Er borgarstjórnendum í nöp við Grafarvog? Árni Guðmundsson skrifar 18. febrúar 2020 10:00 Ég telst til frumbyggja Grafarvogshverfis. Fékk úthlutaða lóð 1989, byggði þar hús og hef búið þar síðan. Á þessum tíma hef ég fylgst með hverfinu stækka og dafna. Tekið þátt í öllu því sem virkir íbúar og foreldrar gera, t.d. skóla og frístundastarfi, íþrótta og félagsstörfum ásamt þátttöku í menningarlífi og öðru því sem gera hverfi að fjölskylduvænum og eftirsóttum samfélögum. Hér er og hefur verið gott að búa, gott og fjölskylduvænt samfélag með góðri þáttöku íbúa í hverfislægum viðburðum. Hverfið var hannað með alla nauðsynlega þjónustu fyrir íbúa í nærumhverfinu, hér er gott samgöngukerfi með æðakerfi hjóla og göngustíga um allt hverfið. Stutt er á helstu samgönguæðar þjóðvegakerfisins sem ég tel mikinn kost enda sæki ég og fleiri íbúar gjarnan út úr borginni til frístunda og útivistariðkunar frekar en niður í miðbæ. Mér er því óskiljanlegt hvað vakir fyrir borgarfulltrúum sem undanfarið hafa nánast keppst við að tala niður og fara niðrandi orðum um hverfið og lífsstíl íbúa þess. Það kemur í framhaldi af nánast stöðugum árásum borgaryfirvalda á grunnþjónustu hverfisins. Frá árinu 2010 er búið að leggja niður skóladeildir með sameiningum, fækka félagsmiðstöðvum, sameina leikskóla og það nýjasta er að leggja niður Korpuskóla. Þrátt fyrir fögur fyrirheit um samráð, hefur ekkert verið hlustað á eða tekið tilllit til óska, álits eða áskorana íbúa, foreldra og annarra hlutaðeigandi. Enn síður hefur mark verið tekið á vönduðum undirskriftasöfnunum með allt að 100% þáttöku foreldra á móti þessum afskiptum af grunnþjónustu hverfisins. Þann 21.01.sl. steig Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi í ræðupúlt Ráðhússins og fór þar afar niðrandi orðum um tvö hverfi borgarinnar, Kjalarneshverfi og Geldingarnes sem er hluti af Grafarvogshverfi : “Þar sem hvorki kindur, hestar né kýr hafa einu sinni viljað vera á beit“ sagði hann um Geldingarnes í kjölfar orðræðu um að hverfin væru „ekki frábærir staðir til að búa á“. Borgarfulltrúinn og formaður skipulags- og samgönguráðs, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir bætti um betur í útvarpsþætti Lísu Páls á Rás 1 þann 8.02 s.l. en þar sagði Sigurborg að Grafarvogs og Grafarholtshverfi væru dæmi um hverfi sem ekki væru vel skipulögð: „ þar er algjör einangrun, þú átt bara að sitja einn í bílnum þínum og búa í þínu risastóra einbýlishúsi og lítið hugsað um félagsleg samskipti“! Mér er algerlega misboðið að hlusta á svona lítilsvirðingu borgarfulltrúa sem eiga að starfa fyrir alla Reykvíkinga. Þarna ráðast þau á nærumhverfið mitt og þann lífsstíl sem ég hef valið mér. Mér vitanlega hafa þau ekki fúlsað við því útsvari og þeim gjöldum sem ég ásamt öðrum Grafarvogsbúum höfum greitt til samfélagsins. Höfundur er búi í Grafarvogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég telst til frumbyggja Grafarvogshverfis. Fékk úthlutaða lóð 1989, byggði þar hús og hef búið þar síðan. Á þessum tíma hef ég fylgst með hverfinu stækka og dafna. Tekið þátt í öllu því sem virkir íbúar og foreldrar gera, t.d. skóla og frístundastarfi, íþrótta og félagsstörfum ásamt þátttöku í menningarlífi og öðru því sem gera hverfi að fjölskylduvænum og eftirsóttum samfélögum. Hér er og hefur verið gott að búa, gott og fjölskylduvænt samfélag með góðri þáttöku íbúa í hverfislægum viðburðum. Hverfið var hannað með alla nauðsynlega þjónustu fyrir íbúa í nærumhverfinu, hér er gott samgöngukerfi með æðakerfi hjóla og göngustíga um allt hverfið. Stutt er á helstu samgönguæðar þjóðvegakerfisins sem ég tel mikinn kost enda sæki ég og fleiri íbúar gjarnan út úr borginni til frístunda og útivistariðkunar frekar en niður í miðbæ. Mér er því óskiljanlegt hvað vakir fyrir borgarfulltrúum sem undanfarið hafa nánast keppst við að tala niður og fara niðrandi orðum um hverfið og lífsstíl íbúa þess. Það kemur í framhaldi af nánast stöðugum árásum borgaryfirvalda á grunnþjónustu hverfisins. Frá árinu 2010 er búið að leggja niður skóladeildir með sameiningum, fækka félagsmiðstöðvum, sameina leikskóla og það nýjasta er að leggja niður Korpuskóla. Þrátt fyrir fögur fyrirheit um samráð, hefur ekkert verið hlustað á eða tekið tilllit til óska, álits eða áskorana íbúa, foreldra og annarra hlutaðeigandi. Enn síður hefur mark verið tekið á vönduðum undirskriftasöfnunum með allt að 100% þáttöku foreldra á móti þessum afskiptum af grunnþjónustu hverfisins. Þann 21.01.sl. steig Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi í ræðupúlt Ráðhússins og fór þar afar niðrandi orðum um tvö hverfi borgarinnar, Kjalarneshverfi og Geldingarnes sem er hluti af Grafarvogshverfi : “Þar sem hvorki kindur, hestar né kýr hafa einu sinni viljað vera á beit“ sagði hann um Geldingarnes í kjölfar orðræðu um að hverfin væru „ekki frábærir staðir til að búa á“. Borgarfulltrúinn og formaður skipulags- og samgönguráðs, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir bætti um betur í útvarpsþætti Lísu Páls á Rás 1 þann 8.02 s.l. en þar sagði Sigurborg að Grafarvogs og Grafarholtshverfi væru dæmi um hverfi sem ekki væru vel skipulögð: „ þar er algjör einangrun, þú átt bara að sitja einn í bílnum þínum og búa í þínu risastóra einbýlishúsi og lítið hugsað um félagsleg samskipti“! Mér er algerlega misboðið að hlusta á svona lítilsvirðingu borgarfulltrúa sem eiga að starfa fyrir alla Reykvíkinga. Þarna ráðast þau á nærumhverfið mitt og þann lífsstíl sem ég hef valið mér. Mér vitanlega hafa þau ekki fúlsað við því útsvari og þeim gjöldum sem ég ásamt öðrum Grafarvogsbúum höfum greitt til samfélagsins. Höfundur er búi í Grafarvogi.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar