Auðmýktin og siðferðisþrekið í öndvegi Kristín S. Bjarnadóttir skrifar 26. júní 2020 12:30 Ég er Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands afar þakklát fyrir að gefa kost á sér áfram. Hann bar með sér ferskan blæ og setti strax sinn svip á embættið fyrir fjórum árum. Guðni þekkir forsetaembættið, valdsvið þess og ábyrgð í þaula og ber djúpa virðingu fyrir því. Hann hefur sterkt siðferðisþrek og ber sér ekki yfirlýsingaglaður á brjóst, heldur fetar af öryggi og festu vandrataðan veg auðmýktar. Hann er góðum gáfum gæddur og ber jafna virðingu fyrir því stóra sem smáa, setur sig ekki á stall, nema síður sé. Börnin eiga í honum sterka fyrirmynd og málsvara, enda sýnir hann þeim einlægan áhuga hvar sem hann kemur. Guðni er maður fólksins og endurspeglast það ríkulega í virkni hans og frumkvæði varðandi hvers konar mannréttinda- og líknarmál. Hann hikar ekki við að fara ótroðnar slóðir þegar kemur að mannúð og líkn og hefur verið brautryðjandi í mögnuðum góðverkum. Í því er hann sem forseti dýrmætur leiðtogi og fyrirmynd og á þar góðan stuðning og samverkakonu í eiginkonu sinni henni Elizu, sem einnig hefur heillað þjóðina með framgöngu sinni. Saman standa þau yfirveguð sem eitt, í góðvild sinni, gleði og styrk, ávallt reiðubúin að leggja málefnum lið í anda eflingar og sameiningar. Á allt þetta og svo miklu meira var ég minnt við heimsókn þeirra hjóna hingað til Akureyrar á dögunum. Nú veit ég að mikill meirihluti þjóðarinnar er sammála mér um hve mikils virði það er að hafa slíkt gull af manni sem hann Guðna sem forseta. Mér er því mikið í mun að við virðum kosningaréttinn okkar dýrmæta og skundum öll sem eitt á kjörstað. Finnum okkur stund í að kjósa, drífum aðra með okkur, bjóðum fólki far. Stöndum saman og sýnum Guðna og góðum gildum hans þannig raunverulegan stuðning í verki með því að veita honum þá góðu kosningu sem hann á svo innilega skilið. Tryggjum með því gildi heiðarleika, bjartsýni, visku og velvildar áfram á Bessastöðum, til farsældar fyrir okkur öll. Höfundur er hjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2020 Mest lesið Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Ég er Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands afar þakklát fyrir að gefa kost á sér áfram. Hann bar með sér ferskan blæ og setti strax sinn svip á embættið fyrir fjórum árum. Guðni þekkir forsetaembættið, valdsvið þess og ábyrgð í þaula og ber djúpa virðingu fyrir því. Hann hefur sterkt siðferðisþrek og ber sér ekki yfirlýsingaglaður á brjóst, heldur fetar af öryggi og festu vandrataðan veg auðmýktar. Hann er góðum gáfum gæddur og ber jafna virðingu fyrir því stóra sem smáa, setur sig ekki á stall, nema síður sé. Börnin eiga í honum sterka fyrirmynd og málsvara, enda sýnir hann þeim einlægan áhuga hvar sem hann kemur. Guðni er maður fólksins og endurspeglast það ríkulega í virkni hans og frumkvæði varðandi hvers konar mannréttinda- og líknarmál. Hann hikar ekki við að fara ótroðnar slóðir þegar kemur að mannúð og líkn og hefur verið brautryðjandi í mögnuðum góðverkum. Í því er hann sem forseti dýrmætur leiðtogi og fyrirmynd og á þar góðan stuðning og samverkakonu í eiginkonu sinni henni Elizu, sem einnig hefur heillað þjóðina með framgöngu sinni. Saman standa þau yfirveguð sem eitt, í góðvild sinni, gleði og styrk, ávallt reiðubúin að leggja málefnum lið í anda eflingar og sameiningar. Á allt þetta og svo miklu meira var ég minnt við heimsókn þeirra hjóna hingað til Akureyrar á dögunum. Nú veit ég að mikill meirihluti þjóðarinnar er sammála mér um hve mikils virði það er að hafa slíkt gull af manni sem hann Guðna sem forseta. Mér er því mikið í mun að við virðum kosningaréttinn okkar dýrmæta og skundum öll sem eitt á kjörstað. Finnum okkur stund í að kjósa, drífum aðra með okkur, bjóðum fólki far. Stöndum saman og sýnum Guðna og góðum gildum hans þannig raunverulegan stuðning í verki með því að veita honum þá góðu kosningu sem hann á svo innilega skilið. Tryggjum með því gildi heiðarleika, bjartsýni, visku og velvildar áfram á Bessastöðum, til farsældar fyrir okkur öll. Höfundur er hjúkrunarfræðingur.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar