Geiturnar þrjár og tröllið ógurlega Baldur Thorlacius skrifar 6. október 2020 13:00 Ég les reglulega söguna um geiturnar þrjár fyrir tveggja ára son minn. Söguna þekkjum við flest. Þrjár geitur – geitapabbi, geitamamma og litla kiða-kið – búa á frekar hrjóstrugu svæði og horfa í hyllingum á grösugu brekkurnar hinu megin við ána. Til að komast þangað þurfa þau að fara yfir brú. Undir brúnni býr ógurlegt tröll, sem fær mígreni og hungurverki við hljóðið í klaufum að skella á brúnni hans. Einn daginn fær litla kiða-kið nóg og ákveður að fara yfir brúna. Foreldrar hennar virðast, undarlegt nokk, vera nokkuð sátt með þessa ákvörðun: „Við komum á eftir þér, ef þú verður ekki étin“. Kiða-kið sleppur yfir með því að gera samning við tröllið um að éta frekar móður sína. Geitamamma sleppur með því að svíkja geitapabba með sama hætti. Geitapabbi þarf aftur á móti engar áhyggjur að hafa, hann fer létt með að stanga tröllið ofan í ánna. Með réttu hefði hann átt að fara fyrstur, en ákvað frekar að senda dóttur sína og konu út í rauðan dauðann. Svo lifa þau hamingjusöm til æviloka – væntanlega fyrir utan þá staðreynd að þau geta augljóslega ekki treyst hvoru öðru. Ég hef verið mjög hugsi yfir þessari sögu. Hver er boðskapurinn? Allt reddast ef allir svíkja alla? Varla. Það hefur því runnið upp fyrir mér að mögulega er tröllið söguhetjan. Sem hefur lagt mikla vinnu, blóð, svita og tár við að byggja brú yfir hættulega á og sér nú fram á að uppskera ávöxt erfiðis síns. Á það að sætta sig við hóflega ávöxtun, með því að borða litlu kiða-kið, fá enn betri ávöxtun með því að borða geitamömmu eða reyna við stóra vinninginn og borða geitapabba. Aukinni ávöxtun fylgir yfirleitt meiri áhætta. Þetta lærði tröllið ógurlega „the hard way“. Það varð gráðugt, vildi hvorki sætta sig við kiða-kið né geitamömmu og sat eftir allslaust, marið og blautt ofan í á. Með smá heppni hefði það mögulega náð að yfirbuga geitapabba. Það hefði þá verið talið afar klókt. En það er auðvelt að vera vitur eftir á. Fólk sem fjárfestir á hlutabréfamarkaði stendur oftar en ekki frammi fyrir sambærilegum ákvörðunum. Kaupa strax eða bíða eftir að hlutabréfaverð lækki? Selja strax eða bíða eftir að hlutabréfaverð hækki? Taka meiri áhættu í von um betri ávöxtun eða fara öruggu leiðina og sætta sig við hóflega ávöxtun? Setja öll eggin í eina körfu eða dreifa áhættunni? Það getur verið gott fyrir fjárfesta að taka einhverja áhættu og jafnframt nauðsynlegt fyrir atvinnulífið. Án áhættufjármagns verður enginn vöxtur. En það er að sama skapi mikilvægt að stilla áhættunni í hóf. Fjárfestar þurfa fyrst og fremst að vera meðvitaðir um þá áhættu sem þeir eru að taka og hafa burði til að takast á við verstu mögulegu niðurstöðu. Gagnsæi skiptir þar lykilmáli. Það munu alltaf koma upp tilvik þar sem fólk gæti freistast til að taka of mikla áhættu í fjárfestingum. Þá er ágætt að muna eftir sögunni um tröllið og svikulu geiturnar. Höfundur er framkvæmdastjóri hjá Nasdaq Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Markaðir Baldur Thorlacius Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Sjá meira
Ég les reglulega söguna um geiturnar þrjár fyrir tveggja ára son minn. Söguna þekkjum við flest. Þrjár geitur – geitapabbi, geitamamma og litla kiða-kið – búa á frekar hrjóstrugu svæði og horfa í hyllingum á grösugu brekkurnar hinu megin við ána. Til að komast þangað þurfa þau að fara yfir brú. Undir brúnni býr ógurlegt tröll, sem fær mígreni og hungurverki við hljóðið í klaufum að skella á brúnni hans. Einn daginn fær litla kiða-kið nóg og ákveður að fara yfir brúna. Foreldrar hennar virðast, undarlegt nokk, vera nokkuð sátt með þessa ákvörðun: „Við komum á eftir þér, ef þú verður ekki étin“. Kiða-kið sleppur yfir með því að gera samning við tröllið um að éta frekar móður sína. Geitamamma sleppur með því að svíkja geitapabba með sama hætti. Geitapabbi þarf aftur á móti engar áhyggjur að hafa, hann fer létt með að stanga tröllið ofan í ánna. Með réttu hefði hann átt að fara fyrstur, en ákvað frekar að senda dóttur sína og konu út í rauðan dauðann. Svo lifa þau hamingjusöm til æviloka – væntanlega fyrir utan þá staðreynd að þau geta augljóslega ekki treyst hvoru öðru. Ég hef verið mjög hugsi yfir þessari sögu. Hver er boðskapurinn? Allt reddast ef allir svíkja alla? Varla. Það hefur því runnið upp fyrir mér að mögulega er tröllið söguhetjan. Sem hefur lagt mikla vinnu, blóð, svita og tár við að byggja brú yfir hættulega á og sér nú fram á að uppskera ávöxt erfiðis síns. Á það að sætta sig við hóflega ávöxtun, með því að borða litlu kiða-kið, fá enn betri ávöxtun með því að borða geitamömmu eða reyna við stóra vinninginn og borða geitapabba. Aukinni ávöxtun fylgir yfirleitt meiri áhætta. Þetta lærði tröllið ógurlega „the hard way“. Það varð gráðugt, vildi hvorki sætta sig við kiða-kið né geitamömmu og sat eftir allslaust, marið og blautt ofan í á. Með smá heppni hefði það mögulega náð að yfirbuga geitapabba. Það hefði þá verið talið afar klókt. En það er auðvelt að vera vitur eftir á. Fólk sem fjárfestir á hlutabréfamarkaði stendur oftar en ekki frammi fyrir sambærilegum ákvörðunum. Kaupa strax eða bíða eftir að hlutabréfaverð lækki? Selja strax eða bíða eftir að hlutabréfaverð hækki? Taka meiri áhættu í von um betri ávöxtun eða fara öruggu leiðina og sætta sig við hóflega ávöxtun? Setja öll eggin í eina körfu eða dreifa áhættunni? Það getur verið gott fyrir fjárfesta að taka einhverja áhættu og jafnframt nauðsynlegt fyrir atvinnulífið. Án áhættufjármagns verður enginn vöxtur. En það er að sama skapi mikilvægt að stilla áhættunni í hóf. Fjárfestar þurfa fyrst og fremst að vera meðvitaðir um þá áhættu sem þeir eru að taka og hafa burði til að takast á við verstu mögulegu niðurstöðu. Gagnsæi skiptir þar lykilmáli. Það munu alltaf koma upp tilvik þar sem fólk gæti freistast til að taka of mikla áhættu í fjárfestingum. Þá er ágætt að muna eftir sögunni um tröllið og svikulu geiturnar. Höfundur er framkvæmdastjóri hjá Nasdaq Iceland.
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar