Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Frétta­maðurinn hafi vart getað varist hlátri

Skúli Magnússon umboðsmaður Alþingis fer um víðan völl í viðtali á Sprengisandi í dag. Hann ræðir grundvallarréttindi borgaranna og spyr hvort viðhorf stjórnvalda hafi breyst eftir tíma heimsfaraldurs og eldsumbrota. Fréttamaður Ríkisútvarpsins hafi vart getað varist hlátri fyrir tveimur árum við lestur fréttar um að umboðsmaður hefði sett spurningarmerki við samkomutakmarkanir. 

Innlent
Fréttamynd

Zucker­berg harmar að hafa látið undan þrýstingi Bidens

Mark Zuckerberg forstjóri Meta segist sjá eftir því að hafa látið undan þrýstingi ríkisstjórnar Joe Biden um að ritskoða upplýsingar á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram. Efnið sem hann var beðinn um að fjarlægja voru það sem stjórnvöld kölluðu misvísandi upplýsingar um ýmislegt tengt Covid-19, og fréttir um upplýsingar á fartölvu Hunter Biden, sonar Joe Biden Bandaríkjaforseta.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ný Covid-bóluefni fá grænt ljós

Bandarísk lyfjastofnunin veitti í gær leyfi fyrir tveimur nýjum bóluefnum gegn Covid-19. Heilbrigðisyfirvöld þar mæla með því að allir yfir sex mánaða aldri fá nýju bóluefnin sem eru hönnuð gegn nýrri afbrigði veirunnar.

Erlent
Fréttamynd

Telja apa­bóluna ekki „nýja CO­VID“

Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í Evrópu segir að mpox-veiran, sem áður var þekkt sem apabóla, sé ekki „nýtt COVID“. Heilbrigðisyfirvöld viti hvernig eigi að hefta útbreiðslu veirunnar sem hefur skotið upp kollinum víða um lönd undanfarið.

Erlent
Fréttamynd

„Covid virðist vera komið til að vera“

Fyrir um tveimur vikum var greint frá því að Landspítali hefði gripið til aðgerða vegna fjölda Covidsmitaðra inni á spítalanum og í samfélaginu í heild. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir ástandið hafa skánað síðan þá.

Innlent
Fréttamynd

„Ég ætla ekki að þegja lengur“

„Það er nákvæmlega ekkert sem útskýrir minn heilsubrest annað en þessi eina sprauta sem ég fékk þann 25. febrúar árið 2021,“ segir Sigrún Ólöf Karlsdóttir. Í dag eru 307 tilkynningar inni á borði Lyfjastofnunar vegna mála þar sem grunur er um alvarlegar aukaverkanir vegna bólusetningar gegn COVID-19. Eitt af þeim er mál Sigrúnar Ólafar sem hefur fjórum sinnum fengið Covid-19.

Lífið
Fréttamynd

Kári vandar um við heims­frægan rit­höfundinn

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er ekki hrifinn af kenningum Matt Ridleys, blaðamanns og rithöfundar, sem hefur verið hér á landi við veiðar og notaði tækifærið og viðraði kenningar sínar.

Innlent
Fréttamynd

Joe Biden með Covid

Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur greinst með Covid-19. Samkvæmt upplýsingum frá hvíta húsinu finnur hann fyrir vægum einkennum.

Erlent
Fréttamynd

Bólu­efni eða veirur

Öðru hverju rata fyrir augu mér textar gegn notkun bóluefna þar sem varað er við skaðsemi þeirra. Ég hefi ekki ástæðu til að ætla að textahöfundum gangi neitt illt til með skrifum sínum en mér sýnist flestum þessum skrifum vera sameiginlegt að þau lýsa þekkingar eða skilningsleysi á því í hverju virkni bóluefna felst og að horft er framhjá því að ræða mikilvægan mun á virkni bóluefna annars vegar og veirusýkinga hins vegar.

Skoðun
Fréttamynd

Telur ekki trú­legt að komið verði á samkomutakmörkunum

Margrét Héðinsdóttir, fagstjóri hjúkrunar og upplýsingamiðstöðvar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir fleiri erindi á borði upplýsingamiðstöðvarinnar núna en voru í janúar og febrúar. Skæðar og smitandi veirusýkingar, þeirra á meðal kórónaveiran, séu í gangi og mikið álag á heilsugæslum landsins.

Innlent
Fréttamynd

„Við erum bara að reyna að lifa af“

Eigandi fyrirtækis, sem sérhæfir sig í brúðkaupsskipulagningu fyrir ferðamenn, segir bókanir hafa dregist saman um tuttugu prósent á þessu ári. Vont veður og fréttir af eldgosi hjálpa ekki til í rekstrinum sem er strembinn fyrir. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stefna ís­lenska ríkinu vegna and­láts tveggja ára dóttur

Foreldrar stúlku sem lést úr Covid-19 fimm klukkustundum eftir að hjúkrunarfræðingur skoðaði hana ætla að stefna íslenska ríkinu. Þrátt fyrir að óháður sérfræðingur telji lækni hafa sýnt af sér vanrækslu í málinu telur landlæknir að brestum í kerfislægum og mannlegum þáttum sé um að kenna.

Innlent
Fréttamynd

„Ég stóð bara með sóttvarnalækni“

Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra segist aðeins hafa staðið með sóttvarnalækni í deilum Persónuverndar og Íslenskri erfðagreiningu í miðjum faraldri. Hún hafi á engan hátt hlutast til um ákvörðun Persónuverndar. 

Innlent
Fréttamynd

Stuðningur Katrínar við sótt­varnar­lækni sjálf­sagður

Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, segir sjálfsagt að Katrín Jakobsdóttir þáverandi forsætisráðherra, hafi staðið á bak við sóttvarnarlækni. Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi og þáverandi forstjóri Persónuverndar, hefur sagt að það væri alvarlegt hvernig Katrín hefði talað um Persónuvernd.

Innlent
Fréttamynd

Í fram­haldi af við­tali við Helgu Þórisdóttur

Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi heldur áfram að lýsa þeirri skoðun sinni að Katrín Jakobsdóttir hafi brugðist hlutverki sínu sem forsætisráðherra þegar hún sagðist vera sammála sóttvarnarlækni um að vinnsla persónuupplýsinga Íslenskrar erfðagreiningar, sem Persónuvernd kvað ólöglega, hafi verið hluti af opinberum sóttvarnarráðstöfunum.

Skoðun
Fréttamynd

Á­fall þegar sam­skipti Katrínar og Kára voru birt

Helga Þórisdóttir segist muna mjög vel eftir föstudeginum fjórtánda janúar 2022, eins og það hafi gerst í gær, þegar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskar erfðagreiningar, birti samskipti hans við Katrínu Jakobsdóttur þáverandi forsætisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Segir Helgu fara með rangt mál

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir Helgu Þórisdóttur, forsetaframbjóðanda og forstjóra Persónuverndar, hafa farið með rangt mál í Forystusætinu á RÚV í vikunni. 

Innlent
Fréttamynd

Segir al­var­legt hvernig Katrín tjáði sig um Per­sónu­vernd

Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi segir alvarlegt hvernig Katrín Jakobsdóttir mótframbjóðandi hennar og fyrrverandi forsætisráðherra talaði um Persónuvernd við Kára Stefánsson forstjóra ÍE í Covid-faraldrinum án þess að hafa rætt við forsvarsmenn Persónuverndar. 

Innlent
Fréttamynd

Var upp­lýsinga­gjöf í co­vid­far­aldrinum upp­lýsinga­ó­reiða?

Á tímum covids var hægt að nálgast ástand faraldurs á www.covid.is. Þangað leituðu landsmenn til þess að halda sig upplýsta um stöðu faraldurs á hverjum tíma. Einnig héldu Almannavarnir upplýsingafundi með landlækni, sóttvarnarlækni, starfsmönnum allmannavarna og annarra sérfræðinga í samfélaginu.

Skoðun
Fréttamynd

Allt­of mörg börn misstu af bólu­setningu við mis­lingum

Þátttaka barna í bólusetningum hefur dregist saman síðustu ár og sérstaklega í kringum heimsfaraldur Covid. Kamilla Sigríður Jósefsdóttir yfirlæknir bólusetninga segir ákveðnar bólusetningar hafa verið settar á bið þá vegna annarra forgangsverkefna. Enn sé verið að vinna það upp. 

Innlent
Fréttamynd

„Síðustu tvö ár hafa verið hel­víti“

Sigríður Elín Ásgeirsdóttir er ein af þeim fjölmörgu Íslendingum sem hafa þurft að glíma við langtímaveikindi í kjölfarið á COVID-19. Hún var áður heilsuhraust og í fullri vinnu en eftir tvær bólusetningar og þrjú Covid-smit hefur líf hennar tekið algjöra kollsteypu að hennar sögn.

Innlent