Leikjafræði Lilju Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 17. nóvember 2020 19:12 Á sunnudaginn var sat menntamálaráðherra í útvarpsviðtali og ræddi um þá niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála að hún hefði brotið jafnréttislög. Í viðtalinu sagði ráðherra eftirfarandi orð; „Ég er ráðherra. Ég er líka einstaklingur og ég verð alveg eins og allir aðrir í íslensku samfélagi, ef ég tel að það sé brotið á mér - þá hlýt ég að eiga sama rétt og viðkomandi einstaklingur að sækja minn rétt.“ Þessi ummæli eru merkileg þegar þau eru rýnd. Ummæli ráðherra bera vott um ákveðið skilningsleysi Lilju Alfreðsdóttur á hennar stöðu sem ráðherra og aðstöðumuninum á ráðherra og einstaklingnum sem hún stefnir. Í viðtalinu talaði ráðherra með þeim hætti að þetta dómsmál snerist um hennar persónu fremur um starfshætti hennar og meðferð valds. Menntamálaráðherra er hins vegar ekki fyrsti ráðherrann sem fær úrskurð um brot á jafnréttislögum. Aðrir ráðherrar hafa hins vegar ekki farið hennar leið, heldur almennt unað svona úrskurðum. Kannski hafa þeir séð að málin snúast einmitt ekki persónu þeirra heldur um yfirvegaða stjórnsýslu og vandaða. Menntamálaráðherra lýsti því hins vegar yfir í umræðunni að hún hefði sýnt kjark með því að stefna umræddum umsækjanda fyrir dóm. Dæmi hver fyrir sig um það. Menntamálaráðherra lýsti því einnig í þessu sama viðtali að hún hefði sætt þyngri gagnrýni en aðrir ráðherrar í sambærilegri stöðu. Tengdi hún það við kynferði sitt. Mun nærtækari skýring er nú samt sú staðreynd að aðrir ráðamenn hafa einmitt almennt ekki farið fram af þeirri hörku sem hún gerir í kjölfar svona úrskurðar. Það gerðu ekki Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, ekki Jóhanna Sigurðardóttir og ekki Bjarni Benediktsson. Seint verður sagt um þetta ágæta fólk að þau skorti kjarkinn. Mögulega voru aðrir hagsmunir þeim ofar í huga, jafnvel bara stærri hagsmunir. Embættismennirnir sem ekki getað svarað Umræddan sunnudag fór menntamálaráðherra sömuleiðis með dagskrárvald sitt þannig að þar sat hún og ræddi í útvarpi um nafngreinda og ónafngreinda embættismenn. Það gerði ráðherra þrátt fyrir að vita ósköp vel að embættismaður svarar ekki ráðherra og þarf því að sitja undir því að ráðherra veitist að þeim, án þess að geta tekið til svara. Þessa leikjafræði höfum fram til þess fyrst og fremst séð hjá fyrrum flokkssystur hennar Vigdísi Hauksdóttur, sem hefur stundað það af kappi að tala niður til embættismanna borgarinnar. Ummæli menntamálaráðherra í útvarpsviðtali sunnudagsins birta djúpa Framsóknarmennsku, þar sem þeim er gerð upp spilling sem spyrja spurninga og vilja ræða það þegar fram kemur úrskurður um brot á jafnréttislögum. Svör ráðherrans í þingsal í dag voru um kjark sem hún sýnir. Ég verð að viðurkenna að öll nálgun ráðherra í þessu máli finnst mér bera vott um eitthvað allt annað en kjark. Höfundur er þingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Jafnréttismál Stjórnsýsla Mest lesið Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á sunnudaginn var sat menntamálaráðherra í útvarpsviðtali og ræddi um þá niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála að hún hefði brotið jafnréttislög. Í viðtalinu sagði ráðherra eftirfarandi orð; „Ég er ráðherra. Ég er líka einstaklingur og ég verð alveg eins og allir aðrir í íslensku samfélagi, ef ég tel að það sé brotið á mér - þá hlýt ég að eiga sama rétt og viðkomandi einstaklingur að sækja minn rétt.“ Þessi ummæli eru merkileg þegar þau eru rýnd. Ummæli ráðherra bera vott um ákveðið skilningsleysi Lilju Alfreðsdóttur á hennar stöðu sem ráðherra og aðstöðumuninum á ráðherra og einstaklingnum sem hún stefnir. Í viðtalinu talaði ráðherra með þeim hætti að þetta dómsmál snerist um hennar persónu fremur um starfshætti hennar og meðferð valds. Menntamálaráðherra er hins vegar ekki fyrsti ráðherrann sem fær úrskurð um brot á jafnréttislögum. Aðrir ráðherrar hafa hins vegar ekki farið hennar leið, heldur almennt unað svona úrskurðum. Kannski hafa þeir séð að málin snúast einmitt ekki persónu þeirra heldur um yfirvegaða stjórnsýslu og vandaða. Menntamálaráðherra lýsti því hins vegar yfir í umræðunni að hún hefði sýnt kjark með því að stefna umræddum umsækjanda fyrir dóm. Dæmi hver fyrir sig um það. Menntamálaráðherra lýsti því einnig í þessu sama viðtali að hún hefði sætt þyngri gagnrýni en aðrir ráðherrar í sambærilegri stöðu. Tengdi hún það við kynferði sitt. Mun nærtækari skýring er nú samt sú staðreynd að aðrir ráðamenn hafa einmitt almennt ekki farið fram af þeirri hörku sem hún gerir í kjölfar svona úrskurðar. Það gerðu ekki Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, ekki Jóhanna Sigurðardóttir og ekki Bjarni Benediktsson. Seint verður sagt um þetta ágæta fólk að þau skorti kjarkinn. Mögulega voru aðrir hagsmunir þeim ofar í huga, jafnvel bara stærri hagsmunir. Embættismennirnir sem ekki getað svarað Umræddan sunnudag fór menntamálaráðherra sömuleiðis með dagskrárvald sitt þannig að þar sat hún og ræddi í útvarpi um nafngreinda og ónafngreinda embættismenn. Það gerði ráðherra þrátt fyrir að vita ósköp vel að embættismaður svarar ekki ráðherra og þarf því að sitja undir því að ráðherra veitist að þeim, án þess að geta tekið til svara. Þessa leikjafræði höfum fram til þess fyrst og fremst séð hjá fyrrum flokkssystur hennar Vigdísi Hauksdóttur, sem hefur stundað það af kappi að tala niður til embættismanna borgarinnar. Ummæli menntamálaráðherra í útvarpsviðtali sunnudagsins birta djúpa Framsóknarmennsku, þar sem þeim er gerð upp spilling sem spyrja spurninga og vilja ræða það þegar fram kemur úrskurður um brot á jafnréttislögum. Svör ráðherrans í þingsal í dag voru um kjark sem hún sýnir. Ég verð að viðurkenna að öll nálgun ráðherra í þessu máli finnst mér bera vott um eitthvað allt annað en kjark. Höfundur er þingmaður Viðreisnar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar