554 bíða eftir að hefja afplánun Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. janúar 2020 11:03 Fangelsið að Litla-Hrauni. VÍSIR/VILHELM Meðalbiðtími eftir afplánun var hátt í tuttugu mánuðir í fyrra og er það lengsti meðalbiðtími eftir afplánun síðustu tíu ár. Þá hefur hátt í tvö þúsund dómum verið fullnægt með samfélagsþjónustu frá því slíkt var heimilað árið 1995, eða rétt tæp 20% af fjölda dóma á sama tíma. Þetta kemur fram í svari Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Ómars Ásbjarnar Óskarssonar, varaþingmanns Viðreisnar, um fangelsismál og afplánun dóma. Samkvæmt svarinu sem dreift var á Alþingi í gær hafa 459 dómþolar sem bíða verið boðaðir til afplánunar og þar að auki eiga 95 dómþolar eftir að fá boðunarbréf. Þannig bíða alls 554 einstaklingar eftir að hefja afplánun. Dæmdar refsingar á þessu ári eru 40% þyngri en allt árið í fyrra og þá hafa aldrei verið fleiri í gæsluvarðhaldi. Í svari ráðherra segir að raunar sé ekki hægt að vísa í biðtíma í sjálfu sér, sökum þess að margvíslegar ástæður kunni að vera fyrir því að dómþolar eru lengi á boðunarlista til afplánunar. Þannig geti þeir til að mynda sjálfir óskað eftir fresti á afplánun, dómþolar fari úr landi áður en unnt er að fullnusta refsingu og þá getur það haft áhrif þegar framsali á milli landa er synjað. Hátt í 300 afplánað á heilbrigðisstofnun Ómar spurði jafnframt um fjölda tilfella þar sem heimild til vistunar á heilbrigðis- eða meðferðarstofnun hefur verið nýtt, án þess að dómþoli hafi verið metinn ósakhæfur. Í 269 skipti hefur dómþoli afplánað á heilbrigðisstofnun, að hluta eða öllu leyti, samkvæmt svarinu og í 664 skipti á meðferðarstofnun. „Vakin skal athygli á því að sami einstaklingur getur hafa fengið að fara í meðferð oftar en einu sinni í sömu afplánun,“ að því er segir í svarinu. Ómar innti eftir svörum ráðherra við því hvernig hún hyggist bregðast við „þeim vanda og mannréttindabrotum sem felast í löngum biðlistum eftir afpánun,“ líkt og það er orðað í fyrirspurinni. Í svarinu segir að með breytingu á lögum um fullnustu refsinga hafi svigrúm og heimildir til afplánunar utan fangelsis aukist, til að mynda í gegnum rafrænt eftirlit eða með samfélagsþjónustu. Þá hafi tekist að fullmanna fangelsið á Hólmsheiði í kjölfar aukinna fjárveitinga og þannig hafi verið unnt að draga úr fjölda þeirra sem bíði afplánunar. „Þá verður að hafa hugfast að dæmdar refsingar á þessu ári eru 40% þyngri en allt árið í fyrra auk þess sem aldrei hafa verið fleiri í gæsluvarðhaldi frá því skráningar hófust, en þetta tvennt hefur mikil áhrif á biðlista eftir afplánun refsinga,“ segir ennfremur í svari ráðherra. Alþingi Dómsmál Fangelsismál Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ozzy Osbourne allur Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira
Meðalbiðtími eftir afplánun var hátt í tuttugu mánuðir í fyrra og er það lengsti meðalbiðtími eftir afplánun síðustu tíu ár. Þá hefur hátt í tvö þúsund dómum verið fullnægt með samfélagsþjónustu frá því slíkt var heimilað árið 1995, eða rétt tæp 20% af fjölda dóma á sama tíma. Þetta kemur fram í svari Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Ómars Ásbjarnar Óskarssonar, varaþingmanns Viðreisnar, um fangelsismál og afplánun dóma. Samkvæmt svarinu sem dreift var á Alþingi í gær hafa 459 dómþolar sem bíða verið boðaðir til afplánunar og þar að auki eiga 95 dómþolar eftir að fá boðunarbréf. Þannig bíða alls 554 einstaklingar eftir að hefja afplánun. Dæmdar refsingar á þessu ári eru 40% þyngri en allt árið í fyrra og þá hafa aldrei verið fleiri í gæsluvarðhaldi. Í svari ráðherra segir að raunar sé ekki hægt að vísa í biðtíma í sjálfu sér, sökum þess að margvíslegar ástæður kunni að vera fyrir því að dómþolar eru lengi á boðunarlista til afplánunar. Þannig geti þeir til að mynda sjálfir óskað eftir fresti á afplánun, dómþolar fari úr landi áður en unnt er að fullnusta refsingu og þá getur það haft áhrif þegar framsali á milli landa er synjað. Hátt í 300 afplánað á heilbrigðisstofnun Ómar spurði jafnframt um fjölda tilfella þar sem heimild til vistunar á heilbrigðis- eða meðferðarstofnun hefur verið nýtt, án þess að dómþoli hafi verið metinn ósakhæfur. Í 269 skipti hefur dómþoli afplánað á heilbrigðisstofnun, að hluta eða öllu leyti, samkvæmt svarinu og í 664 skipti á meðferðarstofnun. „Vakin skal athygli á því að sami einstaklingur getur hafa fengið að fara í meðferð oftar en einu sinni í sömu afplánun,“ að því er segir í svarinu. Ómar innti eftir svörum ráðherra við því hvernig hún hyggist bregðast við „þeim vanda og mannréttindabrotum sem felast í löngum biðlistum eftir afpánun,“ líkt og það er orðað í fyrirspurinni. Í svarinu segir að með breytingu á lögum um fullnustu refsinga hafi svigrúm og heimildir til afplánunar utan fangelsis aukist, til að mynda í gegnum rafrænt eftirlit eða með samfélagsþjónustu. Þá hafi tekist að fullmanna fangelsið á Hólmsheiði í kjölfar aukinna fjárveitinga og þannig hafi verið unnt að draga úr fjölda þeirra sem bíði afplánunar. „Þá verður að hafa hugfast að dæmdar refsingar á þessu ári eru 40% þyngri en allt árið í fyrra auk þess sem aldrei hafa verið fleiri í gæsluvarðhaldi frá því skráningar hófust, en þetta tvennt hefur mikil áhrif á biðlista eftir afplánun refsinga,“ segir ennfremur í svari ráðherra.
Alþingi Dómsmál Fangelsismál Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ozzy Osbourne allur Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira