Framhaldsskóli á krossgötum – annar hluti Ólafur Haukur Johnson skrifar 11. mars 2020 08:00 Aðalnámskrá framhaldsskóla frá 2011 er handbók um skólastarf í framhaldsskólum. Henni er ætlað að veita upplýsingar um tilgang og starfshætti skólanna. Gallinn við námskrána er hins vegar sá að hún er afar óskýr og hlutar hennar eru illa skiljanlegir þeim sem henni er aðallega ætlað að leiðbeina, þ.e. nemendum, foreldrum, kennurum og skólastjórnendum. Bókin er komin til ára sinna og viðhorf til framtíðarþarfa þjóðfélagsins, menntunar og endurmenntunar eru gjörbreytt. Brýnt er því að endurvinna námskrá þessa skólastigs með breytt viðhorf í huga. Mikilvægt er að texti hinnar nýju námskrár verði einfaldur og skýr svo námskráin sem handbók verði auðskilin þeim sem lesa hana og nota. Við endurvinnslu námskrárinnar þarf að einfalda kjarna náms í framhaldsskólum svo sá hluti námsins nýtist ekki aðeins sem góður grunnur fyrir háskólanám á næstu árum, heldur einnig sem grunnur að endurmenntun eftir áratugi. Til þess að svo verði þarf að gera ráð fyrir traustum kjarna á öllum námsbrautum sem nýtist þótt skipt sé síðar um nám úr félagsvísindanámi í náttúruvísindanám og öfugt svo dæmi sé tekið. Þetta er algerlega breytt hugsun frá því sem verið hefur enda hefur nám í framhaldsskólum verið miðað við að þar séu nemendur að undirbúa sig fyrir „ævistarfið“ sem alltaf yrði það sama. Núna þurfa framhaldsskólanemendur að undirbúa sig undir „margskonar ævistörf“ og ítrekaða endurmenntun! Vegna þess hve mikil óvissa er um endurmenntunarþörf síðar á ævinni væri best að allar námsbrautir í framhaldsskóla hefðu kjarna sem væri góður undirbúningur fyrir fjölbreytt háskólanám og verknám. Til að tryggja það sem best tel ég heppilegast að hafa þennan kjarna þann sama fyrir allar námsbrautir og að nám á fyrsta ári í framhaldsskóla yrði bundið við kjarnann. Því fylgir sá mikli kostur að nemendur velja áherslur í náminu (námsbrautir) ári seinna en þeir gera nú. Nú velja nemendur aðal námsbraut áður en framhaldsskólanám er hafið sem er á allan hátt óheppilegt. Að fá tækifæri til að kynnast framhaldsskólanum og þroskast um eitt ár áður aðal námsbraut er valin þekki ég af reynslu að skiptir ungmenni 16-17 ára gömul miklu máli. Samhliða því að mynda sameiginlegan kjarna fyrir allar námsbrautir þarf að færa úr kjarnanum það námsefni sem ekki er skýrt að nýtist í framtíðinni. Slíkt efni á að bjóða sem valgreinar eða á sérvöldum brautum. Framhaldsskólarnir geta síðan boðið mismunandi valgreinar eða brautir og nýtt framsetningu námsefnisins til að skapa sér sérstöðu á einstökum sviðum. Mismunandi áherslur á milli skóla munu þannig verða til þess að stuðla að samkeppni á milli þeirra, en kröftuga samkeppni vantar sárlega á þetta skólastig. Nefni ég hér nokkur atriði sem gætu nýst við að mynda einfaldan kjarna með fáum námsgreinum sem yrði framhaldsskólunum sameiginlegur: 1. Endurskoða þarf íslenskukennslu með það í huga að hafa einungis í kjarna framhaldsskólanáms hagnýtan hluta íslenskunnar eins grundvallaratriði í málfræði, stafsetningu, tjáningu og ritun en taka út ítarlegt málfræðinám og tímafrekan bókmenntalestur. 2. Endurskoða þarf enskukennslu með það í huga að horft verði sem mest á hagnýtan hluta námsins eins og munnlega tjáningu og ritun en taka út þann hluta sem verr nýtist eins og ítarlega málfræði og umfangsmiklar bókmenntir. 3. Endurskoða þarf stærðfræðikennslu með það í huga að horft verði sem mest á hagnýtan hluta námsins en taka út þann hluta sem síður nýtist eins og stærðfræði sem einungis er notuð í mjög sérhæfðu háskólanámi eða hefur þann aðal tilgang að þjálfa rökhugsun. Nám í rökhugsun er hægt að fella inn í annað nám svo sem frumkvöðlanám o.fl. þar sem það fær beint hagnýtt gildi. Stærðfræði sem eingöngu nýtist í sérhæfðu námi og störfum væri farsælt að setja í valgreinar og/eða kenna á háskólastigi. 4. Auk þess að taka hraustlega til í kennslu framangreindra grunngreina er eðlilegt að setja frumkvöðlafræði í kjarna og leggja þar áherslu á að kenna einstaklingum hugarfar sem hvetur til nýsköpunar og lausnar á vandamálum með óhefðbundnum hætti. Mikilvægt er einnig að samtímis læri þessir einstaklingar að vera óhræddir við að gera mistök á leiðinni að lausnum. 5. Síðast en ekki síst, setja þarf í kjarnann nám sem hefur styrkingu sjálfstrausts að markmiði og að hjálpa fólki að finna hamingju í lífinu. Einnig, eins og ég nefndi í fyrstu grein minni, þarf að huga sérstaklega að undirbúningi ungs fólks undir þátttöku í hamingjuríkum samskiptum og samböndum, undirbúa nemendur undir rekstur heimilis, barneignir og barnauppeldi. Fleira má hér nefna eins og málefnalega þátttöku í rökræðum, fjármálalæsi, fræðslu um gildi góðs svefns og holls mataræðis fyrir heilbrigt langlífi, svo fátt eitt sé nefnt. Í þriðja og síðasta hluta þessarar umfjöllunar minnar um „framhaldsskólann á krossgötum“ mun ég fjalla um nauðsyn á breytingum á rekstri skólanna til að auka samkeppni, hvetja til framfara og lækkunar á rekstrarkostnaði. Höfundur er skólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Ólafur Haukur Johnson Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Sjá meira
Aðalnámskrá framhaldsskóla frá 2011 er handbók um skólastarf í framhaldsskólum. Henni er ætlað að veita upplýsingar um tilgang og starfshætti skólanna. Gallinn við námskrána er hins vegar sá að hún er afar óskýr og hlutar hennar eru illa skiljanlegir þeim sem henni er aðallega ætlað að leiðbeina, þ.e. nemendum, foreldrum, kennurum og skólastjórnendum. Bókin er komin til ára sinna og viðhorf til framtíðarþarfa þjóðfélagsins, menntunar og endurmenntunar eru gjörbreytt. Brýnt er því að endurvinna námskrá þessa skólastigs með breytt viðhorf í huga. Mikilvægt er að texti hinnar nýju námskrár verði einfaldur og skýr svo námskráin sem handbók verði auðskilin þeim sem lesa hana og nota. Við endurvinnslu námskrárinnar þarf að einfalda kjarna náms í framhaldsskólum svo sá hluti námsins nýtist ekki aðeins sem góður grunnur fyrir háskólanám á næstu árum, heldur einnig sem grunnur að endurmenntun eftir áratugi. Til þess að svo verði þarf að gera ráð fyrir traustum kjarna á öllum námsbrautum sem nýtist þótt skipt sé síðar um nám úr félagsvísindanámi í náttúruvísindanám og öfugt svo dæmi sé tekið. Þetta er algerlega breytt hugsun frá því sem verið hefur enda hefur nám í framhaldsskólum verið miðað við að þar séu nemendur að undirbúa sig fyrir „ævistarfið“ sem alltaf yrði það sama. Núna þurfa framhaldsskólanemendur að undirbúa sig undir „margskonar ævistörf“ og ítrekaða endurmenntun! Vegna þess hve mikil óvissa er um endurmenntunarþörf síðar á ævinni væri best að allar námsbrautir í framhaldsskóla hefðu kjarna sem væri góður undirbúningur fyrir fjölbreytt háskólanám og verknám. Til að tryggja það sem best tel ég heppilegast að hafa þennan kjarna þann sama fyrir allar námsbrautir og að nám á fyrsta ári í framhaldsskóla yrði bundið við kjarnann. Því fylgir sá mikli kostur að nemendur velja áherslur í náminu (námsbrautir) ári seinna en þeir gera nú. Nú velja nemendur aðal námsbraut áður en framhaldsskólanám er hafið sem er á allan hátt óheppilegt. Að fá tækifæri til að kynnast framhaldsskólanum og þroskast um eitt ár áður aðal námsbraut er valin þekki ég af reynslu að skiptir ungmenni 16-17 ára gömul miklu máli. Samhliða því að mynda sameiginlegan kjarna fyrir allar námsbrautir þarf að færa úr kjarnanum það námsefni sem ekki er skýrt að nýtist í framtíðinni. Slíkt efni á að bjóða sem valgreinar eða á sérvöldum brautum. Framhaldsskólarnir geta síðan boðið mismunandi valgreinar eða brautir og nýtt framsetningu námsefnisins til að skapa sér sérstöðu á einstökum sviðum. Mismunandi áherslur á milli skóla munu þannig verða til þess að stuðla að samkeppni á milli þeirra, en kröftuga samkeppni vantar sárlega á þetta skólastig. Nefni ég hér nokkur atriði sem gætu nýst við að mynda einfaldan kjarna með fáum námsgreinum sem yrði framhaldsskólunum sameiginlegur: 1. Endurskoða þarf íslenskukennslu með það í huga að hafa einungis í kjarna framhaldsskólanáms hagnýtan hluta íslenskunnar eins grundvallaratriði í málfræði, stafsetningu, tjáningu og ritun en taka út ítarlegt málfræðinám og tímafrekan bókmenntalestur. 2. Endurskoða þarf enskukennslu með það í huga að horft verði sem mest á hagnýtan hluta námsins eins og munnlega tjáningu og ritun en taka út þann hluta sem verr nýtist eins og ítarlega málfræði og umfangsmiklar bókmenntir. 3. Endurskoða þarf stærðfræðikennslu með það í huga að horft verði sem mest á hagnýtan hluta námsins en taka út þann hluta sem síður nýtist eins og stærðfræði sem einungis er notuð í mjög sérhæfðu háskólanámi eða hefur þann aðal tilgang að þjálfa rökhugsun. Nám í rökhugsun er hægt að fella inn í annað nám svo sem frumkvöðlanám o.fl. þar sem það fær beint hagnýtt gildi. Stærðfræði sem eingöngu nýtist í sérhæfðu námi og störfum væri farsælt að setja í valgreinar og/eða kenna á háskólastigi. 4. Auk þess að taka hraustlega til í kennslu framangreindra grunngreina er eðlilegt að setja frumkvöðlafræði í kjarna og leggja þar áherslu á að kenna einstaklingum hugarfar sem hvetur til nýsköpunar og lausnar á vandamálum með óhefðbundnum hætti. Mikilvægt er einnig að samtímis læri þessir einstaklingar að vera óhræddir við að gera mistök á leiðinni að lausnum. 5. Síðast en ekki síst, setja þarf í kjarnann nám sem hefur styrkingu sjálfstrausts að markmiði og að hjálpa fólki að finna hamingju í lífinu. Einnig, eins og ég nefndi í fyrstu grein minni, þarf að huga sérstaklega að undirbúningi ungs fólks undir þátttöku í hamingjuríkum samskiptum og samböndum, undirbúa nemendur undir rekstur heimilis, barneignir og barnauppeldi. Fleira má hér nefna eins og málefnalega þátttöku í rökræðum, fjármálalæsi, fræðslu um gildi góðs svefns og holls mataræðis fyrir heilbrigt langlífi, svo fátt eitt sé nefnt. Í þriðja og síðasta hluta þessarar umfjöllunar minnar um „framhaldsskólann á krossgötum“ mun ég fjalla um nauðsyn á breytingum á rekstri skólanna til að auka samkeppni, hvetja til framfara og lækkunar á rekstrarkostnaði. Höfundur er skólastjóri.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar