Opið bréf til borgarráðs um opnunartíma leikskóla og raunverulegar aðstæður foreldra Stuðningshópur leikskólanna skrifar 16. janúar 2020 11:00 Við undirritaðar skorum á borgarráð að hafna breytingum á opnunartíma leikskóla sem samþykktar hafa verið í skóla- og frístundaráði. Þessar breytingar munu óumflýjanlega koma verst niður á þeim sem síst skyldi. Rökin fyrir ákvörðuninni eru í meginatriðum tvenn: Foreldrar nýti almennt ekki hálftímann milli hálf fimm og fimm og breytingin muni draga úr álagi á börn og starfsfólk. Ef við lítum á fyrri rökin fyrst, þá eru þau sennilega sönn, en forsendan er röng. Vissulega er það minnihluti foreldra sem er með vistunartíma fyrir börnin sín til klukkan fimm á daginn og enn færri sem nýta hann allan, en fyrir flest þetta fólk er þessi þjónusta nauðsynleg. Og það hefur aldrei talist til raka gegn þjónustu að fá þurfi á henni að halda (Eða hvað, á að leggja niður fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna? Heimahjúkrun?). Í öðru lagi er það álagið. Þó mögulega geti breytingarnar haft jákvæð áhrif á álag á starfsfólk er alls ekki útséð um að áhrifin verði jákvæð á börn. Álagið mun aftur á móti aukast á þá foreldra sem þurfa á þjónustunni að halda, foreldra sem eru í flestum tilfellum undir gríðarlegu álagi fyrir. Málið er að á stóru landssvæði, eins og Reykjavík, er níu og hálfs tíma vistunartími leikskóla algjör grunnþjónusta. Alls konar fólk er í vinnu með viðveruskyldu á ákveðnum tímum, t.d. 8-16. Ef við tökum dæmi um konu sem býr í Grafarvogi og vinnur á Landspítalanum þarf hún að vera komin með barn sitt á leikskólann klukkan 7:30 til að vera mætt í vinnu á tilsettum tíma og ekkert má út af bregða til að hún komist að sækja barn sitt klukkan 16:30. Annað dæmi gæti verið heimili þar sem er barn í fyrstu bekkjum grunnskóla og annað á leikskóla. Grunnskólinn opnar klukkan 8 svo það er í fyrsta lagi þá sem viðkomandi foreldri getur lagt af stað til vinnu og er þá komið í vinnuna (gefið að hún sé í Reykjavík) 15-30 mínútum seinna. Fyrir þetta foreldri þarf leikskólinn að vera opinn til klukkan 17 ætli það að ná átta klukkustunda vinnudegi. Ótal margt fólk vinnur ekki bara störf með viðveruskyldu, heldur hefur engan annan til að taka við álaginu sem felst í því að þurfa að skutla og sækja börn ásamt því að skila af sér vinnuskyldunni. Sum eru einstæð, önnur eiga maka sem vinnur erlendis eða á vöktum, og svo eru ótal mörg sem eiga ekki stuðningsnet í nágrenninu. Við getum vel tekið undir nauðsyn þess að létta álagi af leikskólabörnum og starfsfólki leikskóla. Borgin gæti stuðlað að slíku með styttingu vinnuvikunnar, með bættum starfsaðstæðum, hærri launum og minna álagi á starfsfólk leikskólanna. Þessi aðgerð verður þó aðeins til að auka á álag og vanlíðan hjá hópi sem má einfaldlega ekki við því.Claudia Overesch, Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir, Elísabet Ýr Atladóttir, Gunnur Vilborg, Halldóra Jónasdóttir, Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, Hildur Björk Pálsdóttir, Ingibjörg Stefánsdóttir, Hafdís Eyjólfsdóttir, Kristjana Ásbjörnsdóttir, María Lilja Þrastardóttir Kemp, Ósk Gunnlaugsdóttir, Sóley Tómasdóttir, Sunna Símonardóttir og Þóra Kristín Þórsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Sjá meira
Við undirritaðar skorum á borgarráð að hafna breytingum á opnunartíma leikskóla sem samþykktar hafa verið í skóla- og frístundaráði. Þessar breytingar munu óumflýjanlega koma verst niður á þeim sem síst skyldi. Rökin fyrir ákvörðuninni eru í meginatriðum tvenn: Foreldrar nýti almennt ekki hálftímann milli hálf fimm og fimm og breytingin muni draga úr álagi á börn og starfsfólk. Ef við lítum á fyrri rökin fyrst, þá eru þau sennilega sönn, en forsendan er röng. Vissulega er það minnihluti foreldra sem er með vistunartíma fyrir börnin sín til klukkan fimm á daginn og enn færri sem nýta hann allan, en fyrir flest þetta fólk er þessi þjónusta nauðsynleg. Og það hefur aldrei talist til raka gegn þjónustu að fá þurfi á henni að halda (Eða hvað, á að leggja niður fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna? Heimahjúkrun?). Í öðru lagi er það álagið. Þó mögulega geti breytingarnar haft jákvæð áhrif á álag á starfsfólk er alls ekki útséð um að áhrifin verði jákvæð á börn. Álagið mun aftur á móti aukast á þá foreldra sem þurfa á þjónustunni að halda, foreldra sem eru í flestum tilfellum undir gríðarlegu álagi fyrir. Málið er að á stóru landssvæði, eins og Reykjavík, er níu og hálfs tíma vistunartími leikskóla algjör grunnþjónusta. Alls konar fólk er í vinnu með viðveruskyldu á ákveðnum tímum, t.d. 8-16. Ef við tökum dæmi um konu sem býr í Grafarvogi og vinnur á Landspítalanum þarf hún að vera komin með barn sitt á leikskólann klukkan 7:30 til að vera mætt í vinnu á tilsettum tíma og ekkert má út af bregða til að hún komist að sækja barn sitt klukkan 16:30. Annað dæmi gæti verið heimili þar sem er barn í fyrstu bekkjum grunnskóla og annað á leikskóla. Grunnskólinn opnar klukkan 8 svo það er í fyrsta lagi þá sem viðkomandi foreldri getur lagt af stað til vinnu og er þá komið í vinnuna (gefið að hún sé í Reykjavík) 15-30 mínútum seinna. Fyrir þetta foreldri þarf leikskólinn að vera opinn til klukkan 17 ætli það að ná átta klukkustunda vinnudegi. Ótal margt fólk vinnur ekki bara störf með viðveruskyldu, heldur hefur engan annan til að taka við álaginu sem felst í því að þurfa að skutla og sækja börn ásamt því að skila af sér vinnuskyldunni. Sum eru einstæð, önnur eiga maka sem vinnur erlendis eða á vöktum, og svo eru ótal mörg sem eiga ekki stuðningsnet í nágrenninu. Við getum vel tekið undir nauðsyn þess að létta álagi af leikskólabörnum og starfsfólki leikskóla. Borgin gæti stuðlað að slíku með styttingu vinnuvikunnar, með bættum starfsaðstæðum, hærri launum og minna álagi á starfsfólk leikskólanna. Þessi aðgerð verður þó aðeins til að auka á álag og vanlíðan hjá hópi sem má einfaldlega ekki við því.Claudia Overesch, Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir, Elísabet Ýr Atladóttir, Gunnur Vilborg, Halldóra Jónasdóttir, Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, Hildur Björk Pálsdóttir, Ingibjörg Stefánsdóttir, Hafdís Eyjólfsdóttir, Kristjana Ásbjörnsdóttir, María Lilja Þrastardóttir Kemp, Ósk Gunnlaugsdóttir, Sóley Tómasdóttir, Sunna Símonardóttir og Þóra Kristín Þórsdóttir
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun