Kjarasamningur SGS og sveitarfélaganna Flosi Eiríksson skrifar 18. janúar 2020 12:06 Samninganefnd Starfsgreinasambandsins (SGS) skrifaði undir, fyrir hönd 17 aðildarfélaga sinna, undir nýja kjarasamning við sveitarfélögin síðastliðinn fimmtudag. Samningar milli aðila hafa verið lausir í tæpa 10 mánuði og er það með öllu óásættanlegt að samningaviðræður hafi svo tekið allan þennan tíma. Ekki er ástæða til að rekja hér gang viðræðnanna en það er þó rétt að halda til að haga að afstaða sveitarfélaganna til kröfu SGS um jöfnun lífeyrisréttinda stöðvaði viðræður um tíma, og leiddi m.a. af sér málaferli fyrir félagsdómi og Hæstarétti. Vinna í vaktavinnuhóp allra aðila á opinberum markaði sem er ætlað að koma með tillögur um breytingar á því sviði hefur líka tekið alltof langan tíma. Þar hefur samninganefnd ríkisins ekki sinnt sínu forystuhlutverki og bera fulla ábyrgð á þeim drætti. SGS taldi að ekki væri hægt að láta fólk bíða eftir launahækkunum þangað til að það kæmi niðurstaða í þeim málum. Helstu atriðin í nýja kjarasamningnum eru: • Laun hækka um 90.000 kr. á tímabilinu 1. janúar 2020 til 1. janúar 2022. Þann 1. janúar 2023 hækka laun í samræmi við hækkanir á almennum vinnumarkaði. • Lágmarksorlof hjá öllum starfsmönnum verður 30 dagar. • Markviss skref til styttingar vinnuvikunnar. Frá 1. janúar 2021 styttist vinnuvikan um samtals 65 mínútur fyrir fólk í fullu starfi. • Stofnaður verður sérstakur Félagsmannasjóður með það markmið að stíga skref til jöfnunar lífeyrisréttinda milli starfsmanna á almennum vinnumarkaði og opinberra starfsmanna. Atvinnurekandi greiðir mánaðarlegt framlag í sjóðinn sem nemur 1,5% af heildarlaunum félagsmanna og er úthlutað úr sjóðnum 1. febrúar ár hvert. Fyrsta úthlutun úr sjóðnum verður nú í ár og fá allir félagsmenn í fullu starfi greiddar 61.000 kr. Starfsmenn sem eru ekki í fullu starfi fá greiðslu miðað við starfstíma og starfshlutfall. • Tekið er upp nýtt ákvæði að félagsmenn sem starfað hafa samfellt í 3 ár geta fengið launað leyfi í samtals í þrjá mánuði til að stunda viðurkennt starfsnám. • Hér hefur bara verið drepið á nokkur atriði í samningum en í honum eru fjölmörg önnur atriði sem bæta kjör og stöðu okkar féalgsmanna. Hægt er að kynna sér samninginn í heild á heimasíðu SGS (sgs.is) eða hjá einstökum félögum. Atkvæðagreiðsla um samninginn hefst 3. febrúar og líkur 9. febrúar. Ég vil hvetja alla félagsmenn sem starfa eftir þessum samningi að taka þátt í atkvæðagreiðslunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Kjaramál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Samninganefnd Starfsgreinasambandsins (SGS) skrifaði undir, fyrir hönd 17 aðildarfélaga sinna, undir nýja kjarasamning við sveitarfélögin síðastliðinn fimmtudag. Samningar milli aðila hafa verið lausir í tæpa 10 mánuði og er það með öllu óásættanlegt að samningaviðræður hafi svo tekið allan þennan tíma. Ekki er ástæða til að rekja hér gang viðræðnanna en það er þó rétt að halda til að haga að afstaða sveitarfélaganna til kröfu SGS um jöfnun lífeyrisréttinda stöðvaði viðræður um tíma, og leiddi m.a. af sér málaferli fyrir félagsdómi og Hæstarétti. Vinna í vaktavinnuhóp allra aðila á opinberum markaði sem er ætlað að koma með tillögur um breytingar á því sviði hefur líka tekið alltof langan tíma. Þar hefur samninganefnd ríkisins ekki sinnt sínu forystuhlutverki og bera fulla ábyrgð á þeim drætti. SGS taldi að ekki væri hægt að láta fólk bíða eftir launahækkunum þangað til að það kæmi niðurstaða í þeim málum. Helstu atriðin í nýja kjarasamningnum eru: • Laun hækka um 90.000 kr. á tímabilinu 1. janúar 2020 til 1. janúar 2022. Þann 1. janúar 2023 hækka laun í samræmi við hækkanir á almennum vinnumarkaði. • Lágmarksorlof hjá öllum starfsmönnum verður 30 dagar. • Markviss skref til styttingar vinnuvikunnar. Frá 1. janúar 2021 styttist vinnuvikan um samtals 65 mínútur fyrir fólk í fullu starfi. • Stofnaður verður sérstakur Félagsmannasjóður með það markmið að stíga skref til jöfnunar lífeyrisréttinda milli starfsmanna á almennum vinnumarkaði og opinberra starfsmanna. Atvinnurekandi greiðir mánaðarlegt framlag í sjóðinn sem nemur 1,5% af heildarlaunum félagsmanna og er úthlutað úr sjóðnum 1. febrúar ár hvert. Fyrsta úthlutun úr sjóðnum verður nú í ár og fá allir félagsmenn í fullu starfi greiddar 61.000 kr. Starfsmenn sem eru ekki í fullu starfi fá greiðslu miðað við starfstíma og starfshlutfall. • Tekið er upp nýtt ákvæði að félagsmenn sem starfað hafa samfellt í 3 ár geta fengið launað leyfi í samtals í þrjá mánuði til að stunda viðurkennt starfsnám. • Hér hefur bara verið drepið á nokkur atriði í samningum en í honum eru fjölmörg önnur atriði sem bæta kjör og stöðu okkar féalgsmanna. Hægt er að kynna sér samninginn í heild á heimasíðu SGS (sgs.is) eða hjá einstökum félögum. Atkvæðagreiðsla um samninginn hefst 3. febrúar og líkur 9. febrúar. Ég vil hvetja alla félagsmenn sem starfa eftir þessum samningi að taka þátt í atkvæðagreiðslunni.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar