Hvað má og hvað má ekki? Halla María Sveinbjörnsdóttir og Hildur Ösp Gylfadóttir skrifa 3. júlí 2020 08:00 Fjölbreytt reynsla og ólík sjónarmið eru nær ómetanleg þegar kemur að rekstri stofnana og fyrirtækja. Fiskistofa hefur lengi leitast við að tryggja slíka fjölbreytni meðal síns starfsfólks og hefur náð talsverðum árangri í þeim efnum og meðal annars náð að jafna kynjahlutföll í skrifstofustörfum stofnunarinnar. Á hinn bóginn hefur reynst erfiðara að jafna hlut kynja þegar kemur að störfum við veiðieftirlit en nú gegna karlar um 90% þeirra starfa. Veiðieftirlit Fiskistofu fer fram til lands og sjávar og hefur reynsla af sjómennsku og störfum í sjávarútvegi löngum verið ein meginkrafa til starfsins. Því miður virðast fáar konur hér á landi uppfylla þau skilyrði og er ljóst að menningarlegar hugmyndir um sjómennsku sem karlastarf séu enn ríkjandi sem og úreld trú um að sjómennska sé ekki hentugur starfsvettvangur fyrir konur. Fiskistofa telur mögulegt að ráða nokkra starfsmenn til eftirlits án fyrrgreindrar reynslu og er vilji til að nýta það svigrúm til að jafna kynjahlutföllin. (Ó)lögleg auglýsing? Árið 2017 auglýsti Fiskistofa sérstaklega eftir konum í störf veiðieftirlitsmanna. Við gerð auglýsingarinnar hafði stofnunin samráð við Jafnréttisstofu sem taldi efni hennar standast lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008 en í 26. grein þeirra kemur m.a. fram að heimilt sé að auglýsa eftir starfsmanni af öðru kyninu fremur en hinu ef tilgangurinn er að stuðla að jafnari kynjaskiptingu innan starfsgreinarinnar. Þegar Fiskistofa ætlaði að birta auglýsinguna á Starfatorgi taldi fjármála- og efnahagsráðuneytið hana hins vegar stangast á við lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna nr. 70/1996, þar sem tekið er fram að konur og karlar hafi jafnan rétt til opinberra starfa. Í kjölfarið ákvað Fiskistofa að draga auglýsinguna til baka. Jafnréttisstofa óskaði þá eftir túlkun kærunefndar jafnréttismála á 24. og 26. gr. laga nr. 10/2008, en stofnunin túlkar þær greinar með þeim hætti að heimilt sé að auglýsa eftir starfsmanni af öðru hvoru kyninu þegar tilgangurinn væri ótvírætt að stuðla að jafnri kynjaskiptingu hjá viðkomandi stofnun. Í 2. mgr. 24. gr. laganna kemur enda fram að sértækar aðgerðir gangi ekki gegn lögum nr. 10/2008. Niðurstaða fékkst þó aldrei í málið þar sem kærunefndin vísaði málinu frá, með úrskurði nr. 6/2017, þar sem Fiskistofa hafði dregið auglýsinguna til baka og því ekki brotið lög. Hver er staðan? Enn er því óljóst hvort tilraun Fiskistofu til að jafna kynjahlutföll hafi verið lögmæt eða hversu langt megi ganga. Stjórnendum Fiskistofu finnst mikilvægt að ná fram meiri fjölbreytileika í hópi eftirlitsmanna en til þess þarf fyrirmyndir og hvata. Það er mat stjórnenda að áhrifaríkasta leiðin til að fá konur til eftirlitsstarfa sé að auglýsa af og til eingöngu eftir konum, þar til viðunandi árangur næst við að jafna kynjahlutföllin. Velta má fyrir sér hvort löggjafinn hafi ætlað sértækum aðgerðum hlutverk í tilvikum sem þessum en í núgildandi löggjöf er það óljóst. Heildarendurskoðun jafnréttislaga stendur nú yfir og mikilvægt er að vilji löggjafans komi fram með skýrum hætti varðandi heimildir atvinnurekanda til að jafna kynjahlutföll á vinnustað sínum og að tryggja að hann hafi þau verkfæri sem þarf til þess að uppfylla þessa lögbundnu skyldu. Halla María Sveinbjörnsdóttir, lögfræðingur hjá Fiskistofu Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri mannauðs- og fjármála hjá Fiskistofu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnsýsla Sjávarútvegur Mest lesið Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Árni Sæberg skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Fjölbreytt reynsla og ólík sjónarmið eru nær ómetanleg þegar kemur að rekstri stofnana og fyrirtækja. Fiskistofa hefur lengi leitast við að tryggja slíka fjölbreytni meðal síns starfsfólks og hefur náð talsverðum árangri í þeim efnum og meðal annars náð að jafna kynjahlutföll í skrifstofustörfum stofnunarinnar. Á hinn bóginn hefur reynst erfiðara að jafna hlut kynja þegar kemur að störfum við veiðieftirlit en nú gegna karlar um 90% þeirra starfa. Veiðieftirlit Fiskistofu fer fram til lands og sjávar og hefur reynsla af sjómennsku og störfum í sjávarútvegi löngum verið ein meginkrafa til starfsins. Því miður virðast fáar konur hér á landi uppfylla þau skilyrði og er ljóst að menningarlegar hugmyndir um sjómennsku sem karlastarf séu enn ríkjandi sem og úreld trú um að sjómennska sé ekki hentugur starfsvettvangur fyrir konur. Fiskistofa telur mögulegt að ráða nokkra starfsmenn til eftirlits án fyrrgreindrar reynslu og er vilji til að nýta það svigrúm til að jafna kynjahlutföllin. (Ó)lögleg auglýsing? Árið 2017 auglýsti Fiskistofa sérstaklega eftir konum í störf veiðieftirlitsmanna. Við gerð auglýsingarinnar hafði stofnunin samráð við Jafnréttisstofu sem taldi efni hennar standast lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008 en í 26. grein þeirra kemur m.a. fram að heimilt sé að auglýsa eftir starfsmanni af öðru kyninu fremur en hinu ef tilgangurinn er að stuðla að jafnari kynjaskiptingu innan starfsgreinarinnar. Þegar Fiskistofa ætlaði að birta auglýsinguna á Starfatorgi taldi fjármála- og efnahagsráðuneytið hana hins vegar stangast á við lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna nr. 70/1996, þar sem tekið er fram að konur og karlar hafi jafnan rétt til opinberra starfa. Í kjölfarið ákvað Fiskistofa að draga auglýsinguna til baka. Jafnréttisstofa óskaði þá eftir túlkun kærunefndar jafnréttismála á 24. og 26. gr. laga nr. 10/2008, en stofnunin túlkar þær greinar með þeim hætti að heimilt sé að auglýsa eftir starfsmanni af öðru hvoru kyninu þegar tilgangurinn væri ótvírætt að stuðla að jafnri kynjaskiptingu hjá viðkomandi stofnun. Í 2. mgr. 24. gr. laganna kemur enda fram að sértækar aðgerðir gangi ekki gegn lögum nr. 10/2008. Niðurstaða fékkst þó aldrei í málið þar sem kærunefndin vísaði málinu frá, með úrskurði nr. 6/2017, þar sem Fiskistofa hafði dregið auglýsinguna til baka og því ekki brotið lög. Hver er staðan? Enn er því óljóst hvort tilraun Fiskistofu til að jafna kynjahlutföll hafi verið lögmæt eða hversu langt megi ganga. Stjórnendum Fiskistofu finnst mikilvægt að ná fram meiri fjölbreytileika í hópi eftirlitsmanna en til þess þarf fyrirmyndir og hvata. Það er mat stjórnenda að áhrifaríkasta leiðin til að fá konur til eftirlitsstarfa sé að auglýsa af og til eingöngu eftir konum, þar til viðunandi árangur næst við að jafna kynjahlutföllin. Velta má fyrir sér hvort löggjafinn hafi ætlað sértækum aðgerðum hlutverk í tilvikum sem þessum en í núgildandi löggjöf er það óljóst. Heildarendurskoðun jafnréttislaga stendur nú yfir og mikilvægt er að vilji löggjafans komi fram með skýrum hætti varðandi heimildir atvinnurekanda til að jafna kynjahlutföll á vinnustað sínum og að tryggja að hann hafi þau verkfæri sem þarf til þess að uppfylla þessa lögbundnu skyldu. Halla María Sveinbjörnsdóttir, lögfræðingur hjá Fiskistofu Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri mannauðs- og fjármála hjá Fiskistofu
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Árni Sæberg skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun