Ísrael og furstadæmin ná sögulegu samkomulagi Samúel Karl Ólason skrifar 13. ágúst 2020 16:22 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, opinberaði tilvist samkomulagsins í dag. Við hlið hans standa David Friedman, sendiherra Bandaríkjanna í Ísrael, og Jared Kushner, tengdasonur Trump og ráðgjafi hans. AP/Andrew Harnik Ríkisstjórnir Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafa náð sögulegu samkomulagi um að bæta samband ríkjanna og koma á formlegum samskiptum þeirra á milli. Ríkisstjórn Donald Trump, Bandaríkjaforseta, miðlaði málum á milli ríkjanna tveggja sem hafa eldað grátt silfur sín á milli um árabil, opinberlega. Á bakvið tjöldin hafa ríkin þó um nokkuð skeið átt í samstarfi sem beinst hefur gegn Íran. Furstadæmin verða nú þriðja arabaríkið og það fyrsta við Persaflóa, sem hefur hefðbundin samskipti við Ísrael. Trump, sem opinberaði samkomulagið í dag, sagði það fela í sér að Ísraelar hætta við að innlima tiltekin svæði. Heimildarmenn Reuters fréttaveitunnar segja að þar sé um að ræða svæði á Vesturbakkanum. Samkomulagið var innsiglað í símtali á milli Trump, Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og Mohammed Bin Zayed, krónprins Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Trump sagði einnig að þeir þrír myndu koma saman í Hvíta húsinu á næstu vikum og skrifa undir samkomulagið. Joint Statement of the United States, the State of Israel, and the United Arab Emirates pic.twitter.com/oVyjLxf0jd— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 13, 2020 Á blaðamannafundi í dag sagði Trump að viðræður ríkjanna hefðu verið erfiðar á köflum. Hann sagði einnig að sambærilegar viðræður við önnur ríki á svæðinu stæðu yfir. Ap fréttaveitan segir samkomulagið hafa fengið blendnar móttökur í Palestínu. Palestínumenn hafa lengi treyst á stuðning Arabaríkja og Hanan Ashrawi, háttsettur embættismaður í Palestínu, skrifaði á Twitter að verið væri að verðlauna Ísrael fyrir ólöglegt athæfi þeirra í Palestínu. Hamassamtökin, sem stjórna Gasa, hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að með samkomulaginu séu furstadæmin að stinga Palestínumenn í bakið. Ísrael Sameinuðu arabísku furstadæmin Palestína Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Fleiri fréttir Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Sjá meira
Ríkisstjórnir Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafa náð sögulegu samkomulagi um að bæta samband ríkjanna og koma á formlegum samskiptum þeirra á milli. Ríkisstjórn Donald Trump, Bandaríkjaforseta, miðlaði málum á milli ríkjanna tveggja sem hafa eldað grátt silfur sín á milli um árabil, opinberlega. Á bakvið tjöldin hafa ríkin þó um nokkuð skeið átt í samstarfi sem beinst hefur gegn Íran. Furstadæmin verða nú þriðja arabaríkið og það fyrsta við Persaflóa, sem hefur hefðbundin samskipti við Ísrael. Trump, sem opinberaði samkomulagið í dag, sagði það fela í sér að Ísraelar hætta við að innlima tiltekin svæði. Heimildarmenn Reuters fréttaveitunnar segja að þar sé um að ræða svæði á Vesturbakkanum. Samkomulagið var innsiglað í símtali á milli Trump, Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og Mohammed Bin Zayed, krónprins Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Trump sagði einnig að þeir þrír myndu koma saman í Hvíta húsinu á næstu vikum og skrifa undir samkomulagið. Joint Statement of the United States, the State of Israel, and the United Arab Emirates pic.twitter.com/oVyjLxf0jd— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 13, 2020 Á blaðamannafundi í dag sagði Trump að viðræður ríkjanna hefðu verið erfiðar á köflum. Hann sagði einnig að sambærilegar viðræður við önnur ríki á svæðinu stæðu yfir. Ap fréttaveitan segir samkomulagið hafa fengið blendnar móttökur í Palestínu. Palestínumenn hafa lengi treyst á stuðning Arabaríkja og Hanan Ashrawi, háttsettur embættismaður í Palestínu, skrifaði á Twitter að verið væri að verðlauna Ísrael fyrir ólöglegt athæfi þeirra í Palestínu. Hamassamtökin, sem stjórna Gasa, hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að með samkomulaginu séu furstadæmin að stinga Palestínumenn í bakið.
Ísrael Sameinuðu arabísku furstadæmin Palestína Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Fleiri fréttir Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Sjá meira