Treysta á hjálparstofnanir Oddný G. Harðardóttir skrifar 10. nóvember 2020 13:45 Ég skil ekki hvers vegna ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir vilja skilja þau eftir sem hafa verið lengst atvinnulaus. Í atvinnukreppu. Það var mjög gott skref að framlengja tekjutengda tímabil atvinnuleysistrygginga úr þremur mánuðum í sex. En það var afleitt og óskiljanlegt að ákveða um leið að aðeins þau sem ekki voru þá þegar komin á grunnatvinnuleysisbætur fengju að njóta þriggja viðbótarmánaðanna. Það var ekki eins og þeim hafi ekki verið bent á hvað þau væru að gera. Aftur og aftur fórum við í Samfylkingunni í ræðustól Alþingis og bentum á einmitt þetta. Stjórnarliðar ákváðu samt að skilja þau verst settu eftir – þau sem eru án atvinnu í dýpstu atvinnukreppu í 100 ár. Ráðherrarnir virtust hafa kveikt á því að þetta væri ekki alveg í lagi í byrjun október, þegar bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra, svöruðu formanni Samfylkingarinnar á þann veg „að þetta yrði leiðrétt“. En það bólar ekkert á leiðréttingunni. Hvað tefur? Á meðan lengjast biðraðir hjá hjálparstofnunum sem útdeila matargjöfum. Grunnatvinnuleysisbætur eru 289.510 kr. á mánuði. Tekjutengdar bætur geta mestar orðið 456.404 krónur á mánuði. Tekjutengdar atvinnuleysisbætur eru greiddar út í allt að þrjá mánuði í upphafi hvers bótatímabils, sem er alls 30 mánuðir en þyrfti að lengja í 42 mánuði við þær aðstæður sem nú eru uppi. Tekjutenging bóta skiptir ein og sér ekki miklu máli fyrir heildarmyndina ef atvinnuleysistímabil verður langt. Því þarf einnig að hækka grunnatvinnuleysisbæturnar sem nú eru mun lægri en lágmarkstekjutryggingin. Augljóslega er fjárhagslegt tjón einstaklings sem missir vinnuna verulegt og hefur mikil áhrif á rekstur heimilis og fjölskyldu hans. Þann 1. janúar næstkomandi verður munur á lágmarkstekjutryggingu og grunnatvinnuleysisbótum um 51 þúsund krónur á mánuði. Það allra minnsta sem ríkisstjórnin getur gert er að senda atvinnulausum myndarlegan jólabónus. Atvinnumissir er alvarlegra mál í kreppu en í góðæri. Fjöldi fólks missir vinnuna á sama tíma. Störfum fækkar, erfiðara verður að finna aðra vinnu og líkur á langtímaatvinnuleysi aukast. Slæmar félagslegar og heilsufarslegar aukaverkanir langtímaatvinnuleysis eru þekktar og þær eru kostnaðarsamar fyrir fjölskyldur og samfélagið. Það sætir furðu að forystumenn ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkarnir vilji ekki lyfta litla fingri til að mæta tekjufalli þeirra heimila sem eiga í mestum vanda í alvarlegri atvinnukreppu. Það litla sem þau gera mismunar fólki, sumir fá meira en aðrir minna. Og þau verst settu fá allra minnst. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Alþingi Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir Skoðun Hver tilheyrir hverjum? Kristín Davíðsdóttir Skoðun Mannsæmandi lífeyrislaun strax Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller skrifar Skoðun Hvað eiga eldri borgarar að kjósa? Hjördís Hendriksdóttir skrifar Skoðun Við erum að ná árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Ég og amma mín sem er dáin Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hver tilheyrir hverjum? Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum frelsi til handfæraveiða – eflum sjávarbyggðirnar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verja þarf friðinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mannsæmandi lífeyrislaun strax Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum skrifar Skoðun Eigum við ekki bara að klára þetta Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Draumalandið Björn Þorláksson skrifar Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónusta og orkuvinnsla fara vel saman Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Hvaða aukna aðgengi, Willum Þór? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Hvers vegna skortir hjúkrunarrými á Íslandi? Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég skil ekki hvers vegna ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir vilja skilja þau eftir sem hafa verið lengst atvinnulaus. Í atvinnukreppu. Það var mjög gott skref að framlengja tekjutengda tímabil atvinnuleysistrygginga úr þremur mánuðum í sex. En það var afleitt og óskiljanlegt að ákveða um leið að aðeins þau sem ekki voru þá þegar komin á grunnatvinnuleysisbætur fengju að njóta þriggja viðbótarmánaðanna. Það var ekki eins og þeim hafi ekki verið bent á hvað þau væru að gera. Aftur og aftur fórum við í Samfylkingunni í ræðustól Alþingis og bentum á einmitt þetta. Stjórnarliðar ákváðu samt að skilja þau verst settu eftir – þau sem eru án atvinnu í dýpstu atvinnukreppu í 100 ár. Ráðherrarnir virtust hafa kveikt á því að þetta væri ekki alveg í lagi í byrjun október, þegar bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra, svöruðu formanni Samfylkingarinnar á þann veg „að þetta yrði leiðrétt“. En það bólar ekkert á leiðréttingunni. Hvað tefur? Á meðan lengjast biðraðir hjá hjálparstofnunum sem útdeila matargjöfum. Grunnatvinnuleysisbætur eru 289.510 kr. á mánuði. Tekjutengdar bætur geta mestar orðið 456.404 krónur á mánuði. Tekjutengdar atvinnuleysisbætur eru greiddar út í allt að þrjá mánuði í upphafi hvers bótatímabils, sem er alls 30 mánuðir en þyrfti að lengja í 42 mánuði við þær aðstæður sem nú eru uppi. Tekjutenging bóta skiptir ein og sér ekki miklu máli fyrir heildarmyndina ef atvinnuleysistímabil verður langt. Því þarf einnig að hækka grunnatvinnuleysisbæturnar sem nú eru mun lægri en lágmarkstekjutryggingin. Augljóslega er fjárhagslegt tjón einstaklings sem missir vinnuna verulegt og hefur mikil áhrif á rekstur heimilis og fjölskyldu hans. Þann 1. janúar næstkomandi verður munur á lágmarkstekjutryggingu og grunnatvinnuleysisbótum um 51 þúsund krónur á mánuði. Það allra minnsta sem ríkisstjórnin getur gert er að senda atvinnulausum myndarlegan jólabónus. Atvinnumissir er alvarlegra mál í kreppu en í góðæri. Fjöldi fólks missir vinnuna á sama tíma. Störfum fækkar, erfiðara verður að finna aðra vinnu og líkur á langtímaatvinnuleysi aukast. Slæmar félagslegar og heilsufarslegar aukaverkanir langtímaatvinnuleysis eru þekktar og þær eru kostnaðarsamar fyrir fjölskyldur og samfélagið. Það sætir furðu að forystumenn ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkarnir vilji ekki lyfta litla fingri til að mæta tekjufalli þeirra heimila sem eiga í mestum vanda í alvarlegri atvinnukreppu. Það litla sem þau gera mismunar fólki, sumir fá meira en aðrir minna. Og þau verst settu fá allra minnst. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar