554 bíða eftir að hefja afplánun Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. janúar 2020 11:03 Fangelsið að Litla-Hrauni. VÍSIR/VILHELM Meðalbiðtími eftir afplánun var hátt í tuttugu mánuðir í fyrra og er það lengsti meðalbiðtími eftir afplánun síðustu tíu ár. Þá hefur hátt í tvö þúsund dómum verið fullnægt með samfélagsþjónustu frá því slíkt var heimilað árið 1995, eða rétt tæp 20% af fjölda dóma á sama tíma. Þetta kemur fram í svari Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Ómars Ásbjarnar Óskarssonar, varaþingmanns Viðreisnar, um fangelsismál og afplánun dóma. Samkvæmt svarinu sem dreift var á Alþingi í gær hafa 459 dómþolar sem bíða verið boðaðir til afplánunar og þar að auki eiga 95 dómþolar eftir að fá boðunarbréf. Þannig bíða alls 554 einstaklingar eftir að hefja afplánun. Dæmdar refsingar á þessu ári eru 40% þyngri en allt árið í fyrra og þá hafa aldrei verið fleiri í gæsluvarðhaldi. Í svari ráðherra segir að raunar sé ekki hægt að vísa í biðtíma í sjálfu sér, sökum þess að margvíslegar ástæður kunni að vera fyrir því að dómþolar eru lengi á boðunarlista til afplánunar. Þannig geti þeir til að mynda sjálfir óskað eftir fresti á afplánun, dómþolar fari úr landi áður en unnt er að fullnusta refsingu og þá getur það haft áhrif þegar framsali á milli landa er synjað. Hátt í 300 afplánað á heilbrigðisstofnun Ómar spurði jafnframt um fjölda tilfella þar sem heimild til vistunar á heilbrigðis- eða meðferðarstofnun hefur verið nýtt, án þess að dómþoli hafi verið metinn ósakhæfur. Í 269 skipti hefur dómþoli afplánað á heilbrigðisstofnun, að hluta eða öllu leyti, samkvæmt svarinu og í 664 skipti á meðferðarstofnun. „Vakin skal athygli á því að sami einstaklingur getur hafa fengið að fara í meðferð oftar en einu sinni í sömu afplánun,“ að því er segir í svarinu. Ómar innti eftir svörum ráðherra við því hvernig hún hyggist bregðast við „þeim vanda og mannréttindabrotum sem felast í löngum biðlistum eftir afpánun,“ líkt og það er orðað í fyrirspurinni. Í svarinu segir að með breytingu á lögum um fullnustu refsinga hafi svigrúm og heimildir til afplánunar utan fangelsis aukist, til að mynda í gegnum rafrænt eftirlit eða með samfélagsþjónustu. Þá hafi tekist að fullmanna fangelsið á Hólmsheiði í kjölfar aukinna fjárveitinga og þannig hafi verið unnt að draga úr fjölda þeirra sem bíði afplánunar. „Þá verður að hafa hugfast að dæmdar refsingar á þessu ári eru 40% þyngri en allt árið í fyrra auk þess sem aldrei hafa verið fleiri í gæsluvarðhaldi frá því skráningar hófust, en þetta tvennt hefur mikil áhrif á biðlista eftir afplánun refsinga,“ segir ennfremur í svari ráðherra. Alþingi Dómsmál Fangelsismál Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Meðalbiðtími eftir afplánun var hátt í tuttugu mánuðir í fyrra og er það lengsti meðalbiðtími eftir afplánun síðustu tíu ár. Þá hefur hátt í tvö þúsund dómum verið fullnægt með samfélagsþjónustu frá því slíkt var heimilað árið 1995, eða rétt tæp 20% af fjölda dóma á sama tíma. Þetta kemur fram í svari Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Ómars Ásbjarnar Óskarssonar, varaþingmanns Viðreisnar, um fangelsismál og afplánun dóma. Samkvæmt svarinu sem dreift var á Alþingi í gær hafa 459 dómþolar sem bíða verið boðaðir til afplánunar og þar að auki eiga 95 dómþolar eftir að fá boðunarbréf. Þannig bíða alls 554 einstaklingar eftir að hefja afplánun. Dæmdar refsingar á þessu ári eru 40% þyngri en allt árið í fyrra og þá hafa aldrei verið fleiri í gæsluvarðhaldi. Í svari ráðherra segir að raunar sé ekki hægt að vísa í biðtíma í sjálfu sér, sökum þess að margvíslegar ástæður kunni að vera fyrir því að dómþolar eru lengi á boðunarlista til afplánunar. Þannig geti þeir til að mynda sjálfir óskað eftir fresti á afplánun, dómþolar fari úr landi áður en unnt er að fullnusta refsingu og þá getur það haft áhrif þegar framsali á milli landa er synjað. Hátt í 300 afplánað á heilbrigðisstofnun Ómar spurði jafnframt um fjölda tilfella þar sem heimild til vistunar á heilbrigðis- eða meðferðarstofnun hefur verið nýtt, án þess að dómþoli hafi verið metinn ósakhæfur. Í 269 skipti hefur dómþoli afplánað á heilbrigðisstofnun, að hluta eða öllu leyti, samkvæmt svarinu og í 664 skipti á meðferðarstofnun. „Vakin skal athygli á því að sami einstaklingur getur hafa fengið að fara í meðferð oftar en einu sinni í sömu afplánun,“ að því er segir í svarinu. Ómar innti eftir svörum ráðherra við því hvernig hún hyggist bregðast við „þeim vanda og mannréttindabrotum sem felast í löngum biðlistum eftir afpánun,“ líkt og það er orðað í fyrirspurinni. Í svarinu segir að með breytingu á lögum um fullnustu refsinga hafi svigrúm og heimildir til afplánunar utan fangelsis aukist, til að mynda í gegnum rafrænt eftirlit eða með samfélagsþjónustu. Þá hafi tekist að fullmanna fangelsið á Hólmsheiði í kjölfar aukinna fjárveitinga og þannig hafi verið unnt að draga úr fjölda þeirra sem bíði afplánunar. „Þá verður að hafa hugfast að dæmdar refsingar á þessu ári eru 40% þyngri en allt árið í fyrra auk þess sem aldrei hafa verið fleiri í gæsluvarðhaldi frá því skráningar hófust, en þetta tvennt hefur mikil áhrif á biðlista eftir afplánun refsinga,“ segir ennfremur í svari ráðherra.
Alþingi Dómsmál Fangelsismál Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira