Sköpum skemmtilegri foreldra! Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 7. nóvember 2020 09:00 Geðheilbrigði er ein af grundvallarforsendum heilbrigðis. Fólk sem hefur góða geðheilsu finnur fyrir andlegri vellíðan sem gerir þeim kleift að nýta hæfileika sína og blómstra í lífi og starfi. Það er brýnt að beina sjónum að uppvaxtarskilyrðum barna. Þar eru sóknarfæri til að efla geðheilsu. Mikilvægt er að börn fái þjónustu snemma til þess að taka á málum áður en þau eru orðin alvarleg svo sem fæstir þurfi að nýta sérhæfða þjónustu, t.d. barna- og unglingageðdeildar. Því miður hafa börn og ungmenni þurft að bíða of lengi eftir því að komast að, en sem betur fer eru geðheilbrigðismál í forgangi heilbrigðisráðherra. Takmarkið hlýtur að vera að góður aðgangur sé að slíkri þjónustu og að sem fæstir þurfi að nýta hana. Því er mikilvægt að á vegum heilbrigðisráðherra sé verið að vinna að innleiðingu geðræktar og forvarnarstarfs í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Á upplýsingafundi Almannavarna 4. nóvember sl. var m.a. rætt um líðan barna og ungmenna. Þar kom Anna Steinsen tómstunda- og félagsmálafræðingur með frábæra ábendingu um það að foreldrar þurfi að hlúa að sinni eigin geðheilsu og ekki síður að gæta sín á að vera ekki leiðinlegir. Þetta skiptir gríðarlegu máli inn í uppvaxtarskilyrði barna. Við þurfum að hafa samfélagsgerð sem styður við foreldra til þess að geta hugsað vel um börnin sín. Til þess að foreldrar hafi orkuna og aðstæðurnar til þess geta verið skemmtileg. Þess vegna skiptir máli að afkoma barnafjölskyldna sé góð og mikilvægt að nú sé verið að lengja fæðingarorlof svo að foreldrar geti verið lengur með börnum sínum á fyrsta æviskeiði þeirra og að foreldrum sé tryggt aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu. Þannig stuðlum við að góðum skilyrðum fyrir börn og þannig stuðlum við að góðri geðheilsu þeirra. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Geðheilbrigði Börn og uppeldi Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Geðheilbrigði er ein af grundvallarforsendum heilbrigðis. Fólk sem hefur góða geðheilsu finnur fyrir andlegri vellíðan sem gerir þeim kleift að nýta hæfileika sína og blómstra í lífi og starfi. Það er brýnt að beina sjónum að uppvaxtarskilyrðum barna. Þar eru sóknarfæri til að efla geðheilsu. Mikilvægt er að börn fái þjónustu snemma til þess að taka á málum áður en þau eru orðin alvarleg svo sem fæstir þurfi að nýta sérhæfða þjónustu, t.d. barna- og unglingageðdeildar. Því miður hafa börn og ungmenni þurft að bíða of lengi eftir því að komast að, en sem betur fer eru geðheilbrigðismál í forgangi heilbrigðisráðherra. Takmarkið hlýtur að vera að góður aðgangur sé að slíkri þjónustu og að sem fæstir þurfi að nýta hana. Því er mikilvægt að á vegum heilbrigðisráðherra sé verið að vinna að innleiðingu geðræktar og forvarnarstarfs í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Á upplýsingafundi Almannavarna 4. nóvember sl. var m.a. rætt um líðan barna og ungmenna. Þar kom Anna Steinsen tómstunda- og félagsmálafræðingur með frábæra ábendingu um það að foreldrar þurfi að hlúa að sinni eigin geðheilsu og ekki síður að gæta sín á að vera ekki leiðinlegir. Þetta skiptir gríðarlegu máli inn í uppvaxtarskilyrði barna. Við þurfum að hafa samfélagsgerð sem styður við foreldra til þess að geta hugsað vel um börnin sín. Til þess að foreldrar hafi orkuna og aðstæðurnar til þess geta verið skemmtileg. Þess vegna skiptir máli að afkoma barnafjölskyldna sé góð og mikilvægt að nú sé verið að lengja fæðingarorlof svo að foreldrar geti verið lengur með börnum sínum á fyrsta æviskeiði þeirra og að foreldrum sé tryggt aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu. Þannig stuðlum við að góðum skilyrðum fyrir börn og þannig stuðlum við að góðri geðheilsu þeirra. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar