Hvað eiga tölvuvírusar og Covid-19 vírusinn sameiginlegt? Anna Sif Jónsdóttir skrifar 12. mars 2020 17:34 Í raun er svarið við þessari spurningu einfalt, útbreiðsla hvorutveggja fer að miklu leyti eftir því hvernig starfsmenn fyrirtækja haga sér. Nú þegar bráðsmitandi sýking gengur yfir heiminn reynir á ýmsa þætti í fari starfsmanna sem ekki hefur reynt á áður. Fyrirtæki standa frammi fyrir nýrri áhættu sem er sýkingaráhætta og áhrif hópsmits sem getur haft áhrif á rekstrarhæfi fyrirtækjanna. Hingað til hefur nýliðafræðsla fyrirtækja snúið að þáttum er varða fyrirtækið sjálft, þau störf sem nýjum starfsmönnum er ætlað að sinna og hvernig þeim er ætlað að haga sér. Einnig hefur verið fjallað um kaup, kjör og réttindi starfsmanna á þess háttar fræðslu. Nú er spurning hvort kennsla í handþvotti og smitvörnum verði hluti af nýliðafræðslu fyrirtækja í framtíðinni? Hegðun allra starfsmanna er hluti af vörnum fyrirtækisins rétt eins og hegðun allra borgara er hluti af almannavörnum þjóðfélagsins. Í ástandi sem þessu sem nú gengur yfir er reynir á ýmsa eiginleika í fari starfsmanna sem ekki hefur reynt á áður eins og hreinlætisvenjur og heiðarleika og hlýðni. Ef einn starfsmaður óhlýðnast fyrirmælum um sóttkví og sóttvarnir getur það haft margs konar áhrif á rekstur og starfsemi félagsins auk þess að hafa áhrif á viðskiptavini. Í aðgerðaplani sínu þurfa stjórnendur fyrirtækja að huga að mörgum þáttum sem áhrif geta haft á starfsemina. Þetta aðgerðaplan er lykilplagg í öllum aðgerðum fyrirtækja, það þarf að vera í stöðugri endurskoðun og næstu skref þess prófuð. Að sjálfsögðu þurfa fyrirtæki að fylgja öllum ráðleggingum heilbrigðisyfirvalda en að ýmsu öðru þarf að huga og þær aðgerðir þurfa að koma fram í viðbragðsáætlun. Fyrirtæki þurfa nú að huga að smitvörnum og fræðslu hjá fyrirtækjum, er sápa og einnota þurrkur aðgengilegar, er spritt aðgengilegt, er hreinlæti eins og best verður á kosið á vinnusvæðum auk þess sem huga þarf að fræðslu til starfsmanna um handþvott, aðferðir við að hnerra og fleira. Einnig þarf fyrirtæki að hafa góða yfirsýn yfir ferðalög starfsmanna og sum þeirra hafa sett á ferðabann eða óska eftir að starfsmenn láti vita af ferðum sínum erlendis eins fljótt og kostur er og mæta ekki til vinnu eftir utanlandsferðir fyrr en viðbúnaðarhópur viðkomandi fyrirtækis hefur gefið heimild til þess. Þessar ráðstafanir eru í raun strangari en fyrirmæli landslæknis en aðgerðaplan hvers og eins fyrirtækis þarf að taka mið af því hversu háð starfsemin er þekkingu og viðveru starfsmanna. Huga þarf að sameiginlegum snertiflötum starfsmanna og samskiptum á vinnustað, hvort hægt sé að hamla samskiptum milli aðskildara vinnusvæða eða hæða og jafnframt aðstæðum á sameiginlegum svæðum eins og mötuneytum. Á mörgum stöðum hefur verið gripið til ráðstafana sem minnka sameiginlega snertingu starfsmanna á mötuneytum, starfsmenn mötuneyta skammta á diska og rétta starfsfólki hnífapör auk þess sem reglur hafa verið settar um það hversu margir mega sitja við hvert borð. Mögulega þurfa fyrirtæki einnig að huga að mikilvægum birgjum og til hvaða ráðstafana er gripið hjá þeim. Allar þessar aðgerðir og viðbúnaður hafa áhrif á rekstur fyrirtækja, bæði taka aðgerðirnar tíma af starfsmönnum sem koma að þeim eða stýra þeim auk þess sem aðgerðirnar sjálfar geta verið kostnaðarsamar. Útbúa þarf nokkrar sviðsmyndir miðað við möguleg og mismunandi alvarleg áhrif kórónufaraldursins á reksturinn. Fjöldamörg fyrirtæki munu eiga starfsmenn í sóttkví og mörg fyrirtæki munu standa í þeim sporum að starfsmaður þess reynist smitaður. Þá þarf að vera búið að skilgreina þann fjölda starfsmanna sem mikilvægir eru áframhaldandi rekstri og verja þarf sérstaklega þegar smit kemur upp innan fyrirtækis. Öll skref sem taka þarf við þessar aðstæður er hægt að undirbúa, þjálfa starfsmenn og prófa þætti eins og heimatengingar eða aðstöðu á vara vinnustöð hvort sem hún er heima hjá starfsmanni eða annars staðar. Vinna sumra starfsmanna er þess eðlis að þeir þurfa að hafa aðgang að mörgum mismunandi kerfum og þessa aðganga má alla prófa áður en til þess kemur að starfsmenn eru sendir heim. Fræðsla til starfsmanna er gríðarlega mikilvæg í öllum þessum skrefum. Í þessari breyttu stöðu breytast einnig verkefni eftirlitseininga í fyrirtækjum, eins og innri endurskoðanda. Margir þeirra, sérstaklega hjá eftirlitsskyldum aðilum, hafa skoðað raun eftirlit á vinnustöðum en í þeim skoðunum eru aðgangshömlur skoðaðar, öryggismál og fleira. Á fjölmennum vinnustöðvum hefur einnig verið skoðað hvernig hreinlæti og vörnum er háttað í mötuneytum til að skoða varnir gegn matareitrunum. Nú hljóta sýklavarnir hvers konar að verða hluti af skoðunum og eftirliti inni í fyrirtækjum. Það hlýtur að vera hagur allra fyrirtækja, og auka trúverðugleika og traust fjárfesta á þeim, ef tekið er á núverandi aðstæðum, sem eru nýjar og ófyrirséðar, af ábyrgð. Enn er mikil óvissa tengd veirusmitinu og öll fyrirtæki, og starfsmenn þeirra, þurfa að bregðast við þessum fordæmalausu aðstæðum af ábyrgð. Nú reynir á aðgerðaplön fyrirtækja og hversu vel þau hafa verið innleidd, kynnt og prófuð af starfsmönnum. Starfsmenn eru fyrirtækjum jafn nauðsynlegir og tölvukerfi þeirra. Höfundur er innri endurskoðandi Kviku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netöryggi Wuhan-veiran Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í raun er svarið við þessari spurningu einfalt, útbreiðsla hvorutveggja fer að miklu leyti eftir því hvernig starfsmenn fyrirtækja haga sér. Nú þegar bráðsmitandi sýking gengur yfir heiminn reynir á ýmsa þætti í fari starfsmanna sem ekki hefur reynt á áður. Fyrirtæki standa frammi fyrir nýrri áhættu sem er sýkingaráhætta og áhrif hópsmits sem getur haft áhrif á rekstrarhæfi fyrirtækjanna. Hingað til hefur nýliðafræðsla fyrirtækja snúið að þáttum er varða fyrirtækið sjálft, þau störf sem nýjum starfsmönnum er ætlað að sinna og hvernig þeim er ætlað að haga sér. Einnig hefur verið fjallað um kaup, kjör og réttindi starfsmanna á þess háttar fræðslu. Nú er spurning hvort kennsla í handþvotti og smitvörnum verði hluti af nýliðafræðslu fyrirtækja í framtíðinni? Hegðun allra starfsmanna er hluti af vörnum fyrirtækisins rétt eins og hegðun allra borgara er hluti af almannavörnum þjóðfélagsins. Í ástandi sem þessu sem nú gengur yfir er reynir á ýmsa eiginleika í fari starfsmanna sem ekki hefur reynt á áður eins og hreinlætisvenjur og heiðarleika og hlýðni. Ef einn starfsmaður óhlýðnast fyrirmælum um sóttkví og sóttvarnir getur það haft margs konar áhrif á rekstur og starfsemi félagsins auk þess að hafa áhrif á viðskiptavini. Í aðgerðaplani sínu þurfa stjórnendur fyrirtækja að huga að mörgum þáttum sem áhrif geta haft á starfsemina. Þetta aðgerðaplan er lykilplagg í öllum aðgerðum fyrirtækja, það þarf að vera í stöðugri endurskoðun og næstu skref þess prófuð. Að sjálfsögðu þurfa fyrirtæki að fylgja öllum ráðleggingum heilbrigðisyfirvalda en að ýmsu öðru þarf að huga og þær aðgerðir þurfa að koma fram í viðbragðsáætlun. Fyrirtæki þurfa nú að huga að smitvörnum og fræðslu hjá fyrirtækjum, er sápa og einnota þurrkur aðgengilegar, er spritt aðgengilegt, er hreinlæti eins og best verður á kosið á vinnusvæðum auk þess sem huga þarf að fræðslu til starfsmanna um handþvott, aðferðir við að hnerra og fleira. Einnig þarf fyrirtæki að hafa góða yfirsýn yfir ferðalög starfsmanna og sum þeirra hafa sett á ferðabann eða óska eftir að starfsmenn láti vita af ferðum sínum erlendis eins fljótt og kostur er og mæta ekki til vinnu eftir utanlandsferðir fyrr en viðbúnaðarhópur viðkomandi fyrirtækis hefur gefið heimild til þess. Þessar ráðstafanir eru í raun strangari en fyrirmæli landslæknis en aðgerðaplan hvers og eins fyrirtækis þarf að taka mið af því hversu háð starfsemin er þekkingu og viðveru starfsmanna. Huga þarf að sameiginlegum snertiflötum starfsmanna og samskiptum á vinnustað, hvort hægt sé að hamla samskiptum milli aðskildara vinnusvæða eða hæða og jafnframt aðstæðum á sameiginlegum svæðum eins og mötuneytum. Á mörgum stöðum hefur verið gripið til ráðstafana sem minnka sameiginlega snertingu starfsmanna á mötuneytum, starfsmenn mötuneyta skammta á diska og rétta starfsfólki hnífapör auk þess sem reglur hafa verið settar um það hversu margir mega sitja við hvert borð. Mögulega þurfa fyrirtæki einnig að huga að mikilvægum birgjum og til hvaða ráðstafana er gripið hjá þeim. Allar þessar aðgerðir og viðbúnaður hafa áhrif á rekstur fyrirtækja, bæði taka aðgerðirnar tíma af starfsmönnum sem koma að þeim eða stýra þeim auk þess sem aðgerðirnar sjálfar geta verið kostnaðarsamar. Útbúa þarf nokkrar sviðsmyndir miðað við möguleg og mismunandi alvarleg áhrif kórónufaraldursins á reksturinn. Fjöldamörg fyrirtæki munu eiga starfsmenn í sóttkví og mörg fyrirtæki munu standa í þeim sporum að starfsmaður þess reynist smitaður. Þá þarf að vera búið að skilgreina þann fjölda starfsmanna sem mikilvægir eru áframhaldandi rekstri og verja þarf sérstaklega þegar smit kemur upp innan fyrirtækis. Öll skref sem taka þarf við þessar aðstæður er hægt að undirbúa, þjálfa starfsmenn og prófa þætti eins og heimatengingar eða aðstöðu á vara vinnustöð hvort sem hún er heima hjá starfsmanni eða annars staðar. Vinna sumra starfsmanna er þess eðlis að þeir þurfa að hafa aðgang að mörgum mismunandi kerfum og þessa aðganga má alla prófa áður en til þess kemur að starfsmenn eru sendir heim. Fræðsla til starfsmanna er gríðarlega mikilvæg í öllum þessum skrefum. Í þessari breyttu stöðu breytast einnig verkefni eftirlitseininga í fyrirtækjum, eins og innri endurskoðanda. Margir þeirra, sérstaklega hjá eftirlitsskyldum aðilum, hafa skoðað raun eftirlit á vinnustöðum en í þeim skoðunum eru aðgangshömlur skoðaðar, öryggismál og fleira. Á fjölmennum vinnustöðvum hefur einnig verið skoðað hvernig hreinlæti og vörnum er háttað í mötuneytum til að skoða varnir gegn matareitrunum. Nú hljóta sýklavarnir hvers konar að verða hluti af skoðunum og eftirliti inni í fyrirtækjum. Það hlýtur að vera hagur allra fyrirtækja, og auka trúverðugleika og traust fjárfesta á þeim, ef tekið er á núverandi aðstæðum, sem eru nýjar og ófyrirséðar, af ábyrgð. Enn er mikil óvissa tengd veirusmitinu og öll fyrirtæki, og starfsmenn þeirra, þurfa að bregðast við þessum fordæmalausu aðstæðum af ábyrgð. Nú reynir á aðgerðaplön fyrirtækja og hversu vel þau hafa verið innleidd, kynnt og prófuð af starfsmönnum. Starfsmenn eru fyrirtækjum jafn nauðsynlegir og tölvukerfi þeirra. Höfundur er innri endurskoðandi Kviku.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar