Hin heilögu lögmál Flosi Eiríksson skrifar 25. febrúar 2020 07:30 Í tengslum við kjaraviðræður þær sem eru í gangi þessar vikurnar og líka síðastliðið vor, hafa býsna margir talið nauðsynlegt að taka þátt í umræðu um þær á opinberum vettvangi. Innihaldið hefur nú verið allavega, en margir hafa þar sýnt skýrar og sterkar hvað rekur þá áfram en ef til vill var ætlunin. Björn Bjarnason, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, skrifar grein á heimasíðu sína mánudaginn 24. febrúar undir titlinum ,,Vegið að frábærri hagstjórn“ þar sem hann vitnar meðal annars til ummæla formanns Sjálfstæðisflokksins um að yrði ,,að viðurkenna ákveðin lögmál“ í kjaraviðræðum og við lausn deilumála á þeim vettvangi. Í þessum ummælum endurspeglast viðhorf gamallar valdastéttar, svona hafi kjaramálum verið skipað lengi og um það ríki ,,ákveðin lögmál“. Það að setja fram kröfur um að konur í láglaunastörfum fái eðlilega leiðréttingu á sínum kjörum og eigi möguleika á að framfleyta sér á þeim er að mati Björns birtingarmynd af ,,óraunhæfri kröfugerð á launamarkaði“ sem borin er fram að ,,lukkuriddurum“. Fyrir Birni er svona framganga brot á heilögum lögmálum um ,,sátt“ um launastigann á markaði. Ekki er vikið að því einu orði að Ríkið samdi við hærra launaðan hóp BHM-félaga um umtalsvert meiri hækkanir án þess að nokkur af hægri vængnum eða af hálfu samtaka atvinnurekenda mótmælti því. Af einhverjum ástæðum finnst þeim sú hækkun í samræmi við lögmálið og ekki raska neinu jafnvægi. Í þessu er gott að muna að frasinn um ,,ákveðin lögmál“ var líka notaður til að tala gegn kosningarétti kvenna, réttindabaráttu samkynhneigðra og því að einhleyp kona gæti verið forseti. Ef íslenskt samfélag þolir það ekki að borga láglaunafólki mannsæmandi laun án þess að gamla valdakerfinu sé ógnað þá þurfum við kannski ekki að sjá neitt eftir þessari ,,frábæru hagstjórn“ sem virðist í huga sumra snúast um að halda samborgurum sínum föstum á lágum launum. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Í tengslum við kjaraviðræður þær sem eru í gangi þessar vikurnar og líka síðastliðið vor, hafa býsna margir talið nauðsynlegt að taka þátt í umræðu um þær á opinberum vettvangi. Innihaldið hefur nú verið allavega, en margir hafa þar sýnt skýrar og sterkar hvað rekur þá áfram en ef til vill var ætlunin. Björn Bjarnason, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, skrifar grein á heimasíðu sína mánudaginn 24. febrúar undir titlinum ,,Vegið að frábærri hagstjórn“ þar sem hann vitnar meðal annars til ummæla formanns Sjálfstæðisflokksins um að yrði ,,að viðurkenna ákveðin lögmál“ í kjaraviðræðum og við lausn deilumála á þeim vettvangi. Í þessum ummælum endurspeglast viðhorf gamallar valdastéttar, svona hafi kjaramálum verið skipað lengi og um það ríki ,,ákveðin lögmál“. Það að setja fram kröfur um að konur í láglaunastörfum fái eðlilega leiðréttingu á sínum kjörum og eigi möguleika á að framfleyta sér á þeim er að mati Björns birtingarmynd af ,,óraunhæfri kröfugerð á launamarkaði“ sem borin er fram að ,,lukkuriddurum“. Fyrir Birni er svona framganga brot á heilögum lögmálum um ,,sátt“ um launastigann á markaði. Ekki er vikið að því einu orði að Ríkið samdi við hærra launaðan hóp BHM-félaga um umtalsvert meiri hækkanir án þess að nokkur af hægri vængnum eða af hálfu samtaka atvinnurekenda mótmælti því. Af einhverjum ástæðum finnst þeim sú hækkun í samræmi við lögmálið og ekki raska neinu jafnvægi. Í þessu er gott að muna að frasinn um ,,ákveðin lögmál“ var líka notaður til að tala gegn kosningarétti kvenna, réttindabaráttu samkynhneigðra og því að einhleyp kona gæti verið forseti. Ef íslenskt samfélag þolir það ekki að borga láglaunafólki mannsæmandi laun án þess að gamla valdakerfinu sé ógnað þá þurfum við kannski ekki að sjá neitt eftir þessari ,,frábæru hagstjórn“ sem virðist í huga sumra snúast um að halda samborgurum sínum föstum á lágum launum. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun