Opið bréf til hluthafa Baldur Thorlacius skrifar 9. nóvember 2020 15:30 Kæru eigendur íslenskra almenningshlutafélaga. Nei, þetta bréf er ekki „bara“ ætlað þeim þúsundum einstaklinga sem eru skráðir hluthafar í almenningshlutafélögum. Bréfið er ætlað öllum eigendum, líka ykkur sem eigið óbeint hluti í hinum ýmsu fyrirtækjum í gegnum lífeyrissjóðinn ykkar eða hlutabréfasjóði. Við erum nefnilega lang flest hluthafar, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Að mínu mati ætti okkur að líka það mjög vel. Við ættum að vera stolt af því að vera hluthafar og fjárfestar og leitast við að beita okkur sem slíkir, þar sem við getum. Þátttaka okkar skiptir máli og við getum fengið sæti við borðið, notið betri ávöxtunar og verið hreyfiafl til góðs, ef við virkilega látum á það reyna. Það er mikið talað um samfélagsábyrgð. Að við þurfum að auka jafnrétti og bregðast við vaxandi ójöfnuði, hnattrænni hlýnun og öðrum ógnum sem steðja að umhverfinu. Samhliða því þurfum við að skapa ný störf og sjálfbæran hagvöxt. Fjármálamarkaðurinn verður að gegna lykilhlutverki í því að láta þetta verða að veruleika, ef vel á að takast. Og þið, kæru hluthafar, eruð mikilvægir þátttakendur á markaðnum. Adena Friedman, forstjóri Nasdaq, orðaði þetta nokkuð vel í nýlegu viðtali við CNBC þegar hún sagði (í þýðingu undirritaðs): „Ef ég ætti að segja hver væri besta leiðin til að tryggja að ég legði áherslu á að við sköpum langvarandi ábata fyrir samfélagið okkar, starfsfólkið okkar og samfélögin í kringum okkur þá er það að láta fjárfesta spyrja mig út í þessi mál á hverjum ársfjórðungi.“ Markaðurinn verður ekki hluti af lausninni nema við hættum að standa á hliðarlínunni og stígum inn á völlinn, hvort sem það er með því að fjárfesta beint í hlutabréfum og sjóðum eða beita okkur fyrir umbótum í gegnum lífeyrissjóðina okkar. Ört vaxandi fjöldi grænna og samfélagsvænna skuldabréfa sem hafa verið skráð á markað hér á landi veitir ákveðna innsýn í möguleikana á þessu sviði. Í nágrannalöndum okkar hefur aukin þátttaka almennings á hlutabréfamarkaði einnig skapað mikilvæga lífæð fyrir fjölbreytt og spennandi nýsköpunarfyrirtæki, sem þurfa fjármagn og sýnileika til að vaxa. Þetta þýðir einnig að venjulegu fólki hefur verið gefinn kostur á að taka þátt í fjárfestingum sem væru annars einungis í boði fyrir útvalinn hóp. Almenningur mun ekki njóta slíkra tækifæra nema stjórnendur fyrirtækja finni áþreifanlega fyrir krafti samtakamáttarins. Þeir þurfa að finna fyrir áhuga fólks, heyra á umræðunum hversu mikil vannýtt þekking leynist í fjöldanum og sjá hversu öflugir talsmenn einstaklingar geta verið. Ágætu hluthafar, ég hef óbilandi trú á því að gagnsær markaður með virkri þátttöku ykkar geti ýtt undir hagvöxt sem fleiri njóta góðs af og bætt samfélagið okkar. En það er bara mín skoðun. Það er ykkar skoðun sem skiptir máli. Við viljum gera betur í að hlusta á ykkur og hjálpa ykkur að afla þekkingar á þessu sviði, á eigin forsendum. Ég hvet ykkur því til að sækja rafrænan fræðslufund Háskólans í Reykjavík og Nasdaq Iceland þann 19. nóvember, sem haldinn er í samstarfi við Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankann. Þið stjórnið ferðinni, kjósið um umræðuefni í beinni og hópur sérfræðinga situr undir svörum. Hlakka til að heyra frá ykkur. Höfundur er framkvæmdastjóri sölu og viðskiptatengsla hjá Nasdaq Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Markaðir Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Kæru eigendur íslenskra almenningshlutafélaga. Nei, þetta bréf er ekki „bara“ ætlað þeim þúsundum einstaklinga sem eru skráðir hluthafar í almenningshlutafélögum. Bréfið er ætlað öllum eigendum, líka ykkur sem eigið óbeint hluti í hinum ýmsu fyrirtækjum í gegnum lífeyrissjóðinn ykkar eða hlutabréfasjóði. Við erum nefnilega lang flest hluthafar, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Að mínu mati ætti okkur að líka það mjög vel. Við ættum að vera stolt af því að vera hluthafar og fjárfestar og leitast við að beita okkur sem slíkir, þar sem við getum. Þátttaka okkar skiptir máli og við getum fengið sæti við borðið, notið betri ávöxtunar og verið hreyfiafl til góðs, ef við virkilega látum á það reyna. Það er mikið talað um samfélagsábyrgð. Að við þurfum að auka jafnrétti og bregðast við vaxandi ójöfnuði, hnattrænni hlýnun og öðrum ógnum sem steðja að umhverfinu. Samhliða því þurfum við að skapa ný störf og sjálfbæran hagvöxt. Fjármálamarkaðurinn verður að gegna lykilhlutverki í því að láta þetta verða að veruleika, ef vel á að takast. Og þið, kæru hluthafar, eruð mikilvægir þátttakendur á markaðnum. Adena Friedman, forstjóri Nasdaq, orðaði þetta nokkuð vel í nýlegu viðtali við CNBC þegar hún sagði (í þýðingu undirritaðs): „Ef ég ætti að segja hver væri besta leiðin til að tryggja að ég legði áherslu á að við sköpum langvarandi ábata fyrir samfélagið okkar, starfsfólkið okkar og samfélögin í kringum okkur þá er það að láta fjárfesta spyrja mig út í þessi mál á hverjum ársfjórðungi.“ Markaðurinn verður ekki hluti af lausninni nema við hættum að standa á hliðarlínunni og stígum inn á völlinn, hvort sem það er með því að fjárfesta beint í hlutabréfum og sjóðum eða beita okkur fyrir umbótum í gegnum lífeyrissjóðina okkar. Ört vaxandi fjöldi grænna og samfélagsvænna skuldabréfa sem hafa verið skráð á markað hér á landi veitir ákveðna innsýn í möguleikana á þessu sviði. Í nágrannalöndum okkar hefur aukin þátttaka almennings á hlutabréfamarkaði einnig skapað mikilvæga lífæð fyrir fjölbreytt og spennandi nýsköpunarfyrirtæki, sem þurfa fjármagn og sýnileika til að vaxa. Þetta þýðir einnig að venjulegu fólki hefur verið gefinn kostur á að taka þátt í fjárfestingum sem væru annars einungis í boði fyrir útvalinn hóp. Almenningur mun ekki njóta slíkra tækifæra nema stjórnendur fyrirtækja finni áþreifanlega fyrir krafti samtakamáttarins. Þeir þurfa að finna fyrir áhuga fólks, heyra á umræðunum hversu mikil vannýtt þekking leynist í fjöldanum og sjá hversu öflugir talsmenn einstaklingar geta verið. Ágætu hluthafar, ég hef óbilandi trú á því að gagnsær markaður með virkri þátttöku ykkar geti ýtt undir hagvöxt sem fleiri njóta góðs af og bætt samfélagið okkar. En það er bara mín skoðun. Það er ykkar skoðun sem skiptir máli. Við viljum gera betur í að hlusta á ykkur og hjálpa ykkur að afla þekkingar á þessu sviði, á eigin forsendum. Ég hvet ykkur því til að sækja rafrænan fræðslufund Háskólans í Reykjavík og Nasdaq Iceland þann 19. nóvember, sem haldinn er í samstarfi við Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankann. Þið stjórnið ferðinni, kjósið um umræðuefni í beinni og hópur sérfræðinga situr undir svörum. Hlakka til að heyra frá ykkur. Höfundur er framkvæmdastjóri sölu og viðskiptatengsla hjá Nasdaq Iceland.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun