Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2025 11:32 Virgil van Dijk og Wayne Rooney hittust í gær í fyrsta sinn eftir að þeir fóru að skjóta á hvorn annan í fjölmiðlum. Getty/Jeff Bottari/Michael Regan Manchester United-goðsögnin Wayne Rooney var einn þeirra sem gagnrýndu stærstu stjörnur Liverpool þegar liðið var í miðri taphrinu sinni. Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, mætti í viðtal og ræddi málin við Rooney eftir sigur Liverpool á Real Madrid í Meistaradeildinni í gær. Van Dijk svaraði spurningum frá sérfræðingum, þar á meðal Rooney. Í síðasta mánuði, í þættinum The Wayne Rooney Show, gagnrýndi fyrrverandi framherji Manchester United líkamstjáningu Van Dijk og liðsfélaga hans hjá Liverpool, Mohamed Salah, eftir fjögur töp í röð í ensku úrvalsdeildinni. Leti í gagnrýni sinni Van Dijk brást við með því að saka Rooney um „leti í gagnrýni sinni“ áður en Rooney ítrekaði ummæli sín. Í gærkvöldi hittust þeir í fyrsta sinn augliti til auglitis frá því að ummælin féllu, sem leiddi til frekar vandræðalegra aðstæðna í beinni útsendingu. Breska ríkisútvarpið sagði frá samskiptunum. Staðnæmdist við hlið Rooney Van Dijk gekk að teymi Amazon Prime við völlinn og heilsaði öllum sérfræðingunum, þar á meðal Rooney, áður en hann staðnæmdist við hlið Rooney. Viðtalið hófst á því að þáttastjórnandinn Gabby Logan bað Van Dijk um að fara yfir sigurinn. Síðan ræddi Logan um slæmt gengi Liverpool-liðsins og hversu mikilvægur liðsfundur eftir 2-1 tapið gegn Manchester United þann 19. október hefði verið til að bæta frammistöðuna. Sanngjörn gagnrýni? „Hefur sum gagnrýnin verið sanngjörn, að þínu mati,“ spurði Gabby Logan. „Auðvitað, ef þú tapar fjórum eða fimm leikjum í röð sem leikmaður Liverpool, þá er það sanngjörn gagnrýni, það er alveg eðlilegt. En ég held að hún hafi líka verið yfirgengileg á köflum, en það er vegna þess að við búum í heimi með svo mörgum miðlum og svo margir geta sagt eitthvað, það er tekið upp og gert meira úr því. Ég held að það sé gott að fyrrverandi leikmenn sem spiluðu á hæsta stigi og tókust á við erfiða tíma setji hlutina í samhengi (sagði með brosi á vör á meðan Rooney hló),“ sagði Virgil van Dijk. Ég ætla ekki að segja neitt meira Rooney lítur svo á að hann hafi hreinlega kveikt á Liverpool-liðinu og komið þeim aftur á sigurbrautina með ummælum sínum. „Ég ætla ekki að segja neitt meira því ég held að ég hafi hvatt þá áfram og komið þeim á sigurbraut,“ sagði Rooney kíminn. Virgil van Dijk heilsae Wayne Rooney fyrir viðtalið.Skjámynd/Amazon Prime „Ég tel að það sem ég sagði hafi verið sanngjarnt þegar þú vinnur ensku úrvalsdeildina og ferð svo í gegnum tímabil þar sem þú tapar þremur eða fjórum leikjum í röð, sem maður býst ekki við frá Liverpool. Þar sem Virgil er fyrirliði tel ég að það sé hans verkefni að leiða leikmennina og það var það sem ég var að segja. Þetta gerist í fótbolta og ég held að viðbrögðin frá Virgil og liðinu hafi verið frábær,“ sagði Rooney. Faðmlag í lokin „Ég held að ef þú horfðir á leikina þá hafi ég klárlega tekið ábyrgð,“ sagði Van Dijk og tók sérstaklega fram að hann hafi verið ósáttur með að Rooney ýjaði að því að hann hefði verið saddur og ekki verið að leggja nógu mikið á sig eftir að hann fékk nýjan samning. Þegar viðtalinu var lokið faðmaði Van Dijk Rooney og restina af teymi Amazon Prime áður en hann yfirgaf settið. View this post on Instagram A post shared by Men in Blazers (@meninblazers) Enski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Sjá meira
Van Dijk svaraði spurningum frá sérfræðingum, þar á meðal Rooney. Í síðasta mánuði, í þættinum The Wayne Rooney Show, gagnrýndi fyrrverandi framherji Manchester United líkamstjáningu Van Dijk og liðsfélaga hans hjá Liverpool, Mohamed Salah, eftir fjögur töp í röð í ensku úrvalsdeildinni. Leti í gagnrýni sinni Van Dijk brást við með því að saka Rooney um „leti í gagnrýni sinni“ áður en Rooney ítrekaði ummæli sín. Í gærkvöldi hittust þeir í fyrsta sinn augliti til auglitis frá því að ummælin féllu, sem leiddi til frekar vandræðalegra aðstæðna í beinni útsendingu. Breska ríkisútvarpið sagði frá samskiptunum. Staðnæmdist við hlið Rooney Van Dijk gekk að teymi Amazon Prime við völlinn og heilsaði öllum sérfræðingunum, þar á meðal Rooney, áður en hann staðnæmdist við hlið Rooney. Viðtalið hófst á því að þáttastjórnandinn Gabby Logan bað Van Dijk um að fara yfir sigurinn. Síðan ræddi Logan um slæmt gengi Liverpool-liðsins og hversu mikilvægur liðsfundur eftir 2-1 tapið gegn Manchester United þann 19. október hefði verið til að bæta frammistöðuna. Sanngjörn gagnrýni? „Hefur sum gagnrýnin verið sanngjörn, að þínu mati,“ spurði Gabby Logan. „Auðvitað, ef þú tapar fjórum eða fimm leikjum í röð sem leikmaður Liverpool, þá er það sanngjörn gagnrýni, það er alveg eðlilegt. En ég held að hún hafi líka verið yfirgengileg á köflum, en það er vegna þess að við búum í heimi með svo mörgum miðlum og svo margir geta sagt eitthvað, það er tekið upp og gert meira úr því. Ég held að það sé gott að fyrrverandi leikmenn sem spiluðu á hæsta stigi og tókust á við erfiða tíma setji hlutina í samhengi (sagði með brosi á vör á meðan Rooney hló),“ sagði Virgil van Dijk. Ég ætla ekki að segja neitt meira Rooney lítur svo á að hann hafi hreinlega kveikt á Liverpool-liðinu og komið þeim aftur á sigurbrautina með ummælum sínum. „Ég ætla ekki að segja neitt meira því ég held að ég hafi hvatt þá áfram og komið þeim á sigurbraut,“ sagði Rooney kíminn. Virgil van Dijk heilsae Wayne Rooney fyrir viðtalið.Skjámynd/Amazon Prime „Ég tel að það sem ég sagði hafi verið sanngjarnt þegar þú vinnur ensku úrvalsdeildina og ferð svo í gegnum tímabil þar sem þú tapar þremur eða fjórum leikjum í röð, sem maður býst ekki við frá Liverpool. Þar sem Virgil er fyrirliði tel ég að það sé hans verkefni að leiða leikmennina og það var það sem ég var að segja. Þetta gerist í fótbolta og ég held að viðbrögðin frá Virgil og liðinu hafi verið frábær,“ sagði Rooney. Faðmlag í lokin „Ég held að ef þú horfðir á leikina þá hafi ég klárlega tekið ábyrgð,“ sagði Van Dijk og tók sérstaklega fram að hann hafi verið ósáttur með að Rooney ýjaði að því að hann hefði verið saddur og ekki verið að leggja nógu mikið á sig eftir að hann fékk nýjan samning. Þegar viðtalinu var lokið faðmaði Van Dijk Rooney og restina af teymi Amazon Prime áður en hann yfirgaf settið. View this post on Instagram A post shared by Men in Blazers (@meninblazers)
Enski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Sjá meira