Óprúttinn aðili boðaði fólk í sóttkví undir fölsku flaggi Eiður Þór Árnason skrifar 12. mars 2020 18:04 Síðan hefur í nú verið tekin niður að ósk embættisins. Getty/NurPhoto - Skjáskot Eitthvað hefur verið um það að unglingar hafi fengið skilaboð á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem óprúttinn aðili óskar eftir því í nafni landlæknis að viðkomandi fari í sóttkví. Embætti landlæknis hefur fengið veður af síðunni og tilkynnt hana til Facebook, eiganda Instagram. Hún hefur í kjölfarið verið tekin niður. RÚV fjallaði fyrst um málið og vísar þar í skilaboð frá Instagram-notandanum sem gekk undir heitinu landlaeknir. Í þeim er einstaklingur beðinn um að fara í tólf daga sóttkví vegna samskipta sinna við nafngreindan aðila sem reyndist vera sýktur. Fólk aldrei boðað í sóttkví á samfélagsmiðlum Aðspurður segist Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, að embættið hafi ekki orðið vart við fleiri síður af þessu tagi. „Við vitum ekkert hvort að þetta hafi valdið einhverjum skaða eða eitthvað slíkt, að einhver hafi farið í sóttkví án þess að þurfa að fara í sóttkví, en það sem mér finnst kannski mikilvægt fyrir fólk að vita er að þeir sem eru boðaðir í sóttkví munu fá boð um það símleiðis eða með öðrum hætti í gegnum almannavarnir.“ Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis.Vísir/Vilhelm „Við myndum aldrei koma svona upplýsingum áleiðis í gegnum samfélagsmiðla, það mun ekki gerast undir nokkrum kringumstæðum.“ Embættið hefur að hans sögn verið í hjálplegum samskiptum við fulltrúa Facebook í dag og fengið ráð um það hvernig koma megi í veg fyrir að þetta gerist aftur. Kjartan segir það jafnvel koma til greina að Embætti landlæknis stofni sinn eiginn reikning á Instagram. Búið að tryggja öryggi annarra samfélagsmiðlareikninga „Við náttúrulega erum á Facebook og Twitter, við höfum ekki verið virk á Instagram og þess vegna sá líklega einhver tækifæri í þessu.“ Einnig sé búið að tryggja öryggi annarra samfélagsmiðlareikninga á vegum embættisins. „Þetta er snýst alls ekki um það að einhver hafi brotist inn í neitt eða neitt slíkt. Það hefur bara einhver séð færi á því að við værum ekki með aðgang á Instagram og einfaldlega stofnaði slíkan.“ Wuhan-veiran Heilbrigðismál Samfélagsmiðlar Netöryggi Tengdar fréttir Landspítali takmarkar ekki fundi eða samneyti starfsfólks Fleiri en hundrað starfsmenn Landspítalans eru nú í einangrun eða sóttkví vegna kórónuveirunnar. Ekki hefur þó verið gripið til sambærilegra aðgerða á spítalanum eins og sum fyrirtæki og stofnanir hafa ráðist í til að takmarka smithættu. 12. mars 2020 16:55 Kristján Loftsson sá elsti með kórónuveiruna Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf er smitaður af kórónuveirunni líkt og Auðbjörg Steinbach eiginkona hans. 12. mars 2020 16:21 109 einstaklingar greinst með kórónuveiruna hér á landi 109 einstaklingar hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum Covid-19 á Íslandi. 12. mars 2020 14:08 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira
Eitthvað hefur verið um það að unglingar hafi fengið skilaboð á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem óprúttinn aðili óskar eftir því í nafni landlæknis að viðkomandi fari í sóttkví. Embætti landlæknis hefur fengið veður af síðunni og tilkynnt hana til Facebook, eiganda Instagram. Hún hefur í kjölfarið verið tekin niður. RÚV fjallaði fyrst um málið og vísar þar í skilaboð frá Instagram-notandanum sem gekk undir heitinu landlaeknir. Í þeim er einstaklingur beðinn um að fara í tólf daga sóttkví vegna samskipta sinna við nafngreindan aðila sem reyndist vera sýktur. Fólk aldrei boðað í sóttkví á samfélagsmiðlum Aðspurður segist Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, að embættið hafi ekki orðið vart við fleiri síður af þessu tagi. „Við vitum ekkert hvort að þetta hafi valdið einhverjum skaða eða eitthvað slíkt, að einhver hafi farið í sóttkví án þess að þurfa að fara í sóttkví, en það sem mér finnst kannski mikilvægt fyrir fólk að vita er að þeir sem eru boðaðir í sóttkví munu fá boð um það símleiðis eða með öðrum hætti í gegnum almannavarnir.“ Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis.Vísir/Vilhelm „Við myndum aldrei koma svona upplýsingum áleiðis í gegnum samfélagsmiðla, það mun ekki gerast undir nokkrum kringumstæðum.“ Embættið hefur að hans sögn verið í hjálplegum samskiptum við fulltrúa Facebook í dag og fengið ráð um það hvernig koma megi í veg fyrir að þetta gerist aftur. Kjartan segir það jafnvel koma til greina að Embætti landlæknis stofni sinn eiginn reikning á Instagram. Búið að tryggja öryggi annarra samfélagsmiðlareikninga „Við náttúrulega erum á Facebook og Twitter, við höfum ekki verið virk á Instagram og þess vegna sá líklega einhver tækifæri í þessu.“ Einnig sé búið að tryggja öryggi annarra samfélagsmiðlareikninga á vegum embættisins. „Þetta er snýst alls ekki um það að einhver hafi brotist inn í neitt eða neitt slíkt. Það hefur bara einhver séð færi á því að við værum ekki með aðgang á Instagram og einfaldlega stofnaði slíkan.“
Wuhan-veiran Heilbrigðismál Samfélagsmiðlar Netöryggi Tengdar fréttir Landspítali takmarkar ekki fundi eða samneyti starfsfólks Fleiri en hundrað starfsmenn Landspítalans eru nú í einangrun eða sóttkví vegna kórónuveirunnar. Ekki hefur þó verið gripið til sambærilegra aðgerða á spítalanum eins og sum fyrirtæki og stofnanir hafa ráðist í til að takmarka smithættu. 12. mars 2020 16:55 Kristján Loftsson sá elsti með kórónuveiruna Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf er smitaður af kórónuveirunni líkt og Auðbjörg Steinbach eiginkona hans. 12. mars 2020 16:21 109 einstaklingar greinst með kórónuveiruna hér á landi 109 einstaklingar hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum Covid-19 á Íslandi. 12. mars 2020 14:08 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira
Landspítali takmarkar ekki fundi eða samneyti starfsfólks Fleiri en hundrað starfsmenn Landspítalans eru nú í einangrun eða sóttkví vegna kórónuveirunnar. Ekki hefur þó verið gripið til sambærilegra aðgerða á spítalanum eins og sum fyrirtæki og stofnanir hafa ráðist í til að takmarka smithættu. 12. mars 2020 16:55
Kristján Loftsson sá elsti með kórónuveiruna Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf er smitaður af kórónuveirunni líkt og Auðbjörg Steinbach eiginkona hans. 12. mars 2020 16:21
109 einstaklingar greinst með kórónuveiruna hér á landi 109 einstaklingar hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum Covid-19 á Íslandi. 12. mars 2020 14:08