Er hlustað á stærstu hagaðila háskólamenntunar? Isabel Alejandra Díaz og Steinunn Alda Gunnarsdóttir skrifa 17. nóvember 2020 07:31 Í háskólum landsins er fjölbreytt flóra stúdenta sem eiga það sameiginlegt að auðga nærumhverfi sitt. Stúdentar bregða sér ýmist í hlutverk námsmanns eða starfskrafts sem er hluti vinnuafls þessa lands og það gæti ekki verið skýrara að þeir séu virkir þátttakendur í samfélaginu. Í tilefni af alþjóðlegum degi stúdenta er viðeigandi að minna á að stærstu hagaðilar háskólamenntunar eru einmitt stúdentar. Sem helstu hagaðilar menntunar er mikilvægt fyrir stúdenta að stjórnvöld, sem sitja hinum megin við borðið, eigi í árangursríku samráði við þá og að ákvarðanir séu teknar með hag þeirra að leiðarljósi. Það kann að vera að hagsmunirnir fari ekki alltaf saman og er þá lykilatriði að geta átt í opnum og heiðarlegum samskiptum og leitað lausna í sameiningu. Eiga samráð á borði en ekki aðeins í orði. Á tímum sem þessum er gríðarlega mikilvægt að rödd stúdenta heyrist. Með það að markmiði hafa Stúdentaráð Háskóla Íslands (SHÍ) og Stúdentafélag Háskólans á Akureyri (SHA) mætt vel undirbúin til leiks; kannað andlega líðan og félagslegar aðstæður stúdenta sinna, kortlagt atvinnumál þeirra og talað því máli áfram með haldbærum gögnum. Stúdentahreyfingarnar hafa til að mynda þurft að ábyrgjast gagnaöflun þegar kemur að stöðu stúdenta á vinnumarkaði af því að af hálfu stjórnvalda er gagnaöflunin ófullnægjandi. Jafnvel þá er málsvörnin þó ekki talin trúverðug. Rík áhersla mennta- og menningarmálaráðherra á að halda skólahaldi óbreyttu til þess að menntakerfið haldist í eðlilegu formi þrátt fyrir miklar áhyggjur stúdenta er einnig umhugsunarefni. SHÍ og SHA hafa undirstrikað að kjarni málsins sé að það geti ekki allir stúdentar tekið þá áhættu sem ætlast er til af þeim með því að mæta í staðpróf. Samfélagsástandið býður stúdentum í áhættuhópi, eða stúdentum sem umgangast einstaklingum með undirliggjandi sjúkdóma, ekki upp á það. Við viljum því ítreka mikilvægi þess að háskólarnir samræmi tilhögun námsmats og gæti þannig að öryggi og heilsu stúdenta. Hvorki gæði náms né færni þeirra hrakar við að aðlaga kennslu og námsmat að breyttum aðstæðum og má í þessu samhengi réttilega benda á að fremstu háskólar heims hafa ráðist í slíkar aðgerðir. Það er jafnréttismál að rödd stúdenta fái vægi í allri ákvarðanatöku sem þeim viðkemur og bindum við miklar vonir við að það sé raunverulegur vilji stjórnvalda, ef marka má þingsályktunartillögu um menntastefnu fyrir árin 2020-2030 sem bíður afgreiðslu á þingi. Vegna þess að þrátt fyrir fjölda samráðsfunda þar sem fulltrúar stúdenta hafa komið sjónarmiðum þeirra á framfæri hefur ekki verið gripið til aðgerða sem tryggja hag og rétt allra stúdenta. Höfundar eru Isabel Alejandra Díaz forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands og Steinunn Alda Gunnarsdóttir formaður Stúdentafélags Háskólans á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Skóla - og menntamál Isabel Alejandra Díaz Steinunn Alda Gunnarsdóttir Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í háskólum landsins er fjölbreytt flóra stúdenta sem eiga það sameiginlegt að auðga nærumhverfi sitt. Stúdentar bregða sér ýmist í hlutverk námsmanns eða starfskrafts sem er hluti vinnuafls þessa lands og það gæti ekki verið skýrara að þeir séu virkir þátttakendur í samfélaginu. Í tilefni af alþjóðlegum degi stúdenta er viðeigandi að minna á að stærstu hagaðilar háskólamenntunar eru einmitt stúdentar. Sem helstu hagaðilar menntunar er mikilvægt fyrir stúdenta að stjórnvöld, sem sitja hinum megin við borðið, eigi í árangursríku samráði við þá og að ákvarðanir séu teknar með hag þeirra að leiðarljósi. Það kann að vera að hagsmunirnir fari ekki alltaf saman og er þá lykilatriði að geta átt í opnum og heiðarlegum samskiptum og leitað lausna í sameiningu. Eiga samráð á borði en ekki aðeins í orði. Á tímum sem þessum er gríðarlega mikilvægt að rödd stúdenta heyrist. Með það að markmiði hafa Stúdentaráð Háskóla Íslands (SHÍ) og Stúdentafélag Háskólans á Akureyri (SHA) mætt vel undirbúin til leiks; kannað andlega líðan og félagslegar aðstæður stúdenta sinna, kortlagt atvinnumál þeirra og talað því máli áfram með haldbærum gögnum. Stúdentahreyfingarnar hafa til að mynda þurft að ábyrgjast gagnaöflun þegar kemur að stöðu stúdenta á vinnumarkaði af því að af hálfu stjórnvalda er gagnaöflunin ófullnægjandi. Jafnvel þá er málsvörnin þó ekki talin trúverðug. Rík áhersla mennta- og menningarmálaráðherra á að halda skólahaldi óbreyttu til þess að menntakerfið haldist í eðlilegu formi þrátt fyrir miklar áhyggjur stúdenta er einnig umhugsunarefni. SHÍ og SHA hafa undirstrikað að kjarni málsins sé að það geti ekki allir stúdentar tekið þá áhættu sem ætlast er til af þeim með því að mæta í staðpróf. Samfélagsástandið býður stúdentum í áhættuhópi, eða stúdentum sem umgangast einstaklingum með undirliggjandi sjúkdóma, ekki upp á það. Við viljum því ítreka mikilvægi þess að háskólarnir samræmi tilhögun námsmats og gæti þannig að öryggi og heilsu stúdenta. Hvorki gæði náms né færni þeirra hrakar við að aðlaga kennslu og námsmat að breyttum aðstæðum og má í þessu samhengi réttilega benda á að fremstu háskólar heims hafa ráðist í slíkar aðgerðir. Það er jafnréttismál að rödd stúdenta fái vægi í allri ákvarðanatöku sem þeim viðkemur og bindum við miklar vonir við að það sé raunverulegur vilji stjórnvalda, ef marka má þingsályktunartillögu um menntastefnu fyrir árin 2020-2030 sem bíður afgreiðslu á þingi. Vegna þess að þrátt fyrir fjölda samráðsfunda þar sem fulltrúar stúdenta hafa komið sjónarmiðum þeirra á framfæri hefur ekki verið gripið til aðgerða sem tryggja hag og rétt allra stúdenta. Höfundar eru Isabel Alejandra Díaz forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands og Steinunn Alda Gunnarsdóttir formaður Stúdentafélags Háskólans á Akureyri.
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun