Leyfum dalnum að njóta vafans! Rut Káradóttir skrifar 18. febrúar 2020 13:00 Til stendur að fara í miklar byggingarframkvæmdir í jaðri Elliðaárdals fyrir neðan Stekkjabakka. Þar hefur fyrirtækið Spor í sandinn (SÍS) fengið vilyrði borgarinnar til byggja 4.500 fermetra hvelfingar sem hýsa eiga margþætta starfsemi. Eðlilega eru skiptar skoðanir um þessar fyrirætlanir meðal borgarbúa, enda kemur daglega mikill fjöldi fólks í dalinn til að njóta útivistar og náttúrunnar. Hollvinasamtök Elliðaárdals hafa um árabil verið einn helsti talsmaður dalsins og haft velferð hans að leiðarljósi. Samtökin standa nú fyrir undirskriftasöfnun til að knýja fram kosningu um hvort íbúar í Reykjavík séu fylgjandi eða andvígir breytingu á deiliskipulagi fyrir Elliðaárdal. Með þessum pistli vil ég hvetja alla Reykjavíkurbúa til að setja nafn sinn á þennan lista: https://listar.island.is/Stydjum/56 Náttúran er þarna nú þegar SÍS hefur kynnt metnaðarfullar hönnunartillögur og þá hugmyndafræði sem liggur að baki starfseminni. Tilgangur SÍS er m.a. að gefa borgarbúum og ferðamönnum kost á að ganga innan um exótíska gróður, finna ilm af jurtum og gróðri í manngerðum og sjálfbærum hvelfingum. Hugmyndin um gróðurhvelfingarnar er framúrstefnuleg og djörf og ekki hægt annað en hrífast af þeim mikla eldmóði sem býr þarna að baki. Það skýtur hins vegar skökku við að velja starfseminni stað í Elliðaárdalnum, þessari náttúruperlu og stærsta græna svæði höfuðborgarinnar. Allan ársins hring geta borgarbúar og aðrir nú þegar gengið þar um í skógi, meðfram laxveiðiá með fossum og flúðum og komist í beina tengingu við þá náttúru sem þar er til staðar. Væri ekki upplifunin að ganga um í hvelfingum SÍS ennþá áhrifameiri ef þær væru staðsettar í miðju hrauni eða víðáttu þar sem andstæðurnar eru sterkari og ekki gengið á viðkvæma náttúru? Er þetta eini valkosturinn? Ég er hlynnt því að aðgengi útivistarfólks í dalnum verði bætt og myndi fagna því að geta gengið inn á kaffihús og notið veitinga í tengslum við útivistina. Hins vegar er full vel í lagt að byggja 4.500 fermetra hvelfingar til þess. Til að setja áætlað byggingarmagn SÍS í eitthvert samhengi þá eru hvelfingarnar samtals ríflega stærð Perlunnar og 3/4 af stærð gömlu Laugardalshallarinnar. Samkvæmt kynningum SÍS á er von á um 300.000 gestum á ári í hvelfingarnar. Gangi þær áætlanir eftir mun þessum mikla fjölda gesta fylgja mikil umferð og rask í nánasta umhverfi Elliðaárinnar og dalsins. Margir hafa nefnt að ekkert sé hvort eð er á þessu svæði og því engu fórnað. Gefum okkur að slæmt sé að skilja eftir græn svæði sem „ekkert er á” ... væri þá ekki nær að borgin stæði fyrir hugmynda- og hönnunarsamkeppni um hvernig nýta mætti þetta svæði sem best til að styðja beint við Elliðaárdalinn sem útivistarsvæði? Borgin hefði þannig frumkvæði og leiddi hugmyndavinnuna, en samþykkti ekki bara fyrstu hugmynd sem kemur á borð þeirra. (Borgaryfirvöld voru reyndar búin að samþykkja byggingu slökkvistöðvar á svipuðum slóðum fyrir nokkrum árum ... en með samstilltu átaki íbúa og hagsmunaaðila tókst að koma í veg fyrir þær áætlanir.) Sporin hræða Á þeim kynningum sem Spor í sandinn hefur staðið fyrir hefur megin áherslan verið á hugmyndafræðina að baki verkefninu en upplýsingar um viðskipta¬módelið og reksturinn hins vegar verið mjög af skornum skammti. Að baki verkefninu standa fjárfestar og sterkt hugmynda- og hönnunarteymi, en hver er reynslan og þekkingin af rekstri á jafn stóru og viðamiklu fyrirtæki og þessu? Innan hvelfinganna er ætlunin m.a. að selja vörur beint frá býli, reka veitingastaði, stunda matjurtarrækt, heilsurækt og jóga svo eitthvað sé nefnt. Auk þess mun fyrirtækið sérhæfa sig í viðburðum, veislum og ráðstefnuhaldi. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að rekstur á stærri byggingum á höfuðborgarsvæðinu með slíkan blandaðan rekstur hefur vægast sagt gengið brösulega í gegnum tíðina. Flestir þekkja erfiðleika Hörpunnar og Perlunnar og óþarfi að rekja þá sögu frekar. Þá hafa skemmtigarðar fyrir almenning átt erfitt uppdráttar í borginni og ekki einu sinni tekist að reka lítið kaffihús í bragganum „góða”. Áætlaður kostnaður við byggingar SÍS er kominn á fimmta milljarð króna, en borgin sjálf þarf síðan að leggja til hundruði milljóna vegna þessa verkefnis, m.a. í uppbyggingu innviða, gatna og fráveitu. Áður en slíkt er gert, hlýtur krafan að vera sú að þeir sem standa að verkefninu leggi fram ítarlega og sannfærandi viðskipta- og rekstraráætlun og sýni fram á að þeir búi yfir reynslu og þekkingu á því sviði. Hafa borgaryfirvöld kallað eftir slíku? Ef reksturinn gengur ekki upp, hvað tekur þá við? Við viljum fá að kjósa! Er ekki komið nóg af klúðursmálum í borginni varðandi dýrar byggingar og vandræði í rekstri þeirra? Ætla borgaryfirvöld að fórna einhverju verðmætasta græna landi borgarinnar og ófyrirséðum fjármunum vegna skammsýni og hugmyndaleysis? Ég vil hvetja alla borgarbúa til að skrifa nöfn sín á undirskriftalista þar sem óskað er eftir borgarakosningu um þessar óafturkræfu framkvæmdir við Elliðaárdal. Höfundur er innanhússarkitekt og vinur Elliðaárdals Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skipulag Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Til stendur að fara í miklar byggingarframkvæmdir í jaðri Elliðaárdals fyrir neðan Stekkjabakka. Þar hefur fyrirtækið Spor í sandinn (SÍS) fengið vilyrði borgarinnar til byggja 4.500 fermetra hvelfingar sem hýsa eiga margþætta starfsemi. Eðlilega eru skiptar skoðanir um þessar fyrirætlanir meðal borgarbúa, enda kemur daglega mikill fjöldi fólks í dalinn til að njóta útivistar og náttúrunnar. Hollvinasamtök Elliðaárdals hafa um árabil verið einn helsti talsmaður dalsins og haft velferð hans að leiðarljósi. Samtökin standa nú fyrir undirskriftasöfnun til að knýja fram kosningu um hvort íbúar í Reykjavík séu fylgjandi eða andvígir breytingu á deiliskipulagi fyrir Elliðaárdal. Með þessum pistli vil ég hvetja alla Reykjavíkurbúa til að setja nafn sinn á þennan lista: https://listar.island.is/Stydjum/56 Náttúran er þarna nú þegar SÍS hefur kynnt metnaðarfullar hönnunartillögur og þá hugmyndafræði sem liggur að baki starfseminni. Tilgangur SÍS er m.a. að gefa borgarbúum og ferðamönnum kost á að ganga innan um exótíska gróður, finna ilm af jurtum og gróðri í manngerðum og sjálfbærum hvelfingum. Hugmyndin um gróðurhvelfingarnar er framúrstefnuleg og djörf og ekki hægt annað en hrífast af þeim mikla eldmóði sem býr þarna að baki. Það skýtur hins vegar skökku við að velja starfseminni stað í Elliðaárdalnum, þessari náttúruperlu og stærsta græna svæði höfuðborgarinnar. Allan ársins hring geta borgarbúar og aðrir nú þegar gengið þar um í skógi, meðfram laxveiðiá með fossum og flúðum og komist í beina tengingu við þá náttúru sem þar er til staðar. Væri ekki upplifunin að ganga um í hvelfingum SÍS ennþá áhrifameiri ef þær væru staðsettar í miðju hrauni eða víðáttu þar sem andstæðurnar eru sterkari og ekki gengið á viðkvæma náttúru? Er þetta eini valkosturinn? Ég er hlynnt því að aðgengi útivistarfólks í dalnum verði bætt og myndi fagna því að geta gengið inn á kaffihús og notið veitinga í tengslum við útivistina. Hins vegar er full vel í lagt að byggja 4.500 fermetra hvelfingar til þess. Til að setja áætlað byggingarmagn SÍS í eitthvert samhengi þá eru hvelfingarnar samtals ríflega stærð Perlunnar og 3/4 af stærð gömlu Laugardalshallarinnar. Samkvæmt kynningum SÍS á er von á um 300.000 gestum á ári í hvelfingarnar. Gangi þær áætlanir eftir mun þessum mikla fjölda gesta fylgja mikil umferð og rask í nánasta umhverfi Elliðaárinnar og dalsins. Margir hafa nefnt að ekkert sé hvort eð er á þessu svæði og því engu fórnað. Gefum okkur að slæmt sé að skilja eftir græn svæði sem „ekkert er á” ... væri þá ekki nær að borgin stæði fyrir hugmynda- og hönnunarsamkeppni um hvernig nýta mætti þetta svæði sem best til að styðja beint við Elliðaárdalinn sem útivistarsvæði? Borgin hefði þannig frumkvæði og leiddi hugmyndavinnuna, en samþykkti ekki bara fyrstu hugmynd sem kemur á borð þeirra. (Borgaryfirvöld voru reyndar búin að samþykkja byggingu slökkvistöðvar á svipuðum slóðum fyrir nokkrum árum ... en með samstilltu átaki íbúa og hagsmunaaðila tókst að koma í veg fyrir þær áætlanir.) Sporin hræða Á þeim kynningum sem Spor í sandinn hefur staðið fyrir hefur megin áherslan verið á hugmyndafræðina að baki verkefninu en upplýsingar um viðskipta¬módelið og reksturinn hins vegar verið mjög af skornum skammti. Að baki verkefninu standa fjárfestar og sterkt hugmynda- og hönnunarteymi, en hver er reynslan og þekkingin af rekstri á jafn stóru og viðamiklu fyrirtæki og þessu? Innan hvelfinganna er ætlunin m.a. að selja vörur beint frá býli, reka veitingastaði, stunda matjurtarrækt, heilsurækt og jóga svo eitthvað sé nefnt. Auk þess mun fyrirtækið sérhæfa sig í viðburðum, veislum og ráðstefnuhaldi. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að rekstur á stærri byggingum á höfuðborgarsvæðinu með slíkan blandaðan rekstur hefur vægast sagt gengið brösulega í gegnum tíðina. Flestir þekkja erfiðleika Hörpunnar og Perlunnar og óþarfi að rekja þá sögu frekar. Þá hafa skemmtigarðar fyrir almenning átt erfitt uppdráttar í borginni og ekki einu sinni tekist að reka lítið kaffihús í bragganum „góða”. Áætlaður kostnaður við byggingar SÍS er kominn á fimmta milljarð króna, en borgin sjálf þarf síðan að leggja til hundruði milljóna vegna þessa verkefnis, m.a. í uppbyggingu innviða, gatna og fráveitu. Áður en slíkt er gert, hlýtur krafan að vera sú að þeir sem standa að verkefninu leggi fram ítarlega og sannfærandi viðskipta- og rekstraráætlun og sýni fram á að þeir búi yfir reynslu og þekkingu á því sviði. Hafa borgaryfirvöld kallað eftir slíku? Ef reksturinn gengur ekki upp, hvað tekur þá við? Við viljum fá að kjósa! Er ekki komið nóg af klúðursmálum í borginni varðandi dýrar byggingar og vandræði í rekstri þeirra? Ætla borgaryfirvöld að fórna einhverju verðmætasta græna landi borgarinnar og ófyrirséðum fjármunum vegna skammsýni og hugmyndaleysis? Ég vil hvetja alla borgarbúa til að skrifa nöfn sín á undirskriftalista þar sem óskað er eftir borgarakosningu um þessar óafturkræfu framkvæmdir við Elliðaárdal. Höfundur er innanhússarkitekt og vinur Elliðaárdals
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun