Ekki traustsins verð Oddný G. Harðardóttir skrifar 11. ágúst 2020 12:30 Úr ríkissjóði fara milljarðar til fyrirtækja í vanda í þeirri von að þau geti hafið starfsemi að nýju eftir að faraldurinn hefur gengið yfir. Slíkur stuðningur er réttlætanlegur og nauðsynlegur í miðjum heimsfaraldri og í fordæmalausri stöðu en þá verður líka að tryggja um leið að sérhagsmunir ráði ekki för og stuðningurinn má ekki vera nánast skilyrðislaus. Því miður er raunin önnur. Með lagasetningu hefur ríkisstjórnin unnið gegn stöðu launamanna á erfiðum tímum með því að gefa fyrirtækjum algjört sjálfdæmi um endurráðningar eftir starfsaldursröð og kynt undir ósætti á vinnumarkaði. Hún hefur gert það mögulegt að fyrirtæki með tengsl við skattaskjól fái stuðning frá almennum skattgreiðendum sem halda uppi velferðarkerfinu. Stjórnarflokkarnir hafa með lagasetningu sinni látið undan kröfum stórra fyrirtækja um stóra samruna og gefið þeim sjálfdæmi um samráð á markaði. Og samtímis neitað alfarið að gera kröfur til stærri fyrirtækja um aðgerðir í loftslagsmálum. Skattaskjól engin fyrirstaða Við jafnaðarmenn lögðum til að þau fyrirtæki sem hefðu verið í virkum tengslum við skattaskjól síðastliðin þrjú ár fengju ekki styrk úr ríkissjóði, enda hefðu þau sjálf sagt sig frá stuðningi skattgreiðenda með hátterni sínu. Stjórnarflokkarnir höfnuðu þessu og gerðu engar athugasemdir við ríkisstyrki til skattsvikara af því tagi. Aðgerðarleysi í loftlagsmálum Við lögðum einnig til að krafa um loftslagsbókhald og aðgerðaráætlun í loftslagsmálum yrði gerð til stærri fyrirtækja sem fengju ríkisstuðning. Loftslagsváin er stærsta sameiginlega vandamál mannkyns. Loftslagsváin hverfur ekkert eða tekur pásu á meðan við erum að glíma við heimsfaraldur. Við vildum gera þá einföldu kröfu að fyrirtæki sem segja 10 manns eða fleiri upp settu loftslagsmálin á dagskrá ef þau hefðu ekki nú þegar gert það. Fyrirtækin tækju stöðuna á loftslagsbókhaldi fyrirtækjanna og geri áætlun til næstu fimm ára. Stjórnarflokkarnir höfnuðu þessu skilyrði og vildu ekki setja loftslagsmálin á dagskrá. Veiking Samkeppniseftirlitsins Við mótmæltum því harðlega þegar stjórnarflokkarnir létu undan háværum kröfum stórfyrirtækja og samtaka þeirra um að veikja íslenskt samkeppniseftirlit með breytingu á samkeppnislögunum. Samkeppniseftirlitið og fleiri höfðu bent á að viðbrögð stjórnvalda við COVID-19 geti haft mikil áhrif á samkeppnishæfni Íslands og lífskjör í landinu um langt skeið. Þess vegna væri mikilvægt að stjórnvöld tryggi að viðbrögð verði ekki á þá leið að minnka samkeppni, veikja samkeppnislög eða Samkeppniseftirlitið. Þessi varnaðarorð hunsuðu stjórnarflokkarnir og samþykktu að auðvelda samruna stórra fyrirtækja sem eiga nú sjálf að meta það hvort skilyrði samkeppnislaganna til samstarfs séu uppfyllt. Við í Samfylkingunni höfnuðum þessum breytingum alfarið og vildum verja hag neytenda og almennings í þessum efnum. Við töldum slíkar breytingar á samkeppnislögum ekkert erindi eiga í miðjum veirufaraldri og mesta samdrætti lýðveldissögunnar þegar veruleg hætta er á samþjöppun í efnahagslífinu sem gengur gegn hag neytenda. Endurráðning í starfsaldursröð Við í Samfylkingunni lögðum til að skýrt yrði kveðið á um í lögum um stuðning við fyrirtæki í uppsagnarfresti, að við endurráðningu yrði farið eftir starfsaldursröð. Þessu höfnuðu stjórnarflokkarnir eindregið. Þau vildu að fyrirtækin hefðu frjálsar hendur um endurráðningu og að hefðir á vinnumarkaði yrði ekki virtar. Nú hefur komið í ljós að Icelandair, fyrirtækið sem hefur fengið stærstan hluta aðstoðarinnar, hefur kosið að ganga fram hjá fólki með langa starfsreynslu og gera að því er virðist með því tilraun til að brjóta upp stéttarfélagssamstöðu flugfreyja sem átt hafa í erfiðri kjarabaráttu. Í stað þess að vinna að sátt og ró virðist fyrirtækið ganga fram hjá starfsfólki sem beitti sér í kjarabaráttunni. Svona aðfarir eiga ekki að sjást á okkar tímum og brýnt er að standa vörð um samningsrétt og rétt launafólks til að berjast fyrir kjörum sínum án ótta við afleiðingarnar. Leynist einhverjum að hér á landi sé ríkisstjórn sérhagsmuna við völd? Ríkisstjórn sem á erfiðum tímum ver hag stórra fyrirtækja í einokunarstöðu og vinnur um leið gegn hag almennings og launamanna. Slík ríkisstjórn er ekki á vetur setjandi. Hvað gerist næst? Á næstu vikum þurfa stjórnvöld að taka ákvarðanir sem varða heilsu fólks en einnig um afkomu fyrirtækja í vanda, afkomu þeirra sem misst hafa vinnuna og menntun barna og ungmenna í landinu. Ákvarðanir sem hafa félagsleg áhrif á stóra hópa en einnig efnahagleg áhrif. Treystir fólk þessari ríkisstjórn til að vinna að almannahag? Það geri ég ekki. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Alþingi Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Úr ríkissjóði fara milljarðar til fyrirtækja í vanda í þeirri von að þau geti hafið starfsemi að nýju eftir að faraldurinn hefur gengið yfir. Slíkur stuðningur er réttlætanlegur og nauðsynlegur í miðjum heimsfaraldri og í fordæmalausri stöðu en þá verður líka að tryggja um leið að sérhagsmunir ráði ekki för og stuðningurinn má ekki vera nánast skilyrðislaus. Því miður er raunin önnur. Með lagasetningu hefur ríkisstjórnin unnið gegn stöðu launamanna á erfiðum tímum með því að gefa fyrirtækjum algjört sjálfdæmi um endurráðningar eftir starfsaldursröð og kynt undir ósætti á vinnumarkaði. Hún hefur gert það mögulegt að fyrirtæki með tengsl við skattaskjól fái stuðning frá almennum skattgreiðendum sem halda uppi velferðarkerfinu. Stjórnarflokkarnir hafa með lagasetningu sinni látið undan kröfum stórra fyrirtækja um stóra samruna og gefið þeim sjálfdæmi um samráð á markaði. Og samtímis neitað alfarið að gera kröfur til stærri fyrirtækja um aðgerðir í loftslagsmálum. Skattaskjól engin fyrirstaða Við jafnaðarmenn lögðum til að þau fyrirtæki sem hefðu verið í virkum tengslum við skattaskjól síðastliðin þrjú ár fengju ekki styrk úr ríkissjóði, enda hefðu þau sjálf sagt sig frá stuðningi skattgreiðenda með hátterni sínu. Stjórnarflokkarnir höfnuðu þessu og gerðu engar athugasemdir við ríkisstyrki til skattsvikara af því tagi. Aðgerðarleysi í loftlagsmálum Við lögðum einnig til að krafa um loftslagsbókhald og aðgerðaráætlun í loftslagsmálum yrði gerð til stærri fyrirtækja sem fengju ríkisstuðning. Loftslagsváin er stærsta sameiginlega vandamál mannkyns. Loftslagsváin hverfur ekkert eða tekur pásu á meðan við erum að glíma við heimsfaraldur. Við vildum gera þá einföldu kröfu að fyrirtæki sem segja 10 manns eða fleiri upp settu loftslagsmálin á dagskrá ef þau hefðu ekki nú þegar gert það. Fyrirtækin tækju stöðuna á loftslagsbókhaldi fyrirtækjanna og geri áætlun til næstu fimm ára. Stjórnarflokkarnir höfnuðu þessu skilyrði og vildu ekki setja loftslagsmálin á dagskrá. Veiking Samkeppniseftirlitsins Við mótmæltum því harðlega þegar stjórnarflokkarnir létu undan háværum kröfum stórfyrirtækja og samtaka þeirra um að veikja íslenskt samkeppniseftirlit með breytingu á samkeppnislögunum. Samkeppniseftirlitið og fleiri höfðu bent á að viðbrögð stjórnvalda við COVID-19 geti haft mikil áhrif á samkeppnishæfni Íslands og lífskjör í landinu um langt skeið. Þess vegna væri mikilvægt að stjórnvöld tryggi að viðbrögð verði ekki á þá leið að minnka samkeppni, veikja samkeppnislög eða Samkeppniseftirlitið. Þessi varnaðarorð hunsuðu stjórnarflokkarnir og samþykktu að auðvelda samruna stórra fyrirtækja sem eiga nú sjálf að meta það hvort skilyrði samkeppnislaganna til samstarfs séu uppfyllt. Við í Samfylkingunni höfnuðum þessum breytingum alfarið og vildum verja hag neytenda og almennings í þessum efnum. Við töldum slíkar breytingar á samkeppnislögum ekkert erindi eiga í miðjum veirufaraldri og mesta samdrætti lýðveldissögunnar þegar veruleg hætta er á samþjöppun í efnahagslífinu sem gengur gegn hag neytenda. Endurráðning í starfsaldursröð Við í Samfylkingunni lögðum til að skýrt yrði kveðið á um í lögum um stuðning við fyrirtæki í uppsagnarfresti, að við endurráðningu yrði farið eftir starfsaldursröð. Þessu höfnuðu stjórnarflokkarnir eindregið. Þau vildu að fyrirtækin hefðu frjálsar hendur um endurráðningu og að hefðir á vinnumarkaði yrði ekki virtar. Nú hefur komið í ljós að Icelandair, fyrirtækið sem hefur fengið stærstan hluta aðstoðarinnar, hefur kosið að ganga fram hjá fólki með langa starfsreynslu og gera að því er virðist með því tilraun til að brjóta upp stéttarfélagssamstöðu flugfreyja sem átt hafa í erfiðri kjarabaráttu. Í stað þess að vinna að sátt og ró virðist fyrirtækið ganga fram hjá starfsfólki sem beitti sér í kjarabaráttunni. Svona aðfarir eiga ekki að sjást á okkar tímum og brýnt er að standa vörð um samningsrétt og rétt launafólks til að berjast fyrir kjörum sínum án ótta við afleiðingarnar. Leynist einhverjum að hér á landi sé ríkisstjórn sérhagsmuna við völd? Ríkisstjórn sem á erfiðum tímum ver hag stórra fyrirtækja í einokunarstöðu og vinnur um leið gegn hag almennings og launamanna. Slík ríkisstjórn er ekki á vetur setjandi. Hvað gerist næst? Á næstu vikum þurfa stjórnvöld að taka ákvarðanir sem varða heilsu fólks en einnig um afkomu fyrirtækja í vanda, afkomu þeirra sem misst hafa vinnuna og menntun barna og ungmenna í landinu. Ákvarðanir sem hafa félagsleg áhrif á stóra hópa en einnig efnahagleg áhrif. Treystir fólk þessari ríkisstjórn til að vinna að almannahag? Það geri ég ekki. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun