Þú getur hjálpað okkur að eyða því versta Þóra Jónsdóttir skrifar 11. febrúar 2020 07:30 Í dag er alþjóðlegi netöryggisdagurinn. Netöryggi barna er aðalviðfangsefni þessa dags. Börn eiga rétt á að njóta öryggis og rétt á vernd gegn ofbeldi, á neti sem og annars staðar. Á vef Barnaheilla er að finna Ábendingalínu þar sem hægt er að tilkynna um efni af netinu sem varðar ofbeldi gegn börnum eða annað ólöglegt efni sem tengist börnum. Dreifing nektarmynda af börnum, einstaklinga undir 18 ára, telst þar með. Mörg dæmi eru til um það að börnum hefur verið bjargað úr hættu og ofbeldisaðstæðum víðsvegar í heiminum, vegna samvinnu almennings með tilkynningum til ábendingalína og lögreglu, sem bregðast við með snörum og réttum hætti. Það er því góður möguleiki á því að hafa áhrif á stöðu barna, sem eru þolendur ofbeldis á neti, jafnvel þó þau séu frá fjarlægum löndum. Nýlega opnuðu Barnaheill nýja Ábendingalínu sem nú er aldursskipt og barnvæn. Ábendingalínan er hluti af SAFT verkefninu og nýtur styrkja frá Evrópusambandinu og fleiri aðilum. Ábendingalínan er þátttakandi í alþjóðlegu samstarfi undir hatti Inhope, regnhlífasamtaka ábendingalína um heim allan. Nýtt einkenni Ábendingalínunnar er strokleður, sem táknar það sem hægt er að gera ef upplýsingar fást um ólöglegt og óviðeigandi efni sem varðar börn á netinu. Við því er þá hægt að bregðast og vinna að því að efnið verði fjarlægt af netinu, að stroka það út. Inni á Ábendingalínunni er að finna stuðning við þá sem tilkynna og leiðbeiningar um hvert skuli leitað ef hætta er á ferðum eða viðkomandi er í neyð. Sér hnappur er fyrir aldursflokkinn 14 ára og yngri, annar fyrir börn 15-17 ára og sá þriðji fyrir 18 ára og eldri. Mikilvægt er að tilkynnt sé um allt efni sem varðar ofbeldi gegn börnum og finnst á netinu, hvar svo sem þau kunna að vera í heiminum. Óháð því hvort um er að ræða ný eða gömul brot. Þegar tilkynning berst um efni sem inniheldur ofbeldi gegn börnum fer af stað lögreglurannsókn, unnið er að því að láta fjarlægja efnið af netinu innan 48 klst. frá því tilkynning berst og að koma barninu sem hefur mátt þola ofbeldið til hjálpar. Ef þú verður var við ofbeldi gegn börnum á netinu skaltu tilkynna það til ábendingalínunnar. Þú getur hjálpað okkur að eyða því versta.Höfundur er lögfræðingur og verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netöryggi Ofbeldi gegn börnum Þóra Jónsdóttir Mest lesið Halldór 01.02.2025 Halldór Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegi netöryggisdagurinn. Netöryggi barna er aðalviðfangsefni þessa dags. Börn eiga rétt á að njóta öryggis og rétt á vernd gegn ofbeldi, á neti sem og annars staðar. Á vef Barnaheilla er að finna Ábendingalínu þar sem hægt er að tilkynna um efni af netinu sem varðar ofbeldi gegn börnum eða annað ólöglegt efni sem tengist börnum. Dreifing nektarmynda af börnum, einstaklinga undir 18 ára, telst þar með. Mörg dæmi eru til um það að börnum hefur verið bjargað úr hættu og ofbeldisaðstæðum víðsvegar í heiminum, vegna samvinnu almennings með tilkynningum til ábendingalína og lögreglu, sem bregðast við með snörum og réttum hætti. Það er því góður möguleiki á því að hafa áhrif á stöðu barna, sem eru þolendur ofbeldis á neti, jafnvel þó þau séu frá fjarlægum löndum. Nýlega opnuðu Barnaheill nýja Ábendingalínu sem nú er aldursskipt og barnvæn. Ábendingalínan er hluti af SAFT verkefninu og nýtur styrkja frá Evrópusambandinu og fleiri aðilum. Ábendingalínan er þátttakandi í alþjóðlegu samstarfi undir hatti Inhope, regnhlífasamtaka ábendingalína um heim allan. Nýtt einkenni Ábendingalínunnar er strokleður, sem táknar það sem hægt er að gera ef upplýsingar fást um ólöglegt og óviðeigandi efni sem varðar börn á netinu. Við því er þá hægt að bregðast og vinna að því að efnið verði fjarlægt af netinu, að stroka það út. Inni á Ábendingalínunni er að finna stuðning við þá sem tilkynna og leiðbeiningar um hvert skuli leitað ef hætta er á ferðum eða viðkomandi er í neyð. Sér hnappur er fyrir aldursflokkinn 14 ára og yngri, annar fyrir börn 15-17 ára og sá þriðji fyrir 18 ára og eldri. Mikilvægt er að tilkynnt sé um allt efni sem varðar ofbeldi gegn börnum og finnst á netinu, hvar svo sem þau kunna að vera í heiminum. Óháð því hvort um er að ræða ný eða gömul brot. Þegar tilkynning berst um efni sem inniheldur ofbeldi gegn börnum fer af stað lögreglurannsókn, unnið er að því að láta fjarlægja efnið af netinu innan 48 klst. frá því tilkynning berst og að koma barninu sem hefur mátt þola ofbeldið til hjálpar. Ef þú verður var við ofbeldi gegn börnum á netinu skaltu tilkynna það til ábendingalínunnar. Þú getur hjálpað okkur að eyða því versta.Höfundur er lögfræðingur og verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar