Hvað má og hvað má ekki? Halla María Sveinbjörnsdóttir og Hildur Ösp Gylfadóttir skrifa 3. júlí 2020 08:00 Fjölbreytt reynsla og ólík sjónarmið eru nær ómetanleg þegar kemur að rekstri stofnana og fyrirtækja. Fiskistofa hefur lengi leitast við að tryggja slíka fjölbreytni meðal síns starfsfólks og hefur náð talsverðum árangri í þeim efnum og meðal annars náð að jafna kynjahlutföll í skrifstofustörfum stofnunarinnar. Á hinn bóginn hefur reynst erfiðara að jafna hlut kynja þegar kemur að störfum við veiðieftirlit en nú gegna karlar um 90% þeirra starfa. Veiðieftirlit Fiskistofu fer fram til lands og sjávar og hefur reynsla af sjómennsku og störfum í sjávarútvegi löngum verið ein meginkrafa til starfsins. Því miður virðast fáar konur hér á landi uppfylla þau skilyrði og er ljóst að menningarlegar hugmyndir um sjómennsku sem karlastarf séu enn ríkjandi sem og úreld trú um að sjómennska sé ekki hentugur starfsvettvangur fyrir konur. Fiskistofa telur mögulegt að ráða nokkra starfsmenn til eftirlits án fyrrgreindrar reynslu og er vilji til að nýta það svigrúm til að jafna kynjahlutföllin. (Ó)lögleg auglýsing? Árið 2017 auglýsti Fiskistofa sérstaklega eftir konum í störf veiðieftirlitsmanna. Við gerð auglýsingarinnar hafði stofnunin samráð við Jafnréttisstofu sem taldi efni hennar standast lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008 en í 26. grein þeirra kemur m.a. fram að heimilt sé að auglýsa eftir starfsmanni af öðru kyninu fremur en hinu ef tilgangurinn er að stuðla að jafnari kynjaskiptingu innan starfsgreinarinnar. Þegar Fiskistofa ætlaði að birta auglýsinguna á Starfatorgi taldi fjármála- og efnahagsráðuneytið hana hins vegar stangast á við lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna nr. 70/1996, þar sem tekið er fram að konur og karlar hafi jafnan rétt til opinberra starfa. Í kjölfarið ákvað Fiskistofa að draga auglýsinguna til baka. Jafnréttisstofa óskaði þá eftir túlkun kærunefndar jafnréttismála á 24. og 26. gr. laga nr. 10/2008, en stofnunin túlkar þær greinar með þeim hætti að heimilt sé að auglýsa eftir starfsmanni af öðru hvoru kyninu þegar tilgangurinn væri ótvírætt að stuðla að jafnri kynjaskiptingu hjá viðkomandi stofnun. Í 2. mgr. 24. gr. laganna kemur enda fram að sértækar aðgerðir gangi ekki gegn lögum nr. 10/2008. Niðurstaða fékkst þó aldrei í málið þar sem kærunefndin vísaði málinu frá, með úrskurði nr. 6/2017, þar sem Fiskistofa hafði dregið auglýsinguna til baka og því ekki brotið lög. Hver er staðan? Enn er því óljóst hvort tilraun Fiskistofu til að jafna kynjahlutföll hafi verið lögmæt eða hversu langt megi ganga. Stjórnendum Fiskistofu finnst mikilvægt að ná fram meiri fjölbreytileika í hópi eftirlitsmanna en til þess þarf fyrirmyndir og hvata. Það er mat stjórnenda að áhrifaríkasta leiðin til að fá konur til eftirlitsstarfa sé að auglýsa af og til eingöngu eftir konum, þar til viðunandi árangur næst við að jafna kynjahlutföllin. Velta má fyrir sér hvort löggjafinn hafi ætlað sértækum aðgerðum hlutverk í tilvikum sem þessum en í núgildandi löggjöf er það óljóst. Heildarendurskoðun jafnréttislaga stendur nú yfir og mikilvægt er að vilji löggjafans komi fram með skýrum hætti varðandi heimildir atvinnurekanda til að jafna kynjahlutföll á vinnustað sínum og að tryggja að hann hafi þau verkfæri sem þarf til þess að uppfylla þessa lögbundnu skyldu. Halla María Sveinbjörnsdóttir, lögfræðingur hjá Fiskistofu Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri mannauðs- og fjármála hjá Fiskistofu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnsýsla Sjávarútvegur Mest lesið Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir Skoðun Íslendingar eru dónalegir, óhófsamir, þjófóttir villimenn Sif Sigmarsdóttir Fastir pennar Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström skrifar Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson skrifar Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Sjá meira
Fjölbreytt reynsla og ólík sjónarmið eru nær ómetanleg þegar kemur að rekstri stofnana og fyrirtækja. Fiskistofa hefur lengi leitast við að tryggja slíka fjölbreytni meðal síns starfsfólks og hefur náð talsverðum árangri í þeim efnum og meðal annars náð að jafna kynjahlutföll í skrifstofustörfum stofnunarinnar. Á hinn bóginn hefur reynst erfiðara að jafna hlut kynja þegar kemur að störfum við veiðieftirlit en nú gegna karlar um 90% þeirra starfa. Veiðieftirlit Fiskistofu fer fram til lands og sjávar og hefur reynsla af sjómennsku og störfum í sjávarútvegi löngum verið ein meginkrafa til starfsins. Því miður virðast fáar konur hér á landi uppfylla þau skilyrði og er ljóst að menningarlegar hugmyndir um sjómennsku sem karlastarf séu enn ríkjandi sem og úreld trú um að sjómennska sé ekki hentugur starfsvettvangur fyrir konur. Fiskistofa telur mögulegt að ráða nokkra starfsmenn til eftirlits án fyrrgreindrar reynslu og er vilji til að nýta það svigrúm til að jafna kynjahlutföllin. (Ó)lögleg auglýsing? Árið 2017 auglýsti Fiskistofa sérstaklega eftir konum í störf veiðieftirlitsmanna. Við gerð auglýsingarinnar hafði stofnunin samráð við Jafnréttisstofu sem taldi efni hennar standast lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008 en í 26. grein þeirra kemur m.a. fram að heimilt sé að auglýsa eftir starfsmanni af öðru kyninu fremur en hinu ef tilgangurinn er að stuðla að jafnari kynjaskiptingu innan starfsgreinarinnar. Þegar Fiskistofa ætlaði að birta auglýsinguna á Starfatorgi taldi fjármála- og efnahagsráðuneytið hana hins vegar stangast á við lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna nr. 70/1996, þar sem tekið er fram að konur og karlar hafi jafnan rétt til opinberra starfa. Í kjölfarið ákvað Fiskistofa að draga auglýsinguna til baka. Jafnréttisstofa óskaði þá eftir túlkun kærunefndar jafnréttismála á 24. og 26. gr. laga nr. 10/2008, en stofnunin túlkar þær greinar með þeim hætti að heimilt sé að auglýsa eftir starfsmanni af öðru hvoru kyninu þegar tilgangurinn væri ótvírætt að stuðla að jafnri kynjaskiptingu hjá viðkomandi stofnun. Í 2. mgr. 24. gr. laganna kemur enda fram að sértækar aðgerðir gangi ekki gegn lögum nr. 10/2008. Niðurstaða fékkst þó aldrei í málið þar sem kærunefndin vísaði málinu frá, með úrskurði nr. 6/2017, þar sem Fiskistofa hafði dregið auglýsinguna til baka og því ekki brotið lög. Hver er staðan? Enn er því óljóst hvort tilraun Fiskistofu til að jafna kynjahlutföll hafi verið lögmæt eða hversu langt megi ganga. Stjórnendum Fiskistofu finnst mikilvægt að ná fram meiri fjölbreytileika í hópi eftirlitsmanna en til þess þarf fyrirmyndir og hvata. Það er mat stjórnenda að áhrifaríkasta leiðin til að fá konur til eftirlitsstarfa sé að auglýsa af og til eingöngu eftir konum, þar til viðunandi árangur næst við að jafna kynjahlutföllin. Velta má fyrir sér hvort löggjafinn hafi ætlað sértækum aðgerðum hlutverk í tilvikum sem þessum en í núgildandi löggjöf er það óljóst. Heildarendurskoðun jafnréttislaga stendur nú yfir og mikilvægt er að vilji löggjafans komi fram með skýrum hætti varðandi heimildir atvinnurekanda til að jafna kynjahlutföll á vinnustað sínum og að tryggja að hann hafi þau verkfæri sem þarf til þess að uppfylla þessa lögbundnu skyldu. Halla María Sveinbjörnsdóttir, lögfræðingur hjá Fiskistofu Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri mannauðs- og fjármála hjá Fiskistofu
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun
Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun
Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun