COVID-19: Sameinuð sigrum við António Guterres skrifar 14. mars 2020 11:31 Hvarvetna er mikið uppnám vegna kórónaaveirunnar – COVID-19. Og ég veit að margir eru kvíðnir, áhyggjufullir og ráðvilltir. Það er alveg eðlilegt. Við stöndum frammi fyrir heilbrigðisvá sem er ólík öllu sem við höfum kynnst á ævinni. Á sama tíma breiðist veiran út, hættan vex og það reynir á heilbrigðiskerfi okkar, hagkerfi og daglegt líf okkar. Þeir sem eru berskjaldaðir, sérstaklega eldra fólk og þeir sem glíma við vanheilsu af öðru tagi, þeir sem hafa ekki aðgang að traustri heilsugæslu og hinir fátæku og þeir sem eru á jaðri samfélagsins, verða harðast fyrir barðinu á veirunni. Félagsleg og efnahagsleg áhrif útbreiðslu faraldursins og samdráttar í efnahagslífinu munu snerta okkur næstu mánuði. En útbreiðsla veirunnar mun ná hámarki. Hagkerfi okkar munu ná sér. Þangað til verðum við að leggjast saman á árarnar til þess að hægja á útbreiðslu veirunnar og gæta hvors annars. Þetta er tími gætni, ekki óðagots. Tökum vísindi fram yfir fordóma, lítum á staðreyndir og forðumst óttann. Jafnvel þóttt ástandið hafi verið flokkað sem alheimsfaraldur, getum við haft stjórn á honum. Við getum hægt á útbreiðslu, hindrað smit og bjargað mannslífum. En við verðum að grípa til fordæmalausra aðgerða hvort heldur sem persónulega, innanlands eða á alþjóðlegum vettvangi. COVID-19 er sameiginlegur óvinur okkar. Við verðum að lýsa yfir stríði á hendur veirunni. Það þýðir að ríki verða að sýna ábyrgð og efla viðnám sitt. Hvernig? Með því að setja upp hindranir, með þvi að virkja og auka almannavarnakerfi, með því að auka umtalsvert greiningargetu og umönnun sjúklinga, með því að undirbúa sjúkrahús, og tryggja að þau hafi rými, birgðir og nauðsynlegt starfsfólk, og með því að þróa læknisfræðileg inngrip sem geta bjargað mannslífum. Við berum líka öll ábyrgð á því að fara eftir ráðum lækna og stíga þau skref sem heilbrigðisyfirvöld leggja til. Auk þess að vera lýðheilsuvá er veiran að smita alþjóðlegan efnahag. Óvissa hefur leikið fjármálamarkaði hart. Birgðadreifingarkerfi heimsins hefur orðið fyrir skakkaföllum. Fjárfestingar og neysla hafa minnkað og skapað raunverulega hættu á samdrætti um allan heim. Hagfræðingar Sameinuðu þjóðanna telja að veiran geti kostað hagkerfi heimsins að minnsta kosti eina billjón Bandaríkjadala á þessu ári og kannski meira. Ekkert ríki getur unnið sigur upp á eigin spýtur. Samvinna ríkisstjórna er mikilvægari en nokkru sinni áður til að blása lífi í efnahaginn, auka opinbera fjárfestingu, glæða viðskipti. Tryggja ber markvissan stuðning við fólk og samfélög sem harðast verða úti af völdum veirunnar eða efnahagslegs umróts af hennar völdum – sérstaklega konur sem of axla hlutfallslega meiri byrði af umönnunarstarfi. Heimsfaraldur varpar ljósi á innbyrðistengsl fjölskyldu mannkyns. Það er sameiginleg ábyrgð okkar allra að hindra frekari útbreiðslu COVID-19. Sameinuðu þjóðirnar, þar á meðal Alþjóða heilbrigðismálastofnunin, vinna að þessu verkefni af fullum krafti. Við vinnum allan sólarhringinn með ríkisstjórnum, veitum alþjóðlega leiðsögn, og hjálpum heiminum að takast á við þessa vá. Við erum öll í þessu saman og við munu sigrast á þessu saman. Höfundur er aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sameinuðu þjóðirnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Hvarvetna er mikið uppnám vegna kórónaaveirunnar – COVID-19. Og ég veit að margir eru kvíðnir, áhyggjufullir og ráðvilltir. Það er alveg eðlilegt. Við stöndum frammi fyrir heilbrigðisvá sem er ólík öllu sem við höfum kynnst á ævinni. Á sama tíma breiðist veiran út, hættan vex og það reynir á heilbrigðiskerfi okkar, hagkerfi og daglegt líf okkar. Þeir sem eru berskjaldaðir, sérstaklega eldra fólk og þeir sem glíma við vanheilsu af öðru tagi, þeir sem hafa ekki aðgang að traustri heilsugæslu og hinir fátæku og þeir sem eru á jaðri samfélagsins, verða harðast fyrir barðinu á veirunni. Félagsleg og efnahagsleg áhrif útbreiðslu faraldursins og samdráttar í efnahagslífinu munu snerta okkur næstu mánuði. En útbreiðsla veirunnar mun ná hámarki. Hagkerfi okkar munu ná sér. Þangað til verðum við að leggjast saman á árarnar til þess að hægja á útbreiðslu veirunnar og gæta hvors annars. Þetta er tími gætni, ekki óðagots. Tökum vísindi fram yfir fordóma, lítum á staðreyndir og forðumst óttann. Jafnvel þóttt ástandið hafi verið flokkað sem alheimsfaraldur, getum við haft stjórn á honum. Við getum hægt á útbreiðslu, hindrað smit og bjargað mannslífum. En við verðum að grípa til fordæmalausra aðgerða hvort heldur sem persónulega, innanlands eða á alþjóðlegum vettvangi. COVID-19 er sameiginlegur óvinur okkar. Við verðum að lýsa yfir stríði á hendur veirunni. Það þýðir að ríki verða að sýna ábyrgð og efla viðnám sitt. Hvernig? Með því að setja upp hindranir, með þvi að virkja og auka almannavarnakerfi, með því að auka umtalsvert greiningargetu og umönnun sjúklinga, með því að undirbúa sjúkrahús, og tryggja að þau hafi rými, birgðir og nauðsynlegt starfsfólk, og með því að þróa læknisfræðileg inngrip sem geta bjargað mannslífum. Við berum líka öll ábyrgð á því að fara eftir ráðum lækna og stíga þau skref sem heilbrigðisyfirvöld leggja til. Auk þess að vera lýðheilsuvá er veiran að smita alþjóðlegan efnahag. Óvissa hefur leikið fjármálamarkaði hart. Birgðadreifingarkerfi heimsins hefur orðið fyrir skakkaföllum. Fjárfestingar og neysla hafa minnkað og skapað raunverulega hættu á samdrætti um allan heim. Hagfræðingar Sameinuðu þjóðanna telja að veiran geti kostað hagkerfi heimsins að minnsta kosti eina billjón Bandaríkjadala á þessu ári og kannski meira. Ekkert ríki getur unnið sigur upp á eigin spýtur. Samvinna ríkisstjórna er mikilvægari en nokkru sinni áður til að blása lífi í efnahaginn, auka opinbera fjárfestingu, glæða viðskipti. Tryggja ber markvissan stuðning við fólk og samfélög sem harðast verða úti af völdum veirunnar eða efnahagslegs umróts af hennar völdum – sérstaklega konur sem of axla hlutfallslega meiri byrði af umönnunarstarfi. Heimsfaraldur varpar ljósi á innbyrðistengsl fjölskyldu mannkyns. Það er sameiginleg ábyrgð okkar allra að hindra frekari útbreiðslu COVID-19. Sameinuðu þjóðirnar, þar á meðal Alþjóða heilbrigðismálastofnunin, vinna að þessu verkefni af fullum krafti. Við vinnum allan sólarhringinn með ríkisstjórnum, veitum alþjóðlega leiðsögn, og hjálpum heiminum að takast á við þessa vá. Við erum öll í þessu saman og við munu sigrast á þessu saman. Höfundur er aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar