Sálfræðiþjónusta fyrir alla Emilía Björt Írisardóttir skrifar 24. febrúar 2020 12:35 Alþingi hefur nú til afgreiðslu frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur hvers markmið er að færa sálfræðiþjónustu undir sjúkratryggingakerfið og það eina sem ég get sagt við því er: Loksins. Því sálfræðimeðferð fylgir gífurlegur kostnaður, mun meiri en fylgir heimsóknum til sérfræðilækna. Sá kostnaðarmunur orsakast einmitt af því að við erum tryggð fyrir læknisþjónustu, líkamlegum og sjáanlegum veikindum, en við erum ekki tryggð fyrir sálfræðiþjónustu, andlegum og ósýnilegum veikindum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin telur um 22-24% íbúa vestrænna landa þjást af geðheilbrigðisvanda einhvern tímann á lífsleiðinni. Þá eru um það bil einn af hverjum fimm, jafnvel einn af hverjum fjórum Íslendingum, sem eru að glíma, hafa glímt við eða munu glíma við slíkan sjúkdóm. Þessi tölfræði tekur ekki einu sinni mið af fíknivanda og hækkar því hlutfallið ef við tökum það með í reikninginn. En þrátt fyrir þessa háu tíðni sjá alltof margir sér ekki fært að leita sér aðstoðar vegna fjárskorts eða fjarlægðar. Ungir og efnalitlir í vanda Algengast er að geðsjúkdómar komi fram á yngri árum. Á Íslandi er flest ungt fólk í skóla þökk sé góðu aðgengi að menntun, en ekki í vinnu. Ungt fólk sem ekki er í fullu starfi á svo ekkert endilega sérstaklega mikinn pening og nýtur ekki sömu réttinda innan stéttarfélaga, þið sjáið hvert ég er að fara með þetta. Flest ungt fólk, og sér í lagi þau sem ekki eiga efnaða foreldra eða þurfa alfarið að standa á eigin fótum, á ekki fyrir sálfræðiþjónustu. Almennt verð fyrir klukkutíma af samtalsmeðferð hjá sálfræðingi er um 15.000-19.000 krónur. Ég fagna því að sálfræðingar séu komnir til starfa hjá heilsugæslunum en þar er mörgum að sinna og getur biðin verið löng. Í sjálfu sér endurspeglar þessi langa bið brýna þörf á sálfræðiþjónustu. Sálfræðiþjónusta er persónuleg og það skiptir máli að hafa aðgang að sínum sálfræðingi, þeim sem maður myndar meðferðarsamband við, og að fólk hafi val. 57% öryrkja hafa verið greindir með geðsjúkdóm og 38% öryrkja eru öryrkjar vegna geðsjúkdóms. Ég vil ítreka, 38% öryrkja, 7200 manns, eru öryrkjar vegna geðsjúkdóms. Það er einfaldara að fara til læknis og fá uppáskrifuð geðlyf en að leita sér samtalsmeðferðar hjá sálfræðingi. Það stafar af því að við niðurgreiðum sérfræðiþjónustu lækna en ekki sálfræðiþjónustu. Það er því verið að skerða aðgang efnaminni að öflugu gagnreyndu meðferðarúrræði. Sálfræðiþjónustu í sjúkratryggingarkerfið Við sem þjóð þurfum sálfræðiþjónustu sem hluta af sjúkratryggingakerfinu sem allra fyrst. Í greinargerð frumvarpsins kemur fram að á Íslandi sé hæsta hlutfall kvenna á aldrinum 18-25 í allri Evrópu með þunglyndiseinkenni. Getur verið að það stafi af því að það er hreinlega ekki nægjanlegt aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu tryggt með núverandi fyrirkomulagi? Ég vona að þetta mikilvæga frumvarp hljóti skjóta afgreiðslu á Alþingi. Það er sérstakt fagnaðarefni að það virðist vera sem svo að allur þingheimur hafi sameinast um málið, en auk Þorgerðar eru 23 þingmenn úr öllum flokkum sem styðja málið. Það er statt í velferðarnefnd þingsins og bíður afgreiðslu. Nái frumvarpið fram að ganga mun aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu stórbatna og einstaklingar vonandi hafa loksins efni á því að leita sér hjálpar, með niðurgreiddri sálfræðimeðferð. Það á nefnilega ekki að vera munur á því hvort maður finni til í líkamanum eða í sálinni.Höfundur er varaforseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Heilbrigðismál Viðreisn Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Trúðslæti eða trúverðugleiki Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar Skoðun Hver vill kenna? Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller skrifar Skoðun Hvað eiga eldri borgarar að kjósa? Hjördís Hendriksdóttir skrifar Skoðun Við erum að ná árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Ég og amma mín sem er dáin Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hver tilheyrir hverjum? Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum frelsi til handfæraveiða – eflum sjávarbyggðirnar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verja þarf friðinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mannsæmandi lífeyrislaun strax Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum skrifar Sjá meira
Alþingi hefur nú til afgreiðslu frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur hvers markmið er að færa sálfræðiþjónustu undir sjúkratryggingakerfið og það eina sem ég get sagt við því er: Loksins. Því sálfræðimeðferð fylgir gífurlegur kostnaður, mun meiri en fylgir heimsóknum til sérfræðilækna. Sá kostnaðarmunur orsakast einmitt af því að við erum tryggð fyrir læknisþjónustu, líkamlegum og sjáanlegum veikindum, en við erum ekki tryggð fyrir sálfræðiþjónustu, andlegum og ósýnilegum veikindum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin telur um 22-24% íbúa vestrænna landa þjást af geðheilbrigðisvanda einhvern tímann á lífsleiðinni. Þá eru um það bil einn af hverjum fimm, jafnvel einn af hverjum fjórum Íslendingum, sem eru að glíma, hafa glímt við eða munu glíma við slíkan sjúkdóm. Þessi tölfræði tekur ekki einu sinni mið af fíknivanda og hækkar því hlutfallið ef við tökum það með í reikninginn. En þrátt fyrir þessa háu tíðni sjá alltof margir sér ekki fært að leita sér aðstoðar vegna fjárskorts eða fjarlægðar. Ungir og efnalitlir í vanda Algengast er að geðsjúkdómar komi fram á yngri árum. Á Íslandi er flest ungt fólk í skóla þökk sé góðu aðgengi að menntun, en ekki í vinnu. Ungt fólk sem ekki er í fullu starfi á svo ekkert endilega sérstaklega mikinn pening og nýtur ekki sömu réttinda innan stéttarfélaga, þið sjáið hvert ég er að fara með þetta. Flest ungt fólk, og sér í lagi þau sem ekki eiga efnaða foreldra eða þurfa alfarið að standa á eigin fótum, á ekki fyrir sálfræðiþjónustu. Almennt verð fyrir klukkutíma af samtalsmeðferð hjá sálfræðingi er um 15.000-19.000 krónur. Ég fagna því að sálfræðingar séu komnir til starfa hjá heilsugæslunum en þar er mörgum að sinna og getur biðin verið löng. Í sjálfu sér endurspeglar þessi langa bið brýna þörf á sálfræðiþjónustu. Sálfræðiþjónusta er persónuleg og það skiptir máli að hafa aðgang að sínum sálfræðingi, þeim sem maður myndar meðferðarsamband við, og að fólk hafi val. 57% öryrkja hafa verið greindir með geðsjúkdóm og 38% öryrkja eru öryrkjar vegna geðsjúkdóms. Ég vil ítreka, 38% öryrkja, 7200 manns, eru öryrkjar vegna geðsjúkdóms. Það er einfaldara að fara til læknis og fá uppáskrifuð geðlyf en að leita sér samtalsmeðferðar hjá sálfræðingi. Það stafar af því að við niðurgreiðum sérfræðiþjónustu lækna en ekki sálfræðiþjónustu. Það er því verið að skerða aðgang efnaminni að öflugu gagnreyndu meðferðarúrræði. Sálfræðiþjónustu í sjúkratryggingarkerfið Við sem þjóð þurfum sálfræðiþjónustu sem hluta af sjúkratryggingakerfinu sem allra fyrst. Í greinargerð frumvarpsins kemur fram að á Íslandi sé hæsta hlutfall kvenna á aldrinum 18-25 í allri Evrópu með þunglyndiseinkenni. Getur verið að það stafi af því að það er hreinlega ekki nægjanlegt aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu tryggt með núverandi fyrirkomulagi? Ég vona að þetta mikilvæga frumvarp hljóti skjóta afgreiðslu á Alþingi. Það er sérstakt fagnaðarefni að það virðist vera sem svo að allur þingheimur hafi sameinast um málið, en auk Þorgerðar eru 23 þingmenn úr öllum flokkum sem styðja málið. Það er statt í velferðarnefnd þingsins og bíður afgreiðslu. Nái frumvarpið fram að ganga mun aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu stórbatna og einstaklingar vonandi hafa loksins efni á því að leita sér hjálpar, með niðurgreiddri sálfræðimeðferð. Það á nefnilega ekki að vera munur á því hvort maður finni til í líkamanum eða í sálinni.Höfundur er varaforseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar
Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar