Lokaniðurstaða í máli Khashoggi í Sádi-Arabíu Kjartan Kjartansson skrifar 7. september 2020 15:43 Ímynd Mohammeds bin Salman, krónprins, sem umbótamanns beið hnekki þegar hann var sakaður um að hafa skipað fyrir um morðið á Khashoggi. Morðið hefur þó ekki skaðað náið samband hans við bandaríska ráðamenn. Í stjórnartíð Salman hafa andófsmenn verið beittir hörku. AP/Amr Nabil Dómstóll í Sádi-Arabíu kvað um lokaniðurstöðu í máli vegna morðsins á Jamal Khashoggi, sádi-arabísks blaðmanns. Sjálfstæðis dómstólsins og réttarhaldanna hafa verið dregin í efa enginn var sakfelldur fyrir að hafa skipað fyrir um morðið. Khashoggi var myrtur á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl í október árið 2018. Þangað var hann kominn til að sækja gögn fyrir væntanlegt brúðkaup sitt. Á móti honum tók hópur fimmtán manna sem var sendur til Tyrklands sérstaklega vegna hans. Lík Khashoggi var bútað niður á skrifstofunni en líkamsleifar hans hafa aldrei fundist. Stjórnvöld í Ríad þrættu framan af fyrir að vita nokkuð um afdrif Khashoggi en þurftu síðar að viðurkenna að hann hefði ekki komið lifandi út af ræðisskrifstofunni. Vestrænar leyniþjónustur telja að Mohammed bin Salman, krónprins, hafi skipað fyrir um morðið á Khashoggi sem var í sjálfskipaðir útlegð í Bandaríkjunum og var gagnrýninni á stjórnvöld í heimalandinu. Agnes Callamard, sérstakur rannsakandi Sameinuðu þjóðanna, komst að þeirri niðurstöðu að nokkrir þeirra einstaklinga sem tóku á móti Khashoggi í Istanbúl hefðu unnið beint fyrir Salman krónprins. Hvorki Salman né nánustu ráðgjafar hans voru þó á meðal sakborninga í dómsmálinu vegna morðsins á Khashoggi í Sádi-Arabíu. Ellefu ónefndir Sádar voru upphaflega sakfelldir fyrir að hafa ráðið honum bana. Fimm voru dæmdir til dauða og þrír til langra fangelsisdóma fyrir að hafa hylmt yfir drápið. Dómstóllinn komst þá að þeirri niðurstöðu að morðið hefði ekki verið að yfirlögðu ráði. Það þýddi að einna sona Khashoggi, sem hefur þegið fjárbætur frá stjórnvöldum í Ríad, gat ákveðið að fjölskyldan fyrirgæfi meintum morðingjum föður síns. Því var hægt að milda refsingu þeirra sem hlutu dauðadóm. Lokaniðurstaða dómstólsins sem sádi-arabíski ríkisfjölmiðilinn greindi frá í dag var að fimm sakborninganna hlutu hámarksrefsingu, tuttugu ára fangelsisvist. Einn hlaut tíu ára dóm og tveir sjö ára dóma, að sögn AP-fréttastofunnar. Mannréttindasamtök og eftirlitsmenn hafa gagnrýnt réttarhöldin og bent á að enginn háttsettur embættismaður eða nokkur sem er grunaður um að hafa skipað fyrir um morðið hafi verið dæmdur. Óháðum fjölmiðlum var bannað að fylgjast með réttarhöldunum og fengu aðeins örfáir erlendir erindrekar, auk fjölskyldu Khashoggi, að vera viðstaddir þau. Sádi-Arabía Tyrkland Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Sakar krónprins Sádi-Arabíu um að hafa ætlað að láta myrða sig Fyrrverandi yfirmaður í sádi-arabísku leyniþjónustunni sakar Mohammed bin Salman krónprins um að hafa ætlað að láta ráða sig af dögum í Kanada. 6. ágúst 2020 23:31 Hefja réttarhöld vegna morðsins á Khashoggi í Tyrklandi Tuttugu Sádar eru ákærðir í réttarhöldum vegna morðsins á Jamal Khashoggi sem hófst í Tyrklandi í dag. Tveir nánir aðstoðarmenn Mohammeds bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, eru á meðal sakborninganna en enginn þeirra er viðstaddur réttarhöldin. 3. júlí 2020 10:24 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Dómstóll í Sádi-Arabíu kvað um lokaniðurstöðu í máli vegna morðsins á Jamal Khashoggi, sádi-arabísks blaðmanns. Sjálfstæðis dómstólsins og réttarhaldanna hafa verið dregin í efa enginn var sakfelldur fyrir að hafa skipað fyrir um morðið. Khashoggi var myrtur á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl í október árið 2018. Þangað var hann kominn til að sækja gögn fyrir væntanlegt brúðkaup sitt. Á móti honum tók hópur fimmtán manna sem var sendur til Tyrklands sérstaklega vegna hans. Lík Khashoggi var bútað niður á skrifstofunni en líkamsleifar hans hafa aldrei fundist. Stjórnvöld í Ríad þrættu framan af fyrir að vita nokkuð um afdrif Khashoggi en þurftu síðar að viðurkenna að hann hefði ekki komið lifandi út af ræðisskrifstofunni. Vestrænar leyniþjónustur telja að Mohammed bin Salman, krónprins, hafi skipað fyrir um morðið á Khashoggi sem var í sjálfskipaðir útlegð í Bandaríkjunum og var gagnrýninni á stjórnvöld í heimalandinu. Agnes Callamard, sérstakur rannsakandi Sameinuðu þjóðanna, komst að þeirri niðurstöðu að nokkrir þeirra einstaklinga sem tóku á móti Khashoggi í Istanbúl hefðu unnið beint fyrir Salman krónprins. Hvorki Salman né nánustu ráðgjafar hans voru þó á meðal sakborninga í dómsmálinu vegna morðsins á Khashoggi í Sádi-Arabíu. Ellefu ónefndir Sádar voru upphaflega sakfelldir fyrir að hafa ráðið honum bana. Fimm voru dæmdir til dauða og þrír til langra fangelsisdóma fyrir að hafa hylmt yfir drápið. Dómstóllinn komst þá að þeirri niðurstöðu að morðið hefði ekki verið að yfirlögðu ráði. Það þýddi að einna sona Khashoggi, sem hefur þegið fjárbætur frá stjórnvöldum í Ríad, gat ákveðið að fjölskyldan fyrirgæfi meintum morðingjum föður síns. Því var hægt að milda refsingu þeirra sem hlutu dauðadóm. Lokaniðurstaða dómstólsins sem sádi-arabíski ríkisfjölmiðilinn greindi frá í dag var að fimm sakborninganna hlutu hámarksrefsingu, tuttugu ára fangelsisvist. Einn hlaut tíu ára dóm og tveir sjö ára dóma, að sögn AP-fréttastofunnar. Mannréttindasamtök og eftirlitsmenn hafa gagnrýnt réttarhöldin og bent á að enginn háttsettur embættismaður eða nokkur sem er grunaður um að hafa skipað fyrir um morðið hafi verið dæmdur. Óháðum fjölmiðlum var bannað að fylgjast með réttarhöldunum og fengu aðeins örfáir erlendir erindrekar, auk fjölskyldu Khashoggi, að vera viðstaddir þau.
Sádi-Arabía Tyrkland Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Sakar krónprins Sádi-Arabíu um að hafa ætlað að láta myrða sig Fyrrverandi yfirmaður í sádi-arabísku leyniþjónustunni sakar Mohammed bin Salman krónprins um að hafa ætlað að láta ráða sig af dögum í Kanada. 6. ágúst 2020 23:31 Hefja réttarhöld vegna morðsins á Khashoggi í Tyrklandi Tuttugu Sádar eru ákærðir í réttarhöldum vegna morðsins á Jamal Khashoggi sem hófst í Tyrklandi í dag. Tveir nánir aðstoðarmenn Mohammeds bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, eru á meðal sakborninganna en enginn þeirra er viðstaddur réttarhöldin. 3. júlí 2020 10:24 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Sakar krónprins Sádi-Arabíu um að hafa ætlað að láta myrða sig Fyrrverandi yfirmaður í sádi-arabísku leyniþjónustunni sakar Mohammed bin Salman krónprins um að hafa ætlað að láta ráða sig af dögum í Kanada. 6. ágúst 2020 23:31
Hefja réttarhöld vegna morðsins á Khashoggi í Tyrklandi Tuttugu Sádar eru ákærðir í réttarhöldum vegna morðsins á Jamal Khashoggi sem hófst í Tyrklandi í dag. Tveir nánir aðstoðarmenn Mohammeds bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, eru á meðal sakborninganna en enginn þeirra er viðstaddur réttarhöldin. 3. júlí 2020 10:24