Áhrif farsótta á skólastarf Steinn Jóhannsson skrifar 1. október 2020 13:00 Fyrir einu ári blómstraði skólastarf í landinu og var fjarri þeim veruleika sem við þekkjum í dag. Nemendur fengu að mæta í skólann og hitta vini og félaga og kennarar fengu að hitta nemendur og samstarfsfólk án hindrana. Félagslíf nemenda bauð upp á fjölbreytni þar sem ný vinasambönd urðu til og nemendur fengu tækifæri til að sýna hæfileika sína. Nú eru aðrir tímar og má fullyrða að engum starfsmanni eða nemanda neins skólastigs hefði dottið í hug að farsótt eins og COVID-19 myndi hafa umturna skólastarfinu eins og við höfum nú orðið vitni að. Að hugsa til þess að heimsfaraldur myndi gjörbylta skólastarfinu og kennslunni var svo fjarri öllum okkar hugmyndum um eðlilegt skólastarf. Því miður er hætt við því að farsóttin COVID-19 muni auka ójöfnuð á heimsvísu og og standa í vegi fyrir menntun víða um heim. Þau lönd sem búa við gott aðgengi að tækni hafa forskot á þau lönd sem búa við mikla fátækt. UNESCO mælir með að lönd nýti sér möguleika fjarnáms og opins hugbúnaðar. Slíkt er sjálfsagt en þá verða nemendur og kennarar að hafa aðgengi að tækninni en því miður er það ekki þannig. Í fátækustu löndum heims eru vart til tölvur í skólum og netið er framandi. Að vissu leyti búa íslensk ungmenni og börn í forréttindasamfélagi hvað þetta varðar. Aðgengi að tölvum og neti er með því besta í heiminum og hægt að stunda námið í gegnum rafrænt kennsluumhverfi. Ef upp koma tilfelli þar sem nemendur hafa ekki aðgang að tölvubúnaði þá hlaupa skólar undir bagga og aðstoða. Í sumum framhaldsskólum hér á landi hafa nemendur þurft að fá fartölvu lánaða til að geta stundað námið á tímum COVID-19 og er mjög jákvætt að geta veitt slíka aðstoð. Ríki heims eyða mismiklu fjármagni í menntamál og það er hætt við því að bilið aukist á komandi árum ef alþjóðasamfélagið bregst ekki við. Sóttvarnir eru skyndilega stór hluti af skólastafinu og grímuskylda komin á í mörgum framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu. Það er miður að geta ekki séð nemendur brosa þegar þeir mæta glaðir í skólann eða að kennarar sjái ekki viðbrögð á andlitum nemenda þegar þeir eru að kenna. Sú spurning vaknar hvort að grímurnar veki upp falska öryggiskennd? Það er hins vegar staðreynd að í löndum þar sem grímur hafa verið notaðar fjöldi smita í lágmarki, t.d. í Þýskalandi. Því miður eru líkur á því að grímur verði hluti af sóttvörnum framtíðarinnar. Það er ekki ólíklegt að við eigum eftir að sjá nemendur á komandi árum sem kjósa að mæta með grímur í skólann. Nemendur hér á landi eiga hrós skilið fyrir hvernig þeir hafa tileinkað sér grímunotkun og hversu vel þeir virða sóttvarnir. Það eru líkur á að skólastarf sé breytt til framtíðar og því miður horfur á að á næstu árum munu fleiri farsóttir ganga yfir. Það skólaumhverfi sem við höfum alist upp við er breytt sem er miður. Kennarar og nemendur hafa tekist á við COVID-19 af æðruleysi en ekki síður hugkvæmni. Menntun skiptir meira máli en nokkru sinni fyrr og mikilvægt fyrir yfirvöld að hlúa vel að menntakerfinu þar sem kennarar eru í framlínusveit líkt og heilbrigðsstarfsfólk. Samkvæmt tölum frá OECD þá eru rúmlega 50% kennara aðildarríkjanna að nota upplýsinga- og samskiptatækni í kennslu og hækkar hlutfallið jafnt og þétt ár hvert, þ.e. noktunin er sífellt að aukast. Það er ljóst að þær aðstæður sem skólakerfið glímir við í dag munu hækka þessar tölur. Því er mikilvægt að meira fjármagn sé sett í endurmenntun kennara til að takast á við áskoranir framtíðarinnar. Á sama tíma þarf að huga vel að inntaki kennaramenntunar og gera kennara betur í stakk búna til að takast á við aðstæður eins og COVID-19 hefur leitt til. Það ríkir mikil óvissa um hvað framtíðin ber í skauti sér en höfundur er sannfærðari en nokkru sinni eftir COVID-19 að ekkert getur komið í staðinn fyrir að sækja skóla í rauntíma, sækja kennslustundir, hitta samnemendur, starfsfólk og kennara. Starfið blómstrar áfram í skólanum en á öðruvísi forsendum en fyrir tíma COVID-19. Höfundur er rektor Menntaskólans við Hamrahlíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Fyrir einu ári blómstraði skólastarf í landinu og var fjarri þeim veruleika sem við þekkjum í dag. Nemendur fengu að mæta í skólann og hitta vini og félaga og kennarar fengu að hitta nemendur og samstarfsfólk án hindrana. Félagslíf nemenda bauð upp á fjölbreytni þar sem ný vinasambönd urðu til og nemendur fengu tækifæri til að sýna hæfileika sína. Nú eru aðrir tímar og má fullyrða að engum starfsmanni eða nemanda neins skólastigs hefði dottið í hug að farsótt eins og COVID-19 myndi hafa umturna skólastarfinu eins og við höfum nú orðið vitni að. Að hugsa til þess að heimsfaraldur myndi gjörbylta skólastarfinu og kennslunni var svo fjarri öllum okkar hugmyndum um eðlilegt skólastarf. Því miður er hætt við því að farsóttin COVID-19 muni auka ójöfnuð á heimsvísu og og standa í vegi fyrir menntun víða um heim. Þau lönd sem búa við gott aðgengi að tækni hafa forskot á þau lönd sem búa við mikla fátækt. UNESCO mælir með að lönd nýti sér möguleika fjarnáms og opins hugbúnaðar. Slíkt er sjálfsagt en þá verða nemendur og kennarar að hafa aðgengi að tækninni en því miður er það ekki þannig. Í fátækustu löndum heims eru vart til tölvur í skólum og netið er framandi. Að vissu leyti búa íslensk ungmenni og börn í forréttindasamfélagi hvað þetta varðar. Aðgengi að tölvum og neti er með því besta í heiminum og hægt að stunda námið í gegnum rafrænt kennsluumhverfi. Ef upp koma tilfelli þar sem nemendur hafa ekki aðgang að tölvubúnaði þá hlaupa skólar undir bagga og aðstoða. Í sumum framhaldsskólum hér á landi hafa nemendur þurft að fá fartölvu lánaða til að geta stundað námið á tímum COVID-19 og er mjög jákvætt að geta veitt slíka aðstoð. Ríki heims eyða mismiklu fjármagni í menntamál og það er hætt við því að bilið aukist á komandi árum ef alþjóðasamfélagið bregst ekki við. Sóttvarnir eru skyndilega stór hluti af skólastafinu og grímuskylda komin á í mörgum framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu. Það er miður að geta ekki séð nemendur brosa þegar þeir mæta glaðir í skólann eða að kennarar sjái ekki viðbrögð á andlitum nemenda þegar þeir eru að kenna. Sú spurning vaknar hvort að grímurnar veki upp falska öryggiskennd? Það er hins vegar staðreynd að í löndum þar sem grímur hafa verið notaðar fjöldi smita í lágmarki, t.d. í Þýskalandi. Því miður eru líkur á því að grímur verði hluti af sóttvörnum framtíðarinnar. Það er ekki ólíklegt að við eigum eftir að sjá nemendur á komandi árum sem kjósa að mæta með grímur í skólann. Nemendur hér á landi eiga hrós skilið fyrir hvernig þeir hafa tileinkað sér grímunotkun og hversu vel þeir virða sóttvarnir. Það eru líkur á að skólastarf sé breytt til framtíðar og því miður horfur á að á næstu árum munu fleiri farsóttir ganga yfir. Það skólaumhverfi sem við höfum alist upp við er breytt sem er miður. Kennarar og nemendur hafa tekist á við COVID-19 af æðruleysi en ekki síður hugkvæmni. Menntun skiptir meira máli en nokkru sinni fyrr og mikilvægt fyrir yfirvöld að hlúa vel að menntakerfinu þar sem kennarar eru í framlínusveit líkt og heilbrigðsstarfsfólk. Samkvæmt tölum frá OECD þá eru rúmlega 50% kennara aðildarríkjanna að nota upplýsinga- og samskiptatækni í kennslu og hækkar hlutfallið jafnt og þétt ár hvert, þ.e. noktunin er sífellt að aukast. Það er ljóst að þær aðstæður sem skólakerfið glímir við í dag munu hækka þessar tölur. Því er mikilvægt að meira fjármagn sé sett í endurmenntun kennara til að takast á við áskoranir framtíðarinnar. Á sama tíma þarf að huga vel að inntaki kennaramenntunar og gera kennara betur í stakk búna til að takast á við aðstæður eins og COVID-19 hefur leitt til. Það ríkir mikil óvissa um hvað framtíðin ber í skauti sér en höfundur er sannfærðari en nokkru sinni eftir COVID-19 að ekkert getur komið í staðinn fyrir að sækja skóla í rauntíma, sækja kennslustundir, hitta samnemendur, starfsfólk og kennara. Starfið blómstrar áfram í skólanum en á öðruvísi forsendum en fyrir tíma COVID-19. Höfundur er rektor Menntaskólans við Hamrahlíð.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun