Baráttan um tímann Sigurður Sigurjónsson skrifar 23. janúar 2020 13:30 Mikið hefur verið rætt og ritað um opnunartíma leikskóla í Reykjavík síðustu daga eftir að meirihluti skóla- og frístundarsviðs setti fram tillögur um styttingu opnunartíma leikskóla. Þessar tillögur eru í samræmi við tillögur stýrihóps um umbætur og skipulag leikskólastarfs. Umræðan hefur verið að mestu málefnaleg, bæði með og á móti. Það getur þó verið erfitt að hlusta á borgarfulltrúa gefa í skyn að stjórnendur og kennarar séu að „kokka upp“ tölur til að nota í samningaviðræðum þegar rætt var um nýtingu á tímanum sem um ræðir, eins og Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi lét hafa eftir sér í þættinum Í bítið á Bylgjunni 21. janúar síðastliðinn. Kennarar halda utan um skráningar, hvenær börn mæta og hvenær þau fara, og er þessi skráning öryggistæki en ekki „upp kokkaðar tölur“. Hildur ætti að bera meiri virðingu fyrir stjórnendum og kennurum en að gera þeim það upp að vera að „kokka upp tölur“. Einnig er vert að taka fram að þessar aðgerðir eru ekki hluti að kjaraviðræðum eins og gefið er í skyn heldur aðgerð til að gera leikskólana rekstrarhæfa og barnvænni. Áðurnefndur borgarfulltrúi var einnig í Silfrinu þann 19. Janúar sl. og sagði þar að einblínt væri á leikskólakennara og að sé enginn málsvari fyrir um 70% starfsfólks leikskólanna. Skoðum það aðeins út frá skýrslu stýrihópsins. Í skýrslunni kemur fram að „Stýrihópurinn leiti ráðgjafar og álits hjá aðilum með sérþekkingu á viðfangsefninu og helstu hagsmunaaðilum, s.s. Félagi leikskólakennara, Félagi stjórnenda í leikskólum, stéttarfélögum annarra starfsmanna leikskóla, samtökum foreldra, Samtökum atvinnulífsins, háskólastofnunum sem koma að menntun leikskólakennara“. Þar kemur einnig fram að borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sat í stýrihópnum sem kom með þessar tillögur í desember árið 2019. Höldum áfram að ræða stöðu leikskólanna, hvað þarf að gera til að bæta þá, hvaða leiðir eru færar og náum samstöðu um framkvæmdina. Að saka starfsfólk leikskólana um að falsa tölur máli sínu til stuðnings er ekki leiðin til að stuðla að betri leikskólum og auka samstöðu. Stjórnendur hafa bent á þessa leið þ.e. að stytta opnunartíma til að gera leikskólana betri, draga úr álagi á starfsfólk og börn. Fyrir því eru fagleg rök en tillögurnar eru ekki hluti af kjarabaráttu heldur liður í því að gera leikskólana rekstrarhæfa. Í þessu samhengi er rétt að benda á að dvalartími barna í leikskólum á Íslandi er einna lengstur í samanburði við önnur lönd samkvæmt skýrslum OECD og Eurydice og munar þar miklu. Það ætti ekki að hafa farið framhjá þeim sem fylgjast með að síðustu ár fyllast fréttamiðlar reglulega af fréttum um hversu erfitt er að manna leikskólana, deildum er lokað og börn send heim. Að stytta opnunartíma getur dregið úr þeim vanda sem foreldrar eru iðulega settir í með lokunum deilda og seinkaðri inntöku í leikskóla. Svo ekki sé talað um áhrifin á börnin. Samkvæmt lögum um leikskóla er leikskólinn fyrsta skólastigið í skólakerfinu og er hann fyrir börn undir skólaskyldualdri. Leikskóli annast að ósk foreldra uppeldi, umönnun og menntun barna á leikskólaaldri en er ekki eingöngu þjónustustofnun. Ef sveitarfélög ætla að halda uppi háu þjónustustigi með löngum opnunartíma þá þarf að gera ráðstafanir til að hægt sé að veita þá þjónustu. Ráðstafanir geta falist í því að fækka verulega börnum í rými, hækka laun þeirra sem sinna störfunum og gera starfsumhverfið almennt betra. Hingað til hafa sveitarfélögin ekki verið tilbúin til þess og þá þarf að fara leiðir eins og að stytta opnunartímann barnanna vegna. Höfundur er formaður Félags stjórnenda leikskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Skoðun Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og ritað um opnunartíma leikskóla í Reykjavík síðustu daga eftir að meirihluti skóla- og frístundarsviðs setti fram tillögur um styttingu opnunartíma leikskóla. Þessar tillögur eru í samræmi við tillögur stýrihóps um umbætur og skipulag leikskólastarfs. Umræðan hefur verið að mestu málefnaleg, bæði með og á móti. Það getur þó verið erfitt að hlusta á borgarfulltrúa gefa í skyn að stjórnendur og kennarar séu að „kokka upp“ tölur til að nota í samningaviðræðum þegar rætt var um nýtingu á tímanum sem um ræðir, eins og Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi lét hafa eftir sér í þættinum Í bítið á Bylgjunni 21. janúar síðastliðinn. Kennarar halda utan um skráningar, hvenær börn mæta og hvenær þau fara, og er þessi skráning öryggistæki en ekki „upp kokkaðar tölur“. Hildur ætti að bera meiri virðingu fyrir stjórnendum og kennurum en að gera þeim það upp að vera að „kokka upp tölur“. Einnig er vert að taka fram að þessar aðgerðir eru ekki hluti að kjaraviðræðum eins og gefið er í skyn heldur aðgerð til að gera leikskólana rekstrarhæfa og barnvænni. Áðurnefndur borgarfulltrúi var einnig í Silfrinu þann 19. Janúar sl. og sagði þar að einblínt væri á leikskólakennara og að sé enginn málsvari fyrir um 70% starfsfólks leikskólanna. Skoðum það aðeins út frá skýrslu stýrihópsins. Í skýrslunni kemur fram að „Stýrihópurinn leiti ráðgjafar og álits hjá aðilum með sérþekkingu á viðfangsefninu og helstu hagsmunaaðilum, s.s. Félagi leikskólakennara, Félagi stjórnenda í leikskólum, stéttarfélögum annarra starfsmanna leikskóla, samtökum foreldra, Samtökum atvinnulífsins, háskólastofnunum sem koma að menntun leikskólakennara“. Þar kemur einnig fram að borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sat í stýrihópnum sem kom með þessar tillögur í desember árið 2019. Höldum áfram að ræða stöðu leikskólanna, hvað þarf að gera til að bæta þá, hvaða leiðir eru færar og náum samstöðu um framkvæmdina. Að saka starfsfólk leikskólana um að falsa tölur máli sínu til stuðnings er ekki leiðin til að stuðla að betri leikskólum og auka samstöðu. Stjórnendur hafa bent á þessa leið þ.e. að stytta opnunartíma til að gera leikskólana betri, draga úr álagi á starfsfólk og börn. Fyrir því eru fagleg rök en tillögurnar eru ekki hluti af kjarabaráttu heldur liður í því að gera leikskólana rekstrarhæfa. Í þessu samhengi er rétt að benda á að dvalartími barna í leikskólum á Íslandi er einna lengstur í samanburði við önnur lönd samkvæmt skýrslum OECD og Eurydice og munar þar miklu. Það ætti ekki að hafa farið framhjá þeim sem fylgjast með að síðustu ár fyllast fréttamiðlar reglulega af fréttum um hversu erfitt er að manna leikskólana, deildum er lokað og börn send heim. Að stytta opnunartíma getur dregið úr þeim vanda sem foreldrar eru iðulega settir í með lokunum deilda og seinkaðri inntöku í leikskóla. Svo ekki sé talað um áhrifin á börnin. Samkvæmt lögum um leikskóla er leikskólinn fyrsta skólastigið í skólakerfinu og er hann fyrir börn undir skólaskyldualdri. Leikskóli annast að ósk foreldra uppeldi, umönnun og menntun barna á leikskólaaldri en er ekki eingöngu þjónustustofnun. Ef sveitarfélög ætla að halda uppi háu þjónustustigi með löngum opnunartíma þá þarf að gera ráðstafanir til að hægt sé að veita þá þjónustu. Ráðstafanir geta falist í því að fækka verulega börnum í rými, hækka laun þeirra sem sinna störfunum og gera starfsumhverfið almennt betra. Hingað til hafa sveitarfélögin ekki verið tilbúin til þess og þá þarf að fara leiðir eins og að stytta opnunartímann barnanna vegna. Höfundur er formaður Félags stjórnenda leikskóla.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun