Er borgarstjórnendum í nöp við Grafarvog? Árni Guðmundsson skrifar 18. febrúar 2020 10:00 Ég telst til frumbyggja Grafarvogshverfis. Fékk úthlutaða lóð 1989, byggði þar hús og hef búið þar síðan. Á þessum tíma hef ég fylgst með hverfinu stækka og dafna. Tekið þátt í öllu því sem virkir íbúar og foreldrar gera, t.d. skóla og frístundastarfi, íþrótta og félagsstörfum ásamt þátttöku í menningarlífi og öðru því sem gera hverfi að fjölskylduvænum og eftirsóttum samfélögum. Hér er og hefur verið gott að búa, gott og fjölskylduvænt samfélag með góðri þáttöku íbúa í hverfislægum viðburðum. Hverfið var hannað með alla nauðsynlega þjónustu fyrir íbúa í nærumhverfinu, hér er gott samgöngukerfi með æðakerfi hjóla og göngustíga um allt hverfið. Stutt er á helstu samgönguæðar þjóðvegakerfisins sem ég tel mikinn kost enda sæki ég og fleiri íbúar gjarnan út úr borginni til frístunda og útivistariðkunar frekar en niður í miðbæ. Mér er því óskiljanlegt hvað vakir fyrir borgarfulltrúum sem undanfarið hafa nánast keppst við að tala niður og fara niðrandi orðum um hverfið og lífsstíl íbúa þess. Það kemur í framhaldi af nánast stöðugum árásum borgaryfirvalda á grunnþjónustu hverfisins. Frá árinu 2010 er búið að leggja niður skóladeildir með sameiningum, fækka félagsmiðstöðvum, sameina leikskóla og það nýjasta er að leggja niður Korpuskóla. Þrátt fyrir fögur fyrirheit um samráð, hefur ekkert verið hlustað á eða tekið tilllit til óska, álits eða áskorana íbúa, foreldra og annarra hlutaðeigandi. Enn síður hefur mark verið tekið á vönduðum undirskriftasöfnunum með allt að 100% þáttöku foreldra á móti þessum afskiptum af grunnþjónustu hverfisins. Þann 21.01.sl. steig Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi í ræðupúlt Ráðhússins og fór þar afar niðrandi orðum um tvö hverfi borgarinnar, Kjalarneshverfi og Geldingarnes sem er hluti af Grafarvogshverfi : “Þar sem hvorki kindur, hestar né kýr hafa einu sinni viljað vera á beit“ sagði hann um Geldingarnes í kjölfar orðræðu um að hverfin væru „ekki frábærir staðir til að búa á“. Borgarfulltrúinn og formaður skipulags- og samgönguráðs, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir bætti um betur í útvarpsþætti Lísu Páls á Rás 1 þann 8.02 s.l. en þar sagði Sigurborg að Grafarvogs og Grafarholtshverfi væru dæmi um hverfi sem ekki væru vel skipulögð: „ þar er algjör einangrun, þú átt bara að sitja einn í bílnum þínum og búa í þínu risastóra einbýlishúsi og lítið hugsað um félagsleg samskipti“! Mér er algerlega misboðið að hlusta á svona lítilsvirðingu borgarfulltrúa sem eiga að starfa fyrir alla Reykvíkinga. Þarna ráðast þau á nærumhverfið mitt og þann lífsstíl sem ég hef valið mér. Mér vitanlega hafa þau ekki fúlsað við því útsvari og þeim gjöldum sem ég ásamt öðrum Grafarvogsbúum höfum greitt til samfélagsins. Höfundur er búi í Grafarvogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Ég telst til frumbyggja Grafarvogshverfis. Fékk úthlutaða lóð 1989, byggði þar hús og hef búið þar síðan. Á þessum tíma hef ég fylgst með hverfinu stækka og dafna. Tekið þátt í öllu því sem virkir íbúar og foreldrar gera, t.d. skóla og frístundastarfi, íþrótta og félagsstörfum ásamt þátttöku í menningarlífi og öðru því sem gera hverfi að fjölskylduvænum og eftirsóttum samfélögum. Hér er og hefur verið gott að búa, gott og fjölskylduvænt samfélag með góðri þáttöku íbúa í hverfislægum viðburðum. Hverfið var hannað með alla nauðsynlega þjónustu fyrir íbúa í nærumhverfinu, hér er gott samgöngukerfi með æðakerfi hjóla og göngustíga um allt hverfið. Stutt er á helstu samgönguæðar þjóðvegakerfisins sem ég tel mikinn kost enda sæki ég og fleiri íbúar gjarnan út úr borginni til frístunda og útivistariðkunar frekar en niður í miðbæ. Mér er því óskiljanlegt hvað vakir fyrir borgarfulltrúum sem undanfarið hafa nánast keppst við að tala niður og fara niðrandi orðum um hverfið og lífsstíl íbúa þess. Það kemur í framhaldi af nánast stöðugum árásum borgaryfirvalda á grunnþjónustu hverfisins. Frá árinu 2010 er búið að leggja niður skóladeildir með sameiningum, fækka félagsmiðstöðvum, sameina leikskóla og það nýjasta er að leggja niður Korpuskóla. Þrátt fyrir fögur fyrirheit um samráð, hefur ekkert verið hlustað á eða tekið tilllit til óska, álits eða áskorana íbúa, foreldra og annarra hlutaðeigandi. Enn síður hefur mark verið tekið á vönduðum undirskriftasöfnunum með allt að 100% þáttöku foreldra á móti þessum afskiptum af grunnþjónustu hverfisins. Þann 21.01.sl. steig Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi í ræðupúlt Ráðhússins og fór þar afar niðrandi orðum um tvö hverfi borgarinnar, Kjalarneshverfi og Geldingarnes sem er hluti af Grafarvogshverfi : “Þar sem hvorki kindur, hestar né kýr hafa einu sinni viljað vera á beit“ sagði hann um Geldingarnes í kjölfar orðræðu um að hverfin væru „ekki frábærir staðir til að búa á“. Borgarfulltrúinn og formaður skipulags- og samgönguráðs, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir bætti um betur í útvarpsþætti Lísu Páls á Rás 1 þann 8.02 s.l. en þar sagði Sigurborg að Grafarvogs og Grafarholtshverfi væru dæmi um hverfi sem ekki væru vel skipulögð: „ þar er algjör einangrun, þú átt bara að sitja einn í bílnum þínum og búa í þínu risastóra einbýlishúsi og lítið hugsað um félagsleg samskipti“! Mér er algerlega misboðið að hlusta á svona lítilsvirðingu borgarfulltrúa sem eiga að starfa fyrir alla Reykvíkinga. Þarna ráðast þau á nærumhverfið mitt og þann lífsstíl sem ég hef valið mér. Mér vitanlega hafa þau ekki fúlsað við því útsvari og þeim gjöldum sem ég ásamt öðrum Grafarvogsbúum höfum greitt til samfélagsins. Höfundur er búi í Grafarvogi.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun