Opið bréf til hluthafa Baldur Thorlacius skrifar 9. nóvember 2020 15:30 Kæru eigendur íslenskra almenningshlutafélaga. Nei, þetta bréf er ekki „bara“ ætlað þeim þúsundum einstaklinga sem eru skráðir hluthafar í almenningshlutafélögum. Bréfið er ætlað öllum eigendum, líka ykkur sem eigið óbeint hluti í hinum ýmsu fyrirtækjum í gegnum lífeyrissjóðinn ykkar eða hlutabréfasjóði. Við erum nefnilega lang flest hluthafar, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Að mínu mati ætti okkur að líka það mjög vel. Við ættum að vera stolt af því að vera hluthafar og fjárfestar og leitast við að beita okkur sem slíkir, þar sem við getum. Þátttaka okkar skiptir máli og við getum fengið sæti við borðið, notið betri ávöxtunar og verið hreyfiafl til góðs, ef við virkilega látum á það reyna. Það er mikið talað um samfélagsábyrgð. Að við þurfum að auka jafnrétti og bregðast við vaxandi ójöfnuði, hnattrænni hlýnun og öðrum ógnum sem steðja að umhverfinu. Samhliða því þurfum við að skapa ný störf og sjálfbæran hagvöxt. Fjármálamarkaðurinn verður að gegna lykilhlutverki í því að láta þetta verða að veruleika, ef vel á að takast. Og þið, kæru hluthafar, eruð mikilvægir þátttakendur á markaðnum. Adena Friedman, forstjóri Nasdaq, orðaði þetta nokkuð vel í nýlegu viðtali við CNBC þegar hún sagði (í þýðingu undirritaðs): „Ef ég ætti að segja hver væri besta leiðin til að tryggja að ég legði áherslu á að við sköpum langvarandi ábata fyrir samfélagið okkar, starfsfólkið okkar og samfélögin í kringum okkur þá er það að láta fjárfesta spyrja mig út í þessi mál á hverjum ársfjórðungi.“ Markaðurinn verður ekki hluti af lausninni nema við hættum að standa á hliðarlínunni og stígum inn á völlinn, hvort sem það er með því að fjárfesta beint í hlutabréfum og sjóðum eða beita okkur fyrir umbótum í gegnum lífeyrissjóðina okkar. Ört vaxandi fjöldi grænna og samfélagsvænna skuldabréfa sem hafa verið skráð á markað hér á landi veitir ákveðna innsýn í möguleikana á þessu sviði. Í nágrannalöndum okkar hefur aukin þátttaka almennings á hlutabréfamarkaði einnig skapað mikilvæga lífæð fyrir fjölbreytt og spennandi nýsköpunarfyrirtæki, sem þurfa fjármagn og sýnileika til að vaxa. Þetta þýðir einnig að venjulegu fólki hefur verið gefinn kostur á að taka þátt í fjárfestingum sem væru annars einungis í boði fyrir útvalinn hóp. Almenningur mun ekki njóta slíkra tækifæra nema stjórnendur fyrirtækja finni áþreifanlega fyrir krafti samtakamáttarins. Þeir þurfa að finna fyrir áhuga fólks, heyra á umræðunum hversu mikil vannýtt þekking leynist í fjöldanum og sjá hversu öflugir talsmenn einstaklingar geta verið. Ágætu hluthafar, ég hef óbilandi trú á því að gagnsær markaður með virkri þátttöku ykkar geti ýtt undir hagvöxt sem fleiri njóta góðs af og bætt samfélagið okkar. En það er bara mín skoðun. Það er ykkar skoðun sem skiptir máli. Við viljum gera betur í að hlusta á ykkur og hjálpa ykkur að afla þekkingar á þessu sviði, á eigin forsendum. Ég hvet ykkur því til að sækja rafrænan fræðslufund Háskólans í Reykjavík og Nasdaq Iceland þann 19. nóvember, sem haldinn er í samstarfi við Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankann. Þið stjórnið ferðinni, kjósið um umræðuefni í beinni og hópur sérfræðinga situr undir svörum. Hlakka til að heyra frá ykkur. Höfundur er framkvæmdastjóri sölu og viðskiptatengsla hjá