Enski boltinn

Ó­sam­mála um Gyökeres: „Hefðirðu verið á­nægður með fjögur mörk?“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Viktor Gyökeres fagnar marki sínu gegn Burnley.
Viktor Gyökeres fagnar marki sínu gegn Burnley. getty/David Price

Albert Ingason hreifst af frammistöðu Viktors Gyökeres fyrir Arsenal í sigrinum á Burnley á laugardaginn. Kjartan Henry Finnbogason er ekki alveg jafn sannfærður um sænska framherjann.

Arsenal sigraði Burnley, 0-2, á Turf Moor. Gyökeres skoraði fyrra mark gestanna frá Lundúnum.

„Hann er búinn að spila rosalega mikið. Það er búið að reyna að koma honum í gang. Á móti Olympiacos spilaði hann allar níutíu mínúturnar. Hann er varla tekinn af velli. Hann var hvíldur í deildabikarnum og hafði gott af þeirri hvíld,“ sagði Albert í Sunnudagsmessunni.

Klippa: Messan - umræða um Gyökeres

„Hann skoraði fyrsta markið í þessum leik, lagði upp þetta færi sem við sýndum hjá Saka. Hann á líka stóran hlut í þessu marki hjá Rice. Hann á í raun að vera með mark og tvær stoðsendingar í þessum leik.“

Meðan Albert flutti lofræðuna um Gyökeres sá hann Kjartan Henry glotta.

„Þetta er alveg rétt. Hann hefur spilað margar mínútur en það er einn fjórði búinn af mótinu. Fyrir mót hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ spurði Kjartan Henry Albert.

„Ég skal viðurkenna það að þetta breytist svo rosalega mikið þegar liðið er á toppnum og allt er að smella. Þá er maður ekkert að spá í þessu. Þá gengur bara vel og liðið tapar ekki leikjum. Ef Arsenal væri í 5. sæti, hefði tapað nokkrum leikjum og Gyökeres væri að klúðra færum eða slakur, væri maður trylltur. Þá myndi maður horfa allt öðruvísi á hans frammistöðu. En þetta er að virka,“ sagði Albert.

Arsenal er með sex stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir tíu umferðir.

Innslagið úr Messunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október

Arsenal trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir tíu umferðir en liðið hefur unnið fimm leiki í röð og aðeins fengið á sig þrjú mörk. En það sem meira er þá fékk liðið aðeins á sig eitt færi allan október sem rataði á rammann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×