Steypa um stjórnarskrá Einar Steingrímsson skrifar 17. október 2020 18:00 Vilji kjósenda hefur verið skýr í 10-15 ár: Yfirgnæfandi meirihluti er sammála helstu breytingum sem frumvarp Stjórnlagaráðs felur í sér. Og yfirgnæfandi meirihluti telur mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá. Gegn þessu er teflt furðurökum: „Það er hættulegt að gera hraðar breytingar.“ En umræðan hefur staðið í tíu ár, með aðkomu gríðarlegs fjölda lærðra og leikra, og kröfurnar um helstu breytingar eru áratugagamlar. „Það eru stórir gallar á frumvarpinu, t.d. X, Y og Z.“ En þau sem þetta segja búa ekki yfir stórasannleik, bara eigin skoðunum. Það verður aldrei alger sátt um stjórnarskrá, en það er stórkostlegur meirihluti fyrir helstu breytingunum. „Þetta er ekki lengur gamla stjórnarskráin frá Danakóngi; það hafa verið gerðar miklar breytingar.“ Það eru reyndar ýkjur, en málið er þær breytingar sem ekki hafa verið gerðar, þrátt fyrir vilja stöðugs yfirgnæfandi meirihluta kjósenda. „Það er ólöglegt að breyta stjórnarskránni nema með samþykki tveggja þinga.“ Já, en af því þjóðin á að vera stjórnarskrárgjafinn, hvorki kóngur né þing, hvað þá eigendur stjórnarflokkanna, þá ætti þingið að sjá sóma sinn í að láta vilja kjósenda ráða. „Frumvarpið veitir forsætisráðherra alræðisvald yfir öðrum ráðherrum.“ En þingið getur sett ráðherra af á einum degi. Hins vegar tekur það marga mánuði að losna við forseta sem samkvæmt núgildandi stjórnarskrá getur skipað og rekið forsætisráðherra eftir geðþótta. Stjórnarskrá verður aldrei fullkomin í augum einstakra borgara. En vilji meirihlutans hlýtur að ráða; þjóðin á að setja stjórnarskrá, ekki þingið eða lítil klíka valdafólks. Þess vegna á þingið að samþykkja það sem meirihluti kjósenda vill, og hætta að hunsa það sem kom fram með skýrum hætti í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir átta árum. Á mánudag er síðasti séns að skrifa undir kröfuna um nýja stjórnarskrá: listar.island.is/Stydjum/74 Höfundur er stærðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Skoðun Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Vilji kjósenda hefur verið skýr í 10-15 ár: Yfirgnæfandi meirihluti er sammála helstu breytingum sem frumvarp Stjórnlagaráðs felur í sér. Og yfirgnæfandi meirihluti telur mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá. Gegn þessu er teflt furðurökum: „Það er hættulegt að gera hraðar breytingar.“ En umræðan hefur staðið í tíu ár, með aðkomu gríðarlegs fjölda lærðra og leikra, og kröfurnar um helstu breytingar eru áratugagamlar. „Það eru stórir gallar á frumvarpinu, t.d. X, Y og Z.“ En þau sem þetta segja búa ekki yfir stórasannleik, bara eigin skoðunum. Það verður aldrei alger sátt um stjórnarskrá, en það er stórkostlegur meirihluti fyrir helstu breytingunum. „Þetta er ekki lengur gamla stjórnarskráin frá Danakóngi; það hafa verið gerðar miklar breytingar.“ Það eru reyndar ýkjur, en málið er þær breytingar sem ekki hafa verið gerðar, þrátt fyrir vilja stöðugs yfirgnæfandi meirihluta kjósenda. „Það er ólöglegt að breyta stjórnarskránni nema með samþykki tveggja þinga.“ Já, en af því þjóðin á að vera stjórnarskrárgjafinn, hvorki kóngur né þing, hvað þá eigendur stjórnarflokkanna, þá ætti þingið að sjá sóma sinn í að láta vilja kjósenda ráða. „Frumvarpið veitir forsætisráðherra alræðisvald yfir öðrum ráðherrum.“ En þingið getur sett ráðherra af á einum degi. Hins vegar tekur það marga mánuði að losna við forseta sem samkvæmt núgildandi stjórnarskrá getur skipað og rekið forsætisráðherra eftir geðþótta. Stjórnarskrá verður aldrei fullkomin í augum einstakra borgara. En vilji meirihlutans hlýtur að ráða; þjóðin á að setja stjórnarskrá, ekki þingið eða lítil klíka valdafólks. Þess vegna á þingið að samþykkja það sem meirihluti kjósenda vill, og hætta að hunsa það sem kom fram með skýrum hætti í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir átta árum. Á mánudag er síðasti séns að skrifa undir kröfuna um nýja stjórnarskrá: listar.island.is/Stydjum/74 Höfundur er stærðfræðingur.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun