Við þurfum að hlusta bæði á foreldra og leikskóla Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 23. janúar 2020 10:00 Opnunartími leikskólanna hefur verið mikið til umræðu að undanförnu. Þetta er hagsmunamál sem snertir marga og því mikilvægt að sú ákvörðun verði tekin að vel undirbúnu mál og hlustað sé bæði á foreldra og leikskólana. Í samráði við stýrihóp um umbætur og skipulag leikskólastarfs í Reykjavík mun borgarráð ræða í dag tillögu um að ráðist verði í ítarlegt jafnréttismat á áhrifum þess ef opnunartími leikskóla verður breyttur og vistunartími barna takmarkaður við 9 klst. á dag, í samræmi við niðurstöður jafnréttisskimunar sem þegar hefur verið gerð. Í þeirri vinnu er mikilvægt að hlusta á raddir foreldra leikskólabarna og sérstaklega þá foreldra sem eru í dag með dvalarsamninga eftir kl. 16.30. Það þarf að skoða þann hóp sérstaklega sem myndi eiga erfitt að mæta slíkri breytingu á opnunartíma. Í samræmi við leiðbeiningar um gerð jafnréttismats er einnig mikilvægt að fá mat á því hvort grípa megi til mótvægisaðgerða vegna tillögunnar. Að þessu loknu mun borgarráð taka tillöguna til endanlegrar meðferðar og taka ákvörðun á grundvelli faglegrar greiningar og mun hún ekki taka gildi fyrr. Það er eðlilegt ferli ákvarðana hjá Reykjavíkurborg. Samþykkt skóla- og frístundaráðs um opnunartíma byggir á greiningu stýrihóps um umbætur og skipulag leikskólastarfs í Reykjavík. Markmið þess hóps var að finna leiðir til að búa leikskólunum gott umhverfi, bæði fyrir starfsfólk og börn, með fagmennsku í fyrirrúmi, sem er eitt af þeim meginverkefnum sem kynnt var í meirihlutasáttmálanum. Telur stýrihópurinn að stytting opnunartíma muni draga úr álagi á börn, stjórnendur og aðra starfsmenn og styrkja faglegt starf þar sem skipulag daglegs starfs og mönnun leikskólans verði einfaldari. Það er mikilvægt verkefni að gera leikskólana að aðlaðandi starfsvettvangi til að foreldum í Reykjavík sé tryggð áframhaldandi góð þjónusta og börnum tryggð sem best náms-, uppeldis- og leikskilyrði. Það þarf því að hlusta á áhyggjuraddir leikskólastjóra um álag og skort á leikskólakennurum. Það þarf líka að hlusta á foreldra sem þurfa að bregðast við breytingum á opnunartímum. Því verður óskað eftir umsögnum frá hagsmunasamtökum foreldra, svo sem Félagi leikskólabarna í Reykjavík og Heimili og skóla. Það verður einnig óskað eftir umsögnum frá hagsmunasamtökum stjórnenda og starfsmanna leikskólanna. Opnunartími leikskólanna er hagsmunamál sem snertir marga og því er mikilvægt að ákvörðun verði tekin að vel undirbúnu máli, þar sem hlustað er bæði á foreldra og leikskólana og komist að niðurstöðu sem er best fyrir alla. Við viljum brúa bilið, bæta starfsumhverfi og bjóða fjölskyldum í borginni góða þjónustu. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Sjá meira
Opnunartími leikskólanna hefur verið mikið til umræðu að undanförnu. Þetta er hagsmunamál sem snertir marga og því mikilvægt að sú ákvörðun verði tekin að vel undirbúnu mál og hlustað sé bæði á foreldra og leikskólana. Í samráði við stýrihóp um umbætur og skipulag leikskólastarfs í Reykjavík mun borgarráð ræða í dag tillögu um að ráðist verði í ítarlegt jafnréttismat á áhrifum þess ef opnunartími leikskóla verður breyttur og vistunartími barna takmarkaður við 9 klst. á dag, í samræmi við niðurstöður jafnréttisskimunar sem þegar hefur verið gerð. Í þeirri vinnu er mikilvægt að hlusta á raddir foreldra leikskólabarna og sérstaklega þá foreldra sem eru í dag með dvalarsamninga eftir kl. 16.30. Það þarf að skoða þann hóp sérstaklega sem myndi eiga erfitt að mæta slíkri breytingu á opnunartíma. Í samræmi við leiðbeiningar um gerð jafnréttismats er einnig mikilvægt að fá mat á því hvort grípa megi til mótvægisaðgerða vegna tillögunnar. Að þessu loknu mun borgarráð taka tillöguna til endanlegrar meðferðar og taka ákvörðun á grundvelli faglegrar greiningar og mun hún ekki taka gildi fyrr. Það er eðlilegt ferli ákvarðana hjá Reykjavíkurborg. Samþykkt skóla- og frístundaráðs um opnunartíma byggir á greiningu stýrihóps um umbætur og skipulag leikskólastarfs í Reykjavík. Markmið þess hóps var að finna leiðir til að búa leikskólunum gott umhverfi, bæði fyrir starfsfólk og börn, með fagmennsku í fyrirrúmi, sem er eitt af þeim meginverkefnum sem kynnt var í meirihlutasáttmálanum. Telur stýrihópurinn að stytting opnunartíma muni draga úr álagi á börn, stjórnendur og aðra starfsmenn og styrkja faglegt starf þar sem skipulag daglegs starfs og mönnun leikskólans verði einfaldari. Það er mikilvægt verkefni að gera leikskólana að aðlaðandi starfsvettvangi til að foreldum í Reykjavík sé tryggð áframhaldandi góð þjónusta og börnum tryggð sem best náms-, uppeldis- og leikskilyrði. Það þarf því að hlusta á áhyggjuraddir leikskólastjóra um álag og skort á leikskólakennurum. Það þarf líka að hlusta á foreldra sem þurfa að bregðast við breytingum á opnunartímum. Því verður óskað eftir umsögnum frá hagsmunasamtökum foreldra, svo sem Félagi leikskólabarna í Reykjavík og Heimili og skóla. Það verður einnig óskað eftir umsögnum frá hagsmunasamtökum stjórnenda og starfsmanna leikskólanna. Opnunartími leikskólanna er hagsmunamál sem snertir marga og því er mikilvægt að ákvörðun verði tekin að vel undirbúnu máli, þar sem hlustað er bæði á foreldra og leikskólana og komist að niðurstöðu sem er best fyrir alla. Við viljum brúa bilið, bæta starfsumhverfi og bjóða fjölskyldum í borginni góða þjónustu. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar í Reykjavík
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar