Lokaniðurstaða í máli Khashoggi í Sádi-Arabíu Kjartan Kjartansson skrifar 7. september 2020 15:43 Ímynd Mohammeds bin Salman, krónprins, sem umbótamanns beið hnekki þegar hann var sakaður um að hafa skipað fyrir um morðið á Khashoggi. Morðið hefur þó ekki skaðað náið samband hans við bandaríska ráðamenn. Í stjórnartíð Salman hafa andófsmenn verið beittir hörku. AP/Amr Nabil Dómstóll í Sádi-Arabíu kvað um lokaniðurstöðu í máli vegna morðsins á Jamal Khashoggi, sádi-arabísks blaðmanns. Sjálfstæðis dómstólsins og réttarhaldanna hafa verið dregin í efa enginn var sakfelldur fyrir að hafa skipað fyrir um morðið. Khashoggi var myrtur á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl í október árið 2018. Þangað var hann kominn til að sækja gögn fyrir væntanlegt brúðkaup sitt. Á móti honum tók hópur fimmtán manna sem var sendur til Tyrklands sérstaklega vegna hans. Lík Khashoggi var bútað niður á skrifstofunni en líkamsleifar hans hafa aldrei fundist. Stjórnvöld í Ríad þrættu framan af fyrir að vita nokkuð um afdrif Khashoggi en þurftu síðar að viðurkenna að hann hefði ekki komið lifandi út af ræðisskrifstofunni. Vestrænar leyniþjónustur telja að Mohammed bin Salman, krónprins, hafi skipað fyrir um morðið á Khashoggi sem var í sjálfskipaðir útlegð í Bandaríkjunum og var gagnrýninni á stjórnvöld í heimalandinu. Agnes Callamard, sérstakur rannsakandi Sameinuðu þjóðanna, komst að þeirri niðurstöðu að nokkrir þeirra einstaklinga sem tóku á móti Khashoggi í Istanbúl hefðu unnið beint fyrir Salman krónprins. Hvorki Salman né nánustu ráðgjafar hans voru þó á meðal sakborninga í dómsmálinu vegna morðsins á Khashoggi í Sádi-Arabíu. Ellefu ónefndir Sádar voru upphaflega sakfelldir fyrir að hafa ráðið honum bana. Fimm voru dæmdir til dauða og þrír til langra fangelsisdóma fyrir að hafa hylmt yfir drápið. Dómstóllinn komst þá að þeirri niðurstöðu að morðið hefði ekki verið að yfirlögðu ráði. Það þýddi að einna sona Khashoggi, sem hefur þegið fjárbætur frá stjórnvöldum í Ríad, gat ákveðið að fjölskyldan fyrirgæfi meintum morðingjum föður síns. Því var hægt að milda refsingu þeirra sem hlutu dauðadóm. Lokaniðurstaða dómstólsins sem sádi-arabíski ríkisfjölmiðilinn greindi frá í dag var að fimm sakborninganna hlutu hámarksrefsingu, tuttugu ára fangelsisvist. Einn hlaut tíu ára dóm og tveir sjö ára dóma, að sögn AP-fréttastofunnar. Mannréttindasamtök og eftirlitsmenn hafa gagnrýnt réttarhöldin og bent á að enginn háttsettur embættismaður eða nokkur sem er grunaður um að hafa skipað fyrir um morðið hafi verið dæmdur. Óháðum fjölmiðlum var bannað að fylgjast með réttarhöldunum og fengu aðeins örfáir erlendir erindrekar, auk fjölskyldu Khashoggi, að vera viðstaddir þau. Sádi-Arabía Tyrkland Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Sakar krónprins Sádi-Arabíu um að hafa ætlað að láta myrða sig Fyrrverandi yfirmaður í sádi-arabísku leyniþjónustunni sakar Mohammed bin Salman krónprins um að hafa ætlað að láta ráða sig af dögum í Kanada. 6. ágúst 2020 23:31 Hefja réttarhöld vegna morðsins á Khashoggi í Tyrklandi Tuttugu Sádar eru ákærðir í réttarhöldum vegna morðsins á Jamal Khashoggi sem hófst í Tyrklandi í dag. Tveir nánir aðstoðarmenn Mohammeds bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, eru á meðal sakborninganna en enginn þeirra er viðstaddur réttarhöldin. 3. júlí 2020 10:24 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Sjá meira
Dómstóll í Sádi-Arabíu kvað um lokaniðurstöðu í máli vegna morðsins á Jamal Khashoggi, sádi-arabísks blaðmanns. Sjálfstæðis dómstólsins og réttarhaldanna hafa verið dregin í efa enginn var sakfelldur fyrir að hafa skipað fyrir um morðið. Khashoggi var myrtur á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl í október árið 2018. Þangað var hann kominn til að sækja gögn fyrir væntanlegt brúðkaup sitt. Á móti honum tók hópur fimmtán manna sem var sendur til Tyrklands sérstaklega vegna hans. Lík Khashoggi var bútað niður á skrifstofunni en líkamsleifar hans hafa aldrei fundist. Stjórnvöld í Ríad þrættu framan af fyrir að vita nokkuð um afdrif Khashoggi en þurftu síðar að viðurkenna að hann hefði ekki komið lifandi út af ræðisskrifstofunni. Vestrænar leyniþjónustur telja að Mohammed bin Salman, krónprins, hafi skipað fyrir um morðið á Khashoggi sem var í sjálfskipaðir útlegð í Bandaríkjunum og var gagnrýninni á stjórnvöld í heimalandinu. Agnes Callamard, sérstakur rannsakandi Sameinuðu þjóðanna, komst að þeirri niðurstöðu að nokkrir þeirra einstaklinga sem tóku á móti Khashoggi í Istanbúl hefðu unnið beint fyrir Salman krónprins. Hvorki Salman né nánustu ráðgjafar hans voru þó á meðal sakborninga í dómsmálinu vegna morðsins á Khashoggi í Sádi-Arabíu. Ellefu ónefndir Sádar voru upphaflega sakfelldir fyrir að hafa ráðið honum bana. Fimm voru dæmdir til dauða og þrír til langra fangelsisdóma fyrir að hafa hylmt yfir drápið. Dómstóllinn komst þá að þeirri niðurstöðu að morðið hefði ekki verið að yfirlögðu ráði. Það þýddi að einna sona Khashoggi, sem hefur þegið fjárbætur frá stjórnvöldum í Ríad, gat ákveðið að fjölskyldan fyrirgæfi meintum morðingjum föður síns. Því var hægt að milda refsingu þeirra sem hlutu dauðadóm. Lokaniðurstaða dómstólsins sem sádi-arabíski ríkisfjölmiðilinn greindi frá í dag var að fimm sakborninganna hlutu hámarksrefsingu, tuttugu ára fangelsisvist. Einn hlaut tíu ára dóm og tveir sjö ára dóma, að sögn AP-fréttastofunnar. Mannréttindasamtök og eftirlitsmenn hafa gagnrýnt réttarhöldin og bent á að enginn háttsettur embættismaður eða nokkur sem er grunaður um að hafa skipað fyrir um morðið hafi verið dæmdur. Óháðum fjölmiðlum var bannað að fylgjast með réttarhöldunum og fengu aðeins örfáir erlendir erindrekar, auk fjölskyldu Khashoggi, að vera viðstaddir þau.
Sádi-Arabía Tyrkland Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Sakar krónprins Sádi-Arabíu um að hafa ætlað að láta myrða sig Fyrrverandi yfirmaður í sádi-arabísku leyniþjónustunni sakar Mohammed bin Salman krónprins um að hafa ætlað að láta ráða sig af dögum í Kanada. 6. ágúst 2020 23:31 Hefja réttarhöld vegna morðsins á Khashoggi í Tyrklandi Tuttugu Sádar eru ákærðir í réttarhöldum vegna morðsins á Jamal Khashoggi sem hófst í Tyrklandi í dag. Tveir nánir aðstoðarmenn Mohammeds bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, eru á meðal sakborninganna en enginn þeirra er viðstaddur réttarhöldin. 3. júlí 2020 10:24 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Sjá meira
Sakar krónprins Sádi-Arabíu um að hafa ætlað að láta myrða sig Fyrrverandi yfirmaður í sádi-arabísku leyniþjónustunni sakar Mohammed bin Salman krónprins um að hafa ætlað að láta ráða sig af dögum í Kanada. 6. ágúst 2020 23:31
Hefja réttarhöld vegna morðsins á Khashoggi í Tyrklandi Tuttugu Sádar eru ákærðir í réttarhöldum vegna morðsins á Jamal Khashoggi sem hófst í Tyrklandi í dag. Tveir nánir aðstoðarmenn Mohammeds bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, eru á meðal sakborninganna en enginn þeirra er viðstaddur réttarhöldin. 3. júlí 2020 10:24