Nasdaq Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Markaðir Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Kæru eigendur íslenskra almenningshlutafélaga. Nei, þetta bréf er ekki „bara“ ætlað þeim þúsundum einstaklinga sem eru skráðir hluthafar í almenningshlutafélögum. Bréfið er ætlað öllum eigendum, líka ykkur sem eigið óbeint hluti í hinum ýmsu fyrirtækjum í gegnum lífeyrissjóðinn ykkar eða hlutabréfasjóði. Við erum nefnilega lang flest hluthafar, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Að mínu mati ætti okkur að líka það mjög vel. Við ættum að vera stolt af því að vera hluthafar og fjárfestar og leitast við að beita okkur sem slíkir, þar sem við getum. Þátttaka okkar skiptir máli og við getum fengið sæti við borðið, notið betri ávöxtunar og verið hreyfiafl til góðs, ef við virkilega látum á það reyna. Það er mikið talað um samfélagsábyrgð. Að við þurfum að auka jafnrétti og bregðast við vaxandi ójöfnuði, hnattrænni hlýnun og öðrum ógnum sem steðja að umhverfinu. Samhliða því þurfum við að skapa ný störf og sjálfbæran hagvöxt. Fjármálamarkaðurinn verður að gegna lykilhlutverki í því að láta þetta verða að veruleika, ef vel á að takast. Og þið, kæru hluthafar, eruð mikilvægir þátttakendur á markaðnum. Adena Friedman, forstjóri Nasdaq, orðaði þetta nokkuð vel í nýlegu viðtali við CNBC þegar hún sagði (í þýðingu undirritaðs): „Ef ég ætti að segja hver væri besta leiðin til að tryggja að ég legði áherslu á að við sköpum langvarandi ábata fyrir samfélagið okkar, starfsfólkið okkar og samfélögin í kringum okkur þá er það að láta fjárfesta spyrja mig út í þessi mál á hverjum ársfjórðungi.“ Markaðurinn verður ekki hluti af lausninni nema við hættum að standa á hliðarlínunni og stígum inn á völlinn, hvort sem það er með því að fjárfesta beint í hlutabréfum og sjóðum eða beita okkur fyrir umbótum í gegnum lífeyrissjóðina okkar. Ört vaxandi fjöldi grænna og samfélagsvænna skuldabréfa sem hafa verið skráð á markað hér á landi veitir ákveðna innsýn í möguleikana á þessu sviði. Í nágrannalöndum okkar hefur aukin þátttaka almennings á hlutabréfamarkaði einnig skapað mikilvæga lífæð fyrir fjölbreytt og spennandi nýsköpunarfyrirtæki, sem þurfa fjármagn og sýnileika til að vaxa. Þetta þýðir einnig að venjulegu fólki hefur verið gefinn kostur á að taka þátt í fjárfestingum sem væru annars einungis í boði fyrir útvalinn hóp. Almenningur mun ekki njóta slíkra tækifæra nema stjórnendur fyrirtækja finni áþreifanlega fyrir krafti samtakamáttarins. Þeir þurfa að finna fyrir áhuga fólks, heyra á umræðunum hversu mikil vannýtt þekking leynist í fjöldanum og sjá hversu öflugir talsmenn einstaklingar geta verið. Ágætu hluthafar, ég hef óbilandi trú á því að gagnsær markaður með virkri þátttöku ykkar geti ýtt undir hagvöxt sem fleiri njóta góðs af og bætt samfélagið okkar. En það er bara mín skoðun. Það er ykkar skoðun sem skiptir máli. Við viljum gera betur í að hlusta á ykkur og hjálpa ykkur að afla þekkingar á þessu sviði, á eigin forsendum. Ég hvet ykkur því til að sækja rafrænan fræðslufund Háskólans í Reykjavík og Nasdaq Iceland þann 19. nóvember, sem haldinn er í samstarfi við Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankann. Þið stjórnið ferðinni, kjósið um umræðuefni í beinni og hópur sérfræðinga situr undir svörum. Hlakka til að heyra frá ykkur. Höfundur er framkvæmdastjóri sölu og viðskiptatengsla hjá Nasdaq Iceland.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun