Af flóru, fánu og jafnvel fungu Starri Heiðmarsson skrifar 9. janúar 2020 10:00 Til tjáskipta höfum við tungumál og erum við Íslendingar heppnir hvað það varðar að íslenskan er nokkuð gegnsætt tungumál. Gegnsæið er mögulegt þar sem við höfum gegnum tíðina verið frekar treg að taka upp erlend orð og því oft útskýring orða fólgin í þeim sjálfum. Einangrunin er þó ekki alger og fjölmörg tökuorð falla vel að íslensku og hafa fyrir löngu unnið sér þegnrétt. Þau orð eru þó ekki alltaf jafn auðskilin og þau sem eiga dýpri rætur í tungu okkar. Sem dæmi um tökuorð sem falla vel að íslensku eru flóra og fána sem vísa til plantna (flóra) og dýra (fána). Hinsvegar virðist flóra vera þekktara orð meðal almennings og mörg dæmi um misbeitingu þess orðs sem líklega má rekja til vankunnáttu og er von mín að þetta greinarkorn hjálpi til við skilning á hugtakinu og hvar á við að beita því. Stefán Stefánsson grasafræðingur gaf góða skýringu á orðinu í formála að fyrstu útgáfu Flóru Íslands sem gefin var út 1901. Stefán segir: „Á útlendum málum táknar orðið „flóra“, sem upprunalega er nafn blómgyðjunnar hjá Rómverjum, bæði plönturíki einhvers lands eða landshluta og bók eða rit sem skýrir frá plöntunum og lýsir þeim.“ Þú lesandi góður undrast kannski þörf mína fyrir að skýra tilurð og rétta notkun orðsins flóra! Ástæður þessa má finna í menntun minni og starfi. Sem grasafræðingur þá nýti ég flóruhugtakið iðulega í starfi mínu og er þar að vísa til þeirra tegunda plantna sem vaxa á ákveðnu svæði, t.d. tegundir sem tilheyra íslensku flórunni. Sambærilegt orð yfir dýraríkið er síðan fána og í seinni tíð, vegna bættrar þekkingar okkar á skyldleika og tengslum innan lífríkisins, hefur hugtakið funga verið tekið upp fyrir sveppi. Í seinni tíð hefur sá misskilningur orðið útbreiddur að flóruhugtakið tákni fjölbreytni sem er alrangt. Í orðinu flóra er ekkert sem táknar fjölbreytni. Því þarf að taka sérstaklega fram hvort flóran er fábreytt eða fjölbreytt, eftir því sem við á, hvorugt felst í orðinu. Stundum heyrist jafnvel talað um fuglaflóru eða mannflóru sem hvort tveggja er röng notkun þar sem hvorki fuglar né mannfólk geta talist til plantna. Í dýraríkinu kemur orðið fána inn um samsafn allra dýra á viðkomandi svæði. Hér á Íslandi höfum við miklu fleiri tegundir dýra en plantna og því er fána Íslands mun fjölbreyttari en flóran. Tungumálið missir marks þegar hugtök eru misnotuð og misskilin. Ég vil því hvetja fólk til þess að íhuga merkingu orða sinna. Orðin flóra og fána eru alþjóðleg og hafa verið tekin upp í flest önnur tungumál í óbreyttri merkingu. Það skýtur því skökku við ef á að fara að taka upp nýja merkingu þeirra í íslensku.Höfundur er grasafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðyrkja Íslenska á tækniöld Skógrækt og landgræðsla Starri Heiðmarsson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Sjá meira
Til tjáskipta höfum við tungumál og erum við Íslendingar heppnir hvað það varðar að íslenskan er nokkuð gegnsætt tungumál. Gegnsæið er mögulegt þar sem við höfum gegnum tíðina verið frekar treg að taka upp erlend orð og því oft útskýring orða fólgin í þeim sjálfum. Einangrunin er þó ekki alger og fjölmörg tökuorð falla vel að íslensku og hafa fyrir löngu unnið sér þegnrétt. Þau orð eru þó ekki alltaf jafn auðskilin og þau sem eiga dýpri rætur í tungu okkar. Sem dæmi um tökuorð sem falla vel að íslensku eru flóra og fána sem vísa til plantna (flóra) og dýra (fána). Hinsvegar virðist flóra vera þekktara orð meðal almennings og mörg dæmi um misbeitingu þess orðs sem líklega má rekja til vankunnáttu og er von mín að þetta greinarkorn hjálpi til við skilning á hugtakinu og hvar á við að beita því. Stefán Stefánsson grasafræðingur gaf góða skýringu á orðinu í formála að fyrstu útgáfu Flóru Íslands sem gefin var út 1901. Stefán segir: „Á útlendum málum táknar orðið „flóra“, sem upprunalega er nafn blómgyðjunnar hjá Rómverjum, bæði plönturíki einhvers lands eða landshluta og bók eða rit sem skýrir frá plöntunum og lýsir þeim.“ Þú lesandi góður undrast kannski þörf mína fyrir að skýra tilurð og rétta notkun orðsins flóra! Ástæður þessa má finna í menntun minni og starfi. Sem grasafræðingur þá nýti ég flóruhugtakið iðulega í starfi mínu og er þar að vísa til þeirra tegunda plantna sem vaxa á ákveðnu svæði, t.d. tegundir sem tilheyra íslensku flórunni. Sambærilegt orð yfir dýraríkið er síðan fána og í seinni tíð, vegna bættrar þekkingar okkar á skyldleika og tengslum innan lífríkisins, hefur hugtakið funga verið tekið upp fyrir sveppi. Í seinni tíð hefur sá misskilningur orðið útbreiddur að flóruhugtakið tákni fjölbreytni sem er alrangt. Í orðinu flóra er ekkert sem táknar fjölbreytni. Því þarf að taka sérstaklega fram hvort flóran er fábreytt eða fjölbreytt, eftir því sem við á, hvorugt felst í orðinu. Stundum heyrist jafnvel talað um fuglaflóru eða mannflóru sem hvort tveggja er röng notkun þar sem hvorki fuglar né mannfólk geta talist til plantna. Í dýraríkinu kemur orðið fána inn um samsafn allra dýra á viðkomandi svæði. Hér á Íslandi höfum við miklu fleiri tegundir dýra en plantna og því er fána Íslands mun fjölbreyttari en flóran. Tungumálið missir marks þegar hugtök eru misnotuð og misskilin. Ég vil því hvetja fólk til þess að íhuga merkingu orða sinna. Orðin flóra og fána eru alþjóðleg og hafa verið tekin upp í flest önnur tungumál í óbreyttri merkingu. Það skýtur því skökku við ef á að fara að taka upp nýja merkingu þeirra í íslensku.Höfundur er grasafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun