Bæði námsárangur og líðan verri vegna Covid-19 Nadine Guðrún Yaghi og Samúel Karl Ólason skrifa 18. nóvember 2020 19:08 Næstum annar hver nemandi á fyrsta ári í framhaldsskóla metur námsárangur sinn verri en í venjulegu árferði samkvæmt nýrri rannsókn um áhrif kórónuveirufaraldursins á líðan ungmenna. Næstum helmingur segir að faraldurinn hafi slæm áhrif á andlega heilsu. Teymi hjá sálfræðideild Háskólans í Reykjavík hefur unnið að rannsókninni. Hún er partur af langtímarannsókninni LIFECOURSE, sem er framkvæmd undir forystu Ingu Dóru Sigfúsdóttur, prófessors við sálfræðideildina, og þar sem fylgst hefur verið með börnum fæddum árið 2004 frá því þau voru í móðurkviði. Ákveðið var að rannsaka áhrif kórónuveirufaraldursins á líðan barnanna sem í dag eru 16 ára. Þórhildur Halldórsdóttir, lektor í sálfræði við HR.Vísir/Egill „Og eru á skrítnum tímum þegar Covid-19 skellur á. Af því að þau eru á síðasta ári í grunnskóla þegar fyrsta bylgjan skellur á og núna eru þau sem fóru í framhaldsskóla á fyrsta ári þar,“ segir Þórhildur Halldórsdóttir, lektor í sálfræði við HR. Í úrtakinu voru 400 ungmenni. Þórhildur segir það hafa komið á óvart hve víðtæk áhrif faraldurinn hefur haft á börnin. „Það sem er mjög sláandi er að um helmingur er að segja að þetta hafi slæm áhrif á andlega heilsu.“ Meira sé um kvíða og depurð. „Ef maður spyr hreint út: „Hvernig eru þið að upplifa þetta? Er aukning í depurð, kvíða, áhyggjum eða því um líkt?“ þá er rosalega hátt hlutfall að segja já við því,“ segir Þórhildur. Vísir/HÞ „Ungmenni hafa áhyggjur af því að aðrir smitast. Þeim finnst voða erfitt að geta ekki hitt vini sína og svo er það þetta breytta fyrirkomulag sem varðar kennslu og bara almennt í rútínu hjá þeim. Það er að hafa mjög slæm áhrif.“ Vísir/HÞ Hér sjást breytingar á því hvernig börnin upplifa námsárangur sinn í fyrstu og þriðju bylgju. Í fyrstu bylgju upplifðu 32 prósent námsárangurinn verri en í venjulegu árferði en 43,9 prósent upplifa hann verri í þriðju bylgju. Vísir/HÞ „Núna í þriðju bylgju er þetta búið að hækka og það er alveg einn af hverjum tveimur til þremur sem segir þetta hafa slæm áhrif á námsárangur.“ Krakkarnir séu í fyrsta sinn í Menntaskóla og líklegt að ekki myndist sterk sambönd við kennara samnemendur. „Svo er þetta líka sérstakur aldur að því leyti að það eru margar líffræðilegar breytingar að eiga sér stað,“ segir Þórhildur. Fylgst verður með langtímaáhrifum hjá hópnum og þau spurð aftur eftir nokkra mánuði. Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira
Næstum annar hver nemandi á fyrsta ári í framhaldsskóla metur námsárangur sinn verri en í venjulegu árferði samkvæmt nýrri rannsókn um áhrif kórónuveirufaraldursins á líðan ungmenna. Næstum helmingur segir að faraldurinn hafi slæm áhrif á andlega heilsu. Teymi hjá sálfræðideild Háskólans í Reykjavík hefur unnið að rannsókninni. Hún er partur af langtímarannsókninni LIFECOURSE, sem er framkvæmd undir forystu Ingu Dóru Sigfúsdóttur, prófessors við sálfræðideildina, og þar sem fylgst hefur verið með börnum fæddum árið 2004 frá því þau voru í móðurkviði. Ákveðið var að rannsaka áhrif kórónuveirufaraldursins á líðan barnanna sem í dag eru 16 ára. Þórhildur Halldórsdóttir, lektor í sálfræði við HR.Vísir/Egill „Og eru á skrítnum tímum þegar Covid-19 skellur á. Af því að þau eru á síðasta ári í grunnskóla þegar fyrsta bylgjan skellur á og núna eru þau sem fóru í framhaldsskóla á fyrsta ári þar,“ segir Þórhildur Halldórsdóttir, lektor í sálfræði við HR. Í úrtakinu voru 400 ungmenni. Þórhildur segir það hafa komið á óvart hve víðtæk áhrif faraldurinn hefur haft á börnin. „Það sem er mjög sláandi er að um helmingur er að segja að þetta hafi slæm áhrif á andlega heilsu.“ Meira sé um kvíða og depurð. „Ef maður spyr hreint út: „Hvernig eru þið að upplifa þetta? Er aukning í depurð, kvíða, áhyggjum eða því um líkt?“ þá er rosalega hátt hlutfall að segja já við því,“ segir Þórhildur. Vísir/HÞ „Ungmenni hafa áhyggjur af því að aðrir smitast. Þeim finnst voða erfitt að geta ekki hitt vini sína og svo er það þetta breytta fyrirkomulag sem varðar kennslu og bara almennt í rútínu hjá þeim. Það er að hafa mjög slæm áhrif.“ Vísir/HÞ Hér sjást breytingar á því hvernig börnin upplifa námsárangur sinn í fyrstu og þriðju bylgju. Í fyrstu bylgju upplifðu 32 prósent námsárangurinn verri en í venjulegu árferði en 43,9 prósent upplifa hann verri í þriðju bylgju. Vísir/HÞ „Núna í þriðju bylgju er þetta búið að hækka og það er alveg einn af hverjum tveimur til þremur sem segir þetta hafa slæm áhrif á námsárangur.“ Krakkarnir séu í fyrsta sinn í Menntaskóla og líklegt að ekki myndist sterk sambönd við kennara samnemendur. „Svo er þetta líka sérstakur aldur að því leyti að það eru margar líffræðilegar breytingar að eiga sér stað,“ segir Þórhildur. Fylgst verður með langtímaáhrifum hjá hópnum og þau spurð aftur eftir nokkra mánuði.
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira