Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2025 09:02 Erling Haaland hefur skorað fimmtán mörk í tólf leikjum með Manchester City á þessu tímabili þar af ellefu mörk í níu leikjum í ensku úrvalsdeildinni. City spilar við Bournemouth á heimavelli í dag. EPA/ADAM VAUGHAN Norski framherjinn Erling Braut Haaland hefur sýnt meira af einkalífi sínu eftir að hann byrjaði að setja persónuleg myndbönd inn á nýja YouTube-síðu sína í síðustu viku. Haaland hóf YouTube-feril sinn með því að birta tæplega hálftíma langt myndband þar sem hann sýnir dag í lífi sínu. Myndbandið er komið með sex milljónir áhorfa. Í myndbandinu heimsækir hann bóndabæ í Cheshire til að sækja ógerilsneydda mjólk. Hinn 25 ára gamli kallar hana „ofurfæðu“ og segir hana „góða fyrir magann, húðina, beinin og vöðvana“. Haaland hefur lengi verið opinskár um að hann drekki ógerilsneydda mjólk og hefur kallað hana „töfradrykkinn“ sinn. Þessar yfirlýsingar markahæsta leikmanns ensku úrvalsdeildarinnar hafa skapað umræðu í Bretlandi. Verdens Gang segir frá. The Telegraph, Mirror og fleiri dagblöð hafa tekið málið upp. Auk þess er umræðan í fullum gangi meðal næringarfræðinga á Bretlandseyjum. Enska matvælaeftirlitið varar við því að ógerilsneydd mjólkin geti innihaldið skaðlegar bakteríur sem geta valdið matareitrun. Eftirlitið mælir því ekki með því að fólk með veikt ónæmiskerfi, þar á meðal fólk yfir 65 ára og þungaðar konur, neyti hennar. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=XK9WVRErnBQ">watch on YouTube</a> Það geta verið fyrirtæki sem standa sig vel í að draga úr áhættuþáttum vegna baktería, og ég er viss um að Haaland notar bestu gæði sem völ er á,“ sagði Dan Richardson við BBC. Hann er fyrrverandi næringarfræðingur hjá Manchester City. Hann hefur ekki áhyggjur af Haaland. Áhrif hans geta aftur á móti skapað vandamál. „Þegar fólk byrjar að herma eftir þessum venjum getur það orðið óöruggt þar sem fólk mun fara út og kaupa ódýrustu og aðgengilegustu útgáfuna,“ sagði Richards og hann býst við því að vinsældir hrámjólkurinnar aukist. Það er löglegt að selja ógerilsneydda kúamjólk í Englandi, Wales og Norður-Írlandi, en aðeins beint til neytenda frá skráðum bóndabæjum og mörkuðum. Það er ólöglegt í Skotlandi. Haaland og Manchester City taka á móti Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í dag. Enski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira
Haaland hóf YouTube-feril sinn með því að birta tæplega hálftíma langt myndband þar sem hann sýnir dag í lífi sínu. Myndbandið er komið með sex milljónir áhorfa. Í myndbandinu heimsækir hann bóndabæ í Cheshire til að sækja ógerilsneydda mjólk. Hinn 25 ára gamli kallar hana „ofurfæðu“ og segir hana „góða fyrir magann, húðina, beinin og vöðvana“. Haaland hefur lengi verið opinskár um að hann drekki ógerilsneydda mjólk og hefur kallað hana „töfradrykkinn“ sinn. Þessar yfirlýsingar markahæsta leikmanns ensku úrvalsdeildarinnar hafa skapað umræðu í Bretlandi. Verdens Gang segir frá. The Telegraph, Mirror og fleiri dagblöð hafa tekið málið upp. Auk þess er umræðan í fullum gangi meðal næringarfræðinga á Bretlandseyjum. Enska matvælaeftirlitið varar við því að ógerilsneydd mjólkin geti innihaldið skaðlegar bakteríur sem geta valdið matareitrun. Eftirlitið mælir því ekki með því að fólk með veikt ónæmiskerfi, þar á meðal fólk yfir 65 ára og þungaðar konur, neyti hennar. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=XK9WVRErnBQ">watch on YouTube</a> Það geta verið fyrirtæki sem standa sig vel í að draga úr áhættuþáttum vegna baktería, og ég er viss um að Haaland notar bestu gæði sem völ er á,“ sagði Dan Richardson við BBC. Hann er fyrrverandi næringarfræðingur hjá Manchester City. Hann hefur ekki áhyggjur af Haaland. Áhrif hans geta aftur á móti skapað vandamál. „Þegar fólk byrjar að herma eftir þessum venjum getur það orðið óöruggt þar sem fólk mun fara út og kaupa ódýrustu og aðgengilegustu útgáfuna,“ sagði Richards og hann býst við því að vinsældir hrámjólkurinnar aukist. Það er löglegt að selja ógerilsneydda kúamjólk í Englandi, Wales og Norður-Írlandi, en aðeins beint til neytenda frá skráðum bóndabæjum og mörkuðum. Það er ólöglegt í Skotlandi. Haaland og Manchester City taka á móti Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Enski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira