Tökum ekki óþarfa áhættu með líkama okkar William Thomas Möller skrifar 6. október 2020 21:00 Þú getur verið heppin og fengið covid, smá flensu og jafnað þig á viku eða tveimur. Þú getur svo verið óheppinn og fengið covid og endað á spítala eða það sem er verra með eftirköst sem gætuð haldið þig frá vinnu svo mánuðum skiptir. Svo er það þriðji kosturinn og það er að þurfa að berjast fyrir lífinu og tefla við dauðann. Myndina tók ég nokkrum klukkustundum áður en læknarnir sögðu mér að ég þyrfti að taka þriðja kostinn. Fram að því hafði ég haldið að ég væri ungur, heilbrigður með enga undirliggjandi sjúkdóma og ef ég fengi veiruna þá myndi ég bara fá smá kvef og svo halda áfram með lífið. Ég lifði sem betur fer af, þökk sé frábæru starfsfólki landspítalans, fólki sem mun örugglega þurfa að díla við kulnun og útbrennslu í starfi eftir nokkur ár vegna álagsins núna. Sem mun svo valda skerðingu á aðgengi okkar að einni bestu heilsugæslu í heiminum. Ég er byrjaður að hlaupa aftur, hægt en ég er þakklátur fyrir að eiga möguleika á að koma líkamanum mínum í fyrra horf. En ég er samt ennþá að díla við afleiðingar veikinda minna. Líkaminn minnir mig stöðugt á að ég hafi verið með túbu niður í lungu og er ég stöðugt að kyngja eða fyllast hræðslu um að ná ekki andanum. Ég er búinn að vera að díla við ofsakvíða og streitu vegna ofsjóna og martraða sem ég upplifði á spítalanum. Sem betur fer hefur það farið minnkandi en þegar verst var þá var ég með stöðugan skjálfta í maganum, verki í brjóstunum, verki sem eru ennþá en fara sem betur fer minnkandi, ég er með doða í höndunum. Ég upplifi oft í viku að ég missi skin á raunveruleikanum og missi fókus á hlutum framan fyrir mig. Ég upplifi oft á viku að ég hugsa hvort ég hafi dáið og ég sé staddur í öðrum heimi. Ég upplifi oft þegar allir í kringum mig eru með grímur að ég haldi að ég sé dáinn. Ég byrjaði hjá sálfræðingi í dag og hjá sjúkraþjálfara á föstudaginn. Sálrænum eftirköstum fer fækkandi með hverjum deginum en þetta hefur ekki verið auðvelt. En þetta verður auðvelt. Ég mun fljótlega hætta að láta þessi veikindi skilgreina mig og ná völdum á hausnum í mér aftur. Ég er að skrifa þetta sem einstaklingur sem telur sig hafa sloppið nokkuð vel með eftirköst miðað við það sem ég hef lesið eftir aðra. Með þessum pósti vil ég hvetja alla til að fara varlega. Þegar einhver talar um að þetta sé bara flensa sem þú hristir af þér þá er það bara einn af þremur möguleikum sem geta hennt þig og það er engin leið til að vita hvaða möguleikum þú verður fyrir. Þegar einhver segir að við eigum að leyfa unga fólkinu að verða veikt og ná hjarðofnæmi og þú ákveður að hætta við að fara varlega þá máttu hugsa um að þú gætir lennt í því að fá eftirköst sem gætu skert lífsgæði þín næstu 6-12 mánuði, jafnvel til frambúðar. Við vitum ekki ennþá langtíma áhrif veirunnar. Þegar einhver segir að það skerði frelsið þitt að þurfa að vera heima og sleppa nokkrum djömmum þá er það ekki rétt. Frelisskerðing er það sem forfeður okkar lifðu við, að hvern einasta dag voru þeir að berjast fyrir lífi sínu og þegar þeir komu heim til sín þá höfðu þeir enga afþreyingu og ekki einu sinni ljós í vistverum sínum. Förum varlega og hlustum á sóttvarnalækni, léttum undir með heilbrigðisstarfsfólkinu og sleppum því að taka óþarfa áhættu með líkama okkar sem kemur bara einnota. Kveðja, cóvitinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Börn laga ekki beinbrot Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia Skoðun Fimmtíu og sex Sigmar Guðmundsson Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Þú getur verið heppin og fengið covid, smá flensu og jafnað þig á viku eða tveimur. Þú getur svo verið óheppinn og fengið covid og endað á spítala eða það sem er verra með eftirköst sem gætuð haldið þig frá vinnu svo mánuðum skiptir. Svo er það þriðji kosturinn og það er að þurfa að berjast fyrir lífinu og tefla við dauðann. Myndina tók ég nokkrum klukkustundum áður en læknarnir sögðu mér að ég þyrfti að taka þriðja kostinn. Fram að því hafði ég haldið að ég væri ungur, heilbrigður með enga undirliggjandi sjúkdóma og ef ég fengi veiruna þá myndi ég bara fá smá kvef og svo halda áfram með lífið. Ég lifði sem betur fer af, þökk sé frábæru starfsfólki landspítalans, fólki sem mun örugglega þurfa að díla við kulnun og útbrennslu í starfi eftir nokkur ár vegna álagsins núna. Sem mun svo valda skerðingu á aðgengi okkar að einni bestu heilsugæslu í heiminum. Ég er byrjaður að hlaupa aftur, hægt en ég er þakklátur fyrir að eiga möguleika á að koma líkamanum mínum í fyrra horf. En ég er samt ennþá að díla við afleiðingar veikinda minna. Líkaminn minnir mig stöðugt á að ég hafi verið með túbu niður í lungu og er ég stöðugt að kyngja eða fyllast hræðslu um að ná ekki andanum. Ég er búinn að vera að díla við ofsakvíða og streitu vegna ofsjóna og martraða sem ég upplifði á spítalanum. Sem betur fer hefur það farið minnkandi en þegar verst var þá var ég með stöðugan skjálfta í maganum, verki í brjóstunum, verki sem eru ennþá en fara sem betur fer minnkandi, ég er með doða í höndunum. Ég upplifi oft í viku að ég missi skin á raunveruleikanum og missi fókus á hlutum framan fyrir mig. Ég upplifi oft á viku að ég hugsa hvort ég hafi dáið og ég sé staddur í öðrum heimi. Ég upplifi oft þegar allir í kringum mig eru með grímur að ég haldi að ég sé dáinn. Ég byrjaði hjá sálfræðingi í dag og hjá sjúkraþjálfara á föstudaginn. Sálrænum eftirköstum fer fækkandi með hverjum deginum en þetta hefur ekki verið auðvelt. En þetta verður auðvelt. Ég mun fljótlega hætta að láta þessi veikindi skilgreina mig og ná völdum á hausnum í mér aftur. Ég er að skrifa þetta sem einstaklingur sem telur sig hafa sloppið nokkuð vel með eftirköst miðað við það sem ég hef lesið eftir aðra. Með þessum pósti vil ég hvetja alla til að fara varlega. Þegar einhver talar um að þetta sé bara flensa sem þú hristir af þér þá er það bara einn af þremur möguleikum sem geta hennt þig og það er engin leið til að vita hvaða möguleikum þú verður fyrir. Þegar einhver segir að við eigum að leyfa unga fólkinu að verða veikt og ná hjarðofnæmi og þú ákveður að hætta við að fara varlega þá máttu hugsa um að þú gætir lennt í því að fá eftirköst sem gætu skert lífsgæði þín næstu 6-12 mánuði, jafnvel til frambúðar. Við vitum ekki ennþá langtíma áhrif veirunnar. Þegar einhver segir að það skerði frelsið þitt að þurfa að vera heima og sleppa nokkrum djömmum þá er það ekki rétt. Frelisskerðing er það sem forfeður okkar lifðu við, að hvern einasta dag voru þeir að berjast fyrir lífi sínu og þegar þeir komu heim til sín þá höfðu þeir enga afþreyingu og ekki einu sinni ljós í vistverum sínum. Förum varlega og hlustum á sóttvarnalækni, léttum undir með heilbrigðisstarfsfólkinu og sleppum því að taka óþarfa áhættu með líkama okkar sem kemur bara einnota. Kveðja, cóvitinn.
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar