Það vill enginn nýju stjórnarskrána Ingólfur Hermannsson skrifar 17. september 2020 11:00 Nú er í gangi mikil söfnun undirskrifta til að krefjast þess að Alþingi samþykki nýju stjórnarskrána. En hverjir vilja eiginlega þessa blessuðu nýju stjórnarskrá? Fræðasamfélagið á Íslandi þekkir þessi mál betur en nokkur annar og fyrir utan einhverja sérvitringa vill það ekki sjá hana. Vissulega er núverandi stjórnarskrá ekkert fullkomin, ekkert mannanna verk er það, og þess vegna getur hún stundum verið ruglandi og virkað í mótsögn við sjálfa sig. En lögfræðingar og stjórnsýslusérfræðingar kunna á hana og koma gjarnan í fjölmiðla til þess að útskýra þessar flækjur fyrir okkur. Sumir hafa jafnvel gert það að ævistarfi sínu að túlka flóknustu atriði hennar og þeim finnst lítið koma til þeirrar nýju. Enda var hún skrifuð af fólki sem margt var ekki lögfræðimenntað og undir miklum áhrifum af Þjóðfundinum. Þau sjá það ekki síst af orðalaginu sem er alls ekki nógu lagatæknilegt. Þau hafa engan áhuga á þessari áhugamannastjórnarskrá. Sumir ráðherrar vilja gjarna breyta stjórnarskránni, en það þýðir ekki að þeir vilji þessa sem kosið var um fyrir átta árum. Sú stjórnarskrá raskar valdajafnvæginu og styrkir þingið á kostnað ríkisstjórnar. Þeir gætu kannski hugsað sér einhverjar vel valdar greinar eftir að búið væri að pússa af þeim vankantana en það segir sig sjálft að aukið aðhald og upplýsingaskylda auðveldar þeim ekki verkin. Ég meina, hvaða starfsmaður kýs aukið aðhald? Enginn. Maður gæti haldið að þingmenn mundu vilja þessa nýju stjórnarskrá fyrst það styrkir þingið en í raun er þar harðasta andstaðan. Það finnast auðvitað þingmenn sem hafa nýju stjórnarskrána á stefnuskrá sinni og sumir styðja hana jafnvel í raun og veru, en heilt yfir þá eru þeir á móti henni. Í fyrsta lagi þá er enginn sem býður sig fram til þings til að verða þingmaður, enda er enginn fyrir kosningar að spá í hver verði formaður í velferðarnefndar þingsins. Keppnin snýst um að komast í ráðherrastóla og þegar maður nær ráðherrastól þá vill maður þá gömlu sem gefur hverjum ráðherra nánast konungsvald í sínum málaflokki. Þar fyrir utan er nýja stjórnarskráin beint tilræði við starfsöryggi fjölmargra þingmanna. Persónukjör veldur því að engin þingsæti verða lengur "örugg". Jafnt vægi atkvæða kallar á uppstokkun, því þótt margir landsbyggðarþingmenn hafi í raun búið í bænum í áratugi og geti auðveldlega fært sig um kjördæmi, þá fylgir því alltaf áhætta. Og svo, með brottfalli 5% reglunnar, munu stóru flokkarnir ekki lengur græða auka þingsæti heldur gætu litlir flokkar komist að, jafnvel með því að bjóða fram í aðeins einu eða tveimur kjördæmum. Að lokum þá vilja fyrirtækin ekkert hafa með nýju stjórnarskána að gera, að minnst kosti ekki stórfyrirtækin. Ekki nóg með að þessi kommúnistaskrá taki fram að starfsmenn hafi rétt til mannsæmandi vinnuskilyrða og sanngjarna launa heldur eru náttúruákvæðin líka heftandi fyrir atvinnulífið. Auðvitað er enginn á móti heilnæmu umhverfi, en eigum við ekki nóg af því? Sama með sjálfbærni við nýtingu auðlinda, hún hljómar vel á tyllidögum en ekki ef hún hamlar vexti öflugra fyrirtækja. Og talandi um auðlindirnar. Við vitum öll að fyrirtækin sem hafa séð um að veiða fiskinn fyrir okkur munu aldrei sætta sig við þessa nýju stjórnarskrá. Enda mundi enginn sætta sig við að fara að borga fyrir eitthvað sem hann hefur getað gengið að nánast frítt í áratugi. Það er þess vegna sem ég segi að það vill enginn þessa nýju stjórnarskrá, nema meirihluti kjósenda í lýðræðislegri þjóðaratkvæðagreiðslu. Og kannski þú. En þá átt þú að fara á síðuna www.nystjornarskra.is og bæta nafni þínu á undirskriftalistann. Höfundur er í stjórn Stjórnarskrárfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Mest lesið „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Skoðun Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Sjá meira
Nú er í gangi mikil söfnun undirskrifta til að krefjast þess að Alþingi samþykki nýju stjórnarskrána. En hverjir vilja eiginlega þessa blessuðu nýju stjórnarskrá? Fræðasamfélagið á Íslandi þekkir þessi mál betur en nokkur annar og fyrir utan einhverja sérvitringa vill það ekki sjá hana. Vissulega er núverandi stjórnarskrá ekkert fullkomin, ekkert mannanna verk er það, og þess vegna getur hún stundum verið ruglandi og virkað í mótsögn við sjálfa sig. En lögfræðingar og stjórnsýslusérfræðingar kunna á hana og koma gjarnan í fjölmiðla til þess að útskýra þessar flækjur fyrir okkur. Sumir hafa jafnvel gert það að ævistarfi sínu að túlka flóknustu atriði hennar og þeim finnst lítið koma til þeirrar nýju. Enda var hún skrifuð af fólki sem margt var ekki lögfræðimenntað og undir miklum áhrifum af Þjóðfundinum. Þau sjá það ekki síst af orðalaginu sem er alls ekki nógu lagatæknilegt. Þau hafa engan áhuga á þessari áhugamannastjórnarskrá. Sumir ráðherrar vilja gjarna breyta stjórnarskránni, en það þýðir ekki að þeir vilji þessa sem kosið var um fyrir átta árum. Sú stjórnarskrá raskar valdajafnvæginu og styrkir þingið á kostnað ríkisstjórnar. Þeir gætu kannski hugsað sér einhverjar vel valdar greinar eftir að búið væri að pússa af þeim vankantana en það segir sig sjálft að aukið aðhald og upplýsingaskylda auðveldar þeim ekki verkin. Ég meina, hvaða starfsmaður kýs aukið aðhald? Enginn. Maður gæti haldið að þingmenn mundu vilja þessa nýju stjórnarskrá fyrst það styrkir þingið en í raun er þar harðasta andstaðan. Það finnast auðvitað þingmenn sem hafa nýju stjórnarskrána á stefnuskrá sinni og sumir styðja hana jafnvel í raun og veru, en heilt yfir þá eru þeir á móti henni. Í fyrsta lagi þá er enginn sem býður sig fram til þings til að verða þingmaður, enda er enginn fyrir kosningar að spá í hver verði formaður í velferðarnefndar þingsins. Keppnin snýst um að komast í ráðherrastóla og þegar maður nær ráðherrastól þá vill maður þá gömlu sem gefur hverjum ráðherra nánast konungsvald í sínum málaflokki. Þar fyrir utan er nýja stjórnarskráin beint tilræði við starfsöryggi fjölmargra þingmanna. Persónukjör veldur því að engin þingsæti verða lengur "örugg". Jafnt vægi atkvæða kallar á uppstokkun, því þótt margir landsbyggðarþingmenn hafi í raun búið í bænum í áratugi og geti auðveldlega fært sig um kjördæmi, þá fylgir því alltaf áhætta. Og svo, með brottfalli 5% reglunnar, munu stóru flokkarnir ekki lengur græða auka þingsæti heldur gætu litlir flokkar komist að, jafnvel með því að bjóða fram í aðeins einu eða tveimur kjördæmum. Að lokum þá vilja fyrirtækin ekkert hafa með nýju stjórnarskána að gera, að minnst kosti ekki stórfyrirtækin. Ekki nóg með að þessi kommúnistaskrá taki fram að starfsmenn hafi rétt til mannsæmandi vinnuskilyrða og sanngjarna launa heldur eru náttúruákvæðin líka heftandi fyrir atvinnulífið. Auðvitað er enginn á móti heilnæmu umhverfi, en eigum við ekki nóg af því? Sama með sjálfbærni við nýtingu auðlinda, hún hljómar vel á tyllidögum en ekki ef hún hamlar vexti öflugra fyrirtækja. Og talandi um auðlindirnar. Við vitum öll að fyrirtækin sem hafa séð um að veiða fiskinn fyrir okkur munu aldrei sætta sig við þessa nýju stjórnarskrá. Enda mundi enginn sætta sig við að fara að borga fyrir eitthvað sem hann hefur getað gengið að nánast frítt í áratugi. Það er þess vegna sem ég segi að það vill enginn þessa nýju stjórnarskrá, nema meirihluti kjósenda í lýðræðislegri þjóðaratkvæðagreiðslu. Og kannski þú. En þá átt þú að fara á síðuna www.nystjornarskra.is og bæta nafni þínu á undirskriftalistann. Höfundur er í stjórn Stjórnarskrárfélagsins.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun