Skúli sýknaður í áralangri deilu við Sigmar Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. október 2020 15:49 Sigmar Vilhjámsson við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2018. Vísir/vilhelm Stemma hf., fyrirtæki Skúla Gunnars Sigfússonar, var í dag sýknuð af kröfum Sigmars Vilhjálmssonar og félagsins Sjarms og garms ehf í Landsrétti. Deila Sigmars og Skúla, sem jafnan er kenndur við Subway, virðist nú til lykta leidd eftir langt og strangt ferðalag gegnum dómstóla síðustu ár. Málið má rekja til þess að Skúli og Sigmar unnu að því frá árinu 2013 að hrinda í framkvæmd hugmynd um eldfjallasetur á Hvolsvelli. Ágreiningur þeirra á milli um hvernig staðið yrði að fasteignahluta verkefnisins magnaðist hins vegar á árinu 2015 en þá voru strax uppi hugmyndir um að Sigmar yrði keyptur út úr þeim hluta. Á hluthafafundi í maí 2016 var lagt til að tvær lóðir yrðu seldar fyrirtækinu Fox ehf, sem Sigmar mótmælti, m.a. vegna vinskapar eiganda félagsins við Skúla. Samþykkt var á fundinum að Fox ehf. greiddi samtals 40 milljónir fyrir lóðirnar. Um þessa ákvörðun hafa Sigmar og Skúli deilt fyrir dómstólum. Árið 2018 hafði Sigmar betur í héraðsdómi þegar ákvörðunin um báðar lóðir var ógilt. Málinu var áfrýjað til Landsréttar sem staðfesti niðurstöðu héraðsdóms varðandi aðra lóðina en Skúli var sýknaður vegna hinnar. Skúli Gunnar Sigfússon fjárfestir Bæði Sigmar og Skúli áfrýjuðu til Hæstaréttar, sem komst að þeirri niðurstöðu í júní síðastliðnum að Landsréttur hefði dæmt málið á röngum grundvelli. Málinu var því vísað aftur til Landsréttar sem kvað loks upp dóm í dag. Fram kemur í niðurstöðu Landsréttar að greiðsluskilmálar varðandi lóðarréttindin að Austurvegi 12, annarri lóðinni sem deilt var um, geti einir og sér ekki breytt því að ákvörðunin hafi rúmast innan svigrúms hluthafafundarins. Ekki hefði verið sýnt nægilega fram á að ákvörðunin hefði verði til þess fallin að afla „ákveðnum hluthöfum eða öðrum ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað annarra hluthafa.“ Kröfu Sigmars um ógildingu ákvörðunarinnar var því hafnað og Stemma, félag Skúla, sýknuð. Málskostnaður var látinn falla niður og Skúli og Sigmar látnir bera hvor sinn kostnað af málsrekstri fyrir héraðsdómi og Landsrétti. Dómsmál Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Stemma hf., fyrirtæki Skúla Gunnars Sigfússonar, var í dag sýknuð af kröfum Sigmars Vilhjálmssonar og félagsins Sjarms og garms ehf í Landsrétti. Deila Sigmars og Skúla, sem jafnan er kenndur við Subway, virðist nú til lykta leidd eftir langt og strangt ferðalag gegnum dómstóla síðustu ár. Málið má rekja til þess að Skúli og Sigmar unnu að því frá árinu 2013 að hrinda í framkvæmd hugmynd um eldfjallasetur á Hvolsvelli. Ágreiningur þeirra á milli um hvernig staðið yrði að fasteignahluta verkefnisins magnaðist hins vegar á árinu 2015 en þá voru strax uppi hugmyndir um að Sigmar yrði keyptur út úr þeim hluta. Á hluthafafundi í maí 2016 var lagt til að tvær lóðir yrðu seldar fyrirtækinu Fox ehf, sem Sigmar mótmælti, m.a. vegna vinskapar eiganda félagsins við Skúla. Samþykkt var á fundinum að Fox ehf. greiddi samtals 40 milljónir fyrir lóðirnar. Um þessa ákvörðun hafa Sigmar og Skúli deilt fyrir dómstólum. Árið 2018 hafði Sigmar betur í héraðsdómi þegar ákvörðunin um báðar lóðir var ógilt. Málinu var áfrýjað til Landsréttar sem staðfesti niðurstöðu héraðsdóms varðandi aðra lóðina en Skúli var sýknaður vegna hinnar. Skúli Gunnar Sigfússon fjárfestir Bæði Sigmar og Skúli áfrýjuðu til Hæstaréttar, sem komst að þeirri niðurstöðu í júní síðastliðnum að Landsréttur hefði dæmt málið á röngum grundvelli. Málinu var því vísað aftur til Landsréttar sem kvað loks upp dóm í dag. Fram kemur í niðurstöðu Landsréttar að greiðsluskilmálar varðandi lóðarréttindin að Austurvegi 12, annarri lóðinni sem deilt var um, geti einir og sér ekki breytt því að ákvörðunin hafi rúmast innan svigrúms hluthafafundarins. Ekki hefði verið sýnt nægilega fram á að ákvörðunin hefði verði til þess fallin að afla „ákveðnum hluthöfum eða öðrum ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað annarra hluthafa.“ Kröfu Sigmars um ógildingu ákvörðunarinnar var því hafnað og Stemma, félag Skúla, sýknuð. Málskostnaður var látinn falla niður og Skúli og Sigmar látnir bera hvor sinn kostnað af málsrekstri fyrir héraðsdómi og Landsrétti.
Dómsmál Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira