Áhrif farsótta á skólastarf Steinn Jóhannsson skrifar 1. október 2020 13:00 Fyrir einu ári blómstraði skólastarf í landinu og var fjarri þeim veruleika sem við þekkjum í dag. Nemendur fengu að mæta í skólann og hitta vini og félaga og kennarar fengu að hitta nemendur og samstarfsfólk án hindrana. Félagslíf nemenda bauð upp á fjölbreytni þar sem ný vinasambönd urðu til og nemendur fengu tækifæri til að sýna hæfileika sína. Nú eru aðrir tímar og má fullyrða að engum starfsmanni eða nemanda neins skólastigs hefði dottið í hug að farsótt eins og COVID-19 myndi hafa umturna skólastarfinu eins og við höfum nú orðið vitni að. Að hugsa til þess að heimsfaraldur myndi gjörbylta skólastarfinu og kennslunni var svo fjarri öllum okkar hugmyndum um eðlilegt skólastarf. Því miður er hætt við því að farsóttin COVID-19 muni auka ójöfnuð á heimsvísu og og standa í vegi fyrir menntun víða um heim. Þau lönd sem búa við gott aðgengi að tækni hafa forskot á þau lönd sem búa við mikla fátækt. UNESCO mælir með að lönd nýti sér möguleika fjarnáms og opins hugbúnaðar. Slíkt er sjálfsagt en þá verða nemendur og kennarar að hafa aðgengi að tækninni en því miður er það ekki þannig. Í fátækustu löndum heims eru vart til tölvur í skólum og netið er framandi. Að vissu leyti búa íslensk ungmenni og börn í forréttindasamfélagi hvað þetta varðar. Aðgengi að tölvum og neti er með því besta í heiminum og hægt að stunda námið í gegnum rafrænt kennsluumhverfi. Ef upp koma tilfelli þar sem nemendur hafa ekki aðgang að tölvubúnaði þá hlaupa skólar undir bagga og aðstoða. Í sumum framhaldsskólum hér á landi hafa nemendur þurft að fá fartölvu lánaða til að geta stundað námið á tímum COVID-19 og er mjög jákvætt að geta veitt slíka aðstoð. Ríki heims eyða mismiklu fjármagni í menntamál og það er hætt við því að bilið aukist á komandi árum ef alþjóðasamfélagið bregst ekki við. Sóttvarnir eru skyndilega stór hluti af skólastafinu og grímuskylda komin á í mörgum framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu. Það er miður að geta ekki séð nemendur brosa þegar þeir mæta glaðir í skólann eða að kennarar sjái ekki viðbrögð á andlitum nemenda þegar þeir eru að kenna. Sú spurning vaknar hvort að grímurnar veki upp falska öryggiskennd? Það er hins vegar staðreynd að í löndum þar sem grímur hafa verið notaðar fjöldi smita í lágmarki, t.d. í Þýskalandi. Því miður eru líkur á því að grímur verði hluti af sóttvörnum framtíðarinnar. Það er ekki ólíklegt að við eigum eftir að sjá nemendur á komandi árum sem kjósa að mæta með grímur í skólann. Nemendur hér á landi eiga hrós skilið fyrir hvernig þeir hafa tileinkað sér grímunotkun og hversu vel þeir virða sóttvarnir. Það eru líkur á að skólastarf sé breytt til framtíðar og því miður horfur á að á næstu árum munu fleiri farsóttir ganga yfir. Það skólaumhverfi sem við höfum alist upp við er breytt sem er miður. Kennarar og nemendur hafa tekist á við COVID-19 af æðruleysi en ekki síður hugkvæmni. Menntun skiptir meira máli en nokkru sinni fyrr og mikilvægt fyrir yfirvöld að hlúa vel að menntakerfinu þar sem kennarar eru í framlínusveit líkt og heilbrigðsstarfsfólk. Samkvæmt tölum frá OECD þá eru rúmlega 50% kennara aðildarríkjanna að nota upplýsinga- og samskiptatækni í kennslu og hækkar hlutfallið jafnt og þétt ár hvert, þ.e. noktunin er sífellt að aukast. Það er ljóst að þær aðstæður sem skólakerfið glímir við í dag munu hækka þessar tölur. Því er mikilvægt að meira fjármagn sé sett í endurmenntun kennara til að takast á við áskoranir framtíðarinnar. Á sama tíma þarf að huga vel að inntaki kennaramenntunar og gera kennara betur í stakk búna til að takast á við aðstæður eins og COVID-19 hefur leitt til. Það ríkir mikil óvissa um hvað framtíðin ber í skauti sér en höfundur er sannfærðari en nokkru sinni eftir COVID-19 að ekkert getur komið í staðinn fyrir að sækja skóla í rauntíma, sækja kennslustundir, hitta samnemendur, starfsfólk og kennara. Starfið blómstrar áfram í skólanum en á öðruvísi forsendum en fyrir tíma COVID-19. Höfundur er rektor Menntaskólans við Hamrahlíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir einu ári blómstraði skólastarf í landinu og var fjarri þeim veruleika sem við þekkjum í dag. Nemendur fengu að mæta í skólann og hitta vini og félaga og kennarar fengu að hitta nemendur og samstarfsfólk án hindrana. Félagslíf nemenda bauð upp á fjölbreytni þar sem ný vinasambönd urðu til og nemendur fengu tækifæri til að sýna hæfileika sína. Nú eru aðrir tímar og má fullyrða að engum starfsmanni eða nemanda neins skólastigs hefði dottið í hug að farsótt eins og COVID-19 myndi hafa umturna skólastarfinu eins og við höfum nú orðið vitni að. Að hugsa til þess að heimsfaraldur myndi gjörbylta skólastarfinu og kennslunni var svo fjarri öllum okkar hugmyndum um eðlilegt skólastarf. Því miður er hætt við því að farsóttin COVID-19 muni auka ójöfnuð á heimsvísu og og standa í vegi fyrir menntun víða um heim. Þau lönd sem búa við gott aðgengi að tækni hafa forskot á þau lönd sem búa við mikla fátækt. UNESCO mælir með að lönd nýti sér möguleika fjarnáms og opins hugbúnaðar. Slíkt er sjálfsagt en þá verða nemendur og kennarar að hafa aðgengi að tækninni en því miður er það ekki þannig. Í fátækustu löndum heims eru vart til tölvur í skólum og netið er framandi. Að vissu leyti búa íslensk ungmenni og börn í forréttindasamfélagi hvað þetta varðar. Aðgengi að tölvum og neti er með því besta í heiminum og hægt að stunda námið í gegnum rafrænt kennsluumhverfi. Ef upp koma tilfelli þar sem nemendur hafa ekki aðgang að tölvubúnaði þá hlaupa skólar undir bagga og aðstoða. Í sumum framhaldsskólum hér á landi hafa nemendur þurft að fá fartölvu lánaða til að geta stundað námið á tímum COVID-19 og er mjög jákvætt að geta veitt slíka aðstoð. Ríki heims eyða mismiklu fjármagni í menntamál og það er hætt við því að bilið aukist á komandi árum ef alþjóðasamfélagið bregst ekki við. Sóttvarnir eru skyndilega stór hluti af skólastafinu og grímuskylda komin á í mörgum framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu. Það er miður að geta ekki séð nemendur brosa þegar þeir mæta glaðir í skólann eða að kennarar sjái ekki viðbrögð á andlitum nemenda þegar þeir eru að kenna. Sú spurning vaknar hvort að grímurnar veki upp falska öryggiskennd? Það er hins vegar staðreynd að í löndum þar sem grímur hafa verið notaðar fjöldi smita í lágmarki, t.d. í Þýskalandi. Því miður eru líkur á því að grímur verði hluti af sóttvörnum framtíðarinnar. Það er ekki ólíklegt að við eigum eftir að sjá nemendur á komandi árum sem kjósa að mæta með grímur í skólann. Nemendur hér á landi eiga hrós skilið fyrir hvernig þeir hafa tileinkað sér grímunotkun og hversu vel þeir virða sóttvarnir. Það eru líkur á að skólastarf sé breytt til framtíðar og því miður horfur á að á næstu árum munu fleiri farsóttir ganga yfir. Það skólaumhverfi sem við höfum alist upp við er breytt sem er miður. Kennarar og nemendur hafa tekist á við COVID-19 af æðruleysi en ekki síður hugkvæmni. Menntun skiptir meira máli en nokkru sinni fyrr og mikilvægt fyrir yfirvöld að hlúa vel að menntakerfinu þar sem kennarar eru í framlínusveit líkt og heilbrigðsstarfsfólk. Samkvæmt tölum frá OECD þá eru rúmlega 50% kennara aðildarríkjanna að nota upplýsinga- og samskiptatækni í kennslu og hækkar hlutfallið jafnt og þétt ár hvert, þ.e. noktunin er sífellt að aukast. Það er ljóst að þær aðstæður sem skólakerfið glímir við í dag munu hækka þessar tölur. Því er mikilvægt að meira fjármagn sé sett í endurmenntun kennara til að takast á við áskoranir framtíðarinnar. Á sama tíma þarf að huga vel að inntaki kennaramenntunar og gera kennara betur í stakk búna til að takast á við aðstæður eins og COVID-19 hefur leitt til. Það ríkir mikil óvissa um hvað framtíðin ber í skauti sér en höfundur er sannfærðari en nokkru sinni eftir COVID-19 að ekkert getur komið í staðinn fyrir að sækja skóla í rauntíma, sækja kennslustundir, hitta samnemendur, starfsfólk og kennara. Starfið blómstrar áfram í skólanum en á öðruvísi forsendum en fyrir tíma COVID-19. Höfundur er rektor Menntaskólans við Hamrahlíð.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar