Um mannanöfn – heimsókn til Rosss Þórir Helgi Sigvaldason skrifar 17. október 2020 20:01 Fyrir Alþingi liggur frumvarp til nýrra laga um mannanöfn. Til stendur að afnema helstu takmarkanir á rétti manna til þess að velja sér og afkomendum sínum nöfn og leggja niður eina alræmdustu stjórnsýslunefnd landsins, mannanafnanefnd. Þetta er mikil réttarbót, enda er vafasamt að festa menningarlega þætti líkt og nafnahefð í sessi með lögum. Hvað þá að festa niður nafnahefðina eins og hún var við gildistöku núverandi laga um mannanöfn í ársbyrjun 1997. Fólk hefur auðvitað misjafnar skoðanir á þessu. Sumir óttast eflaust að næsta kynslóð Íslendinga muni öll bera ómöguleg nöfn. Þeir óttast kannski að eiginnöfn næstu kynslóða muni ekki taka eignarfallsendinguna -s (getur þú ímyndað þér að fara í heimsókn til Ross? Rosss? Ross‘s?). Jafnvel óttast þeir að fólk skreyti sig með ættarnöfnum, en núverandi fyrirkomulag tryggir að aðeins útvaldir geti gert slíkt. Reynslan verður að skera úr um hvort Íslendingum sé treystandi til þess að velja sér nöfn. Hvað sem líður skoðunum fólks á afskiptum stjórnvalda af nöfnum fólks er ljóst að núverandi kerfi þarf að breyta. Ef ekki vegna ríkjandi samfélagsviðhorfa, þá einfaldlega vegna þess að núverandi kerfi er andstætt grundvallarrétti einstaklinga til friðhelgi einkalífsins, sem nýtur verndar bæði stjórnarskrár Íslands og Mannréttindasáttmála Evrópu. Sjálfræði, að vera “gerandi í eigin lífi”, er grundvallarþáttur í friðhelgi einkalífsins. Í því felst rétturinn til þess að velja sér og afkomendum sínum nöfn. Þetta staðfesti Mannréttindadómstóll Evrópu árið 1996 í máli Guillot gegn Frakklandi. Bæði Mannréttindasáttmáli Evrópu og stjórnarskrá Íslands hafa mælikvarða til þess að skera úr um hvort skerðing á réttindum sé lögmæt. Í mjög einfölduðu máli má orða það þannig að skerðing réttindanna þurfi að vera nauðsynleg til þess að ná lögmætum markmiðum og má skerðingin ekki ganga lengra en nauðsynlegt er. Við mat á því hvort takmarkanir á réttinum til að velja sér nafn séu lögmætar hefur Mannréttindadómstóll Evrópu lagt til grundvallar strangan mælikvarða (áhugasömum er bent á niðurstöður dómstólsins í málum Johansson gegn Finnlandi frá 2007 og Burghartz gegn Sviss frá 1994). Íslenskir dómstólar hafa einnig fjallað um takmarkanir á réttinum til að velja sér nafn og komist að þeirri niðurstöðu að úrskurðir mannanafnanefndar hafi brotið gegn stjórnarskrárvernduðum réttindum einstaklinga. Hér má nefna þrjá dóma Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem tekist var á um nöfnin Reykdal, Gests og Blær. Í síðastnefnda málinu kollvarpaði dómstóllinn reglunni um að stúlkum skuli gefin stúlknanöfn og drengjum drengjanöfn með vísan til stjórnarskrárvarinna réttinda stúlkunnar sem vildi heita Blær. Ekki er öfundsvert að eiga sæti í mannanafnanefnd í kjölfar þessara dóma enda hefur nefndin í reynd starfað eftir reglum sem dómstólar hafa talið andstæðar stjórnarskrá, án þess að stjórnvöld hafi haft þor til þess að áfrýja málunum til Hæstaréttar eða breyta lögunum. Þar til nú. Þar sem núverandi lög um mannanöfn samrýmast ekki grundvallarrétti einstaklinga til þess að njóta friðhelgi einkalífs án afskipta stjórnvalda er í raun algjörlega óþarfi að takast á um fyrirhugaðar breytingar. Þeir sem telja nauðsynlegt að stjórnvöld sjái borgurum fyrir slíkum reglum þurfa því fyrst að breyta stjórnarskránni, og helst einnig Mannréttindasáttmála Evrópu. Líklega er einfalt að ná sambandi við stjórnarskrárfélagið varðandi slíkt en undirrituðum er ekki kunnugt um hvern best er að tala við um breytingar á mannréttindasáttmálanum. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannanöfn Mest lesið Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur frumvarp til nýrra laga um mannanöfn. Til stendur að afnema helstu takmarkanir á rétti manna til þess að velja sér og afkomendum sínum nöfn og leggja niður eina alræmdustu stjórnsýslunefnd landsins, mannanafnanefnd. Þetta er mikil réttarbót, enda er vafasamt að festa menningarlega þætti líkt og nafnahefð í sessi með lögum. Hvað þá að festa niður nafnahefðina eins og hún var við gildistöku núverandi laga um mannanöfn í ársbyrjun 1997. Fólk hefur auðvitað misjafnar skoðanir á þessu. Sumir óttast eflaust að næsta kynslóð Íslendinga muni öll bera ómöguleg nöfn. Þeir óttast kannski að eiginnöfn næstu kynslóða muni ekki taka eignarfallsendinguna -s (getur þú ímyndað þér að fara í heimsókn til Ross? Rosss? Ross‘s?). Jafnvel óttast þeir að fólk skreyti sig með ættarnöfnum, en núverandi fyrirkomulag tryggir að aðeins útvaldir geti gert slíkt. Reynslan verður að skera úr um hvort Íslendingum sé treystandi til þess að velja sér nöfn. Hvað sem líður skoðunum fólks á afskiptum stjórnvalda af nöfnum fólks er ljóst að núverandi kerfi þarf að breyta. Ef ekki vegna ríkjandi samfélagsviðhorfa, þá einfaldlega vegna þess að núverandi kerfi er andstætt grundvallarrétti einstaklinga til friðhelgi einkalífsins, sem nýtur verndar bæði stjórnarskrár Íslands og Mannréttindasáttmála Evrópu. Sjálfræði, að vera “gerandi í eigin lífi”, er grundvallarþáttur í friðhelgi einkalífsins. Í því felst rétturinn til þess að velja sér og afkomendum sínum nöfn. Þetta staðfesti Mannréttindadómstóll Evrópu árið 1996 í máli Guillot gegn Frakklandi. Bæði Mannréttindasáttmáli Evrópu og stjórnarskrá Íslands hafa mælikvarða til þess að skera úr um hvort skerðing á réttindum sé lögmæt. Í mjög einfölduðu máli má orða það þannig að skerðing réttindanna þurfi að vera nauðsynleg til þess að ná lögmætum markmiðum og má skerðingin ekki ganga lengra en nauðsynlegt er. Við mat á því hvort takmarkanir á réttinum til að velja sér nafn séu lögmætar hefur Mannréttindadómstóll Evrópu lagt til grundvallar strangan mælikvarða (áhugasömum er bent á niðurstöður dómstólsins í málum Johansson gegn Finnlandi frá 2007 og Burghartz gegn Sviss frá 1994). Íslenskir dómstólar hafa einnig fjallað um takmarkanir á réttinum til að velja sér nafn og komist að þeirri niðurstöðu að úrskurðir mannanafnanefndar hafi brotið gegn stjórnarskrárvernduðum réttindum einstaklinga. Hér má nefna þrjá dóma Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem tekist var á um nöfnin Reykdal, Gests og Blær. Í síðastnefnda málinu kollvarpaði dómstóllinn reglunni um að stúlkum skuli gefin stúlknanöfn og drengjum drengjanöfn með vísan til stjórnarskrárvarinna réttinda stúlkunnar sem vildi heita Blær. Ekki er öfundsvert að eiga sæti í mannanafnanefnd í kjölfar þessara dóma enda hefur nefndin í reynd starfað eftir reglum sem dómstólar hafa talið andstæðar stjórnarskrá, án þess að stjórnvöld hafi haft þor til þess að áfrýja málunum til Hæstaréttar eða breyta lögunum. Þar til nú. Þar sem núverandi lög um mannanöfn samrýmast ekki grundvallarrétti einstaklinga til þess að njóta friðhelgi einkalífs án afskipta stjórnvalda er í raun algjörlega óþarfi að takast á um fyrirhugaðar breytingar. Þeir sem telja nauðsynlegt að stjórnvöld sjái borgurum fyrir slíkum reglum þurfa því fyrst að breyta stjórnarskránni, og helst einnig Mannréttindasáttmála Evrópu. Líklega er einfalt að ná sambandi við stjórnarskrárfélagið varðandi slíkt en undirrituðum er ekki kunnugt um hvern best er að tala við um breytingar á mannréttindasáttmálanum. Höfundur er lögmaður.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun