Trump vill „hreinasta loftið“ en varaði við heimsendaspámönnum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. janúar 2020 14:45 Donald Trump talaði í hálftíma í Davos. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði í dag þátttakenndur á efnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss. Þar varaði hann við þeim sem hann nefndi „heimsendaspámenn“ í tengslum við loftslagsbreytingar. Hin árlega ráðstefna helstu áhrifamanna heimsins snýst að þessu sinni um sjálfbærni og þó að Trump hafi að mestu nýtt ræðutíma sinn í að þylja upp það sem hann telur vera helstu afrek Bandaríkjastjórnar undir hans stjórn ræddi hann stuttlega um umræðu um loftslagsbreytingar. Hvatti hann meðal annars viðstadda til þess að hafna málflutningi „heimsendaspámanna“ sem spá miklum hamförum verði ekkert að gert til þess að stemma stigu við loftslagsbreytingar af mannavöldum. „Þessir spámenn vilja alltaf það sama. Algjör völd til þess að drottna yfir, umbreyta og stjórna því hvernig við lifum lífinu,“ sagði Trump. Erlendir fréttamiðlar hafa sett ummæli Trump í samhengi við það að aðgerðarsinninn sænski Greta Thunberg, sem er sautján ára, var viðstödd ávarp Trump. Hún hefur margsinnis gagnrýnt forsetans og hvatt leiðtoga heimsins til þess að grípa tafarlaust til aðgerða í loftslagsmálum. Í ávarpinu sagði Trump að umhverfismál væru honum mjög mikilvæg. Þannig minntist hann á það að hann væri stuðningsmaður áætlana um að planta billjónum trjá um heim allan á næstkomandi árum til að binda kolefni. „Það sem ég vil er hreinasta vatnið og hreinasta loftið,“ sagði Trump. Thunberg svaraði Trump í sömu mynt, án þess að nefna hann á nafn. Hún varaði leiðtog heimsins við aðgerðarleysi. „Ég velti því fyrir mér hvað þið ætlið að segja börnum ykkar að hafi verið ástæðan fyrir því að ykkur mistókst og að þið skilduð þau eftir til þess að glíma við loftslagsógnina sem er af ykkar völdum,“ sagði Thunberg og bætti við. „Þið segið: Við munum ekki bregðast ykkur. Ekki vera svona svartsýn. Svo er það bara þögn.“ Donald Trump Loftslagsmál Sviss Tengdar fréttir Greta sakaði leiðtoga um aðgerðarleysi Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg ávarpaði gesti á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í Sviss í morgun og gagnrýndi hún leiðtoga fyrir aðgerðarleysi. 21. janúar 2020 10:50 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði í dag þátttakenndur á efnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss. Þar varaði hann við þeim sem hann nefndi „heimsendaspámenn“ í tengslum við loftslagsbreytingar. Hin árlega ráðstefna helstu áhrifamanna heimsins snýst að þessu sinni um sjálfbærni og þó að Trump hafi að mestu nýtt ræðutíma sinn í að þylja upp það sem hann telur vera helstu afrek Bandaríkjastjórnar undir hans stjórn ræddi hann stuttlega um umræðu um loftslagsbreytingar. Hvatti hann meðal annars viðstadda til þess að hafna málflutningi „heimsendaspámanna“ sem spá miklum hamförum verði ekkert að gert til þess að stemma stigu við loftslagsbreytingar af mannavöldum. „Þessir spámenn vilja alltaf það sama. Algjör völd til þess að drottna yfir, umbreyta og stjórna því hvernig við lifum lífinu,“ sagði Trump. Erlendir fréttamiðlar hafa sett ummæli Trump í samhengi við það að aðgerðarsinninn sænski Greta Thunberg, sem er sautján ára, var viðstödd ávarp Trump. Hún hefur margsinnis gagnrýnt forsetans og hvatt leiðtoga heimsins til þess að grípa tafarlaust til aðgerða í loftslagsmálum. Í ávarpinu sagði Trump að umhverfismál væru honum mjög mikilvæg. Þannig minntist hann á það að hann væri stuðningsmaður áætlana um að planta billjónum trjá um heim allan á næstkomandi árum til að binda kolefni. „Það sem ég vil er hreinasta vatnið og hreinasta loftið,“ sagði Trump. Thunberg svaraði Trump í sömu mynt, án þess að nefna hann á nafn. Hún varaði leiðtog heimsins við aðgerðarleysi. „Ég velti því fyrir mér hvað þið ætlið að segja börnum ykkar að hafi verið ástæðan fyrir því að ykkur mistókst og að þið skilduð þau eftir til þess að glíma við loftslagsógnina sem er af ykkar völdum,“ sagði Thunberg og bætti við. „Þið segið: Við munum ekki bregðast ykkur. Ekki vera svona svartsýn. Svo er það bara þögn.“
Donald Trump Loftslagsmál Sviss Tengdar fréttir Greta sakaði leiðtoga um aðgerðarleysi Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg ávarpaði gesti á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í Sviss í morgun og gagnrýndi hún leiðtoga fyrir aðgerðarleysi. 21. janúar 2020 10:50 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Greta sakaði leiðtoga um aðgerðarleysi Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg ávarpaði gesti á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í Sviss í morgun og gagnrýndi hún leiðtoga fyrir aðgerðarleysi. 21. janúar 2020 10:50