Ekki traustsins verð Oddný G. Harðardóttir skrifar 11. ágúst 2020 12:30 Úr ríkissjóði fara milljarðar til fyrirtækja í vanda í þeirri von að þau geti hafið starfsemi að nýju eftir að faraldurinn hefur gengið yfir. Slíkur stuðningur er réttlætanlegur og nauðsynlegur í miðjum heimsfaraldri og í fordæmalausri stöðu en þá verður líka að tryggja um leið að sérhagsmunir ráði ekki för og stuðningurinn má ekki vera nánast skilyrðislaus. Því miður er raunin önnur. Með lagasetningu hefur ríkisstjórnin unnið gegn stöðu launamanna á erfiðum tímum með því að gefa fyrirtækjum algjört sjálfdæmi um endurráðningar eftir starfsaldursröð og kynt undir ósætti á vinnumarkaði. Hún hefur gert það mögulegt að fyrirtæki með tengsl við skattaskjól fái stuðning frá almennum skattgreiðendum sem halda uppi velferðarkerfinu. Stjórnarflokkarnir hafa með lagasetningu sinni látið undan kröfum stórra fyrirtækja um stóra samruna og gefið þeim sjálfdæmi um samráð á markaði. Og samtímis neitað alfarið að gera kröfur til stærri fyrirtækja um aðgerðir í loftslagsmálum. Skattaskjól engin fyrirstaða Við jafnaðarmenn lögðum til að þau fyrirtæki sem hefðu verið í virkum tengslum við skattaskjól síðastliðin þrjú ár fengju ekki styrk úr ríkissjóði, enda hefðu þau sjálf sagt sig frá stuðningi skattgreiðenda með hátterni sínu. Stjórnarflokkarnir höfnuðu þessu og gerðu engar athugasemdir við ríkisstyrki til skattsvikara af því tagi. Aðgerðarleysi í loftlagsmálum Við lögðum einnig til að krafa um loftslagsbókhald og aðgerðaráætlun í loftslagsmálum yrði gerð til stærri fyrirtækja sem fengju ríkisstuðning. Loftslagsváin er stærsta sameiginlega vandamál mannkyns. Loftslagsváin hverfur ekkert eða tekur pásu á meðan við erum að glíma við heimsfaraldur. Við vildum gera þá einföldu kröfu að fyrirtæki sem segja 10 manns eða fleiri upp settu loftslagsmálin á dagskrá ef þau hefðu ekki nú þegar gert það. Fyrirtækin tækju stöðuna á loftslagsbókhaldi fyrirtækjanna og geri áætlun til næstu fimm ára. Stjórnarflokkarnir höfnuðu þessu skilyrði og vildu ekki setja loftslagsmálin á dagskrá. Veiking Samkeppniseftirlitsins Við mótmæltum því harðlega þegar stjórnarflokkarnir létu undan háværum kröfum stórfyrirtækja og samtaka þeirra um að veikja íslenskt samkeppniseftirlit með breytingu á samkeppnislögunum. Samkeppniseftirlitið og fleiri höfðu bent á að viðbrögð stjórnvalda við COVID-19 geti haft mikil áhrif á samkeppnishæfni Íslands og lífskjör í landinu um langt skeið. Þess vegna væri mikilvægt að stjórnvöld tryggi að viðbrögð verði ekki á þá leið að minnka samkeppni, veikja samkeppnislög eða Samkeppniseftirlitið. Þessi varnaðarorð hunsuðu stjórnarflokkarnir og samþykktu að auðvelda samruna stórra fyrirtækja sem eiga nú sjálf að meta það hvort skilyrði samkeppnislaganna til samstarfs séu uppfyllt. Við í Samfylkingunni höfnuðum þessum breytingum alfarið og vildum verja hag neytenda og almennings í þessum efnum. Við töldum slíkar breytingar á samkeppnislögum ekkert erindi eiga í miðjum veirufaraldri og mesta samdrætti lýðveldissögunnar þegar veruleg hætta er á samþjöppun í efnahagslífinu sem gengur gegn hag neytenda. Endurráðning í starfsaldursröð Við í Samfylkingunni lögðum til að skýrt yrði kveðið á um í lögum um stuðning við fyrirtæki í uppsagnarfresti, að við endurráðningu yrði farið eftir starfsaldursröð. Þessu höfnuðu stjórnarflokkarnir eindregið. Þau vildu að fyrirtækin hefðu frjálsar hendur um endurráðningu og að hefðir á vinnumarkaði yrði ekki virtar. Nú hefur komið í ljós að Icelandair, fyrirtækið sem hefur fengið stærstan hluta aðstoðarinnar, hefur kosið að ganga fram hjá fólki með langa starfsreynslu og gera að því er virðist með því tilraun til að brjóta upp stéttarfélagssamstöðu flugfreyja sem átt hafa í erfiðri kjarabaráttu. Í stað þess að vinna að sátt og ró virðist fyrirtækið ganga fram hjá starfsfólki sem beitti sér í kjarabaráttunni. Svona aðfarir eiga ekki að sjást á okkar tímum og brýnt er að standa vörð um samningsrétt og rétt launafólks til að berjast fyrir kjörum sínum án ótta við afleiðingarnar. Leynist einhverjum að hér á landi sé ríkisstjórn sérhagsmuna við völd? Ríkisstjórn sem á erfiðum tímum ver hag stórra fyrirtækja í einokunarstöðu og vinnur um leið gegn hag almennings og launamanna. Slík ríkisstjórn er ekki á vetur setjandi. Hvað gerist næst? Á næstu vikum þurfa stjórnvöld að taka ákvarðanir sem varða heilsu fólks en einnig um afkomu fyrirtækja í vanda, afkomu þeirra sem misst hafa vinnuna og menntun barna og ungmenna í landinu. Ákvarðanir sem hafa félagsleg áhrif á stóra hópa en einnig efnahagleg áhrif. Treystir fólk þessari ríkisstjórn til að vinna að almannahag? Það geri ég ekki. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Alþingi Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Úr ríkissjóði fara milljarðar til fyrirtækja í vanda í þeirri von að þau geti hafið starfsemi að nýju eftir að faraldurinn hefur gengið yfir. Slíkur stuðningur er réttlætanlegur og nauðsynlegur í miðjum heimsfaraldri og í fordæmalausri stöðu en þá verður líka að tryggja um leið að sérhagsmunir ráði ekki för og stuðningurinn má ekki vera nánast skilyrðislaus. Því miður er raunin önnur. Með lagasetningu hefur ríkisstjórnin unnið gegn stöðu launamanna á erfiðum tímum með því að gefa fyrirtækjum algjört sjálfdæmi um endurráðningar eftir starfsaldursröð og kynt undir ósætti á vinnumarkaði. Hún hefur gert það mögulegt að fyrirtæki með tengsl við skattaskjól fái stuðning frá almennum skattgreiðendum sem halda uppi velferðarkerfinu. Stjórnarflokkarnir hafa með lagasetningu sinni látið undan kröfum stórra fyrirtækja um stóra samruna og gefið þeim sjálfdæmi um samráð á markaði. Og samtímis neitað alfarið að gera kröfur til stærri fyrirtækja um aðgerðir í loftslagsmálum. Skattaskjól engin fyrirstaða Við jafnaðarmenn lögðum til að þau fyrirtæki sem hefðu verið í virkum tengslum við skattaskjól síðastliðin þrjú ár fengju ekki styrk úr ríkissjóði, enda hefðu þau sjálf sagt sig frá stuðningi skattgreiðenda með hátterni sínu. Stjórnarflokkarnir höfnuðu þessu og gerðu engar athugasemdir við ríkisstyrki til skattsvikara af því tagi. Aðgerðarleysi í loftlagsmálum Við lögðum einnig til að krafa um loftslagsbókhald og aðgerðaráætlun í loftslagsmálum yrði gerð til stærri fyrirtækja sem fengju ríkisstuðning. Loftslagsváin er stærsta sameiginlega vandamál mannkyns. Loftslagsváin hverfur ekkert eða tekur pásu á meðan við erum að glíma við heimsfaraldur. Við vildum gera þá einföldu kröfu að fyrirtæki sem segja 10 manns eða fleiri upp settu loftslagsmálin á dagskrá ef þau hefðu ekki nú þegar gert það. Fyrirtækin tækju stöðuna á loftslagsbókhaldi fyrirtækjanna og geri áætlun til næstu fimm ára. Stjórnarflokkarnir höfnuðu þessu skilyrði og vildu ekki setja loftslagsmálin á dagskrá. Veiking Samkeppniseftirlitsins Við mótmæltum því harðlega þegar stjórnarflokkarnir létu undan háværum kröfum stórfyrirtækja og samtaka þeirra um að veikja íslenskt samkeppniseftirlit með breytingu á samkeppnislögunum. Samkeppniseftirlitið og fleiri höfðu bent á að viðbrögð stjórnvalda við COVID-19 geti haft mikil áhrif á samkeppnishæfni Íslands og lífskjör í landinu um langt skeið. Þess vegna væri mikilvægt að stjórnvöld tryggi að viðbrögð verði ekki á þá leið að minnka samkeppni, veikja samkeppnislög eða Samkeppniseftirlitið. Þessi varnaðarorð hunsuðu stjórnarflokkarnir og samþykktu að auðvelda samruna stórra fyrirtækja sem eiga nú sjálf að meta það hvort skilyrði samkeppnislaganna til samstarfs séu uppfyllt. Við í Samfylkingunni höfnuðum þessum breytingum alfarið og vildum verja hag neytenda og almennings í þessum efnum. Við töldum slíkar breytingar á samkeppnislögum ekkert erindi eiga í miðjum veirufaraldri og mesta samdrætti lýðveldissögunnar þegar veruleg hætta er á samþjöppun í efnahagslífinu sem gengur gegn hag neytenda. Endurráðning í starfsaldursröð Við í Samfylkingunni lögðum til að skýrt yrði kveðið á um í lögum um stuðning við fyrirtæki í uppsagnarfresti, að við endurráðningu yrði farið eftir starfsaldursröð. Þessu höfnuðu stjórnarflokkarnir eindregið. Þau vildu að fyrirtækin hefðu frjálsar hendur um endurráðningu og að hefðir á vinnumarkaði yrði ekki virtar. Nú hefur komið í ljós að Icelandair, fyrirtækið sem hefur fengið stærstan hluta aðstoðarinnar, hefur kosið að ganga fram hjá fólki með langa starfsreynslu og gera að því er virðist með því tilraun til að brjóta upp stéttarfélagssamstöðu flugfreyja sem átt hafa í erfiðri kjarabaráttu. Í stað þess að vinna að sátt og ró virðist fyrirtækið ganga fram hjá starfsfólki sem beitti sér í kjarabaráttunni. Svona aðfarir eiga ekki að sjást á okkar tímum og brýnt er að standa vörð um samningsrétt og rétt launafólks til að berjast fyrir kjörum sínum án ótta við afleiðingarnar. Leynist einhverjum að hér á landi sé ríkisstjórn sérhagsmuna við völd? Ríkisstjórn sem á erfiðum tímum ver hag stórra fyrirtækja í einokunarstöðu og vinnur um leið gegn hag almennings og launamanna. Slík ríkisstjórn er ekki á vetur setjandi. Hvað gerist næst? Á næstu vikum þurfa stjórnvöld að taka ákvarðanir sem varða heilsu fólks en einnig um afkomu fyrirtækja í vanda, afkomu þeirra sem misst hafa vinnuna og menntun barna og ungmenna í landinu. Ákvarðanir sem hafa félagsleg áhrif á stóra hópa en einnig efnahagleg áhrif. Treystir fólk þessari ríkisstjórn til að vinna að almannahag? Það geri ég ekki. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun