Liverpool þarf líklega atkvæði frá sex öðrum félögum til að fá titilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2020 09:30 Stuðningsmenn Liverpool horfa mögulega fram á það að liðið missi af enska meistaratitlinum vegna kórónuveirunnar. Getty/Alex Livesey Það verður ólíklegra með hverjum deginum sem líður að hléið á ensku úrvalsdeildinni verði bara þrjár vikur og um leið er líklegra að tímabilið verði endanlega flautað af. Þá er það stóra spurningin um hvort að Liverpool liðið verði krýnt Englandsmeistari en Liverpool menn eru með 25 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Það mun koma betur í ljós á fimmtudaginn þegar fulltrúar allra tuttugu liða deildarinnar hittast formlega á fundi og fara yfir hvað sé réttast að gera í stöðunni. Þá verður líka ljóst hvað Knattspyrnusamband Evrópu ætlar að gera með EM í sumar og Evrópukeppnirnar í vor. Verði Evrópumótinu frestað þá gæti skapast pláss í maí og júní til að klára síðustu níu umferðirnar. Stuðningsmenn Liverpool vilja aftur á móti fá að vita hvað þarf til svo að þeir missi af Englandsmeistaratitlinum þrátt fyrir þetta rosalega flotta tímabil. Þeir verða meistarar ef ákveðið verði að klára tímabilið í sumar eða að láta stöðuna í dag vera lokastöðuna. Arsenal - VOID season Man Utd - FINISH season Tottenham - VOID seasonLiverpool will be praying six other clubs vote to complete the current campaign #Coronavirus #PremierLeaguehttps://t.co/k9jhyPzWHU— GiveMeSport Football (@GMS__Football) March 15, 2020 Liðin tuttugu í ensku úrvalsdeildinni munu þurfa að koma sér saman um framhaldið og þegar kemur að því að ógilda tímabilið þá þarf samkvæmt fréttum frá Englandi tvo þriðjunga atkvæða til að ákveða slíkt. Það þýðir að ef fjórtán félög í deildinni vilja aflýsa og þurrka út tímabilið þá verður það niðurstaðan. Liverpool er svo sannarlega eitt af þeim liðum sem vilja ekki ógilda þetta sögulega tímabil enda liðið með 82 stig og 25 stigum meira en liðið í öðru sæti þegar ellefu leikir eru eftir. Þetta er hins vegar ekki aðeins spurning um meistaratitilinn heldur einnig um sætin í Meistaradeildinni og fall úr deildinni. Það má búast við því að liðin í Meistaradeildarsætunum vilji halda þeim og því ætti að öllu eðlileg félög eins og Manchester City, Leicester City og Chelsea að greiða með því að láta fyrsti 29 umferðirnar gilda sem heilt tímabil. Reyndar er Manchester City spurningarmerki af því að UEFA dæmdi félagið í tveggja ára bann frá Meistaradeildinni en kórónuveiran er líka búin að seinka afgreiðslu áfýjunar í því máli sem gæti dregist fram á næstu leiktíð. City ætti þá að geta verið með í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Lið eins og Burnley, Crystal Palace og Sheffield United hafa öll gert betur en búist var við og vilja eflaust láta tímabilið gilda. Með því þá værum við komin með sjö lið sem væru á móti því að ógilda tímabili en eitt af því er Manchester City sem gæti mögulega refsað Liverpool með því að greiða með því að þurrka út tímabilið. Þá má samt ekki gleyma að Manchester United og Wolves væru önnur félög sem hafa verið að gera fína hluta að undanförnu og eru svo sem líkleg til að vilja að minnsta kosti klára tímabilið. Það er aftur á móti önnur saga hvort þau styðji það að láta stöðuna í dag gilda sem lokastöðu. GiveMeSport fór vel yfir hvað gæti legið á bak við ákvörðunartöku hvers liðs í deildinni og má sjá þá samantekt hér. Allt kemur þetta í ljós á fimmtudaginn og þá ætti að vera sett saman einhver raunhæf framtíðarsýn hjá ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira
Það verður ólíklegra með hverjum deginum sem líður að hléið á ensku úrvalsdeildinni verði bara þrjár vikur og um leið er líklegra að tímabilið verði endanlega flautað af. Þá er það stóra spurningin um hvort að Liverpool liðið verði krýnt Englandsmeistari en Liverpool menn eru með 25 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Það mun koma betur í ljós á fimmtudaginn þegar fulltrúar allra tuttugu liða deildarinnar hittast formlega á fundi og fara yfir hvað sé réttast að gera í stöðunni. Þá verður líka ljóst hvað Knattspyrnusamband Evrópu ætlar að gera með EM í sumar og Evrópukeppnirnar í vor. Verði Evrópumótinu frestað þá gæti skapast pláss í maí og júní til að klára síðustu níu umferðirnar. Stuðningsmenn Liverpool vilja aftur á móti fá að vita hvað þarf til svo að þeir missi af Englandsmeistaratitlinum þrátt fyrir þetta rosalega flotta tímabil. Þeir verða meistarar ef ákveðið verði að klára tímabilið í sumar eða að láta stöðuna í dag vera lokastöðuna. Arsenal - VOID season Man Utd - FINISH season Tottenham - VOID seasonLiverpool will be praying six other clubs vote to complete the current campaign #Coronavirus #PremierLeaguehttps://t.co/k9jhyPzWHU— GiveMeSport Football (@GMS__Football) March 15, 2020 Liðin tuttugu í ensku úrvalsdeildinni munu þurfa að koma sér saman um framhaldið og þegar kemur að því að ógilda tímabilið þá þarf samkvæmt fréttum frá Englandi tvo þriðjunga atkvæða til að ákveða slíkt. Það þýðir að ef fjórtán félög í deildinni vilja aflýsa og þurrka út tímabilið þá verður það niðurstaðan. Liverpool er svo sannarlega eitt af þeim liðum sem vilja ekki ógilda þetta sögulega tímabil enda liðið með 82 stig og 25 stigum meira en liðið í öðru sæti þegar ellefu leikir eru eftir. Þetta er hins vegar ekki aðeins spurning um meistaratitilinn heldur einnig um sætin í Meistaradeildinni og fall úr deildinni. Það má búast við því að liðin í Meistaradeildarsætunum vilji halda þeim og því ætti að öllu eðlileg félög eins og Manchester City, Leicester City og Chelsea að greiða með því að láta fyrsti 29 umferðirnar gilda sem heilt tímabil. Reyndar er Manchester City spurningarmerki af því að UEFA dæmdi félagið í tveggja ára bann frá Meistaradeildinni en kórónuveiran er líka búin að seinka afgreiðslu áfýjunar í því máli sem gæti dregist fram á næstu leiktíð. City ætti þá að geta verið með í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Lið eins og Burnley, Crystal Palace og Sheffield United hafa öll gert betur en búist var við og vilja eflaust láta tímabilið gilda. Með því þá værum við komin með sjö lið sem væru á móti því að ógilda tímabili en eitt af því er Manchester City sem gæti mögulega refsað Liverpool með því að greiða með því að þurrka út tímabilið. Þá má samt ekki gleyma að Manchester United og Wolves væru önnur félög sem hafa verið að gera fína hluta að undanförnu og eru svo sem líkleg til að vilja að minnsta kosti klára tímabilið. Það er aftur á móti önnur saga hvort þau styðji það að láta stöðuna í dag gilda sem lokastöðu. GiveMeSport fór vel yfir hvað gæti legið á bak við ákvörðunartöku hvers liðs í deildinni og má sjá þá samantekt hér. Allt kemur þetta í ljós á fimmtudaginn og þá ætti að vera sett saman einhver raunhæf framtíðarsýn hjá ensku úrvalsdeildinni.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira