Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2025 07:52 Guðrún Edda Sigurðardóttir á án vafa eina af bestu endurkomum ársins í íslensku íþróttalífi. @gudruneddasig Þegar leitað verður að endurkomu ársins í íslensku íþróttalífi á árinu 2025 þá hlýtur fimleikakonan Guðrún Edda Sigurðardóttir að koma þar sterklega til greina. Guðrún Edda er að gera eitthvað í lok ársins sem enginn sá fyrir í upphafi þess. Hún er á leiðinni á Norðurlandamótið í hópfimleikum með Stjörnunni. Árið 2024 endaði nefnilega hræðilega fyrir Guðrúnu Eddu þegar hún hálsbrotnaði á fimleikaæfingu. Þá var hún nýorðin Evrópumeistari með íslenska kvennalandsliðinu. „Árið 2024 endaði ekkert rosalega vel þar sem ég braut hryggjarlið í hálsinum á æfingu. Krefjandi tímabil fram undan en spennt að komast aftur á fullt,“ skrifaði Guðrún Edda þá á samfélagsmiðla sína og birti mynd af sér á sjúkrahúsinu. Útlitið var vissulega svart milli jóla og nýárs í fyrra en það var hugur í henni þrátt fyrir allt. „Fyrir rétt rúmum tíu mánuðum síðan hélt ég að fimleikaferillinn minn væri búinn eftir að ég lenti í því að lenda illa á fimleikaæfingu og fékk þær fréttir upp á spítala að ég væri með brotin háls. Við tók langur bati og sérstaklega erfiður bati andlega,“ skrifaði Guðrún Edda í nýrri færslu þar sem var sannarlega ástæða til að fagna afreki hennar. Með þrautseigju, dugnaði og staðfestu hafði hún ekki aðeins komist aftur í fimleikasalinn heldur var hún búin að vinna sér sæti í Norðurlandsmótsliði Stjörnunnar. Hún nefnir þar sérstaklega andlega þáttinn og það er hægt að vekja athygli á því. Þú hálsbrotnar á æfingu sem er meiðsli sem eru öllum erfið líkamlega en hvað þá að sýna hugrekkið og hungrið að koma sér aftur inn á fimleikagólfið. Það er enn meiri sigur. „Þegar ég kom aftur inn í fimleikasalinn að horfa á liðið mitt æfa hugsaði ég strax um að mitt markmið væri að koma mér til baka og ná að keppa á Norðurlandamóti sem væri ellefu mánuðum seinna,“ skrifaði Guðrún Edda og hún er nú að ná þessu magnaða og krefjandi markmiði sínu. „Eftir alla þessa mánuði af því að byrja upp á nýtt í fimleikum er ég á leið á Norðurlandamót í Finnlandi með þessu geggjaða liði, í fyrsta skipti í nýjum galla og með nýjum liðsfélögum,“ skrifaði Guðrún Edda. Þetta verður hennar þriðja Norðurlandamót en kannski það merkilegasta af þeim öllum enda þegar sigurvegari í augum flestra sem fá að heyra ótrúlega endurkomusögu hennar. Næst á dagskrá er Norðurlandamótið í Finnlandi um komandi helgi þar sem Stjörnukonur ætla sér stóra hluti. View this post on Instagram A post shared by Guðrún Edda Sigurðardóttir (@gudruneddasig) Fimleikar Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Leik lokið: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ Big Ben í kvöld: Góðir gestir með reynslu úr fótbolta og fjölmiðlum Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sjá meira
Guðrún Edda er að gera eitthvað í lok ársins sem enginn sá fyrir í upphafi þess. Hún er á leiðinni á Norðurlandamótið í hópfimleikum með Stjörnunni. Árið 2024 endaði nefnilega hræðilega fyrir Guðrúnu Eddu þegar hún hálsbrotnaði á fimleikaæfingu. Þá var hún nýorðin Evrópumeistari með íslenska kvennalandsliðinu. „Árið 2024 endaði ekkert rosalega vel þar sem ég braut hryggjarlið í hálsinum á æfingu. Krefjandi tímabil fram undan en spennt að komast aftur á fullt,“ skrifaði Guðrún Edda þá á samfélagsmiðla sína og birti mynd af sér á sjúkrahúsinu. Útlitið var vissulega svart milli jóla og nýárs í fyrra en það var hugur í henni þrátt fyrir allt. „Fyrir rétt rúmum tíu mánuðum síðan hélt ég að fimleikaferillinn minn væri búinn eftir að ég lenti í því að lenda illa á fimleikaæfingu og fékk þær fréttir upp á spítala að ég væri með brotin háls. Við tók langur bati og sérstaklega erfiður bati andlega,“ skrifaði Guðrún Edda í nýrri færslu þar sem var sannarlega ástæða til að fagna afreki hennar. Með þrautseigju, dugnaði og staðfestu hafði hún ekki aðeins komist aftur í fimleikasalinn heldur var hún búin að vinna sér sæti í Norðurlandsmótsliði Stjörnunnar. Hún nefnir þar sérstaklega andlega þáttinn og það er hægt að vekja athygli á því. Þú hálsbrotnar á æfingu sem er meiðsli sem eru öllum erfið líkamlega en hvað þá að sýna hugrekkið og hungrið að koma sér aftur inn á fimleikagólfið. Það er enn meiri sigur. „Þegar ég kom aftur inn í fimleikasalinn að horfa á liðið mitt æfa hugsaði ég strax um að mitt markmið væri að koma mér til baka og ná að keppa á Norðurlandamóti sem væri ellefu mánuðum seinna,“ skrifaði Guðrún Edda og hún er nú að ná þessu magnaða og krefjandi markmiði sínu. „Eftir alla þessa mánuði af því að byrja upp á nýtt í fimleikum er ég á leið á Norðurlandamót í Finnlandi með þessu geggjaða liði, í fyrsta skipti í nýjum galla og með nýjum liðsfélögum,“ skrifaði Guðrún Edda. Þetta verður hennar þriðja Norðurlandamót en kannski það merkilegasta af þeim öllum enda þegar sigurvegari í augum flestra sem fá að heyra ótrúlega endurkomusögu hennar. Næst á dagskrá er Norðurlandamótið í Finnlandi um komandi helgi þar sem Stjörnukonur ætla sér stóra hluti. View this post on Instagram A post shared by Guðrún Edda Sigurðardóttir (@gudruneddasig)
Fimleikar Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Leik lokið: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ Big Ben í kvöld: Góðir gestir með reynslu úr fótbolta og fjölmiðlum Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sjá meira