Er hlustað á stærstu hagaðila háskólamenntunar? Isabel Alejandra Díaz og Steinunn Alda Gunnarsdóttir skrifa 17. nóvember 2020 07:31 Í háskólum landsins er fjölbreytt flóra stúdenta sem eiga það sameiginlegt að auðga nærumhverfi sitt. Stúdentar bregða sér ýmist í hlutverk námsmanns eða starfskrafts sem er hluti vinnuafls þessa lands og það gæti ekki verið skýrara að þeir séu virkir þátttakendur í samfélaginu. Í tilefni af alþjóðlegum degi stúdenta er viðeigandi að minna á að stærstu hagaðilar háskólamenntunar eru einmitt stúdentar. Sem helstu hagaðilar menntunar er mikilvægt fyrir stúdenta að stjórnvöld, sem sitja hinum megin við borðið, eigi í árangursríku samráði við þá og að ákvarðanir séu teknar með hag þeirra að leiðarljósi. Það kann að vera að hagsmunirnir fari ekki alltaf saman og er þá lykilatriði að geta átt í opnum og heiðarlegum samskiptum og leitað lausna í sameiningu. Eiga samráð á borði en ekki aðeins í orði. Á tímum sem þessum er gríðarlega mikilvægt að rödd stúdenta heyrist. Með það að markmiði hafa Stúdentaráð Háskóla Íslands (SHÍ) og Stúdentafélag Háskólans á Akureyri (SHA) mætt vel undirbúin til leiks; kannað andlega líðan og félagslegar aðstæður stúdenta sinna, kortlagt atvinnumál þeirra og talað því máli áfram með haldbærum gögnum. Stúdentahreyfingarnar hafa til að mynda þurft að ábyrgjast gagnaöflun þegar kemur að stöðu stúdenta á vinnumarkaði af því að af hálfu stjórnvalda er gagnaöflunin ófullnægjandi. Jafnvel þá er málsvörnin þó ekki talin trúverðug. Rík áhersla mennta- og menningarmálaráðherra á að halda skólahaldi óbreyttu til þess að menntakerfið haldist í eðlilegu formi þrátt fyrir miklar áhyggjur stúdenta er einnig umhugsunarefni. SHÍ og SHA hafa undirstrikað að kjarni málsins sé að það geti ekki allir stúdentar tekið þá áhættu sem ætlast er til af þeim með því að mæta í staðpróf. Samfélagsástandið býður stúdentum í áhættuhópi, eða stúdentum sem umgangast einstaklingum með undirliggjandi sjúkdóma, ekki upp á það. Við viljum því ítreka mikilvægi þess að háskólarnir samræmi tilhögun námsmats og gæti þannig að öryggi og heilsu stúdenta. Hvorki gæði náms né færni þeirra hrakar við að aðlaga kennslu og námsmat að breyttum aðstæðum og má í þessu samhengi réttilega benda á að fremstu háskólar heims hafa ráðist í slíkar aðgerðir. Það er jafnréttismál að rödd stúdenta fái vægi í allri ákvarðanatöku sem þeim viðkemur og bindum við miklar vonir við að það sé raunverulegur vilji stjórnvalda, ef marka má þingsályktunartillögu um menntastefnu fyrir árin 2020-2030 sem bíður afgreiðslu á þingi. Vegna þess að þrátt fyrir fjölda samráðsfunda þar sem fulltrúar stúdenta hafa komið sjónarmiðum þeirra á framfæri hefur ekki verið gripið til aðgerða sem tryggja hag og rétt allra stúdenta. Höfundar eru Isabel Alejandra Díaz forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands og Steinunn Alda Gunnarsdóttir formaður Stúdentafélags Háskólans á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Skóla - og menntamál Isabel Alejandra Díaz Steinunn Alda Gunnarsdóttir Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Í háskólum landsins er fjölbreytt flóra stúdenta sem eiga það sameiginlegt að auðga nærumhverfi sitt. Stúdentar bregða sér ýmist í hlutverk námsmanns eða starfskrafts sem er hluti vinnuafls þessa lands og það gæti ekki verið skýrara að þeir séu virkir þátttakendur í samfélaginu. Í tilefni af alþjóðlegum degi stúdenta er viðeigandi að minna á að stærstu hagaðilar háskólamenntunar eru einmitt stúdentar. Sem helstu hagaðilar menntunar er mikilvægt fyrir stúdenta að stjórnvöld, sem sitja hinum megin við borðið, eigi í árangursríku samráði við þá og að ákvarðanir séu teknar með hag þeirra að leiðarljósi. Það kann að vera að hagsmunirnir fari ekki alltaf saman og er þá lykilatriði að geta átt í opnum og heiðarlegum samskiptum og leitað lausna í sameiningu. Eiga samráð á borði en ekki aðeins í orði. Á tímum sem þessum er gríðarlega mikilvægt að rödd stúdenta heyrist. Með það að markmiði hafa Stúdentaráð Háskóla Íslands (SHÍ) og Stúdentafélag Háskólans á Akureyri (SHA) mætt vel undirbúin til leiks; kannað andlega líðan og félagslegar aðstæður stúdenta sinna, kortlagt atvinnumál þeirra og talað því máli áfram með haldbærum gögnum. Stúdentahreyfingarnar hafa til að mynda þurft að ábyrgjast gagnaöflun þegar kemur að stöðu stúdenta á vinnumarkaði af því að af hálfu stjórnvalda er gagnaöflunin ófullnægjandi. Jafnvel þá er málsvörnin þó ekki talin trúverðug. Rík áhersla mennta- og menningarmálaráðherra á að halda skólahaldi óbreyttu til þess að menntakerfið haldist í eðlilegu formi þrátt fyrir miklar áhyggjur stúdenta er einnig umhugsunarefni. SHÍ og SHA hafa undirstrikað að kjarni málsins sé að það geti ekki allir stúdentar tekið þá áhættu sem ætlast er til af þeim með því að mæta í staðpróf. Samfélagsástandið býður stúdentum í áhættuhópi, eða stúdentum sem umgangast einstaklingum með undirliggjandi sjúkdóma, ekki upp á það. Við viljum því ítreka mikilvægi þess að háskólarnir samræmi tilhögun námsmats og gæti þannig að öryggi og heilsu stúdenta. Hvorki gæði náms né færni þeirra hrakar við að aðlaga kennslu og námsmat að breyttum aðstæðum og má í þessu samhengi réttilega benda á að fremstu háskólar heims hafa ráðist í slíkar aðgerðir. Það er jafnréttismál að rödd stúdenta fái vægi í allri ákvarðanatöku sem þeim viðkemur og bindum við miklar vonir við að það sé raunverulegur vilji stjórnvalda, ef marka má þingsályktunartillögu um menntastefnu fyrir árin 2020-2030 sem bíður afgreiðslu á þingi. Vegna þess að þrátt fyrir fjölda samráðsfunda þar sem fulltrúar stúdenta hafa komið sjónarmiðum þeirra á framfæri hefur ekki verið gripið til aðgerða sem tryggja hag og rétt allra stúdenta. Höfundar eru Isabel Alejandra Díaz forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands og Steinunn Alda Gunnarsdóttir formaður Stúdentafélags Háskólans á Akureyri.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun