Aldrei aftur Baldur Borgþórsson skrifar 7. október 2020 13:01 Þúsundir fjölskyldna horfa nú fram á að missa heimili sín komi ekki til aðgerða af hálfu ríkisstjórnar landsins. Ástæðan er öllum kunn. Covid-19. Þá ekki síst vegna þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til í nafni sóttvarnarlaga þar sem þúsundum heimila er meinað að afla sér tekna og þar með lífsviðurværis. Hjá sumum er tekjufallið verulegt hjá öðrum algjört. Deila má um þá aðferðafræði og úrræði sem notuð hafa verið í baráttunni við veiruna hvort heldur sem er hér á landi eða erlendis. Athygli vekur þó að það land sem lengst hefur gengið í skerðingu frelsis borgara sinna, Spánn, er jafnframt það land sem er með hæsta nýgengni smita í Evrópu. Langhæsta. Slík staðreynd hlýtur að vekja spurningar. En veltum okkur ekki upp úr vandanum skoðum frekar lausnir: Hvað er til ráða? Eigum við aftur að horfa upp á þúsundir fjölskyldna missa heimili sín að ósekju? Svarið er Nei. Þegar svona er komið þarf að hugsa út fyrir kassann og finna lausnir. Ríkisstjórnin getur með fulltingi Alþingis komið til bjargar. Gera mætti lánastofnunum skylt að frysta lán og skuldbindingar þeirra sem hafa misst getuna til að standa undir slíku vegna þeirra aðstæðna/aðgerða sem áður eru nefndar. Frysting felur í sér að engir vextir safnast, enginn kostnaður. Lán og skuldbindingar halda krónutölu sinni. Viðkomandi lánastofnanir fá á móti núll vexti hjá SÍ fyrir samsvarandi upphæð og fryst er. Sömu aðferðafræði mætti síðan beita víðar. Sveitafélög geta sem dæmi boðið upp á frystingu fasteignagjalda með sama hætti svo eitthvað sé nefnt. Sömu aðferðafræði væri jafnframt beitt vegna þeirra sem eru á leigumarkaði. Enginn á að missa heimili sitt vegna aðstæðna og aðgerða sem þeir hafa ekkert með að gera og engar varnir gegn. Allt skal gert til að hindra slíkar hörmungar. Undirritaður gefur sig ekki út fyrir að vera sérmenntaður í fjármálafræðum en hefur þó fullvissu fyrir því að aðgerðir sem þessar eru sannarlega framkvæmanlegar. Allt sem þarf er vilji. Eitt er ljóst. Ekkert okkar vill horfa upp á fólk og fjölskyldur missa heimili sín og býli aftur. Aldrei aftur. Höfundur er varaborgarfulltrúi Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Sjá meira
Þúsundir fjölskyldna horfa nú fram á að missa heimili sín komi ekki til aðgerða af hálfu ríkisstjórnar landsins. Ástæðan er öllum kunn. Covid-19. Þá ekki síst vegna þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til í nafni sóttvarnarlaga þar sem þúsundum heimila er meinað að afla sér tekna og þar með lífsviðurværis. Hjá sumum er tekjufallið verulegt hjá öðrum algjört. Deila má um þá aðferðafræði og úrræði sem notuð hafa verið í baráttunni við veiruna hvort heldur sem er hér á landi eða erlendis. Athygli vekur þó að það land sem lengst hefur gengið í skerðingu frelsis borgara sinna, Spánn, er jafnframt það land sem er með hæsta nýgengni smita í Evrópu. Langhæsta. Slík staðreynd hlýtur að vekja spurningar. En veltum okkur ekki upp úr vandanum skoðum frekar lausnir: Hvað er til ráða? Eigum við aftur að horfa upp á þúsundir fjölskyldna missa heimili sín að ósekju? Svarið er Nei. Þegar svona er komið þarf að hugsa út fyrir kassann og finna lausnir. Ríkisstjórnin getur með fulltingi Alþingis komið til bjargar. Gera mætti lánastofnunum skylt að frysta lán og skuldbindingar þeirra sem hafa misst getuna til að standa undir slíku vegna þeirra aðstæðna/aðgerða sem áður eru nefndar. Frysting felur í sér að engir vextir safnast, enginn kostnaður. Lán og skuldbindingar halda krónutölu sinni. Viðkomandi lánastofnanir fá á móti núll vexti hjá SÍ fyrir samsvarandi upphæð og fryst er. Sömu aðferðafræði mætti síðan beita víðar. Sveitafélög geta sem dæmi boðið upp á frystingu fasteignagjalda með sama hætti svo eitthvað sé nefnt. Sömu aðferðafræði væri jafnframt beitt vegna þeirra sem eru á leigumarkaði. Enginn á að missa heimili sitt vegna aðstæðna og aðgerða sem þeir hafa ekkert með að gera og engar varnir gegn. Allt skal gert til að hindra slíkar hörmungar. Undirritaður gefur sig ekki út fyrir að vera sérmenntaður í fjármálafræðum en hefur þó fullvissu fyrir því að aðgerðir sem þessar eru sannarlega framkvæmanlegar. Allt sem þarf er vilji. Eitt er ljóst. Ekkert okkar vill horfa upp á fólk og fjölskyldur missa heimili sín og býli aftur. Aldrei aftur. Höfundur er varaborgarfulltrúi Miðflokksins.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar