínum saman verður að nefna að þessi rök eru sérstaklega sniðin að tilefninu. Til þess að þau haldi þarf að teygja túlkun á réttindum barna ansi langt. Í Barnasáttmálanum er réttur barna til hvíldar sérstaklega áréttaður og skýrt tekið fram að stjórnvöld skuli styðja börn við að halda tengslum við foreldra sína. Að öðru leyti er ekki að finna sérstök réttindi um hvernig sumarleyfum skuli háttað en ávallt skal horfa heildstætt á málin. Hérna verður líka að minna á að sumarlokun leikskóla þarf ekki að koma í veg fyrir að fjölskyldur eyði fríum sínum saman þar sem foreldrum er ávallt frjálst að taka börn sín úr leikskólanum og eyða fríum sínum með þeim, á hvaða tíma ársins sem er. Í stað þess að laga fyrsta skólastigið að atvinnulífinu, væri ekki þess virði að hvetja atvinnulífið til að koma til móts við þarfir foreldra leikskólabarna? Það sem er barni fyrir bestu skal ávallt ráða mestu Því er vert að staldra aðeins við. Á hverju á þessi ákvörðun að byggja? Á hverjum bitnar hún? Svarið er augljóst; ákvörðunin hefur mest áhrif á börnin og því á hún að byggja á þeirra hagsmunum. Í 3. gr. Barnasáttmálans, sem lögfestur er hér á landi, segir að hagsmunir barna skuli ávallt ráða. Það sem er barninu fyrir bestu skal ávallt ráða mestu. Ef að hagsmunir fullorðinna og barna vegast á, skulu hagsmunir barnsins vega þyngra. Því er vert að skoða gaumgæfilega þau áhrif sem ákvörðunin gæti haft á líf og líðan þeirra barna sem ganga í leikskólana. Í ljósi þess að erfitt hefur verið að manna leikskólana með menntuðum leikskólakennurum verður að teljast ólíklegt að hægt sé að manna þá þannig að starfið haldist óbreytt yfir sumartímann enda gert ráð fyrir því að sumarstarfsfólk úr vinnuskóla, 18 ára og eldri, verði ráðið inn á leikskólana. Því er líklegt að aðgerðin bitni á börnunum þannig að þau finni fyrir óöryggi þegar þau mæta í skólann þar sem starfsfólk sem þau ekki þekkja leysa leikskólakennarana þeirra af. Þetta kemur beinlínis fram í aðgerðaáætlun starfshóps um sumaropnunina en þar segir: Vinna (þarf) markvisst að því að styrkja og kynna fyrir nýjum starfsmönnum þau börn sem eru í leikskólanum þegar flestir starfsmenn eru í fríi og sumarfólk kemur inn til afleysingar eða færa þarf þau yfir á aðrar deildir vegna fárra barna á ákveðnum tíma. Þá er gert ráð fyrir að starfsemi geti raskast frá júní til ágúst. Slíkar breytingar geta reynt á börn. Þá eru líkur á að þetta bitni á þeim sem þurfa sértækan stuðning. Í grein sinni, segir Unnur Henrysdóttir, deildarstjóri á leikskóla, að allt faglegt starf muni liggja niðri og í stað þess að skólinn sé lokaður í fjórar vikur muni starfsemin vera takmörkuð við gæslu í að lágmarki átta vikur. Þar að auki muni innritun nýrra nemenda taka mun lengri tíma. Ég á þrjú börn, tvö á grunnskólaaldri og eitt sem er nýbyrjað í leikskóla. Ef ég væri spurð hvað mér þætti mikilvægast að sé til staðar í leikskólanum fyrir barnið mitt myndi ég segja stöðugleiki, öryggi, rútína, fræðsla og heilsusamlegt umhverfi. Umhverfi sem barnið þekkir og treystir og tengir við örugg samskipti við vini og leikskólakennara. Örvandi umhverfi sem ýtir undir heilbrigðan þroska barnsins. Ég hef þá trú að nær allir foreldrar séu mér sammála. Framkvæmd könnunar viðunandi? Í grein sem Katrín Hildur Jónasdóttir, leikskólakennari og aðstoðarleikskólastjóri skrifaði, bendir hún á að fræðsluráð hafi ítrekað bent á niðurstöður könnunar sem gerð var á meðal foreldra bæjarins þar sem foreldrar leikskólabarna voru spurðir hvort þeir vildu ráða því hvenær barnið þeirra tæki sumarfrí. Ef spurningin er sett fram án frekari útlistunar á þeim áhrifum sem heilsársopnun hefur í för með sér á börnin er líklegt að stór meirihluti svari játandi líkt og raunin var. En hefðu foreldrar svarað eins ef sá fyrirvari hefði fylgt að heilsársopnun gæti haft í för með sér breytingar sem hafa áhrif á allt það mikilvæga sem ég taldi upp hér á undan? Sumar fjölskyldur eiga erfitt með að samræma sumarleyfi allra fjölskyldumeðlima þannig að allir geti notið þess saman. Sérstaklega ef það á að gera í fjórar heilar vikur. Sú staðreynd er notuð sem röksemdafærsla fyrir ákvörðuninni. Í könnun um afstöðu foreldra til sumarlokunar kom fram að 6% foreldra* höfðu ekki tök á að vera í sumarfríi með barni sínu á meðan sumarlokun stóð árið 2018? En hefði ekki mátt kanna hvort að sömu foreldrar geti yfir höfuð verið í fríi með barni sínu í 4 vikur samfleytt? Er kannski fyrir vissan hóp aldrei auðvelt að púsla saman sumarleyfistímanum, hvenær sem hann á sér stað? Og fyrir þá foreldra sem geta alls ekki ráðið fram úr þessari áskorun sem allar barnafjölskyldur standa frammi fyrir, mætti eflaust skapa úrræði sem grípa þessar fjölskyldur og hjálpa þeim á meðan að lokun leikskólanna stendur yfir. Til þess mætti nota þær krónur sem nota á í heilsársopnunina og tryggja um leið áframhaldandi gæði skólastarfsins. Afstaða fagfólks er skýr Búið er að taka ákvörðunina um að af þessu verði en leikskólastjórar fá það erfiða hlutverk að finna út úr því hvernig hægt sé að framkvæma þetta þannig að það bitni sem minnst á börnunum. En afstaða fagfólksins á leikskólunum, leikskólakennara, deildarstjóra og leikskólastjóra, er skýr. Af 427 starfsmönnum skrifuðu 400 undir undirskriftalista þar sem mælt var gegn heilsársopnun leikskólanna. Þessu fagfólki er sama um ,,aukið valfrelsi og lífsgæði’’ fyrir sjálfan sig, þeim er umhugað um að meiri hagsmunum verði ekki fórnað fyrir minni og að hagsmunir leikskólabarna séu hafðir að leiðarljósi. Að virðing sé borin fyrir þeirra faglega starfi sem menntastofnun, í stað þess að litið sé á það sem þjónustustofnun fyrir atvinnulífið. Barnvænt hagsmunamat mikilvægt Ef til vill er hægt að finna viðunandi lausn. Hægt verður að ráða hæft starfsfólk og dreifing sumarleyfanna verður þannig að það bitnar ekki alvarlega á starfinu og velferð barnanna. En kannski verður það ekki hægt og aðgerðin bitnar verulega á leikskólabörnum. Og þar stendur hnífurinn í kúnni. Geta stjórnvöld leyft sér að taka ákvarðanir af þessu tagi án þess að fram fari barnvænt hagsmunamat? Fyrrnefnd könnun um afstöðu foreldra til sumarlokunar fór fram í maí 2019 og ekki hefur farið fram önnur könnun. Þær áætlanir um framkvæmd sumaropnunar, sem nú hafa verið samþykktar, urðu ekki til fyrr en eftir að vinna starfshóps hófst um mitt ár 2020.Hefði ekki mátt kanna hvort að foreldrar geti yfir höfuð verið fríi með barni sínu í 4 vikur samfleytt? Hefði ekki mátt kanna afstöðu foreldra til sumaropnunar þar sem mögulegar afleiðingar á starfið væru útlistaðar? Hefði ekki mátt kynna foreldrum áhyggjur fagfólks leikskólanna betur? Það er að minnsta kosti ljóst að við ákvörðunartökuna hefðu bæjaryfirvöld þurft að framkvæma betra mat á hagsmunum barnanna, og tryggja að meiri hagsmunum verði ekki fórnað fyrir minni. *Niðurstöður fyrrnefndrar könnunar sýndu að í 6% tilvika hafði hvorugur forráðamaður barns tök á því að vera í sumarfríi með barni sínu á meðan lokun stóð í júlí 2018, í 38% tilvika hafði forráðamaður tök á að vera í sumarfríi í hluta af tímanum og í 56% tilvika hafði forráðamaður tök á að vera í sumarfríi allan tímann. Höfundur er foreldri leikskólabarns í Hafnarfirði og sérfræðingur í réttindum barna.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun